Listflakkarinn

Ekki sama Vigdís og séra Jón

Ekki sama Vigdís og séra Jón

 

Í listasafni Íslands er lítill hliðarsalur þar sem eitt verðmætasta verk í eigu safnsins má finna. Það er stytta af Jaqueline Picasso sem eiginmaður hennar gerði af henni stuttu fyrir andlát sitt. Erfitt er að segja hversu mikils virði það er, en málverk eftir Picasso hafa slegið mörg met á uppboðum og selst á tugi milljóna. Málverk hans frá svipuðum tíma og hann gerði styttuna af Jaqueline, Les Femmes d´Alger (version O) seldist árið 2017 fyrir 179 milljón bandaríkja dollara.

Hvernig endaði þessi andlitsmynd af Jaqueline á Íslandi? Það vill svo til að ekkja Picassos kom í heimsókn til Íslands á listahátíð í Reykjavík, vingaðist persónulega við þáverandi forseta, Vigdísi Finnbogadóttur, og gaf henni þetta verk.

Vigdís leit svo á að hér væri um gjöf til íslensku þjóðarinnar að ræða, þar sem hún var forseti, þó svo Jaqueline hefði gefið Vigdísi en ekki t.d. embætti forseta Íslands með skilyrði um að verkið fái að hanga uppi á Bessastöðum.

Víkur sögunni þá að öðrum stjórnmálamanni og öðrum listamanni.

Í byrjun októbers síðastliðnum vakti listamaðurinn Banksy heimsathygli þegar eftirprentun á verki eftir hann á uppboði endaði í tætara um leið og það hafði verið selt. Innbyggður tætari í rammanum „eyðilagði“ verkið sem reyndar hækkaði í virði með gjörningnum. Stúlkan með blöðruna sem selst hafði á uppboðinu fyrir rúmlega eina milljón punda gæti hafa tvöfaldast að virði að mati sérfræðings sem breska blaðið The Independent talaði við. Og Banksy er ekki ódýr listamaður fyrir það, hann er einn þekktasti núlifandi myndlistamaður og verk hans eiga líkast til einungis eftir að hækka í virði. 

Banksy rataði einnig í íslensku fréttirnar nú fyrir stuttu þegar kom í ljós að verk eftir hann hengur á vegg heima hjá fyrrum borgarstjóra. Jón Gnarr óskaði eftir því að fá verk eftir Banksy og sendi beiðni þegar hann var borgarstjóri. Banksy varð við óskinni með því skilyrði að verkið myndi hanga upp á skrifstofu borgarstjóra. Þetta kom fram í grein fréttablaðsins um málið:

Í viðtali við Jón frá árinu 2012 við vefinn The Rumpus berst verkið á skrifstofu hans í tal. Þar upplýsir Jón að hann hafi sent Banksy skilaboð og óskað eftir mynd. Hann hafi fengið jákvætt svar frá talskonu listamannsins, gegn því skilyrði að hún myndi hanga á vegg borgarstjóraskrifstofunnar. Banksy virðist því hafa verið upplýstur um að þarna hafi borgarstjóri Reykjavíkur verið að óska eftir mynd, en strangar reglur gilda um gjafir sem kjörnir fulltrúar mega þiggja. Kveðið er á um það í siðareglum kjörinna fulltrúa Reykjavíkurborgar.

Ólíkt Jaqueline mætti Banksy ekki til Íslands, kynntist ekki hinum kjörna fulltrúa personulega og setti meira að segja sérstök skilyrði um hvar verkið ætti að hanga. En ólíkt Jaqueline er Banksy enn á lífi og því mætti spyrja listmanninn sjálfan um hvar hann ætlaðist til þegar hann samþykkti að afhenda borgarstjóra Reykjavíkur verk eftir sjálfan sig. Nokkuð sem Jón Gnarr nefnir í greininni að gerist afar sjaldan.

Það er Jón Gnarr til lítils sóma að taka listaverk heim til sín sem ætti að vera til sýnis í almenningsrými. Kannski á listasafni Reykjavíkur, kannski í ráðhúsinu eins og listamaðurinn virðist hafa ætlast til, en allavega einhvers staðar þar sem borgarbúar fá að njóta þess. Því verkið var gjöf til fulltrúa sem starfaði í þeirra þágu.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Átakasaga hjóna sem búa ekki saman
1

Átakasaga hjóna sem búa ekki saman

·
Fóstureyðingar: Einkamál en ekki samfélagsmál
2

Kolfinna Nikulásdóttir

Fóstureyðingar: Einkamál en ekki samfélagsmál

·
Náttúruleg leið til að losna við arsen
3

Náttúruleg leið til að losna við arsen

·
Stríðið gegn konum
4

Stríðið gegn konum

·
Þegar sáttameðferð framlengir ofbeldið
5

Þegar sáttameðferð framlengir ofbeldið

·
Samtök atvinnulífsins: Ísland laust við spillingu eins og þá sem tíðkast erlendis
6

Samtök atvinnulífsins: Ísland laust við spillingu eins og þá sem tíðkast erlendis

·

Mest deilt

Samtök atvinnulífsins: Ísland laust við spillingu eins og þá sem tíðkast erlendis
1

Samtök atvinnulífsins: Ísland laust við spillingu eins og þá sem tíðkast erlendis

