Listflakkarinn

Minningarorð um vondan mann

Sem betur fer, fyrir fyrrum öldungardeildarþingmanninn bandaríska John McCain er helvíti ekki raunverulega til. Ef svo væri þá væri hann þar í djúpsteikingarpotti innan um aðrar McCain franskar. Um hann hef ég fátt annað að segja en að mín tilnefning til friðarverðlauna nóbels í ár er æxlið sem dró hann til dauða.

Og þó, fyrst ég er byrjaður þá er kannski eins gott að ég skrifi eitthvað um manninn sem þáði meiri peninga frá NRA (Bandarísku skotvopna samtökunum sem eitra alla stjórnmálaumræðu vestanhafs), en nokkur annar pólitíkus í sögu Bandaríkjanna. Kannski ætti ég að nefna Charles  Keating, auðjöfurinn sem fjármagnaði framboð McCain og skutlaði um á einkaþotum í skiptum fyrir þjónkun hans inn á þingi? Kannski ætti ég að tala  um þegar John McCain söng glaðhlakkalega á framboðsfundi til forseta „bomb, bomb, bomb Iran,“ eins og það væri eitthvað grín að bomba 79 milljón manna þjóð? Mann sem hafði svo slaka dómgreind að hann valdi Söru Palin sem með-frambjóðanda og varaforsetaefni? McCain er svo sannarlega ekkert ljós skynseminnar í hafi popúlisma, ef eitthvað er þá markar forsetaframboð hans árið 2008 upphafið að teboðsvæðingu repúblikanaflokksins. Það var augnablikið sem flokkseigendafélagið gaf grænt ljós á vitleysingana með samsæriskenningarnar, raunveruleikasjónvarpsstjörnurnar og rasismann.

Hann reyndar talaði oft fyrir því karlinn. Það er mín fyrsta minning af manninum, þegar ég sá hann mæta í þátt til Jay Leno rétt eftir innrásina í Afganistan og kalla eftir innrás í bæði Írak og Íran. Honum varð að ósk sinni með hið fyrrnefnda, með hrikalegum afleiðingum fyrir okkur öll hin og sem betur fer tapaði hann fyrir Obama í forsetaframboðinu 2008. Sá forseti samdi góðan samning við Íran um afvopnavæðingu, sem Kína, Rússland og Evrópusambandið studdu, og hefði getað leitt til varanlegs friðar í miðausturlöndum ef ekki væri fyrir hörmulegan arftaka Obama.

En aðeins um þennan arftaka. Nú ber á því að hópur fólks sem er alls ekki sammála John McCain í neinu, hyllir honum og hampar vegna þess að hann hefur gagnrýnt Donald Trump, og vegna þess að Donald Trump hefur gert lítið úr honum. Það er einstaklega furðuleg afstaða. Það er svo sannarlega ekki Hitler til bóta að hann hataðist út í Stalín, né Stalín til bóta að hann á endanum átti þátt í að sigra Hitler. McCain studdi George W. Bush og stríðsævintýri hans með ráðum og dáð, og ef eitthvað er þá er Donald Trump mun skárri en afglapinn með kúrekahattinn. Við ættum ekki að gleyma hver veitti NSA heimild til að njósna um heimsbyggðina, né heldur ættum við að gleyma hver stofnaði pyntingarbúðirnar í Guantanamo og við ættum heldur ekki að gleyma að sá maður kom okkur út í stríð sem vara enn þann dag í dag. Eitra pólitíkina og eyðileggja líf. Ýta þúsundum á flótta í hverjum mánuði og hafa ýtt milljónum af stað og drepið aðrar milljónir ofan á það.

Ég gleymi ekki hver studdi það. Ekki frekar en að ég gleymi því hvernig sá sami maður, John McCain hóf pólitískan frama sinn.

Faðir hans og afi voru fjögurra stjörnu hershöfðingjar, það var tengslum McCain að þakka að hann varð orrustuflugmaður ekki neinu öðru. Í herakademíunni var hann helst þekktur fyrir veisluhöld, ekki dugnað eða yfirburðagreind. Enda brotlenti hann oftar en einu sinni þar til hann loks var fangaður í 23. flugi hans yfir Norður-Víetnam. Þá var hann í þeim göfugu erindagjörðum að varpa napalm-sprengjum á hitaveitu Hanoi-borgar.

Sem fangi öðlaðist McCain frægð og þrátt fyrir fyrirlitningu mína á manninum get ég vel játað að það var ansi djarft að sitja lengur í haldi Víetnamanna frekar en að samþykkja að vera framseldur, af því aðrir hermenn voru enn í haldi. Sá partur af ævi hans má næstum því segja eitthvað gott um, því þrátt fyrir allt litaði það afstöðu hans til pyntinga, sem hann var andvígur. Gott hjá honum.

