Smári McCarthy
Þingmaður Pírata fyrir Suðurkjördæmi.

Siðferðisleg fátækt

Aftur er Biskup Íslands komin í fréttirnar fyrir að sýna að siðaskiptin eigi ekki endilega við um Þjóðkirkjuna undir hennar stjórn. Nú leitast hún ekki bara við að sverja af sér launahækkun sem hún bað sjálf um, á þeim forsendum að það sé embættið, en ekki hún sjálf, sem hlýtur launin, heldur réttlætir hún hana með tilvísun til leiguverðs á...

Ragnarök verkamannastéttarinnar

Í dag fór ég í árlegu kröfugönguna, stóð í grenjandi rigningu og hlustaði á ræður. Sumt var yfirlætisfullt hjal um verkalýðsbaráttuna, aðrir voru öflugir. Ellen Calmon og Ragnar Þór Ingólfsson voru frábær á litla sviðinu ─ merkilegt að þau fengu hvorugt að komast á stóra sviðið, þar sem voru minni spámenn. Ég sá hvergi Gylfa. Fannst líka pínlegt að heyra...

Hvernig mætti haga fisknum?

Margir hafa talað fyrir kerfisbreytingum í sjávarútvegi. Markmiðin eru misjöfn en flestir sem tala fyrir breytingum eru sammála því að þjóðin eigi auðlindina og eigi að ráðstafa henni til að ná eðlilegri auðlindarentu til þjóðarinnar, að útgerðin eigi að starfa á sterkum fjárhagslegum grunni, að mikilvægt sé að ná stöðugleika og fyrirsjáanleika í greininni og að allir eigi að geta...

Þrílemmuáhrifin á peningastefnu Íslands

Í nýlegri grein Vilhjálms Bjarnasonar þingmanns í Morgunblaðinu lýsti hann hugmyndum um sjálfstæða peningastefnu í opnu hagkerfi, og talar undir lokin fyrir meiri stöðugleika. Nú er þekkt í hagfræði fyrirbæri sem kallast þrílemman (e. Impossible Trinity), en hún segir að ekki sé samtímis hægt að hafa frjálst flæði fjármagns, sjálfstæða peningastefnu, og stöðugt gengi. Það má velja hvaða par...

Land mjólkur og fisks

Ísland er forríkt af einokun. Fákeppni á markaði hefur lengi fólgist í að samtök, oftar en ekki pólitískt tengd, koma sér upp margskonar yfirburðastöðu, oft með lagalegri vernd. Slíkir aðilar nýta stöðu sína og lögin til að hindra framgang annarra sem sækja inn á markað. Sumir segja að þetta sé vegna þess að við séum svo lítil. Það eru það...

Fátæktarhólfin

Það hafa verið lagabreytingar í mörgum löndum og alþjóðlegir viðskiptasamningar gerðir milli margra landa undanfarna áratugi sem opna fyrir frjálst flæði fjármagns, þjónustu og varnings án þess að opna samtímis á frjálsu flæði fólks. Þetta gefur stórum fyrirtækjum möguleika á því að fara þangað sem vinnuafl er ódýrt, og jafnvel á staði þar sem eru engar reglur sem banna þrælahald,...

Upprætum fátækt

Á Íslandi býr enginn við þá tegund af mannskaðafátækt sem þekkist víða erlendis. Við erum sem betur fer rík þjóð sem hefur fyrir mestan part séð um sína. En fátækt er engu að síður til staðar, og afleiðingarnar eru alvarlegar. Eftir efnahagshrunið 2008 hefur vandinn aukist. Heimilislausum hefur fjölgað, peningapyngjurnar hafa orðið léttari, og fleiri hafa sóst í vímuefni til...

Speenhamland tilraunin

Margt hefur verið gert í gegnum tíðina til að reyna að minnka fátækt, en minna hefur verið gert til að uppræta hana. Helsta orsök fátæktar er að fólk á enga peninga. Þó ganga flestar tilraunir til að minnka fátækt ekki út á að leysa það vandamál. Í staðinn er gengið út frá því að fólk sé latt og misheppnað, og...

