Listflakkarinn

Aðeins um samráð og virðingu

Það virðist vera rosalega erfitt fyrir stjórnmálafólk að hlusta á listamenn og sýna þeim þá virðingu sem sýnd er öðrum hagsmunaaðilum.

Tökum sem dæmi listaháskóla Íslands. Góður listaháskóli þarf eins og aðrir skólar að hafa kennslustofur, en líka verkstæði, sýningarrými og sé leiklist kennd þar svartmálað sýningarrými og nokkra ljóskastara. Að öðru leyti er þetta eins og flest annað nám, það krefst einbeitingar og vinnusemi hjá nemandanum og hugvitsemi og þolinmæði hjá kennaranum. Líkt og í öllu öðru námi er grundvallaratriði að nemendur séu ekki látnir hírast í hripleku og mygluðu húsnæði, sem veldur heilsu þeirra skaða. 

Þetta grundvallaratriði hefur lengi verið hunsað af stjórnvöldum, en þegar LHÍ var stofnað var þeim skólum sem runnu saman var lofað að brátt myndi rísa nýtt hús fyrir allar deildirnar. Hugmyndin var sú að á einum sameiginlegum stað gætu tónlistarnemar, leiklistarnemar, framtíðarhönnuðir, arkítektar og myndlistanemar samnýtt bókasöfn, verkstæði og mötuneyti. En þess í stað hafa 20 ár liðið með stöðugum tilfærslum sem leitt hefur til gríðarlegra glataðra tækifæra, og kostar um 100 milljónir árlega meira heldur en rekstur skólans í sameiginlegu húsnæði. Við værum búin að spara milljarði ef skólinn hefði verið reistur strax líkt og stjórnvöld lofuðu við aldamótin.

En það er ekki bara við listnemar og listkennarar sem stjórnvöld hunsa. Þegar setja á lög um heilu geirana eins og sviðslistir og bókmenntir er lítið um samtal, og jafnvel það litla samtal sem fer fram er bara tilkynning ráðherra um ákvarðanir sem nú þegar er búið að taka.

Lilja Alfreðsdóttir, menningarmálaráðherra hefur sannað þetta á tiltölulega stuttum tíma. Bæði formenn leikarafélags og félags leikstjóra hafa fordæmt nýtt sviðslistafrumvarp fyrir að vera bæði afturhaldsamt og ófaglegt. Talsmenn annarra í geiranum eins og framkvæmdastjóri dansflokksins, óperunnar og sviðslistafólk úti á landi furðar sig á að ekki sé tekið á þessum málum. Framsýnni ráðherra hefði unnið þetta frumvarp í samráði við alla aðila í geiranum, styrkt menningu úti á landsbyggðinni, tekið á húsnæðisskorti danssenunnar með byggingu á danshúsi og horfið frá forneskjulegri miðstýringu.

Sami ráðherra sem lofaði í kosningabaráttu fyrir ári síðan afnámi á virðisaukaskatti á bókum (sem er sá hæsti í Vestur-Evrópu hérlendis), hefur nú sett fram frumvarp um niðurgreiðslu á bókaútgáfu. Það er hannað í samráði við stærstu bókaútgefendur en greinilega án samtals við minni útgefendur, þá sem gefa út hljóð- og rafbækur, og síðast en ekki síst sjálfa rithöfundana. Ég á eflaust eftir að skrifa meira um þetta mál svo ég spara það hér og nú, en virðingarleysið gagnvart starfstéttinni er algert. Svona myndi framsóknarráðherra aldrei haga sér gagnvart bændum. Það yrði boðið upp á félagsfundi og kaffispjall í hverjum landsfjórðungi með ráðherra ef til stæði að umbylta landbúnaðarframleiðslu á Íslandi.

Sem er frábært. Ég vildi bara óska þess að menningargeirinn nyti sömu virðingar. Það er ekki hægt að kalla það samráð að bjóða fimm manns á fund, kynna þeim fyrir drögum að frumvarpi en banna þeim að taka þau með sér og lesa. Það er ekki samtal. 

Nú legg ég til að ráðherra kynni sér hugmyndir um danshús, starfsaðstæður óperu og danslistafólks, velti fyrir sér hvernig það var fyrir nemendur í listaháskólanum að hírast í mygluðu húsnæði í yfir áratug, standi við kosningaloforð sitt um niðurfellingu á bókaskattinum og bjóði fulltrúum listamanna aftur á fund til sín.

Það eina sem listafólk vill er að ákvarðanir um okkur séu ekki teknar án okkar. Bara að okkur sé sýnd sama lágmarksvirðing og aðrar starfsstéttir fá.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Siðanefnd: Þórhildur Sunna „skaðaði ímynd“ Alþingis með ummælum um Ásmund
1

