Listflakkarinn

Mölflugan

Að vera skáld er stundum eins og að vera fiðrildasafnari sem eltir litrík og falleg fiðrildi, en þegar það hefur fangað fiðrildið áttar það sig á að þetta var ekki sjaldgæf og áður óþekkt vera, heldur ósköp venjuleg og grá mölfluga. Þannig finnst mér það oft vera þegar ég byrja að hamra inn stafi á lyklaborðið í móðu innblásturs og les það svo aftur aðeins seinna. En þá er hugmyndin auðvitað ekki komin nema hálfa leið og varla það.

Fæstir höfundar eiga í vandræðum með hugmyndir. Það mætti jafnvel segja að hugmyndir séu ofmetnar, þó svo auðvitað sé það frábær tilfinning að uppgötva eitthvað sem manni finnst virkilega frumlegt og þætti þess virði að skrifa heila skáldsagnaröð, þáttaröð eða smásagnasafn upp úr. Ég hef yfirleitt haft ógrynni af hugmyndum sem ég ramba á milli, en þegar ég hef unnið aðeins áfram skil eftir andvana fæddar í word-skjali. Flestar hugmyndir lifa ekki af ítarlegri skoðun, eða hversdagslegan leiða. Sumar hafa þann kraft að þær knýja mann áfram þar til maður klárar þær, aðrar njóta góðs af því að maður er skuldbundinn því að skila einhverju. Það er þó sjaldnast við þær að sakast ef illa fer. Þegar þær deyja er það vegna skorts á minni elju. Oft er ég lélegur fæðingartæknir.

Sem betur fer hef ég vaxið upp úr öllum hugmyndum um mig og aðra sem snillinga. Snilligáfan er rómantísk hugmynd og mjög skiljanleg sem slík því nærri öll virkilega góð list virðist áreynslulaus. Ég rek mig oft á það sem gagnrýnandi að þegar eitthvað heppnast virkilega vel getur verið erfitt að greina það og koma í mörg orð, annað en að segja bara að sýningin hafi verið stórkostleg, en þegar eitthvað heppnast ekki jafn vel þá er maður með ógrynnin öll að segja af því það er svo margt sem mætti bæta. Margt svo augljóst ef listamaðurinn hefði bara gefið sér lengri tíma. En hvort sem hlutir virðast áreynslulausir eða ekki þá er það blekking. Enda væri slíkt ósanngjarnt. Vissulega er fólk mishæfileikaríkt, en mikilvægasti hæfileikinn er reyndar ekki meðfæddur heldur áunninn og er einfaldlega vinnusemi. Sá sem sest niður og skrifar á hverjum degi er líklegri til að skrifa á endanum eitthvað sem var þess virði að skrifa.

Auðvitað er staðreyndin sú að flest sem við látum á prent eða birtum jafnvel á bloggi verðskuldar ekki það vistspor sem það skilur eftir sig. En það verður að hafa það. Ekki verður allt fullkomið.

Að því sögðu vil ég biðja andagift mína innilega afsökunar. Hversu oft hef ég ekki fengið innblástur að einhverju stórkostlegu sem síðan deyr algjörlega í meðförum mínum? Fengið hugmyndir úr etherinu sem ég hef ekki getað valdið, aðallega vegna skorts á æfingu og sjálfsaga. Af því að ég kýs frekar að eyða tíma mínum í það sem er auðvelt frekar en það sem er erfitt. Af því ég elska að skrifa, skrifa, skrifa og hata að lesa yfir, hata að hlusta á mína eigin rödd og heyra hvar tónninn er falskur. Af því mér finnst skemmtilegra að byrja en að klára. Af því ég er latur og yfirborðskenndur í hugsun. Af því ég nenni ekki að bæta mig því það eyðileggur þá ímynd sem ég hef af minni eigin fullkomnun. Sá andi sem færir mér hugmyndir er hér með innilega beðinn afsökunar (en þó ekki auðmjúklega). Af því þrátt fyrir alla þessa ræðu þá býr ennþá inni í mér unglingur sem vill trúa því að hæfileikarnir séu hans eign, en ekki áunnir með því að lesa og skrifa í áratugi. Að augnabliks innblástur geti orðið að metsölubók, eða stórvirki sem lifi af aldirnar, eða jafnvel bara pistli sem þúsund manns deili á facebook. Það er draumurinn.

