Listflakkarinn

Grafið undan trausti með fréttamennskuna að vopni

Grafið undan trausti með fréttamennskuna að vopni

Á morgunvakt rás eitt í morgun fór fram athyglisvert spjall milli fjölmiðla og stjórnmálamanna. Hanna Katrín þingflokksformaður Viðreisnar og Bjarkey Olsen þingflokksformaður Vinstri-Grænna voru mættar til að ræða ýmislegt, þar á meðal skortinn á trausti til stjórnmálafólks. Hanna Katrín var frekar auðmjúk, talaði um nauðsyn samtalsins og að stjórnmálafólk þurfi að líta í sinni eigin barm, þetta væri ekki bara bjúrókrasía sem þyrfti að laga og ekki bara skýrslur sem þyrfti að skrifa. Þá greip fulltrúi ríkisstjórnarinnar og Vinstri Grænna inn og sagði:

„Það má nú líka alveg segja að fjölmiðlar eigi sinn þátt í því [að traust á stjórnmálum sé lítið], við þekkjum það nú alveg með störf þingsins að þá eru kamerurnar komnar og þá skiptir máli að einhver sé með söluvæna setningu til þess að komast í fjölmiðlana, og það er líka eitt af því sem einhvern veginn þarf að veiða úr ...“

„Það eruð þið sem eruð með orðið en ekki fjölmiðlarnir,“ skaut Óðinn Jónsson annar fréttamannanna inn.

„Jú, vissulega jú, það er hvatningin til þess sem er, og fjölmiðlarnir eru ekki endilega að velta fyrir sér innihaldi þess sem sagt er.“

Þið getið hlustað á þetta samtal hér, það hefst á mínútu 56.

Ég fór að velta fyrir mér, jú vissulega er það rétt að stundum vantar samhengi í því sem sagt er, stundum ættu fjölmiðlamenn að bjóða upp á ítarlegri greiningar og úttektir. (En það má ekki gleyma því að þeir gera það oft. Það er t.d. bókað mál að flestir fjölmiðlar, jafnvel þeir sem ekki eru með nema þrjá, fjóra starfsmenn munu grúska í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar í dag og benda almenningi á það eftirtektarverðasta í því).

Og það sem fjölmiðlar munu opinbera er að ekki er alltaf að marka orðin sem stjórnmálafólk nota.

Sjá hér sem dæmi:

Ég man vel eftir því á fjöldafundum þegar Lilja, sem kemur einstaklega vel fyrir með æfða raddbeitingu og full sjálfstrausts, var eins og hetja meðal rithöfunda og bókaútgefenda.

Stjórnarsáttmálinn lofaði líka góðu. Ekki bara framsókn gátu fagnað því að hafa náð málinu í gegn, þetta var líka mikil gulrót fyrir Vinstri hreyfinguna grænt framboð, sem samþykkti með leynilegri atkvæðagreiðslu að styðja stjórnina. Hreyfingin virkar jú stundum á utanaðkomandi eins og einhvers konar hagsmunasamtök íhaldsamra íslenskufræðinga. En hvað gerðist svo?

Þið takið kannski eftir því að allar þessar myndir eru skjáskot af greinum á visir.is sem skrifaðar eru af sama fjölmiðlamanni, Jakob Bjarnar. Það er í sjálfu sér aukaatriði. Blaðamaðurinn er þarna að lýsa því sem ber fyrir augu. Stjórnmálakona er að lofa einhverju og stór hópur fólks sem ýmist elskar bókmenntir eða hefur beinan hag af bókasölu (eða er í rekstri þarf sárlega á einhvers konar stuðning að halda til að ganga upp innan lítils markaðssvæðis), trúir viðkomandi.

