Símon Vestarr

Við þurfum miðflokk

Við þurfum miðflokk.

Nei, ekki þennan skrípaleik með regnbogahrossið.

Það verður að játast að Simmi D sýndi mikil klókindi með stofnun þess flokks. Hann náði ekki aðeins að fanga huga þeirra þjóðernisremba sem þótti Sjálfstæðisflokkurinn vera orðinn of linur í baráttunni gegn þeim sem minna mega sín. Hann gerði líka listform úr því að smíða stjórnmálagjörninga sem hljóma eins og lendingin í Normandy en eru innantómari en Quality Street dolla á annan í jólum - leiðréttingin, bankagjöfin og svo auðvitað Íslandsmetið í málþófi gegn þriðja orkupakkanum. Og hann kallaði herlegheitin miðflokk. Miðflokk. Flokk, sem nær í allt sitt fylgi með því að íklæðast samfestingi verkalýðshetjunnar einn daginn og skátabúningi Hitlers-æskunnar þann næsta, ákvað Simmi D að kalla miðflokk. Eins og orð þýði ekkert.

Við þurfum raunverulegan miðflokk.

Að vera fyrir miðju stjórnmálarófi þýðir ekki að vera ýmist vinstri eða hægri eftir því sem manni hentar hverju sinni.

Með því á ég ekki við flokk eins og þann sem Jónas frá Hriflu stofnaði árið 1916 til að geta setið í stjórn með vinstrimönnum jafnt sem hægrimönnum. Jónas má eiga það að „allt er betra en íhaldið” er einhver mest grípandi (og sannasti) orðskviður íslenskrar stjórnmálasögu en bændaframboðið sem hann stofnaði var dæmt til að lifa á síðum sögunnar sem tækifærissinnaflokkurinn. Að vera fyrir miðju stjórnmálarófi þýðir ekki að vera ýmist vinstri eða hægri eftir því sem manni hentar hverju sinni. Það er ekki miðflokkur. Það er Framsókn.

En hvað er þá miðflokkur?

Eitthvað í ætt við VG? Sem getur lagt prinsipp sín til hliðar til að mynda stjórn með hugmyndafræðilegum andstæðingi og orðið á endanum algjörlega samdauna honum? Á hvern hátt er það frábrugðið Framsókn? Er VG nokkuð annað en Hafralatté-Framsókn núorðið? Hvað með Samfylkinguna? Ekki er hryggurinn stöndugri á þeim bænum. Efast einhver í fúlustu alvöru um að sá flokkur myndi selja hugsjónir sínar um leið og hann kæmist í oddastöðu eftir kosningar? Heldur einhver því kinnroðalaust fram að flokkur sem er ófær um að standa við eigin orð varðandi þingmannaábyrgð þyrfti meira en eitt eða tvö ráðherraembætti til að fallast á að láta íhaldið spenna sig fyrir plóginn?

Þessi nýi miðflokkur þarf ekki að bjóða sig fram til þings. Hann þarf ekki einu sinni að vera flokkur.

Nei, það sem Alþingi þarfnast öðru fremur er fólk sem stendur í lappirnar og selur ekki samvisku sína fyrir neinn prís. Píratar komast líklega næst því af þeim flokkum sem eru á þingi núna. En af hverju er ég þá að segja að við þurfum miðflokk? Jú, ástæðan fyrir því nær langt út fyrir það dúkkuleikhús sem við köllum íslenska flokkapólitík, þar sem málþóf gegn EES-löggjöf er hugmynd manna um pólitískt hugrekki. Þessi nýi miðflokkur þarf ekki að bjóða sig fram til þings. Hann þarf ekki einu sinni að vera flokkur. Ég held ég hafi eitthvað mun búddískara í huga. Félagsskap þar sem fólk getur komið á framfæri miðlægum skoðunum.

