Listflakkarinn

42 var það heillin

 

Tveir ráðherrar vöktu athygli í þessari viku. Hegðun þeirra ruglaði jafnvel trygga fylgismenn í ríminu. Til hvers var fjármálaráðherra að ávarpa kirkjuþing þegar flokkur hans hefur ályktað um aðskilnað ríkis og kirkju. Af hverju sagði hann ungt fólk kjána sem ekkert vissu um áföll í lífinu og hefðu því enn ekki fattað hvað þjóðkirkjan væri mikilvæg? Og af hverju var Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra að pósa með mjólkurfernur frá MS í hendi inn á alþingi?

Frétt Stundarinnar um áhrifavaldinn Katrínu sem reyndi að selja fylgismönnum sínum mjólk var reyndar röng að einu leyti. Í fyrirsögn stóð að alþingi hefði gefið henni leyfi til að auglýsa mjólkina, en hið rétta er auðvitað að skrifstofustjóri gaf grænt ljós og jafnvel þó hann upplifi sig stundum sem persónugerving alþingis þá er hann það ekki.

Katrín að pósa með MS-fernunum var jafn kjánalegt og Björt Ólafsdóttir þegar hún strunsaði um í þingsalnum til að vekja athygli á kjólahönnun vinkonu sinnar. En að vísu ekki jafnkjánalegt og þegar fyrrum heilbrigðisráðherra auglýsti boditrax heilsumælingartæki fyrir eiginkonu annars ráðherra. Ráðherrar sem bæru virðingu fyrir sjálfum sér myndu aldrei auglýsa vörur á samkeppnismarkaði.

En MS er nærri hjarta bændaflokksins VG. Arna er það ekki. Og þótt þetta eigi að heita umhverfissinnaður flokkur þá efast ég um að forsætisráðherra fari að auglýsa haframjólk í bráð. Ef við vildum raunverulega draga úr kolefnisfótspori okkar og standa við Parísarsáttmálann væri lang rökréttasta fyrsta skrefið að hætta mjólkurþambi, það myndi jafnvel gera meira en af rafvæða allan íslenska bílaflotann.

En af hverju var Bjarni að ávarpa kirkjuþingið? Af hverju var fjármálaráðherra að ávarpa hempuklædda presta en ekki félag áhugamanna um húsnæðisfjárfestingar í Dubai? (Bjarni veit eflaust talsvert meira um svissneska bankareikninga, aflandsfélög í Seychelles, spilavíti í Macao, innherjaviðskipti í bönkum, lögbönn og hvernig eigi að hunsa þolendur kynferðisofbeldis heldur en biblíuna).

Svarið tengist tölunni 42. Milljarð sinnum 42.

Hjá mörgum sem ég þekki er talan 42 í miklu uppáhaldi. Hún er jú svarið við tilgangi lífsins í Hitchhiker´s guide to the galaxy eftir Douglas Adams.

En Douglas Adams er ekki sá eini sem telur sig hafa ráðið í lífsgátuna. Til eru ýmis konar félög sem telja sig hafa svör við stóru spurningunum, hvort það sé til líf eftir dauðann, hvernig alheimurinn varð til, hvenær sé viðeigandi að grýta fólk til bana og hvort nornagaldrar séu af hinu góða eða slæma. Þessi félög boða þetta á ýmsa vegu og merkja sig með skeggvexti, höttum, hálsfestum og síðkuflum, láta fólk hugleiða og fasta, bugta sig og beygja. Almennt séð er hægt að hafa gaman af þeim og eflaust líður einhverjum betur vegna félagsskapsins, svona svipað og ég hef gaman af því að vera í kór. Stundum á maður erfitt með þessi félög þegar þau standa í vegi fyrir framförum, skynsömum lausnum, réttlæti, hylma yfir barnaníði eða eru notuð til að réttlæta hryðjuverk.

Sem betur fer fellur íslenska þjóðkirkjan yfirleitt í fyrri flokkinn. Það er almennt hægt að hafa gaman að henni. Fyndnir síðkuflarnir verða kómískir þegar prestarnir rölta saman til kirkju, en að vísu hefur komið fyrir að kirkjan hylmi yfir níðingsverk og standi í vegi fyrir framförum.

Jæja. Hún hjálpar eflaust einhverjum.

