Listflakkarinn

Nagli, höfuð, húsaskjól

Viðar Þorsteinsson framkvæmdastjóri Eflingar hitti naglann á höfuðið í samtali við fréttastofu RÚV í gær. Þegar hann var spurður út í þær „hamfarir“ sem verkfall hótelstarfsmanna á að vera að valda ferðaiðnaðinum svaraði hann:

„Ég held að líf fólks á lægstu launum sem hefur þurft að búa við óðaverðbólgu í langstærsta einstaka útgjaldalið heimilanna sem er húsnæðiskostnaður á síðustu árum hafi verið að upplifa hægfara hamfarir í sínu lífi, því miður. Ég held að áhrifin af þessum verkfallsaðgerðum séu dropi í hafið í samanburði við það.“

Það eru engar ýkjur að segja að óðaverðbólga ríki á leigumarkaðinum. Á síðustu níu árum hefur leiguverð hækkað um 95%. Þetta er stærsti útgjaldaliðurinn, sem étur helminginn af launaseðli meðallaunamanns, en tvo þriðju af launaseðli láglaunamannsins.

Slíkt þykir í öllum siðmenntuðum löndum algerlega óboðlegt. Og það er því ekki skrítið að farið sé fram á launahækkanir. Þeir einu sem hafa getað haldið í óðaverðbólgu leigumarkaðsins eru stjórnendur fyrirtækja, sem hafa með góðu fordæmi sýnt fram á að vel megi tvöfalda laun á íslenskum vinnumarkaði. Eða hvað?

Það er innantómur áróður þegar SA lýsir yfir áhyggjum af verðbólgu eða höfrungahlaupi vegna launahækkana. Höfrungahlaupið hófst fyrir löngu þegar stjórnendastéttin byrjaði að hækka laun sín um tugi prósenta á hálfs árs fresti. Verðbólgan hefur verið staðreynd fyrir allt það verkafólk sem búið hefur á leigumarkaði á þessum tíma. Sér í lagi fyrir það erlenda verkafólk sem ekki hefur neitt bakland, eða tengslanet sem virðist stundum eina leiðin til að komast í húsnæði sem ekki er ólöglegt, óheilsusamlegt iðnaðarhúsnæði.

Það er staðreynd að hundruðir barna búa nú í húsnæði sem er óöruggt og óheilnæmt, í hverfum sem eru ekki með fótboltavöllum, leiksvæðum eða félagsheimilum, heldur gaddavírsgirðingum, glerbrotum og dekkjaverkstæðum. Þetta er um 860 börn samkvæmt tölum slökkviliðsins. Og heilbrigðiseftirlitið hefur kallað eftir strangari lögum og eftirliti um þessar íbúðir síðan 2013 án þess að ríkisstjórn eða alþingi sinni kallinu.

Foreldrar þeirra er fólkið sem þarf launahækkunina. Og það er ekkert skrýtið við að þau séu óþreyjufull að fá hana.

Með þessu er ég ekki endilega að segja að öll hótel séu í stöðu til að gefa starfsfólki sínu forstjórabónus. Þó að það megi finna ýmis dæmi á Íslandi um mansal og svindl á starfsfólki er flest fólk í ferðaiðnaðinum að reyna að sýna sanngirni. Viðtal vísis um daginn við eina herbergisþernuna í verkfallinu var mjög upplýsandi í þessu samhengi:

„Ég elska að vinna hérna og ég elska að vinna með yfirmanni mínum. Hann er mjög góður gaur, hann er mjög sanngjarn. Vonandi get ég dvalið hér eins lengi og ég get.“

„Ég borga sjálfur 265 [þúsund] í leigu og mér finnst það fáránlegt. Og upphæðirnar sem ég veit að annað fólk er að borga, þetta er bara hlægilegt.“

Hvað á herbergisþerna mikið eftir af launum sínum þegar hún hefur greitt skatta og 265 þúsund í leigu?