En þetta kenndi honum þó ekki neina lexíu um hernaðarmaskínu Bandaríkjanna eða eðli stríða. McCain var alltaf á móti öllum friði. Hann taldi Bandaríkjastjórn ekki hafa gengið nógu langt í Víetnam, ekki bombað nógu mikið, hann hataði „the gooks.“

Á meðal álitsgjafa og fjölmiðla í Bandaríkjunum og víðar er nánast pervertísk þrá eftir að finna íhaldsmann sem ekki siðferðisleg rotþró og McCain hefur því stundum fengið hetjuljóma. Var ekki fínt hjá honum að kjósa ekki með afnámi Obamacare? (Sem var upprunalega uppfinning íhaldsamrar hugsanaveitu). Var ekki gott hjá honum að leggja til einhver mörk á hversu mikið fé stórfyrirtæki mættu dæla í kosningasjóði?

Almennt hefur McCain staðið gegn öllum framförum. Hann er á móti því að konur geti ráðið hvort þær verði óléttar eða ekki. Hann var alla tíð á móti hjónaböndum samkynhneigðra. Hann var á móti því að frídagur væri tileinkaður Martin Luther King. Hann var hlynntur minni byssulöggjöf, minna eftirliti með fjármálastofnunum og alltaf hlynntur meira stríði. Hann kaus með öllum hernaðarívilnunum, öllum vopnakaupum og krafðist meira af báðu. Á samvisku hans eru milljón mannslífa og sem betur fer komst hann ekki í þá stöðu að geta margfaldað þá tölu.

Ég veit ekki enn hvort Trump muni láta undan lobbýistum Ísraels og Saudi Arabíu, hlusta á nána ný-íhaldsmannaráðgjafa sína og lýsa yfir stríði á hendur Íran. Kannski mun það gerast. En svo lengi sem sá dagur rennur ekki upp þá er mér sama hvaða klámmyndaleikkonum hann sefur hjá og hvaða viðskiptastríð sem hann startar (George W. Bush var líka í tolladeilum við ESB). Það mun hvort sem er koma annar forseti sem verður hlynntur þeim fríverslunar áherslunum sem fjármálamarkaðir, stórfyrirtæki og álitsgjafastéttirnar krefjast.

En mannslífin sem myndu glatast í vonlausum hernaðardraumórum manna eins og McCain kæmu aldrei aftur. Þess vegna tæki ég frekar þrjú kjörtímabil af Trump en eitt kjörtímabil af McCain, og megi hann brenna í því helvíti sem hann þóttist trúa á, sem við hin vitum reyndar vel að ekki er til.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Eins og að láta kalkún skrifa gagnrýni um þakkargjörðarhátíð“
1

„Eins og að láta kalkún skrifa gagnrýni um þakkargjörðarhátíð“

Vigdís kallar Dóru Björt „drullusokk“ og „skítadreifara“
2

Vigdís kallar Dóru Björt „drullusokk“ og „skítadreifara“

Mogginn líkir því að kalla sjálfstæðismenn spillta við hatursorðræðu
3

Mogginn líkir því að kalla sjálfstæðismenn spillta við hatursorðræðu

Gjaldþrota verktakafyrirtæki vann meiðyrðamál gegn sérfræðingi ASÍ
4

Gjaldþrota verktakafyrirtæki vann meiðyrðamál gegn sérfræðingi ASÍ

Áslaug Arna velur eftirmann Haraldar í embætti ríkislögreglustjóra
5

Áslaug Arna velur eftirmann Haraldar í embætti ríkislögreglustjóra

Venjuleg barnafjölskylda fær engar barnabætur á Íslandi - ólíkt hinum Norðurlöndunum
6

Venjuleg barnafjölskylda fær engar barnabætur á Íslandi - ólíkt hinum Norðurlöndunum

Mest lesið í vikunni

Er ekki Áslaug Arna stórkostlegur dómsmálaráðherra?
1

Illugi Jökulsson

Er ekki Áslaug Arna stórkostlegur dómsmálaráðherra?

Strákarnir
2

Gunnar Jörgen Viggósson

Strákarnir

Guðni Th. benti á tvískinnunginn í Afríkuveiðum Samherja
3

Guðni Th. benti á tvískinnunginn í Afríkuveiðum Samherja

Tengja uppsagnir hjá Morgunblaðinu við kjarabaráttu: „Þér kemur einfaldlega ekkert við hvað ég er með í laun“
4

Tengja uppsagnir hjá Morgunblaðinu við kjarabaráttu: „Þér kemur einfaldlega ekkert við hvað ég er með í laun“

„Eins og að láta kalkún skrifa gagnrýni um þakkargjörðarhátíð“
5

„Eins og að láta kalkún skrifa gagnrýni um þakkargjörðarhátíð“

Vigdís kallar Dóru Björt „drullusokk“ og „skítadreifara“
6

Vigdís kallar Dóru Björt „drullusokk“ og „skítadreifara“

Mest lesið í vikunni

Er ekki Áslaug Arna stórkostlegur dómsmálaráðherra?
1

Illugi Jökulsson

Er ekki Áslaug Arna stórkostlegur dómsmálaráðherra?