Undir því þaki gætu þeir komið saman sem líta ekki á þriðja orkupakkann sem Trójuhest belgískra fullveldisþjófa en finnst þó ekkert ólíklegt að hægriöflin (með grænu hækjuna undir vinstri armi) myndu hiklaust einkavæða íslenska orkugeirann um leið og færi gæfist. Þar gæti líka hist fólkið sem lítur aldalangan yfirgang evrópskra heimsvelda yfir restina af heiminum alvarlegum augum en finnst það samt ekki hatursglæpur að  klæða sig eins og Pochahontas á öskudaginn eða hlusta á spænsk/grísk-ættaðan Bandaríkjamann leika indverskan búðareiganda í teiknimynd. Sömuleiðis gætu þeir skrafað þar sem vilja valdefla almenning gagnvart fjármálaöflunum án þess að slengja fram kenningum um eðlufólk eða gyðingleg samsæri.

Café Miðflokkur?

Þar væru engir lukkuriddarar.

Engir tækifærissinnar.

Og engir ískrandi stólar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Kona féll fram af svölum
1

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Kona féll fram af svölum

·
Eyði ekki hugsunum í manninn sem kostaði mig næstum lífið
2

Eyði ekki hugsunum í manninn sem kostaði mig næstum lífið

·
Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar
3

Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar

·
Bróðir ráðherrans sem skipaði Sigríði án auglýsingar fékk stöðu án auglýsingar
4

Bróðir ráðherrans sem skipaði Sigríði án auglýsingar fékk stöðu án auglýsingar

·
Val um að vera edrú: Ævisaga partídýrs
5

Ágústa Arna Sigurdórsdóttir

Val um að vera edrú: Ævisaga partídýrs

·
Þjóðskrá neitar transkonu um að leiðrétta nafn hennar og kynskráningu
6

Þjóðskrá neitar transkonu um að leiðrétta nafn hennar og kynskráningu

·
Bergþór gerður að nefndarformanni með tveimur atkvæðum – Fulltrúar annarra flokka sátu hjá
7

Bergþór gerður að nefndarformanni með tveimur atkvæðum – Fulltrúar annarra flokka sátu hjá

·

Mest deilt

Kona féll fram af svölum
1

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Kona féll fram af svölum

·
Bergþór gerður að nefndarformanni með tveimur atkvæðum – Fulltrúar annarra flokka sátu hjá
2

Bergþór gerður að nefndarformanni með tveimur atkvæðum – Fulltrúar annarra flokka sátu hjá

·
Eyði ekki hugsunum í manninn sem kostaði mig næstum lífið
3

Eyði ekki hugsunum í manninn sem kostaði mig næstum lífið

·
Jaðarskattar lágtekjufólks miklu hærri á Íslandi en í öðrum OECD-ríkjum
4

Jaðarskattar lágtekjufólks miklu hærri á Íslandi en í öðrum OECD-ríkjum

·
Nei, nei og aftur nei!
5

Illugi Jökulsson

Nei, nei og aftur nei!

·
Bróðir ráðherrans sem skipaði Sigríði án auglýsingar fékk stöðu án auglýsingar
6

Bróðir ráðherrans sem skipaði Sigríði án auglýsingar fékk stöðu án auglýsingar

·

Mest deilt

Kona féll fram af svölum
1

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Kona féll fram af svölum

·
Bergþór gerður að nefndarformanni með tveimur atkvæðum – Fulltrúar annarra flokka sátu hjá
2

Bergþór gerður að nefndarformanni með tveimur atkvæðum – Fulltrúar annarra flokka sátu hjá

·
Eyði ekki hugsunum í manninn sem kostaði mig næstum lífið
3

Eyði ekki hugsunum í manninn sem kostaði mig næstum lífið

·
Jaðarskattar lágtekjufólks miklu hærri á Íslandi en í öðrum OECD-ríkjum
4

Jaðarskattar lágtekjufólks miklu hærri á Íslandi en í öðrum OECD-ríkjum

·
Nei, nei og aftur nei!
5

Illugi Jökulsson

Nei, nei og aftur nei!

·
Bróðir ráðherrans sem skipaði Sigríði án auglýsingar fékk stöðu án auglýsingar
6

Bróðir ráðherrans sem skipaði Sigríði án auglýsingar fékk stöðu án auglýsingar

·

Mest lesið í vikunni

Valdatafl í Kaupfélaginu: Það sem ekki er sagt í Skagafirði
1

Valdatafl í Kaupfélaginu: Það sem ekki er sagt í Skagafirði

·
Kona féll fram af svölum
2

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Kona féll fram af svölum

·
Sjálflærði ljósmyndarinn frá Moldóvu  sem er einn af skattakóngum Íslands
3

Sjálflærði ljósmyndarinn frá Moldóvu sem er einn af skattakóngum Íslands

·
Eyði ekki hugsunum í manninn sem kostaði mig næstum lífið
4

Eyði ekki hugsunum í manninn sem kostaði mig næstum lífið

·
Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar
5

Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar

·
Veittist að konum og beraði á sér kynfærin í háskólanum
6

Veittist að konum og beraði á sér kynfærin í háskólanum

·

Mest lesið í vikunni

Valdatafl í Kaupfélaginu: Það sem ekki er sagt í Skagafirði
1

Valdatafl í Kaupfélaginu: Það sem ekki er sagt í Skagafirði

·
Kona féll fram af svölum
2

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Kona féll fram af svölum

·
Sjálflærði ljósmyndarinn frá Moldóvu  sem er einn af skattakóngum Íslands
3

Sjálflærði ljósmyndarinn frá Moldóvu sem er einn af skattakóngum Íslands

·
Eyði ekki hugsunum í manninn sem kostaði mig næstum lífið
4

Eyði ekki hugsunum í manninn sem kostaði mig næstum lífið

·
Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar
5

Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar

·
Veittist að konum og beraði á sér kynfærin í háskólanum
6

Veittist að konum og beraði á sér kynfærin í háskólanum

·

Nýtt á Stundinni

Bróðir ráðherrans sem skipaði Sigríði án auglýsingar fékk stöðu án auglýsingar

Bróðir ráðherrans sem skipaði Sigríði án auglýsingar fékk stöðu án auglýsingar

·
Hefur unnið að sáttum fyrir hönd forsætisráðuneytisins en hafnar því að lögregla hafi beitt harðræði

Hefur unnið að sáttum fyrir hönd forsætisráðuneytisins en hafnar því að lögregla hafi beitt harðræði

·
Kona féll fram af svölum

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Kona féll fram af svölum

·
Kafli 1: Allt verður breytt en samt ekki

Alma Mjöll Ólafsdóttir

Kafli 1: Allt verður breytt en samt ekki

·
Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar

Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar

·
Nei, nei og aftur nei!

Illugi Jökulsson

Nei, nei og aftur nei!

·
Börnin mín eiga rétt á framtíð!

Hjalti Hrafn Hafþórsson

Börnin mín eiga rétt á framtíð!

·
Þjóðskrá neitar transkonu um að leiðrétta nafn hennar og kynskráningu

Þjóðskrá neitar transkonu um að leiðrétta nafn hennar og kynskráningu

·
Val um að vera edrú: Ævisaga partídýrs

Ágústa Arna Sigurdórsdóttir

Val um að vera edrú: Ævisaga partídýrs

·
Stjórnmálamenn sýni aðgát þegar fjármálaöflin þrýsta á léttara regluverk

Stjórnmálamenn sýni aðgát þegar fjármálaöflin þrýsta á léttara regluverk

·
Eyði ekki hugsunum í manninn sem kostaði mig næstum lífið

Eyði ekki hugsunum í manninn sem kostaði mig næstum lífið

·
Bergþór gerður að nefndarformanni með tveimur atkvæðum – Fulltrúar annarra flokka sátu hjá

Bergþór gerður að nefndarformanni með tveimur atkvæðum – Fulltrúar annarra flokka sátu hjá

·