Og hefur þegið fyrir það 42 milljarða síðan kirkjujarðasamkomulagið gekk í gildi. Það kom fram í fyrirspurn Björn Levís, þingmanns Pírata, til fjármálaráðherra. Á síðastliðnum 20 árum hefur ríkissjóður greitt þjóðkirkjuprestum 42 milljarða fyrir þjónustu sína við samfélag sem í auknum mæli er alveg sama um þessa þjónustu. Það er há tala, maður gæti t.d. borað nokkur jarðgöng fyrir þessa upphæð og jafnvel fjármagnað akstursgreiðslur Ásmundar Friðrikssonar í nokkur kjörtímabil. Eða byggt meira en hundrað bragga með nemenda-aðstöðu og bar jafnvel þó iðnaðarmenn smyrji vel ofan á.

Þessi díll við kirkjuna um afnot á jörðum hennar er reyndar einhver versta smurning sem verktaki hefur komist upp með gagnvart hinu opinbera. Jafnvel braggasmiðirnir komast ekki með tærnar þar sem djáknarnir hafa hælana. Og ríkið virðist ekkert fá í skiptum. Eftir að hafa greitt þjóðkirkjunni þessa 42 milljarði hefur ríkið ennþá ekki eignast svo mikið sem einn meter af kirkjujörð.

Í þessu ljósi er kannski ekki skrítið að fjármálaráðherra hafi verið fenginn til að ávarpa kirkjuþing. Prestarnir geta verið þakklátir honum og hans flokki, kristilegu íhaldsmennirnir í sjálfstæðisflokkinum hafa skaffað þeim vel og meira að segja sett þá undir kjararáð. (Og hver myndi ekki vilja láta kjararáð, þá gjafmildu jólasveina, ákvarða launin sín?)

Ef ég væri þjóðkirkjuprestur hefði ég klappað manna hæst fyrir flokksforingjanum.

Og ekki er ég hissa á að ráðherrann hafi sagt að ungt fólk vissi ekkert um kirkjuna. Ungt fólk veit nefnilega ekkert um hana. Það er með lítinn sem engin áhuga á starfsemi kirkjunnar, enda sýnir könnun frá árinu 2016 að nærri enginn undir 25 ára aldri er trúaður. Þau fjármagna hana bara með sköttunum sínum ólíkt Bjarna sem greiðir skatta sína á Seychelles-eyjum.

Ef eitthvað mark væri tekið á unga fólkinu á landsfundi sjálfstæðisflokksins væri Bjarni að vísu hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju. En Bjarni veit betur en að taka mark á þeim og ályktuninni sem ungir sjálfstæðismenn náðu að troða í gegn árið 2015.

Hann passar upp á þjóðkirkjuna eins og forverar hans, og næsti formaður mun að sjálfsögðu gera það líka. Og íhaldsmenn munu verðlauna formennina fyrir það með atkvæðum sínum.

Alveg eins og íhaldsmenn munu verðlauna hina íhaldsflokkana þrjá sem nú eru í stjórn saman og mynda bandalag um úreltar framleiðsluaðferðir, úreltar hugmyndir og úrelt samfélagsskipulag.

 

E.S. mæli eindregið með Oatly frekar en MS mjólk. Betra fyrir umhverfið og betra fyrir magann, verður ekki súr og ógeðsleg á nokkrum dögum og er framleidd á umhverfisvænan máta.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Opnari og ekki eins stressuð eftir að hún fékk dúkkubarn
1

Opnari og ekki eins stressuð eftir að hún fékk dúkkubarn

·
Hamingjan er bæði skin og skúrir
2

Hamingjan er bæði skin og skúrir

·
Fólk strandar á grænmetinu
3

Fólk strandar á grænmetinu

·
Gagnrýni á innrás Tyrkja jafngildir hryðjuverkum
4

Gagnrýni á innrás Tyrkja jafngildir hryðjuverkum

·
Bretar heimila Shell að skilja eftir aflagða olíuborpalla í Norðursjó
5

Bretar heimila Shell að skilja eftir aflagða olíuborpalla í Norðursjó

·
Lækkanir aksturgreiðslna sýna fram á kosti gagnsæis
6

Lækkanir aksturgreiðslna sýna fram á kosti gagnsæis

·
Með svona bandamenn ...
7

Símon Vestarr

Með svona bandamenn ...

