Listflakkarinn

Minningarorð um vondan mann

Sem betur fer, fyrir fyrrum öldungardeildarþingmanninn bandaríska John McCain er helvíti ekki raunverulega til. Ef svo væri þá væri hann þar í djúpsteikingarpotti innan um aðrar McCain franskar. Um hann hef ég fátt annað að segja en að mín tilnefning til friðarverðlauna nóbels í ár er æxlið sem dró hann til dauða.

Og þó, fyrst ég er byrjaður þá er kannski eins gott að ég skrifi eitthvað um manninn sem þáði meiri peninga frá NRA (Bandarísku skotvopna samtökunum sem eitra alla stjórnmálaumræðu vestanhafs), en nokkur annar pólitíkus í sögu Bandaríkjanna. Kannski ætti ég að nefna Charles  Keating, auðjöfurinn sem fjármagnaði framboð McCain og skutlaði um á einkaþotum í skiptum fyrir þjónkun hans inn á þingi? Kannski ætti ég að tala  um þegar John McCain söng glaðhlakkalega á framboðsfundi til forseta „bomb, bomb, bomb Iran,“ eins og það væri eitthvað grín að bomba 79 milljón manna þjóð? Mann sem hafði svo slaka dómgreind að hann valdi Söru Palin sem með-frambjóðanda og varaforsetaefni? McCain er svo sannarlega ekkert ljós skynseminnar í hafi popúlisma, ef eitthvað er þá markar forsetaframboð hans árið 2008 upphafið að teboðsvæðingu repúblikanaflokksins. Það var augnablikið sem flokkseigendafélagið gaf grænt ljós á vitleysingana með samsæriskenningarnar, raunveruleikasjónvarpsstjörnurnar og rasismann.

Hann reyndar talaði oft fyrir því karlinn. Það er mín fyrsta minning af manninum, þegar ég sá hann mæta í þátt til Jay Leno rétt eftir innrásina í Afganistan og kalla eftir innrás í bæði Írak og Íran. Honum varð að ósk sinni með hið fyrrnefnda, með hrikalegum afleiðingum fyrir okkur öll hin og sem betur fer tapaði hann fyrir Obama í forsetaframboðinu 2008. Sá forseti samdi góðan samning við Íran um afvopnavæðingu, sem Kína, Rússland og Evrópusambandið studdu, og hefði getað leitt til varanlegs friðar í miðausturlöndum ef ekki væri fyrir hörmulegan arftaka Obama.

En aðeins um þennan arftaka. Nú ber á því að hópur fólks sem er alls ekki sammála John McCain í neinu, hyllir honum og hampar vegna þess að hann hefur gagnrýnt Donald Trump, og vegna þess að Donald Trump hefur gert lítið úr honum. Það er einstaklega furðuleg afstaða. Það er svo sannarlega ekki Hitler til bóta að hann hataðist út í Stalín, né Stalín til bóta að hann á endanum átti þátt í að sigra Hitler. McCain studdi George W. Bush og stríðsævintýri hans með ráðum og dáð, og ef eitthvað er þá er Donald Trump mun skárri en afglapinn með kúrekahattinn. Við ættum ekki að gleyma hver veitti NSA heimild til að njósna um heimsbyggðina, né heldur ættum við að gleyma hver stofnaði pyntingarbúðirnar í Guantanamo og við ættum heldur ekki að gleyma að sá maður kom okkur út í stríð sem vara enn þann dag í dag. Eitra pólitíkina og eyðileggja líf. Ýta þúsundum á flótta í hverjum mánuði og hafa ýtt milljónum af stað og drepið aðrar milljónir ofan á það.

Ég gleymi ekki hver studdi það. Ekki frekar en að ég gleymi því hvernig sá sami maður, John McCain hóf pólitískan frama sinn.

Faðir hans og afi voru fjögurra stjörnu hershöfðingjar, það var tengslum McCain að þakka að hann varð orrustuflugmaður ekki neinu öðru. Í herakademíunni var hann helst þekktur fyrir veisluhöld, ekki dugnað eða yfirburðagreind. Enda brotlenti hann oftar en einu sinni þar til hann loks var fangaður í 23. flugi hans yfir Norður-Víetnam. Þá var hann í þeim göfugu erindagjörðum að varpa napalm-sprengjum á hitaveitu Hanoi-borgar.