Strákarnir
2

Gunnar Jörgen Viggósson

Strákarnir

Guðni Th. benti á tvískinnunginn í Afríkuveiðum Samherja
3

Guðni Th. benti á tvískinnunginn í Afríkuveiðum Samherja

Tengja uppsagnir hjá Morgunblaðinu við kjarabaráttu: „Þér kemur einfaldlega ekkert við hvað ég er með í laun“
4

Tengja uppsagnir hjá Morgunblaðinu við kjarabaráttu: „Þér kemur einfaldlega ekkert við hvað ég er með í laun“

„Eins og að láta kalkún skrifa gagnrýni um þakkargjörðarhátíð“
5

„Eins og að láta kalkún skrifa gagnrýni um þakkargjörðarhátíð“

Vigdís kallar Dóru Björt „drullusokk“ og „skítadreifara“
6

Vigdís kallar Dóru Björt „drullusokk“ og „skítadreifara“

Mest lesið í mánuðinum

An Icelandic fishing company bribed officials in Namibia and used Norway's largest bank to  transfer 70 million dollars to a tax haven
1

An Icelandic fishing company bribed officials in Namibia and used Norway's largest bank to transfer 70 million dollars to a tax haven

Sómakennd Samherja
2

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Jón Trausti Reynisson

Sómakennd Samherja

Hin stóra fréttin í Samherjamálinu er að birtast okkur
3

Jón Trausti Reynisson

Hin stóra fréttin í Samherjamálinu er að birtast okkur

„Ég ætla ekki að svara þér. Er það torskilið eða hvað?“
4

„Ég ætla ekki að svara þér. Er það torskilið eða hvað?“

Banki lokaði á Samherja vegna hættu á peningaþvætti: Flutti níu milljarða í skattaskjól
5

Banki lokaði á Samherja vegna hættu á peningaþvætti: Flutti níu milljarða í skattaskjól

Stundin í sérútgáfu á þriðjudagskvöld
6

Stundin í sérútgáfu á þriðjudagskvöld

Mest lesið í mánuðinum

An Icelandic fishing company bribed officials in Namibia and used Norway's largest bank to  transfer 70 million dollars to a tax haven
1

An Icelandic fishing company bribed officials in Namibia and used Norway's largest bank to transfer 70 million dollars to a tax haven

Sómakennd Samherja
2

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Jón Trausti Reynisson

Sómakennd Samherja

Hin stóra fréttin í Samherjamálinu er að birtast okkur
3

Jón Trausti Reynisson

Hin stóra fréttin í Samherjamálinu er að birtast okkur

„Ég ætla ekki að svara þér. Er það torskilið eða hvað?“
4

„Ég ætla ekki að svara þér. Er það torskilið eða hvað?“

Banki lokaði á Samherja vegna hættu á peningaþvætti: Flutti níu milljarða í skattaskjól
5

Banki lokaði á Samherja vegna hættu á peningaþvætti: Flutti níu milljarða í skattaskjól

Stundin í sérútgáfu á þriðjudagskvöld
6

Stundin í sérútgáfu á þriðjudagskvöld

Nýtt á Stundinni

Spillingarsögur Björns Levís birtar

Spillingarsögur Björns Levís birtar

„Ég vissi ekki að ég ætti mín mörk og réði þeim“

Róberta Michelle Hall

„Ég vissi ekki að ég ætti mín mörk og réði þeim“

Loftgæði í Reykjavík á gamlárskvöld verri en við skógarelda Kaliforníu

Loftgæði í Reykjavík á gamlárskvöld verri en við skógarelda Kaliforníu

Flokkur fólksins vill stöðva samþjöppun á kvóta

Flokkur fólksins vill stöðva samþjöppun á kvóta

Bein tengsl á milli svefnleysis og kvíða

Bein tengsl á milli svefnleysis og kvíða

Sjávarútvegsráðherra er vanhæfur

Guðmundur Hörður

Sjávarútvegsráðherra er vanhæfur

Venjuleg barnafjölskylda fær engar barnabætur á Íslandi - ólíkt hinum Norðurlöndunum

Venjuleg barnafjölskylda fær engar barnabætur á Íslandi - ólíkt hinum Norðurlöndunum

Mogginn líkir því að kalla sjálfstæðismenn spillta við hatursorðræðu

Mogginn líkir því að kalla sjálfstæðismenn spillta við hatursorðræðu

Gjaldþrota verktakafyrirtæki vann meiðyrðamál gegn sérfræðingi ASÍ

Gjaldþrota verktakafyrirtæki vann meiðyrðamál gegn sérfræðingi ASÍ

Tekist á við loftslagsvandann með endurhönnun borgarinnar

Sigurborg Ósk

Tekist á við loftslagsvandann með endurhönnun borgarinnar

Vigdís kallar Dóru Björt „drullusokk“ og „skítadreifara“

Vigdís kallar Dóru Björt „drullusokk“ og „skítadreifara“

Stærsta lífsverkefnið

Soffía Auður Birgisdóttir

Stærsta lífsverkefnið