Þessi færsla er meira en 5 ára gömul.

Þróunarsagan

Á hverjum degi endurtekur þróunarsagan sig:

Vekjarinn hringir hálfátta og ég er botnfiskur að skríða upp á þurrt land. Um hálfníu er ég risaeðla þrammandi um í vinnunni og á öðrum kaffibollanum neandertalsmaður með hæfileikana til að nota verkfæri en ekki enn kominn með það fegurðarskyn og húmor sem fullþroska homo sapiens hefur yfir að ráða.

Loks um hádegi er ég siðmenntaður og þá fer ég að hugsa um dauðann, kjarnorkustríð, gróðurhúsaáhrifin, hvernig þetta allt mun enda, en líka hvað ég ætti að borða í kvöldmat.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni

Loka auglýsingu