·

Mest deilt

Opnari og ekki eins stressuð eftir að hún fékk dúkkubarn
1

Opnari og ekki eins stressuð eftir að hún fékk dúkkubarn

·
Lækkanir aksturgreiðslna sýna fram á kosti gagnsæis
2

Lækkanir aksturgreiðslna sýna fram á kosti gagnsæis

·
Fólk strandar á grænmetinu
3

Fólk strandar á grænmetinu

·
Bretar heimila Shell að skilja eftir aflagða olíuborpalla í Norðursjó
4

Bretar heimila Shell að skilja eftir aflagða olíuborpalla í Norðursjó

·
Með svona bandamenn ...
5

Símon Vestarr

Með svona bandamenn ...

·
Hamingjan er bæði skin og skúrir
6

Hamingjan er bæði skin og skúrir

·

Mest deilt

Opnari og ekki eins stressuð eftir að hún fékk dúkkubarn
1

Opnari og ekki eins stressuð eftir að hún fékk dúkkubarn

·
Lækkanir aksturgreiðslna sýna fram á kosti gagnsæis
2

Lækkanir aksturgreiðslna sýna fram á kosti gagnsæis

·
Fólk strandar á grænmetinu
3

Fólk strandar á grænmetinu

·
Bretar heimila Shell að skilja eftir aflagða olíuborpalla í Norðursjó
4

Bretar heimila Shell að skilja eftir aflagða olíuborpalla í Norðursjó

·
Með svona bandamenn ...
5

Símon Vestarr

Með svona bandamenn ...

·
Hamingjan er bæði skin og skúrir
6

Hamingjan er bæði skin og skúrir

·

Mest lesið í vikunni

Opnari og ekki eins stressuð eftir að hún fékk dúkkubarn
1

Opnari og ekki eins stressuð eftir að hún fékk dúkkubarn

·
Draumur að eiga dúkkubarn
2

Draumur að eiga dúkkubarn

·
Hamingjan er bæði skin og skúrir
3

Hamingjan er bæði skin og skúrir

·
Börnin búa enn hjá dæmdum föður: „Ég reyndi margoft að segja frá“
4

Börnin búa enn hjá dæmdum föður: „Ég reyndi margoft að segja frá“

·
Öskraði af verkjum ellefu ára: „Á þetta virkilega að vera svona?“
5

Öskraði af verkjum ellefu ára: „Á þetta virkilega að vera svona?“

·
Miðflokkurinn mælist næst stærstur
6

Miðflokkurinn mælist næst stærstur

·

Mest lesið í vikunni

Opnari og ekki eins stressuð eftir að hún fékk dúkkubarn
1

Opnari og ekki eins stressuð eftir að hún fékk dúkkubarn

·
Draumur að eiga dúkkubarn
2

Draumur að eiga dúkkubarn

·
Hamingjan er bæði skin og skúrir
3

Hamingjan er bæði skin og skúrir

·
Börnin búa enn hjá dæmdum föður: „Ég reyndi margoft að segja frá“
4

Börnin búa enn hjá dæmdum föður: „Ég reyndi margoft að segja frá“

·
Öskraði af verkjum ellefu ára: „Á þetta virkilega að vera svona?“
5

Öskraði af verkjum ellefu ára: „Á þetta virkilega að vera svona?“

·
Miðflokkurinn mælist næst stærstur
6

Miðflokkurinn mælist næst stærstur

·

Nýtt á Stundinni

Mikil aukning sýklalyfjaónæmis í villtum höfrungum

Mikil aukning sýklalyfjaónæmis í villtum höfrungum

·
Gagnrýni á innrás Tyrkja jafngildir hryðjuverkum

Gagnrýni á innrás Tyrkja jafngildir hryðjuverkum

·
Pírati í Prag ögrar Peking

Listflakkarinn

Pírati í Prag ögrar Peking

·
Bretar heimila Shell að skilja eftir aflagða olíuborpalla í Norðursjó

Bretar heimila Shell að skilja eftir aflagða olíuborpalla í Norðursjó

·
Hamingjan er bæði skin og skúrir

Hamingjan er bæði skin og skúrir

·
Fólk strandar á grænmetinu

Fólk strandar á grænmetinu

·
Opnari og ekki eins stressuð eftir að hún fékk dúkkubarn

Opnari og ekki eins stressuð eftir að hún fékk dúkkubarn

·
Með svona bandamenn ...

Símon Vestarr

Með svona bandamenn ...

·
Listin og lífið renna saman

Listin og lífið renna saman

·
Draumur að eiga dúkkubarn

Draumur að eiga dúkkubarn

·
Má ég?

Bragi Páll Sigurðarson

Má ég?

·
Saga um konur

Kolbeinn Hólmar Stefánsson

Saga um konur

·