Skoðanir blaðamannsins koma ekki fyrir í greininni. Ég veit ekkert hvort að hann trúi stjórnmálamanninum, eða hvort að svikin á loforðinu valdi honum vonbrigðum. Hann er aukaatriði. Stjórnmálamaðurinn hefur orðið, greinarnar lýsa viðbrögðum fólks við þessum orðum og síðan gjörðum. Hversu mikið traust við eigum að bera til stjórnmálamanna er þessum tiltekna fjölmiðli algjört aukaatriði.

Mér finnst náttúrulega fyndið að flokkurinn framsókn, sem hækkaði bókaskattinn árið 2015, fór frá völdum eftir að upp komst um skattsvik formannsins, hafi snúið til baka árið 2017 og lofað því að leggja sama bókaskatt af.

Ef blaðamenn hefðu bent á að sami flokkur lofi fyrir hverjar einustu kosningar að afnema verðtryggingu á lánum, og hafi oft og mörgum sinnum komist í stjórn án þess að uppfylla það loforð, og hafi jafnvel verið sami flokkur og setti verðtrygginguna á í upphafi ...

Ef blaðamenn hefðu bent á það hefði fólk auðvitað orðið brjálað. Ekki bara pólitíkusarnir, heldur líka þeir kjósendur sem vilja gjarnan láta ljúga að sér í friði.

Og í sjálfu sér ættu blaðamenn ekkert að vera að benda á það í sífellu. Þeirra hlutverk er að greina það sem er að gerast, lýsa því sem fyrir augu ber, þeir eru miðillinn.

En ég er auðvitað ekki að skrifa frétt heldur að tjá ykkur skoðun mína. Og mín skoðun er sú að þið ættuð ekki að kjósa, framsókn eða sjálfstæðisflokkinn. Það söng hann Ragnar Kjartansson um árið og ætti kannski að skrifa nýjan söng um Vinstri hreyfinguna grænt framboð við tækifæri.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Kynna sig sem nýtt símafyrirtæki en eru eign Vodafone
1

