Þessi færsla er meira en 7 ára gömul.

Fleira sameinar en sundrar

Frekar áberandi hvað margir Píratar hafa tekið fagnandi stjórnarmyndunarumboði Katrínar. Ég treysti henni vel til að leiða samningaviðræður með sanngirni.

Það er tækifæri til mikilla umbóta þar sem við höfum ótrúlega margt sameiginlegt þrátt fyrir að vera ólík.

Samkvæmt könnunum þótti sjötíu prósent kjósenda VG mikilvægt að klára stjórnarskrármálið. Það þykir stuðningsmönnum Bjartar framtíðar og Pírata líka. (Og Samfylkingunni líka).

Allir þessir flokkar vilja þjóðgarð á miðhálendi. Píratar vilja öflugra samkeppniseftirlit. Virkari samkeppni. Það held ég að Björt Framtíð, Samfylkingin og Viðreisn vilji líka. (Og VG auðvitað).

Viljum við kjósa um aðildarviðræður við ESB?
Já!
Hvenær viljum við það?
Núna!

Eru Samfylkingin eða VG eitthvað að fara að pirra sig á áætlun Viðreisnar til að jafna launamun kynja?
Er það að fara að pirra Pírata að Viðreisn leggi mikla áherslu á friðhelgi einkalífsins?

Það má hafa í huga að fyrir marga í grasrót Pírata var Viðreisn fyrsti kostur í stjórnarmyndunarviðræðum. Björt Framtíð skaut hörðum skotum á Viðreisn, Píratar skutu og fengu hörð skot á sig frá Viðreisn og Bjartri Framtíð í kosningunum. Það er af því flokkarnir eiga margt sameiginlegt hugmyndafræðilega og voru að takast á um miðjuna.

Í sjávarútvegsmálum eru þessir flokkar bara að deila um prósentur. 3-8% á uppboð segir Viðreisn, 10-12% segja Píratar og Samfylking. VG er opin fyrir uppboðinu en vill byggðasjónarmið. (Og það eru bara prósentur líka).

Sjálfstæðisflokkurinn er eini flokkurinn sem hefur það á stefnuskrá sinni að engu breyta, aldrei nokkurn tímann og sérstaklega ekki neinu með kvóta eða peningastefnu.

En hvað vilja Píratar? Margt, en samt ekki svo mikið í raun. Það rúmast innan stefnuskrá hinna flokkanna í flestum tilvikum.

Svo það er ekki að óttast grasrót Pírata. Það að hún sé virk, að öllum sé boðið að tjá sig og vera með er hollt. Við viljum reyna að hafa sem flesta með í ráðum, auka gagnsæi og virkt samtal, en við viljum líka bera virðingu fyrir sjónarmiðum annarra. Í heildina litið líst mér vel á fólkið í BF, SF, Viðreisn og VG, þau eru framtíð Íslands og sú framtíð er ...

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni

Loka auglýsingu