Blogg

Í stríði við Reykjavík

Það ríkir húsnæðisskortur. Á þessu ári hækkaði leiga um 13% og hefur á síðustu árum hækkað um tugi prósenta árlega. Því miður eru ekki bara réttindi leigjenda á Íslandi ótrygg heldur er kostnaður þeirra af húsnæði sínu mun hærri en annars staðar í Evrópu. En skorturinn hefur ekki bara áhrif á leigjendur. Hann hefur áhrif á alla Íslendinga sem eru að leita sér að húsnæði. Ástandið er því grafalvarlegt.

Í samtali visir.is við varaformann Viðreisnar, Jónu Sólveigu Elínardóttur hélt hún því fram að Sjálfstæðismenn hefðu vísvitandi búið til húsnæðisskort á höfuðborgarsvæðinu. Hún sagði orðrétt:

„Sjálfstæðismenn hafa bara ekki viljað tala við Dag B. Eggertsson, borgarstjóra Samfylkingarinnar. Þess vegna hefur ekki verið ráðist í nauðsynlega uppbyggingu á íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Þess vegna hefur ekki verið hægt að úthluta þessum lóðum til borgarinnar.“

Þetta mál er grafalvarlegt, en samkvæmt þessu eru flokkspólitískir hagsmunir teknir fram yfir þjóðarhag. Það væri svo sem ekki í fyrsta sinn, en nú eru ótal Íslendingar sem finna þetta á eigin skinni.

Píratar í borgarstjórn hafa fordæmt þessi vinnubrögð og vilja svör. Væntanlega munu Sjálfstæðismenn ekki sitja undir þessu þegjandi og koma með skýr og góð svör gegn þessum ásökunum frá fyrrum samstarfsfélaga þeirra í stjórn. Ef einhver hefur tekið þá ákvörðun að tefja fyrir uppbyggingu í borginni þurfum við að vita hver.

Borgarbúar á leigumarkaði og heimilislausir bíða spenntir. Var þeirra hagsmunum fórnað til að ná ódýru höggi á Reykjavíkurborg?

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Pistill

Áskorun um #strákahitting

Leiðari

Óvinir valdsins

Fréttir

Bjarni um viðskipti með Sjóvá sem fóru til saksóknara: „Mér líst mjög vel á þetta mál“

Pistill

Þorum við að vera við?

Fréttir

Fékk nóg af hagræðingartali ráðherra: „Við erum hér alla daga að reyna gera okkar besta“

Fréttir

Sagðist sjálfur hafa greitt skuldirnar sem faðir hans yfirtók

Mest lesið í vikunni

Fréttir

Lögbann á frekari umfjöllun um viðskipti forsætisráðherra

Fréttir

Faðir Bjarna Benediktssonar greiddi upp skuldir hans vegna áhættuviðskipta

Pistill

Það sem Sjálfstæðisflokkurinn vill ekki að þú vitir um húsnæðismál

Pistill

Áskorun um #strákahitting

Pistill

Baráttan við TR-kerfið – mig grunaði aldrei hversu niðurlægjandi hún yrði

Leiðari

Óvinir valdsins