Þessi færsla er meira en 7 ára gömul.

Opið bréf til starfandi menntamálaráðherra

Hve marga daga, hugsaði hún, hafði hún setið svona, horft á brúna, kalda fáfræðina æða upp og eyða upp bakkanum. Hún mundi ógreinilega upphaf lýðveldisins, þegar enn var lagður metnaður í menningarmál, Þjóðleikhús reist, barátta fyrir því að fá handritin heim. Rigningin sem komið hafði frá fenjasvæðunum í suðrinu hafði borið þetta allt í burtu, varla að nokkur nennti að spá í neinu lengur. Húsið sem átti að hýsa handritin var bara pollur. Auðvitað var heldur ekkert náttúruminjasafn eða listaháskóli, bara geymslur og tímabundnir myglaðir kofar á víð og dreif. Einhver hafði ákveðið að eyðileggja tónlistaskólanna líka, skólabókasöfnin og sjálfa grunnskólanna. Sumir höfðu auðvitað hagsmuni af fáfræðinni og óttuðust hvað öflugt menntakerfi myndi gera fyrir framtíð flokkanna þeirra.

Síðan tók þetta fljót fáfræðinnar að vaxa, fyrst hægt þangað til að lokum það nam staðar til að snúa aftur. Frá tíma til tíma skreið það eftir lækjarfarvegum og skurðum og hellti sér yfir lág svæði. Fyrst reif það niður heilbrigðiskerfið. Um nóttina, á meðan hún svaf, hirti það veginn og umkringdi hana svo að hún sat ein, báturinn hennar farinn, húsið eins og rekald staðsett á hamrinum sínum. Núna náði fáfræðin jafnvel upp á tjargaðar stoðirnar. Ekki bara grunninn heldur innviðina líka. Blessuðu innviðina. Og enn hækkaði fáfræðin sem núna endurtók sig sjálf og virtist hafa öðlast eigið líf. Virtist ætla að gleypa allt, eins langt og augað eygði ...

 

Textinn er tekinn að láni frá Písa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni