Listflakkarinn

Nagli, höfuð, húsaskjól

Viðar Þorsteinsson framkvæmdastjóri Eflingar hitti naglann á höfuðið í samtali við fréttastofu RÚV í gær. Þegar hann var spurður út í þær „hamfarir“ sem verkfall hótelstarfsmanna á að vera að valda ferðaiðnaðinum svaraði hann:

„Ég held að líf fólks á lægstu launum sem hefur þurft að búa við óðaverðbólgu í langstærsta einstaka útgjaldalið heimilanna sem er húsnæðiskostnaður á síðustu árum hafi verið að upplifa hægfara hamfarir í sínu lífi, því miður. Ég held að áhrifin af þessum verkfallsaðgerðum séu dropi í hafið í samanburði við það.“

Það eru engar ýkjur að segja að óðaverðbólga ríki á leigumarkaðinum. Á síðustu níu árum hefur leiguverð hækkað um 95%. Þetta er stærsti útgjaldaliðurinn, sem étur helminginn af launaseðli meðallaunamanns, en tvo þriðju af launaseðli láglaunamannsins.

Slíkt þykir í öllum siðmenntuðum löndum algerlega óboðlegt. Og það er því ekki skrítið að farið sé fram á launahækkanir. Þeir einu sem hafa getað haldið í óðaverðbólgu leigumarkaðsins eru stjórnendur fyrirtækja, sem hafa með góðu fordæmi sýnt fram á að vel megi tvöfalda laun á íslenskum vinnumarkaði. Eða hvað?

Það er innantómur áróður þegar SA lýsir yfir áhyggjum af verðbólgu eða höfrungahlaupi vegna launahækkana. Höfrungahlaupið hófst fyrir löngu þegar stjórnendastéttin byrjaði að hækka laun sín um tugi prósenta á hálfs árs fresti. Verðbólgan hefur verið staðreynd fyrir allt það verkafólk sem búið hefur á leigumarkaði á þessum tíma. Sér í lagi fyrir það erlenda verkafólk sem ekki hefur neitt bakland, eða tengslanet sem virðist stundum eina leiðin til að komast í húsnæði sem ekki er ólöglegt, óheilsusamlegt iðnaðarhúsnæði.

Það er staðreynd að hundruðir barna búa nú í húsnæði sem er óöruggt og óheilnæmt, í hverfum sem eru ekki með fótboltavöllum, leiksvæðum eða félagsheimilum, heldur gaddavírsgirðingum, glerbrotum og dekkjaverkstæðum. Þetta er um 860 börn samkvæmt tölum slökkviliðsins. Og heilbrigðiseftirlitið hefur kallað eftir strangari lögum og eftirliti um þessar íbúðir síðan 2013 án þess að ríkisstjórn eða alþingi sinni kallinu.

Foreldrar þeirra er fólkið sem þarf launahækkunina. Og það er ekkert skrýtið við að þau séu óþreyjufull að fá hana.

Með þessu er ég ekki endilega að segja að öll hótel séu í stöðu til að gefa starfsfólki sínu forstjórabónus. Þó að það megi finna ýmis dæmi á Íslandi um mansal og svindl á starfsfólki er flest fólk í ferðaiðnaðinum að reyna að sýna sanngirni. Viðtal vísis um daginn við eina herbergisþernuna í verkfallinu var mjög upplýsandi í þessu samhengi:

„Ég elska að vinna hérna og ég elska að vinna með yfirmanni mínum. Hann er mjög góður gaur, hann er mjög sanngjarn. Vonandi get ég dvalið hér eins lengi og ég get.“

„Ég borga sjálfur 265 [þúsund] í leigu og mér finnst það fáránlegt. Og upphæðirnar sem ég veit að annað fólk er að borga, þetta er bara hlægilegt.“

Hvað á herbergisþerna mikið eftir af launum sínum þegar hún hefur greitt skatta og 265 þúsund í leigu?