Siðanefnd: Þórhildur Sunna „skaðaði ímynd“ Alþingis með ummælum um Ásmund

·
Við misstum tvo kvöldið sem föðurbróðir okkar myrti föður okkar
2

Við misstum tvo kvöldið sem föðurbróðir okkar myrti föður okkar

·
Stundin birtir álit siðanefndar í heild
3

Stundin birtir álit siðanefndar í heild

·
Takk fyrir Hatari
4

Illugi Jökulsson

Takk fyrir Hatari

·
Jón Ólafsson: Siðanefndin „féll í gryfju absolútisma“
5

Jón Ólafsson: Siðanefndin „féll í gryfju absolútisma“

·
Hægðasnobb
6

Kristlín Dís

Hægðasnobb

·

Mest deilt

Siðanefnd: Þórhildur Sunna „skaðaði ímynd“ Alþingis með ummælum um Ásmund
1

Siðanefnd: Þórhildur Sunna „skaðaði ímynd“ Alþingis með ummælum um Ásmund

·
Takk fyrir Hatari
2

Illugi Jökulsson

Takk fyrir Hatari

·
Jón Ólafsson: Siðanefndin „féll í gryfju absolútisma“
3

Jón Ólafsson: Siðanefndin „féll í gryfju absolútisma“

·
Dystópía
4

Dystópía

·
Stundin birtir álit siðanefndar í heild
5

Stundin birtir álit siðanefndar í heild

·
Lagalegi fyrirvarinn við orkupakkann verður aðeins settur í reglugerðina
6

Lagalegi fyrirvarinn við orkupakkann verður aðeins settur í reglugerðina

·

Mest deilt

Siðanefnd: Þórhildur Sunna „skaðaði ímynd“ Alþingis með ummælum um Ásmund
1

Siðanefnd: Þórhildur Sunna „skaðaði ímynd“ Alþingis með ummælum um Ásmund

·
Takk fyrir Hatari
2

Illugi Jökulsson

Takk fyrir Hatari

·
Jón Ólafsson: Siðanefndin „féll í gryfju absolútisma“
3

Jón Ólafsson: Siðanefndin „féll í gryfju absolútisma“

·
Dystópía
4

Dystópía

·
Stundin birtir álit siðanefndar í heild
5

Stundin birtir álit siðanefndar í heild

·
Lagalegi fyrirvarinn við orkupakkann verður aðeins settur í reglugerðina
6

Lagalegi fyrirvarinn við orkupakkann verður aðeins settur í reglugerðina

·

Mest lesið í vikunni

Hatari on the Israeli occupation of Palestine: “A case of the strong preying upon the weak”
1

Hatari on the Israeli occupation of Palestine: “A case of the strong preying upon the weak”

·
Borgarfulltrúi skuldar stærsta útgerðarfélagi landsins út af hlutabréfum í Morgunblaðinu
2

Borgarfulltrúi skuldar stærsta útgerðarfélagi landsins út af hlutabréfum í Morgunblaðinu

·
Siðanefnd: Þórhildur Sunna „skaðaði ímynd“ Alþingis með ummælum um Ásmund
3

Siðanefnd: Þórhildur Sunna „skaðaði ímynd“ Alþingis með ummælum um Ásmund

·
Við misstum tvo kvöldið sem föðurbróðir okkar myrti föður okkar
4

Við misstum tvo kvöldið sem föðurbróðir okkar myrti föður okkar

·
Stundin birtir álit siðanefndar í heild
5

Stundin birtir álit siðanefndar í heild

·
Blekkingin og heimtufrekjan hjá útgefanda Fréttablaðsins
6

Jón Trausti Reynisson

Blekkingin og heimtufrekjan hjá útgefanda Fréttablaðsins

·

Mest lesið í vikunni

Hatari on the Israeli occupation of Palestine: “A case of the strong preying upon the weak”
1

Hatari on the Israeli occupation of Palestine: “A case of the strong preying upon the weak”

·
Borgarfulltrúi skuldar stærsta útgerðarfélagi landsins út af hlutabréfum í Morgunblaðinu
2

Borgarfulltrúi skuldar stærsta útgerðarfélagi landsins út af hlutabréfum í Morgunblaðinu

·
Siðanefnd: Þórhildur Sunna „skaðaði ímynd“ Alþingis með ummælum um Ásmund
3

Siðanefnd: Þórhildur Sunna „skaðaði ímynd“ Alþingis með ummælum um Ásmund

·
Við misstum tvo kvöldið sem föðurbróðir okkar myrti föður okkar
4

Við misstum tvo kvöldið sem föðurbróðir okkar myrti föður okkar

·
Stundin birtir álit siðanefndar í heild
5

Stundin birtir álit siðanefndar í heild

·
Blekkingin og heimtufrekjan hjá útgefanda Fréttablaðsins
6

Jón Trausti Reynisson

Blekkingin og heimtufrekjan hjá útgefanda Fréttablaðsins

·

Nýtt á Stundinni

Galið að meta líf fólks út frá kostnaði

Galið að meta líf fólks út frá kostnaði

·
Plasttannburstatýpa

Alma Mjöll Ólafsdóttir

Plasttannburstatýpa

·
Of fokkin pólitísk

Of fokkin pólitísk

·
Takk fyrir Hatari

Illugi Jökulsson

Takk fyrir Hatari

·
Dystópía

Dystópía

·
Töfrarnir í litlu hlutunum

Töfrarnir í litlu hlutunum

·
Við misstum tvo kvöldið sem föðurbróðir okkar myrti föður okkar

Við misstum tvo kvöldið sem föðurbróðir okkar myrti föður okkar

·
Hægðasnobb

Kristlín Dís

Hægðasnobb

·
Stundin birtir álit siðanefndar í heild

Stundin birtir álit siðanefndar í heild

·
Jón Ólafsson: Siðanefndin „féll í gryfju absolútisma“

Jón Ólafsson: Siðanefndin „féll í gryfju absolútisma“

·
Hrun í komu ferðamanna í apríl

Hrun í komu ferðamanna í apríl

·
Pólitískt hæli fyrir ökuþóra

Listflakkarinn

Pólitískt hæli fyrir ökuþóra

·