Sem fangi öðlaðist McCain frægð og þrátt fyrir fyrirlitningu mína á manninum get ég vel játað að það var ansi djarft að sitja lengur í haldi Víetnamanna frekar en að samþykkja að vera framseldur, af því aðrir hermenn voru enn í haldi. Sá partur af ævi hans má næstum því segja eitthvað gott um, því þrátt fyrir allt litaði það afstöðu hans til pyntinga, sem hann var andvígur. Gott hjá honum.

En þetta kenndi honum þó ekki neina lexíu um hernaðarmaskínu Bandaríkjanna eða eðli stríða. McCain var alltaf á móti öllum friði. Hann taldi Bandaríkjastjórn ekki hafa gengið nógu langt í Víetnam, ekki bombað nógu mikið, hann hataði „the gooks.“

Á meðal álitsgjafa og fjölmiðla í Bandaríkjunum og víðar er nánast pervertísk þrá eftir að finna íhaldsmann sem ekki siðferðisleg rotþró og McCain hefur því stundum fengið hetjuljóma. Var ekki fínt hjá honum að kjósa ekki með afnámi Obamacare? (Sem var upprunalega uppfinning íhaldsamrar hugsanaveitu). Var ekki gott hjá honum að leggja til einhver mörk á hversu mikið fé stórfyrirtæki mættu dæla í kosningasjóði?

Almennt hefur McCain staðið gegn öllum framförum. Hann er á móti því að konur geti ráðið hvort þær verði óléttar eða ekki. Hann var alla tíð á móti hjónaböndum samkynhneigðra. Hann var á móti því að frídagur væri tileinkaður Martin Luther King. Hann var hlynntur minni byssulöggjöf, minna eftirliti með fjármálastofnunum og alltaf hlynntur meira stríði. Hann kaus með öllum hernaðarívilnunum, öllum vopnakaupum og krafðist meira af báðu. Á samvisku hans eru milljón mannslífa og sem betur fer komst hann ekki í þá stöðu að geta margfaldað þá tölu.

Ég veit ekki enn hvort Trump muni láta undan lobbýistum Ísraels og Saudi Arabíu, hlusta á nána ný-íhaldsmannaráðgjafa sína og lýsa yfir stríði á hendur Íran. Kannski mun það gerast. En svo lengi sem sá dagur rennur ekki upp þá er mér sama hvaða klámmyndaleikkonum hann sefur hjá og hvaða viðskiptastríð sem hann startar (George W. Bush var líka í tolladeilum við ESB). Það mun hvort sem er koma annar forseti sem verður hlynntur þeim fríverslunar áherslunum sem fjármálamarkaðir, stórfyrirtæki og álitsgjafastéttirnar krefjast.

En mannslífin sem myndu glatast í vonlausum hernaðardraumórum manna eins og McCain kæmu aldrei aftur. Þess vegna tæki ég frekar þrjú kjörtímabil af Trump en eitt kjörtímabil af McCain, og megi hann brenna í því helvíti sem hann þóttist trúa á, sem við hin vitum reyndar vel að ekki er til.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar
1