Krísan er nefnilega einungis að hluta til í höndum þeirra sem kvitta upp á launaseðilinn. Þrjár ríkisstjórnir hafa komið og farið á því tímabili sem ljóst var að leigumarkaðurinn var að stefna í óefni. Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs, skar niður barnabætur og húsaleigubætur, ríkisstjórn Bjarna Ben gleymdi að minnast á húsnæðismál í stjórnarsáttmála og starfaði eftir því, og ríkisstjórn Katrínar hefur einungis skipað nefndir til að tækla málin.

Væri verkfall ef síðustu ríkisstjórnir hefðu byggt upp ódýrt leiguhúsnæði um allt land?  Væri verkfall ef einhvers konar vísir að verkamannabústöðum væri ennþá til

Það er spurningin sem við ættum að spyrja okkur að. Auðvitað mætti bæta við fleirum. Væri hægt að gera skattkerfið sanngjarnara? Gætu stjórnendur með góðu fordæmi sætt launalækkun? Gæti alþingi tekið af skarið og lækkað sín eigin laun?

Allt þetta væru eflaust góð skref, en sennilega duga þau ekki til ein og sér. Ef verkafólk á Íslandi þarf að eyða tveimur þriðju af launaseðlinum í húsnæðið er ekki mikið eftir til að lifa mannsæmandi lífi. Og laun eiga að duga fyrir því.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Átakasaga hjóna sem búa ekki saman
1

Átakasaga hjóna sem búa ekki saman

·
Fóstureyðingar: Einkamál en ekki samfélagsmál
2

Kolfinna Nikulásdóttir

Fóstureyðingar: Einkamál en ekki samfélagsmál

·
Náttúruleg leið til að losna við arsen
3

Náttúruleg leið til að losna við arsen

·
Stríðið gegn konum
4

Stríðið gegn konum

·
Þegar sáttameðferð framlengir ofbeldið
5

Þegar sáttameðferð framlengir ofbeldið

·
Samtök atvinnulífsins: Ísland laust við spillingu eins og þá sem tíðkast erlendis
6

Samtök atvinnulífsins: Ísland laust við spillingu eins og þá sem tíðkast erlendis

·
Vildi afgirt æfingasvæði Fylkis í Elliðaárdal en styður nú friðun
7

Vildi afgirt æfingasvæði Fylkis í Elliðaárdal en styður nú friðun

·

Mest deilt

Samtök atvinnulífsins: Ísland laust við spillingu eins og þá sem tíðkast erlendis
1

Samtök atvinnulífsins: Ísland laust við spillingu eins og þá sem tíðkast erlendis

·
Fóstureyðingar: Einkamál en ekki samfélagsmál
2

Kolfinna Nikulásdóttir

Fóstureyðingar: Einkamál en ekki samfélagsmál

·
Átakasaga hjóna sem búa ekki saman
3

Átakasaga hjóna sem búa ekki saman

·
Þegar sáttameðferð framlengir ofbeldið
4

Þegar sáttameðferð framlengir ofbeldið

·
Vildi afgirt æfingasvæði Fylkis í Elliðaárdal en styður nú friðun
5

Vildi afgirt æfingasvæði Fylkis í Elliðaárdal en styður nú friðun

·
Stríðið gegn konum
6

Stríðið gegn konum

·

Mest deilt

Samtök atvinnulífsins: Ísland laust við spillingu eins og þá sem tíðkast erlendis
1

Samtök atvinnulífsins: Ísland laust við spillingu eins og þá sem tíðkast erlendis

·
Fóstureyðingar: Einkamál en ekki samfélagsmál
2

Kolfinna Nikulásdóttir

Fóstureyðingar: Einkamál en ekki samfélagsmál

·
Átakasaga hjóna sem búa ekki saman
3

Átakasaga hjóna sem búa ekki saman

·
Þegar sáttameðferð framlengir ofbeldið
4

Þegar sáttameðferð framlengir ofbeldið

·
Vildi afgirt æfingasvæði Fylkis í Elliðaárdal en styður nú friðun
5

Vildi afgirt æfingasvæði Fylkis í Elliðaárdal en styður nú friðun

·
Stríðið gegn konum
6

Stríðið gegn konum

·

Mest lesið í vikunni

Átakasaga hjóna sem búa ekki saman
1

Átakasaga hjóna sem búa ekki saman

·
Fer í meiðyrðamál við konu sem sagði hann eltihrelli: „Málið er mun flóknara“
2