En þó svo ég geti ennþá ekki skrifað auðmjúka afsökunarbeiðni, get alla vega reynt að skrifa einlæga afsökunarbeiðni, og vonast eftir smá skilning frá þeim sem lesa og þeim anda sem býr inni í okkur öllum og nærir okkar hugmyndir og drauma.

Andagift er reyndar alveg frábært orð, alveg eins og innblástur. Því hvort sem maður sér andann sem eitthvað dulrænt afl sem finnur listamenn við hæfi og þvingar þá til að skapa sig, (eins og Rómverjar trúðu) eða hugmyndir sem eitthvað sem spretti upp í sameiginlegri undirmeðvitund okkar allra (eins og Carl Jung velti fyrir sér) þá eru það fallegri hugmyndir en sú að allt spretti upp innan í ungum snilling. Hugmyndir eru þrátt fyrir ýmis konar lög um höfundarrétt í raun sameign samfélagsins sem skapaði þau. Þegar listræn hugmynd er einhvers virði þá er hún það af því fleiri en einn nær að tengja við hana, og listamaðurinn hefði aldrei náð að skapa hana án þess að verða fyrir áhrifum af öllu í samfélaginu í kringum sig. Orðið andagift viðurkennir þá sjálfsögðu staðreynd að þó höfundurinn sé með háfinn á lofti, þá er það fiðrildið sem finnur hann, en ekki öfugt. Hugmyndir finna yfirleitt marga höfunda samtímis sem gefa út svipuð verk yfir langt tímabil. Flest gleymast. Þau ógleymanlegu lifa. Það væri auðvelt að detta ofan í þá ormagryfju sem er skoðun mín á höfundarrétti í framhaldi af þessu, en það verður að bíða betri tíma. (Eða kannski aldrei, því það er best að opinbera aldrei hræsni og útópískar hugmyndir of ítarlega).

Iðinn höfundur getur fengið jafnvel gráa mölflugu til að taka lit. Ef hann heldur sér við efnið. Hugmyndir eru sjaldnast í sjálfu sér góðar. Við gerum þær góðar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Fendibelti fyrir fermingarpeningana
1