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar

Yfirlýsing: Vegsömun nauðgunarmenningar á RÚV
2

Ritstjórn

Yfirlýsing: Vegsömun nauðgunarmenningar á RÚV

Fasteignir félags Sturlu boðnar upp eftir fjárnám
3

Fasteignir félags Sturlu boðnar upp eftir fjárnám

Svar við yfirlýsingu vegna kvikmyndarinnar Elle
4

Árni Pétur Arnarsson

Svar við yfirlýsingu vegna kvikmyndarinnar Elle

Erfðabreyttu tvíburarnir - rúmlega ári seinna
5

Erfðabreyttu tvíburarnir - rúmlega ári seinna

Fréttastofa RÚV biður Samherja velvirðingar
6

Fréttastofa RÚV biður Samherja velvirðingar

Mest lesið í vikunni

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar
1

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar

Þegar lögreglan er upptekin
2

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Þegar lögreglan er upptekin

Yfirlýsing: Vegsömun nauðgunarmenningar á RÚV
3

Ritstjórn

Yfirlýsing: Vegsömun nauðgunarmenningar á RÚV

Sorphirðufólk með 300 þúsund í grunnlaun
4

Sorphirðufólk með 300 þúsund í grunnlaun

Fasteignir félags Sturlu boðnar upp eftir fjárnám
5

Fasteignir félags Sturlu boðnar upp eftir fjárnám

Sautján ára transstrákur fær ekki vernd á Íslandi
6

Sautján ára transstrákur fær ekki vernd á Íslandi

Mest lesið í vikunni

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar
1

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar

Þegar lögreglan er upptekin
2

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Þegar lögreglan er upptekin

Yfirlýsing: Vegsömun nauðgunarmenningar á RÚV
3

Ritstjórn

Yfirlýsing: Vegsömun nauðgunarmenningar á RÚV

Sorphirðufólk með 300 þúsund í grunnlaun
4

Sorphirðufólk með 300 þúsund í grunnlaun

Fasteignir félags Sturlu boðnar upp eftir fjárnám
5

Fasteignir félags Sturlu boðnar upp eftir fjárnám

Sautján ára transstrákur fær ekki vernd á Íslandi
6

Sautján ára transstrákur fær ekki vernd á Íslandi

Mest lesið í mánuðinum

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista
1

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista

Ég varð aldrei sá sami eftir þetta
2

Ég varð aldrei sá sami eftir þetta

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar
3

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar

Lögreglumenn sem starfa hjá sjálfsvarnarfyrirtæki sakaðir um ofbeldi
4

Lögreglumenn sem starfa hjá sjálfsvarnarfyrirtæki sakaðir um ofbeldi

Varasöm þerapía: Röng meðferð getur gert slæmt ástand verra
5

Varasöm þerapía: Röng meðferð getur gert slæmt ástand verra

Fleiri konur deila slæmri reynslu af þerapista
6

Fleiri konur deila slæmri reynslu af þerapista

Mest lesið í mánuðinum

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista
1

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista

Ég varð aldrei sá sami eftir þetta
2

Ég varð aldrei sá sami eftir þetta

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar
3

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar

Lögreglumenn sem starfa hjá sjálfsvarnarfyrirtæki sakaðir um ofbeldi
4

Lögreglumenn sem starfa hjá sjálfsvarnarfyrirtæki sakaðir um ofbeldi

Varasöm þerapía: Röng meðferð getur gert slæmt ástand verra
5

Varasöm þerapía: Röng meðferð getur gert slæmt ástand verra

Fleiri konur deila slæmri reynslu af þerapista
6

Fleiri konur deila slæmri reynslu af þerapista

Nýtt á Stundinni

Eru láglaunakonur ekki femínískar?

Valkyrja

Eru láglaunakonur ekki femínískar?

Kolbrún telur sig órétti beitta

Kolbrún telur sig órétti beitta

Reiknar með að Þorsteinn Már verði aftur forstjóri Samherja

Reiknar með að Þorsteinn Már verði aftur forstjóri Samherja

Svar við yfirlýsingu vegna kvikmyndarinnar Elle

Árni Pétur Arnarsson

Svar við yfirlýsingu vegna kvikmyndarinnar Elle

Furðar sig á umdeildum ræðumanni hjá Hæstarétti

Furðar sig á umdeildum ræðumanni hjá Hæstarétti

Norðurljós og kuldi til sölu á 69. breiddargráðu

Norðurljós og kuldi til sölu á 69. breiddargráðu

Segir að Landspítali myndi lamast

Segir að Landspítali myndi lamast

Samherji vonar að Ríkisútvarpið „dragi lærdóm“ eftir „ánægjulega“ leiðréttingu

Samherji vonar að Ríkisútvarpið „dragi lærdóm“ eftir „ánægjulega“ leiðréttingu

Listin að verða sextugur

Listin að verða sextugur

Mótmæltu brottflutningi ungs transpilts við Stjórnarráðið

Mótmæltu brottflutningi ungs transpilts við Stjórnarráðið

Erfðabreyttu tvíburarnir - rúmlega ári seinna

Erfðabreyttu tvíburarnir - rúmlega ári seinna

Yfirlýsing: Vegsömun nauðgunarmenningar á RÚV

Ritstjórn

Yfirlýsing: Vegsömun nauðgunarmenningar á RÚV