Fátækt heimsins

Fátækt fer minnkandi á heimsvísu. Á undanförnum tuttugu árum hefur þeim sem búa við örbyggð fækkað verulega, þótt enn sé langt í land með að allt mannkyn hafi í sig og á. Helstu ástæðurnar fyrir minnkandi fátækt er vaxandi iðnvæðing þróunarlanda, einkum í Asíu og sumum hlutum Afríku; mikið af þeim iðnaði miðar inn á við, þótt alþjóðavæðing viðskipta skiptir...

Stærsta verðmætatilfærsla allra tíma

Ein stærsta lygi síðustu fjörtíu ára er sú að skattar hafi lækkað undir stjórn hægri íhaldsflokka, hvort sem það er í Evrópu eða annarsstaðar í heiminum. Þeirri lygi hefur verið haldið svo ákaft á lofti, af fylgismönnum Reagans, fylgismönnum Thatchers, áhangendum Davíðs Oddssonar, og fólks hvaðanæfa úr nýfrjálshyggjuskólanum, að jafnvel skynsamt fólk er farið að trúa þessu eins og hverri...

Fjárlagaklúðrið í haust

Ég er ekki ósammála Kristjáni Möller með að það muni verða klúðurslegt, séu kosningar í lok október, að reyna að koma fjárlögum í gegnum þingið eins og gert er ráð fyrir í 42. grein stjórnarskránnar. Árslok renna hratt hjá, og tveir mánuðir þar sem annar er hálfur gefur Alþingi lítið svigrúm til að klára málin, ekki síst ef ríkisstjórnarmyndun dregst...

Forsetinn má ekki halda velli

Ég hef áður sagt að það sé bráðnauðsynlegt að einhver annar setjist í forsetastól. Ekki vegna þess að Ólafur hefur staðið sig illa, heldur vegna þess að hann hefur setið svo lengi að heil kynslóð er upp komin sem hefur aldrei þekkt neitt annað. Það er augljóst að þegar Ólafur Ragnar segist vilja ekki víkja af velli, þá skilur...

Ekki slíta þingi strax

Ef þingið er slitið strax þá höfum við 45 daga til kosninga, samkvæmt stjórnarskrá. Það þýðir 45 daga fyrir yfirkjörstjórn að undirbúa að reka kosningar. Það þýðir að það massífa ferli sem Alþingiskosningar eru þarf að fara í gang á innan við þriðjung þess tíma sem það tekur vanalega. Það þýðir í raun líka að allir flokkar hafi c.a. 15...

Veldu svo þann sem að þér þykir bestur

Fjöldi forsetaframbjóðanda er að verða áhyggjuefni. Fjölgi þeim áfram með sama hraða má búast við að meginþorri mannkyns verði í framboði áður en yfir lýkur. En í alvöru talað, þá er vandamálið ekki fjöldi frambjóðenda, heldur aðferðin sem við notum til að gera upp á milli þeirra. Í stjórnarskránni segir að forseti sé rétt kjörinn sem hlýtur flest atkvæði í...

Litla Evrópa

Að hraða inngönguferli Tyrklands í Evrópusambandið er slæm hugmynd. Rökin eru margvísleg, og þá ekki síst aukin samstaða um viðbrögð við flóttamannavandanum og sterkari mótstaða gegn hernaðarbrölti Rússa. Mótrökin vega þó þyngra. Erdoğan Tyrklandsforseti hefur í mörg ár brotið kerfislægt gegn mannréttindum. Árið 2012 voru 49 blaðamenn fangelsaðir í Tyrklandi fyrir hin ýmsu brot, þótt þeim hafi raunar fækkað undanfarið....

Sérfræði ráðgjafa

Það er hægt að sætta sig við pólitískt skipaða ráðherra, að einhverju leyti. Það væri auðvitað æskilegt að þeir hefðu eitthvað til brunns að bera í sínum ráðuneytum, þótt það virðist lítið stundað á Íslandi. Maður biður ekki um mikið -- smá starfsreynslu, örlitla þekkingu á málaflokknum, eitthvað. Bara eitthvað. Þegar ráðherrar eru svo til vanhæfir í sínar stöður er...

Okkur er illt í þjóðarsálinni

Ég skrifaði færslu á Pírataspjallið í gær þar sem ég kvartaði yfir tröllaskap, persónuárásum og fávitalegum umræðum. Fleiri voru sammála mér en ég átti von á og viðtökurnar almennt góðar, en á þreimur stöðum var efni færslunnar ekki bara slitið úr samhengi, heldur sett í algjörlega nýtt samhengi sem á lítið eða ekkert skylt við raunveruleikann. Þetta var á...

Lágmarksríki Viðskiptaráðs

Viðskiptaráð kom engum á óvart með tillögum sínum um sameiningar og fækkanir ríkisstofnana. Það sem kom á óvart var hve lélegar hugmyndirnar voru. Í fyrstu hljómaði þetta eins og skynsöm nálgun í ákveðnum tilfellum, enda yfirbygging oft mikil utan um litla starfsemi. En nánari skoðun sýnir að tillögurnar eru illa rökstuddar og vandkvæðum háðar. Jónas Kristjánsson benti á...

Bananinn

Mikið tuðfár átti sér stað á samfélagsmiðlum eftir að ég lýsti þeirri skoðun minni á dögunum að Ólafur Ragnar Grímsson ætti ekki að bjóða sig aftur fram til forseta. Fólk kepptist við að kalla mig ýmsum nöfnum og misskilja það sem ég var að segja, ásamt því að hrópa upp yfir sig um ágæti Ólafs. Fyrst þetta gekk svona vel...

Frelsið Khadiju!

Rétt í þessu dæmdi dómsstóll í Baku í máli vinnufélaga míns, Khadiju Ismayilovu. Hún fékk 7½ árs fangelsisdóm. Samkvæmt dómsstólnum er hún sök um að hafa hvatt til tilraunar til sjálfsmorðs, og fyrir skattsvik, fjárdrátt, kúgun og fleira. Raunveruleikinn er miklu alvarlegari. Khadija gerðist í raunveruleikanum sek um að afhjúpa spillingarvefinn í kringum forseta Azerbaijans, Ilham Aliyev. Til að mynda...

Nútíminn er furðulegur

Í þessari viku framkvæmdu óprúttnir aðilar rafrænar peningafærslur að andvirði c.a. 1 milljón króna í gegnum Bitcoin (samtals um 33 BTC), en upphæð hverrar greiðslu var tæplega 0.09 krónur. Færslurnar voru því tugmilljónir talsins, og þurfti gríðarlegt reikniafl til að staðfesta hverja greiðslu. Þetta hægði verulega á öllum réttmætum viðskiptum. Að jafnaði tekur um 10 mínútur að staðfesta færslu, en...

Hvar er kjarkurinn?

Það er hægt að horfa á verkfall hjúkrunarfræðinga og háskólamanna með þeim hætti sem ríkisstjórnin gerði, að þar væri á ferðinni fólk sem lagði niður störf af einhverri eiginhagsmunasinnaðri grimmd og gerði óeðlilegar heimtingar á laun og aðstöðu. Það er alveg hægt, vilji maður það. En það er líka hægt að horfa á þetta öðruvísi. Það er hægt að horfa...

Íslandistan?

Fyrir nokkrum dögum fór ég út að borða með nokkrum vinnufélögum mínum, sem vinna með mér að því að rannsaka og upplýsa um skipulagða glæpastarfsemi og spillingu út um allan heim. Ég ákvað að leggja fyrir þau þraut: þau ættu að giska á um hvaða land væri talað. Svo lýsti ég atburðarrásinni á Íslandi í kringum fjárkúgunartilraunina, um meint fjárhagstengsl...

14 litlir krossar

Milli dagsins í dag, og dagsins sem ég dey, fæ ég að krota fjórtán litla krossa á blað. Ef ég er rosalega heppinn. Miðað við meðallífslíkur við fæðingu, og fjögurra ára kjörtímabil Alþingis, þá er mín líklega lýðræðislega þátttaka einskorðuð við þessa fjórtán krossa. Alþingi tekur ákvarðanir um svona sirka hundrað og fimmtíu mál á ári, gróft áætlað. Sum ár...

Þurfum við aðra öld af mannvonsku?

Nauðungaflutningar eru ekki ný hugmynd. Í gegnum aldirnar hafa tugir milljóna verið flutt nauðug milli landa eða landshluta. Oftast er fólk flutt nauðugt sem hluti af áætlun valdhafa um fullkomnun samfélagsgerðar, eða þjóðernishreinsunar. Þótt hægt sé að fara langt aftur í aldir, þá er kannski nóg að taka tuttugastu öldina fyrir, enda einkenndist hún af einstakri grimmd gagnvart minnihlutahópum. Tyrkir...