Krísan er nefnilega einungis að hluta til í höndum þeirra sem kvitta upp á launaseðilinn. Þrjár ríkisstjórnir hafa komið og farið á því tímabili sem ljóst var að leigumarkaðurinn var að stefna í óefni. Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs, skar niður barnabætur og húsaleigubætur, ríkisstjórn Bjarna Ben gleymdi að minnast á húsnæðismál í stjórnarsáttmála og starfaði eftir því, og ríkisstjórn Katrínar hefur einungis skipað nefndir til að tækla málin.

Væri verkfall ef síðustu ríkisstjórnir hefðu byggt upp ódýrt leiguhúsnæði um allt land?  Væri verkfall ef einhvers konar vísir að verkamannabústöðum væri ennþá til

Það er spurningin sem við ættum að spyrja okkur að. Auðvitað mætti bæta við fleirum. Væri hægt að gera skattkerfið sanngjarnara? Gætu stjórnendur með góðu fordæmi sætt launalækkun? Gæti alþingi tekið af skarið og lækkað sín eigin laun?

Allt þetta væru eflaust góð skref, en sennilega duga þau ekki til ein og sér. Ef verkafólk á Íslandi þarf að eyða tveimur þriðju af launaseðlinum í húsnæðið er ekki mikið eftir til að lifa mannsæmandi lífi. Og laun eiga að duga fyrir því.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista
1

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista

Feilskot að aðstoðarmaður ráðherra kalli „vini sína til leiks“ í máli bráðamóttökunnar
2

Feilskot að aðstoðarmaður ráðherra kalli „vini sína til leiks“ í máli bráðamóttökunnar

Gróðureldarnir í Ástralíu aðeins upphafið að vandanum
3

Gróðureldarnir í Ástralíu aðeins upphafið að vandanum

Sóley og Hildur halda vinnuhelgi fyrir róttækar konur
4

Sóley og Hildur halda vinnuhelgi fyrir róttækar konur

Pillan og neikvæð áhrif hennar
5

Pillan og neikvæð áhrif hennar

Fjallið, snjórinn og við
6

Jón Trausti Reynisson

Fjallið, snjórinn og við

Mest lesið í vikunni

Ég er bara ruglaður af því ég trúi á ævintýrið
1

Ég er bara ruglaður af því ég trúi á ævintýrið

Fyllti upp í tómið með fullvissunni um eitthvað æðra
2

Fyllti upp í tómið með fullvissunni um eitthvað æðra

Stór lögregluaðgerð við byggingu hótels: Starfsmenn fluttir burt með lögreglu
3

Stór lögregluaðgerð við byggingu hótels: Starfsmenn fluttir burt með lögreglu

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista
4

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista

Átta handteknir við Héðinshúsið og níu leiddir af vinnustað
5

Átta handteknir við Héðinshúsið og níu leiddir af vinnustað

Skýringar Samherja stangast á við orð ríkissaksóknara Namibíu
6

Skýringar Samherja stangast á við orð ríkissaksóknara Namibíu

Mest lesið í vikunni

Ég er bara ruglaður af því ég trúi á ævintýrið
1

Ég er bara ruglaður af því ég trúi á ævintýrið

Fyllti upp í tómið með fullvissunni um eitthvað æðra
2

Fyllti upp í tómið með fullvissunni um eitthvað æðra

Stór lögregluaðgerð við byggingu hótels: Starfsmenn fluttir burt með lögreglu
3

Stór lögregluaðgerð við byggingu hótels: Starfsmenn fluttir burt með lögreglu

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista
4

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista

Átta handteknir við Héðinshúsið og níu leiddir af vinnustað
5

Átta handteknir við Héðinshúsið og níu leiddir af vinnustað

Skýringar Samherja stangast á við orð ríkissaksóknara Namibíu
6

Skýringar Samherja stangast á við orð ríkissaksóknara Namibíu

Mest lesið í mánuðinum

Snjóflóð falla á Flateyri: Flóðbylgja fór yfir höfnina og stúlku bjargað úr snjóflóði
1

Snjóflóð falla á Flateyri: Flóðbylgja fór yfir höfnina og stúlku bjargað úr snjóflóði