Kynna sig sem nýtt símafyrirtæki en eru eign Vodafone

·
Seldi Haffjarðará á tvo milljarða
2

Seldi Haffjarðará á tvo milljarða

·
Frelsi til að vita
3

Jón Trausti Reynisson

Frelsi til að vita

·
Kaupfélagsstjórinn lang tekjuhæstur á Norðurlandi vestra
4

Kaupfélagsstjórinn lang tekjuhæstur á Norðurlandi vestra

·
Myndin af Pence
5

Illugi Jökulsson

Myndin af Pence

·
Draumur um fjárhagslegt frelsi
6

Draumur um fjárhagslegt frelsi

·

Mest deilt

Frelsi til að vita
1

Jón Trausti Reynisson

Frelsi til að vita

·
Hamingja er
2

Didda Jónsdóttir

Hamingja er

·
Stuð í Feneyjum
3

Stuð í Feneyjum

·
Draumur um fjárhagslegt frelsi
4

Draumur um fjárhagslegt frelsi

·
Kaupfélagsstjórinn lang tekjuhæstur á Norðurlandi vestra
5

Kaupfélagsstjórinn lang tekjuhæstur á Norðurlandi vestra

·
Orsakir og afleiðingar – Nokkur orð um stóra samhengið
6

Sólveig Anna Jónsdóttir

Orsakir og afleiðingar – Nokkur orð um stóra samhengið

·

Mest deilt

Frelsi til að vita
1

Jón Trausti Reynisson

Frelsi til að vita

·
Hamingja er
2

Didda Jónsdóttir

Hamingja er

·
Stuð í Feneyjum
3

Stuð í Feneyjum

·
Draumur um fjárhagslegt frelsi
4

Draumur um fjárhagslegt frelsi

·
Kaupfélagsstjórinn lang tekjuhæstur á Norðurlandi vestra
5

Kaupfélagsstjórinn lang tekjuhæstur á Norðurlandi vestra

·
Orsakir og afleiðingar – Nokkur orð um stóra samhengið
6

Sólveig Anna Jónsdóttir

Orsakir og afleiðingar – Nokkur orð um stóra samhengið

·

Mest lesið í vikunni

Listi yfir tekjuhæsta 1 prósentið á Íslandi birtur í hátekjublaðinu
1

Listi yfir tekjuhæsta 1 prósentið á Íslandi birtur í hátekjublaðinu

·
Seldu nær heila götu og fengu 2,2 milljarða hvor
2

Seldu nær heila götu og fengu 2,2 milljarða hvor

·
Eigendur stærstu útgerðarfyrirtækja græddu hundruð milljóna í fyrra
3

Eigendur stærstu útgerðarfyrirtækja græddu hundruð milljóna í fyrra

·
Kynna sig sem nýtt símafyrirtæki en eru eign Vodafone
4

Kynna sig sem nýtt símafyrirtæki en eru eign Vodafone

·
Davíð Oddsson með 5,3 milljónir á mánuði
5

Davíð Oddsson með 5,3 milljónir á mánuði

·
Kaupþingsmenn meðal þeirra tekjuhæstu á Seltjarnarnesi
6

Kaupþingsmenn meðal þeirra tekjuhæstu á Seltjarnarnesi

·

Mest lesið í vikunni

Listi yfir tekjuhæsta 1 prósentið á Íslandi birtur í hátekjublaðinu
1

Listi yfir tekjuhæsta 1 prósentið á Íslandi birtur í hátekjublaðinu

·
Seldu nær heila götu og fengu 2,2 milljarða hvor
2

Seldu nær heila götu og fengu 2,2 milljarða hvor

·
Eigendur stærstu útgerðarfyrirtækja græddu hundruð milljóna í fyrra
3

Eigendur stærstu útgerðarfyrirtækja græddu hundruð milljóna í fyrra

·
Kynna sig sem nýtt símafyrirtæki en eru eign Vodafone
4

Kynna sig sem nýtt símafyrirtæki en eru eign Vodafone

·
Davíð Oddsson með 5,3 milljónir á mánuði
5

Davíð Oddsson með 5,3 milljónir á mánuði

·
Kaupþingsmenn meðal þeirra tekjuhæstu á Seltjarnarnesi
6

Kaupþingsmenn meðal þeirra tekjuhæstu á Seltjarnarnesi

·

Nýtt á Stundinni

Ásgerður Jóna segir umferðartafir stríða gegn stjórnarskrá

Ásgerður Jóna segir umferðartafir stríða gegn stjórnarskrá

·
Orsakir og afleiðingar – Nokkur orð um stóra samhengið

Sólveig Anna Jónsdóttir

Orsakir og afleiðingar – Nokkur orð um stóra samhengið

·
Draumur um fjárhagslegt frelsi

Draumur um fjárhagslegt frelsi

·
Ábyrgð okkar á Amazonskógunum

Lífsgildin

Ábyrgð okkar á Amazonskógunum

·
Lambahryggir, kolefnisskattar, umhverfið og frelsi bænda

Ólafur Margeirsson

Lambahryggir, kolefnisskattar, umhverfið og frelsi bænda

·
Hamingja er

Didda Jónsdóttir

Hamingja er

·
Hvernig NRA varð að hættulegustu samtökum Bandaríkjanna

Hvernig NRA varð að hættulegustu samtökum Bandaríkjanna

·
Óráðsdraumur Of Monsters and Men rætist

Óráðsdraumur Of Monsters and Men rætist

·
Seldi Haffjarðará á tvo milljarða

Seldi Haffjarðará á tvo milljarða

·
Kaupfélagsstjórinn lang tekjuhæstur á Norðurlandi vestra

Kaupfélagsstjórinn lang tekjuhæstur á Norðurlandi vestra

·
Mestur munur á tekjuháum körlum og konum í Reykjavík

Mestur munur á tekjuháum körlum og konum í Reykjavík

·
Vinir sem sameinuðust í matarást

Vinir sem sameinuðust í matarást

·