Fer í meiðyrðamál við konu sem sagði hann eltihrelli: „Málið er mun flóknara“

·
Vilja létta 1200 milljónum af fjár­magns­eig­endum með breyttum skatt­stofni
3

Vilja létta 1200 milljónum af fjár­magns­eig­endum með breyttum skatt­stofni

·
Laun stjórnar­for­manns heilsu­hælis tvö­földuðust: For­stjóri látinn hætta án skýringa
4

Laun stjórnar­for­manns heilsu­hælis tvö­földuðust: For­stjóri látinn hætta án skýringa

·
Áform um opnun þýskrar risahótelkeðju í uppnámi
5

Áform um opnun þýskrar risahótelkeðju í uppnámi

·
Fjármálaráðuneytið: Lægsta mögulega greiðslubyrði verðtryggðra lána verður hærri – Víðtækar undanþágur frá banni
6

Fjármálaráðuneytið: Lægsta mögulega greiðslubyrði verðtryggðra lána verður hærri – Víðtækar undanþágur frá banni

·

Mest lesið í vikunni

Átakasaga hjóna sem búa ekki saman
1

Átakasaga hjóna sem búa ekki saman

·
Fer í meiðyrðamál við konu sem sagði hann eltihrelli: „Málið er mun flóknara“
2

Fer í meiðyrðamál við konu sem sagði hann eltihrelli: „Málið er mun flóknara“

·
Vilja létta 1200 milljónum af fjár­magns­eig­endum með breyttum skatt­stofni
3

Vilja létta 1200 milljónum af fjár­magns­eig­endum með breyttum skatt­stofni

·
Laun stjórnar­for­manns heilsu­hælis tvö­földuðust: For­stjóri látinn hætta án skýringa
4

Laun stjórnar­for­manns heilsu­hælis tvö­földuðust: For­stjóri látinn hætta án skýringa

·
Áform um opnun þýskrar risahótelkeðju í uppnámi
5

Áform um opnun þýskrar risahótelkeðju í uppnámi

·
Fjármálaráðuneytið: Lægsta mögulega greiðslubyrði verðtryggðra lána verður hærri – Víðtækar undanþágur frá banni
6

Fjármálaráðuneytið: Lægsta mögulega greiðslubyrði verðtryggðra lána verður hærri – Víðtækar undanþágur frá banni

·

Nýtt á Stundinni

Einkafyrirtæki á Íslandi ættu að prófa skemmri vinnuviku

Af samfélagi

Einkafyrirtæki á Íslandi ættu að prófa skemmri vinnuviku

·
Bjarni hissa á vangaveltum Björns: „Vantar bara að menn segist hafa rökstuddan grun“

Bjarni hissa á vangaveltum Björns: „Vantar bara að menn segist hafa rökstuddan grun“

·
Samtök atvinnulífsins: Ísland laust við spillingu eins og þá sem tíðkast erlendis

Samtök atvinnulífsins: Ísland laust við spillingu eins og þá sem tíðkast erlendis

·
Vildi afgirt æfingasvæði Fylkis í Elliðaárdal en styður nú friðun

Vildi afgirt æfingasvæði Fylkis í Elliðaárdal en styður nú friðun

·
Sjálfkeyrandi vagnar hafa ekkert í Borgarlínu

Jökull Sólberg Auðunsson

Sjálfkeyrandi vagnar hafa ekkert í Borgarlínu

·
Þegar sáttameðferð framlengir ofbeldið

Þegar sáttameðferð framlengir ofbeldið

·
Fóstureyðingar: Einkamál en ekki samfélagsmál

Kolfinna Nikulásdóttir

Fóstureyðingar: Einkamál en ekki samfélagsmál

·
Átakasaga hjóna sem búa ekki saman

Átakasaga hjóna sem búa ekki saman

·
Blómin í garðinum

Hermann Stefánsson

Blómin í garðinum

·
Náttúruleg leið til að losna við arsen

Náttúruleg leið til að losna við arsen

·
Stríðið gegn konum

Stríðið gegn konum

·
Velkomin heim Valkyrja

Velkomin heim Valkyrja

·