·
Fóstureyðingar: Einkamál en ekki samfélagsmál
2

Kolfinna Nikulásdóttir

Fóstureyðingar: Einkamál en ekki samfélagsmál

·
Átakasaga hjóna sem búa ekki saman
3

Átakasaga hjóna sem búa ekki saman

·
Þegar sáttameðferð framlengir ofbeldið
4

Þegar sáttameðferð framlengir ofbeldið

·
Vildi afgirt æfingasvæði Fylkis í Elliðaárdal en styður nú friðun
5

Vildi afgirt æfingasvæði Fylkis í Elliðaárdal en styður nú friðun

·
Stríðið gegn konum
6

Stríðið gegn konum

·

Mest deilt

Samtök atvinnulífsins: Ísland laust við spillingu eins og þá sem tíðkast erlendis
1

Samtök atvinnulífsins: Ísland laust við spillingu eins og þá sem tíðkast erlendis

·
Fóstureyðingar: Einkamál en ekki samfélagsmál
2

Kolfinna Nikulásdóttir

Fóstureyðingar: Einkamál en ekki samfélagsmál

·
Átakasaga hjóna sem búa ekki saman
3

Átakasaga hjóna sem búa ekki saman

·
Þegar sáttameðferð framlengir ofbeldið
4

Þegar sáttameðferð framlengir ofbeldið

·
Vildi afgirt æfingasvæði Fylkis í Elliðaárdal en styður nú friðun
5

Vildi afgirt æfingasvæði Fylkis í Elliðaárdal en styður nú friðun

·
Stríðið gegn konum
6

Stríðið gegn konum

·

Mest lesið í vikunni

Átakasaga hjóna sem búa ekki saman
1

Átakasaga hjóna sem búa ekki saman

·
Fer í meiðyrðamál við konu sem sagði hann eltihrelli: „Málið er mun flóknara“
2

Fer í meiðyrðamál við konu sem sagði hann eltihrelli: „Málið er mun flóknara“

·
Vilja létta 1200 milljónum af fjár­magns­eig­endum með breyttum skatt­stofni
3

Vilja létta 1200 milljónum af fjár­magns­eig­endum með breyttum skatt­stofni

·
Laun stjórnar­for­manns heilsu­hælis tvö­földuðust: For­stjóri látinn hætta án skýringa
4

Laun stjórnar­for­manns heilsu­hælis tvö­földuðust: For­stjóri látinn hætta án skýringa

·
Áform um opnun þýskrar risahótelkeðju í uppnámi
5

Áform um opnun þýskrar risahótelkeðju í uppnámi

·
Fjármálaráðuneytið: Lægsta mögulega greiðslubyrði verðtryggðra lána verður hærri – Víðtækar undanþágur frá banni
6

Fjármálaráðuneytið: Lægsta mögulega greiðslubyrði verðtryggðra lána verður hærri – Víðtækar undanþágur frá banni

·

Mest lesið í vikunni

Átakasaga hjóna sem búa ekki saman
1

Átakasaga hjóna sem búa ekki saman

·
Fer í meiðyrðamál við konu sem sagði hann eltihrelli: „Málið er mun flóknara“
2

Fer í meiðyrðamál við konu sem sagði hann eltihrelli: „Málið er mun flóknara“

·
Vilja létta 1200 milljónum af fjár­magns­eig­endum með breyttum skatt­stofni
3

Vilja létta 1200 milljónum af fjár­magns­eig­endum með breyttum skatt­stofni

·
Laun stjórnar­for­manns heilsu­hælis tvö­földuðust: For­stjóri látinn hætta án skýringa
4

Laun stjórnar­for­manns heilsu­hælis tvö­földuðust: For­stjóri látinn hætta án skýringa

·
Áform um opnun þýskrar risahótelkeðju í uppnámi
5

Áform um opnun þýskrar risahótelkeðju í uppnámi

·
Fjármálaráðuneytið: Lægsta mögulega greiðslubyrði verðtryggðra lána verður hærri – Víðtækar undanþágur frá banni
6

Fjármálaráðuneytið: Lægsta mögulega greiðslubyrði verðtryggðra lána verður hærri – Víðtækar undanþágur frá banni

·

Nýtt á Stundinni

Hannes Hólmsteinn: Hægri-lýðstefna allt annað en fasismi

Hannes Hólmsteinn: Hægri-lýðstefna allt annað en fasismi

·
Einkafyrirtæki á Íslandi ættu að prófa skemmri vinnuviku

Af samfélagi

Einkafyrirtæki á Íslandi ættu að prófa skemmri vinnuviku

·
Bjarni hissa á vangaveltum Björns: „Vantar bara að menn segist hafa rökstuddan grun“

Bjarni hissa á vangaveltum Björns: „Vantar bara að menn segist hafa rökstuddan grun“

·
Samtök atvinnulífsins: Ísland laust við spillingu eins og þá sem tíðkast erlendis

Samtök atvinnulífsins: Ísland laust við spillingu eins og þá sem tíðkast erlendis

·
Vildi afgirt æfingasvæði Fylkis í Elliðaárdal en styður nú friðun

Vildi afgirt æfingasvæði Fylkis í Elliðaárdal en styður nú friðun

·
Sjálfkeyrandi vagnar hafa ekkert í Borgarlínu

Jökull Sólberg Auðunsson

Sjálfkeyrandi vagnar hafa ekkert í Borgarlínu

·
Þegar sáttameðferð framlengir ofbeldið

Þegar sáttameðferð framlengir ofbeldið

·
Fóstureyðingar: Einkamál en ekki samfélagsmál

Kolfinna Nikulásdóttir

Fóstureyðingar: Einkamál en ekki samfélagsmál

·
Átakasaga hjóna sem búa ekki saman

Átakasaga hjóna sem búa ekki saman

·
Blómin í garðinum

Hermann Stefánsson

Blómin í garðinum

·
Náttúruleg leið til að losna við arsen

Náttúruleg leið til að losna við arsen

·
Stríðið gegn konum

Stríðið gegn konum

·