Björgunarsveitarmaður lýsir léttinum þegar stúlkan fannst: „Tíu fullorðnir karlmenn grétu á sama tíma“
2

Björgunarsveitarmaður lýsir léttinum þegar stúlkan fannst: „Tíu fullorðnir karlmenn grétu á sama tíma“

Efnishyggjan gengur aftur
3

Jón Trausti Reynisson

Efnishyggjan gengur aftur

Lásu á netinu að Íslendingar beri virðingu fyrir konum og börnum
4

Lásu á netinu að Íslendingar beri virðingu fyrir konum og börnum

Svona er umhorfs á Flateyri eftir flóðin
5

Svona er umhorfs á Flateyri eftir flóðin

Vigdís sinnti fjölskyldu stúlkunnar sem grafin var úr flóðinu: „Sterkari konu hef ég aldrei séð“
6

Vigdís sinnti fjölskyldu stúlkunnar sem grafin var úr flóðinu: „Sterkari konu hef ég aldrei séð“

Mest lesið í mánuðinum

Snjóflóð falla á Flateyri: Flóðbylgja fór yfir höfnina og stúlku bjargað úr snjóflóði
1

Snjóflóð falla á Flateyri: Flóðbylgja fór yfir höfnina og stúlku bjargað úr snjóflóði

Björgunarsveitarmaður lýsir léttinum þegar stúlkan fannst: „Tíu fullorðnir karlmenn grétu á sama tíma“
2

Björgunarsveitarmaður lýsir léttinum þegar stúlkan fannst: „Tíu fullorðnir karlmenn grétu á sama tíma“

Efnishyggjan gengur aftur
3

Jón Trausti Reynisson

Efnishyggjan gengur aftur

Lásu á netinu að Íslendingar beri virðingu fyrir konum og börnum
4

Lásu á netinu að Íslendingar beri virðingu fyrir konum og börnum

Svona er umhorfs á Flateyri eftir flóðin
5

Svona er umhorfs á Flateyri eftir flóðin

Vigdís sinnti fjölskyldu stúlkunnar sem grafin var úr flóðinu: „Sterkari konu hef ég aldrei séð“
6

Vigdís sinnti fjölskyldu stúlkunnar sem grafin var úr flóðinu: „Sterkari konu hef ég aldrei séð“

Nýtt á Stundinni

Manneskjan er mitt stærsta áhugamál

Manneskjan er mitt stærsta áhugamál

Vilhjálmur Birgisson sakar Heimavelli um siðlaus vinnubrögð á Akranesi

Vilhjálmur Birgisson sakar Heimavelli um siðlaus vinnubrögð á Akranesi

Frönsk verðlaunamynd hunsuð af Akademíunni

Frönsk verðlaunamynd hunsuð af Akademíunni

Foreldrar leikskólabarna settir í óþægilega stöðu

Foreldrar leikskólabarna settir í óþægilega stöðu

Jón Steinar segir mannfyrirlitningu virðast ráðandi í heimalöndum múslima

Jón Steinar segir mannfyrirlitningu virðast ráðandi í heimalöndum múslima

Gildi ólíkra reynsluheima, þungarokk og þúsaldarpopp

Gildi ólíkra reynsluheima, þungarokk og þúsaldarpopp

Forsvarsmaður undirverktaka við Héðinshúsið segist ekki hafa grunað neitt

Forsvarsmaður undirverktaka við Héðinshúsið segist ekki hafa grunað neitt

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista

Popúlistaflokkur segist óttast popúlisma

Popúlistaflokkur segist óttast popúlisma

Fjallið, snjórinn og við

Jón Trausti Reynisson

Fjallið, snjórinn og við

Stytta ætti vinnutíma foreldra áður en leikskólinn er styttur

Stytta ætti vinnutíma foreldra áður en leikskólinn er styttur

Kristján Þór vill ekki skilgreina samband sitt við Þorstein Má

Kristján Þór vill ekki skilgreina samband sitt við Þorstein Má