Fendibelti fyrir fermingarpeningana

·
Seldu nær heila götu og fengu 2,2 milljarða hvor
2

Seldu nær heila götu og fengu 2,2 milljarða hvor

·
Davíð Oddsson með 5,3 milljónir á mánuði
3

Davíð Oddsson með 5,3 milljónir á mánuði

·
Eigendur stærstu útgerðarfyrirtækja græddu hundruð milljóna í fyrra
4

Eigendur stærstu útgerðarfyrirtækja græddu hundruð milljóna í fyrra

·
Björn Ingi með há laun þrátt fyrir fjárhagsvanda
5

Björn Ingi með há laun þrátt fyrir fjárhagsvanda

·
Sá tekjuhæsti á Vestfjörðum með 1,2 milljarða
6

Sá tekjuhæsti á Vestfjörðum með 1,2 milljarða

·
Vill að opinberir starfsmenn verði látnir kaupa hádegismat af einkaaðilum
7

Vill að opinberir starfsmenn verði látnir kaupa hádegismat af einkaaðilum

·

Mest deilt

Davíð Oddsson með 5,3 milljónir á mánuði
1

Davíð Oddsson með 5,3 milljónir á mánuði

·
Stuðningur við ríkisstjórnina minnkar enn
2

Stuðningur við ríkisstjórnina minnkar enn

·
Vill að opinberir starfsmenn verði látnir kaupa hádegismat af einkaaðilum
3

Vill að opinberir starfsmenn verði látnir kaupa hádegismat af einkaaðilum

·
Eigendur stærstu útgerðarfyrirtækja græddu hundruð milljóna í fyrra
4

Eigendur stærstu útgerðarfyrirtækja græddu hundruð milljóna í fyrra

·
Vilja grænkerafæði í alla skóla í þágu loftslagsins
5

Vilja grænkerafæði í alla skóla í þágu loftslagsins

·
Seldu nær heila götu og fengu 2,2 milljarða hvor
6

Seldu nær heila götu og fengu 2,2 milljarða hvor

·

Mest deilt

Davíð Oddsson með 5,3 milljónir á mánuði
1

Davíð Oddsson með 5,3 milljónir á mánuði

·
Stuðningur við ríkisstjórnina minnkar enn
2

Stuðningur við ríkisstjórnina minnkar enn

·
Vill að opinberir starfsmenn verði látnir kaupa hádegismat af einkaaðilum
3

Vill að opinberir starfsmenn verði látnir kaupa hádegismat af einkaaðilum

·
Eigendur stærstu útgerðarfyrirtækja græddu hundruð milljóna í fyrra
4

Eigendur stærstu útgerðarfyrirtækja græddu hundruð milljóna í fyrra

·
Vilja grænkerafæði í alla skóla í þágu loftslagsins
5

Vilja grænkerafæði í alla skóla í þágu loftslagsins

·
Seldu nær heila götu og fengu 2,2 milljarða hvor
6

Seldu nær heila götu og fengu 2,2 milljarða hvor

·

Mest lesið í vikunni

Fendibelti fyrir fermingarpeningana
1

Fendibelti fyrir fermingarpeningana

·
Öryggið verður ekki metið til fjár
2

Öryggið verður ekki metið til fjár

·
Seldu nær heila götu og fengu 2,2 milljarða hvor
3

Seldu nær heila götu og fengu 2,2 milljarða hvor

·
Davíð Oddsson með 5,3 milljónir á mánuði
4

Davíð Oddsson með 5,3 milljónir á mánuði

·
Segir Svein Andra blóðmjólka þrotabú
5

Segir Svein Andra blóðmjólka þrotabú

·
Eigendur stærstu útgerðarfyrirtækja græddu hundruð milljóna í fyrra
6

Eigendur stærstu útgerðarfyrirtækja græddu hundruð milljóna í fyrra

·

Mest lesið í vikunni

Fendibelti fyrir fermingarpeningana
1

Fendibelti fyrir fermingarpeningana

·
Öryggið verður ekki metið til fjár
2

Öryggið verður ekki metið til fjár

·
Seldu nær heila götu og fengu 2,2 milljarða hvor
3

Seldu nær heila götu og fengu 2,2 milljarða hvor

·
Davíð Oddsson með 5,3 milljónir á mánuði
4

Davíð Oddsson með 5,3 milljónir á mánuði

·
Segir Svein Andra blóðmjólka þrotabú
5

Segir Svein Andra blóðmjólka þrotabú

·
Eigendur stærstu útgerðarfyrirtækja græddu hundruð milljóna í fyrra
6

Eigendur stærstu útgerðarfyrirtækja græddu hundruð milljóna í fyrra

·

Nýtt á Stundinni

Seðlabankastjóri segir peningahagfræði svipaða guðfræði og mikilvægt að treysta bönkunum

Seðlabankastjóri segir peningahagfræði svipaða guðfræði og mikilvægt að treysta bönkunum

·
Nýr seðlabankastjóri mættur og gefur vísbendingar um næstu skref

Nýr seðlabankastjóri mættur og gefur vísbendingar um næstu skref

·
Björn Ingi óánægður með að fjallað sé um fjármál sín

Björn Ingi óánægður með að fjallað sé um fjármál sín

·
Vilja grænkerafæði í alla skóla í þágu loftslagsins

Vilja grænkerafæði í alla skóla í þágu loftslagsins

·
Illugi ekki með 14 milljónir á mánuði

Illugi ekki með 14 milljónir á mánuði

·
Sá tekjuhæsti á Vestfjörðum með 1,2 milljarða

Sá tekjuhæsti á Vestfjörðum með 1,2 milljarða

·
Nokkrir áratugir aftur í tímann

Ágústa Arna Sigurdórsdóttir

Nokkrir áratugir aftur í tímann

·
Fleiri hælisleitendur frá Venesúela

Fleiri hælisleitendur frá Venesúela

·
Eigendur stærstu útgerðarfyrirtækja græddu hundruð milljóna í fyrra

Eigendur stærstu útgerðarfyrirtækja græddu hundruð milljóna í fyrra

·
Björn Ingi með há laun þrátt fyrir fjárhagsvanda

Björn Ingi með há laun þrátt fyrir fjárhagsvanda

·
Davíð Oddsson með 5,3 milljónir á mánuði

Davíð Oddsson með 5,3 milljónir á mánuði

·
Nýir tímar á Norðurslóðum?

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

Nýir tímar á Norðurslóðum?

·