Símon Vestarr

Drullaðu þér í burtu: Sómakennd og afflúensa

Eftir fund í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í gær fékk Seðlabankastjóri smá gusu í andlitið. Hann hugðist taka í höndina á forstjóra Samherja og spyrja hann hvort hann ætlaði að mæta á ársfund Seðlabankans. En sonur forstjórans, Baldvin, var sko ekki á leiðinni að fara að láta það gerast. Steig á milli þeirra, stjakaði við Seðlabankastjóra og sagði: „Hafðu smá sómakennd og drullaðu þér í burtu.“

Nú er opin spurning hvar þessi ungi maður hefur lært orðið sómakennd og hvað hann heldur að það þýði. Að sýna af sér svona dólgshátt á sama tíma og maður hvetur aðra manneskju til að „hafa smá sómakennd“ er svolítið eins og að biðja fólk um að „hætta að nota svona helvítis blótsyrði.“ Myndbandið af þessari uppákomu (og hálfvolg afsökunarbeiðnin sem barst samdægurs) hefur væntanlega gert lítið til að afla Baldvini vinsælda en hann getur huggað sig við það að hann er ekki einn. Erfingjar mikilla auðæfa víða í heiminum komast upp með mun verri hegðun í krafti pabbapeningsins. Skætingur gærdagsins í sölum Alþingis var eins og faðirvor um borð í freigátu miðað við það sem aðrir krónprinsar hafa látið fjúka.

Conrad Hughes Hilton III er kannski ýktasta dæmið, en hann gerði garðinn frægan í flugvél árið 2014. Hann neitaði að setjast þegar boð þess efnis bárust frá áhöfninni og reyndi ítrekað að reykja gras inni á klósetti og fleygði morðhótunum í flugþjóna sem vildu koma í veg fyrir þetta atferli. Hann sagði að sér væri drull um allar refsingar enda myndi pabbi hans bara borga. Svo sagði hann ítrekað að hann gæti „eignast alla í þessari flugvél“ þar sem þeir væru allir peasants.

Þetta orð er mikið í notkun á meðal ríkasta fólksins í Bandaríkjunum en það er illþýðanlegt. Orðið kotbóndi er sértækt og gegnsætt og vísar til horfins samfélags á meðan peasant er almennara og er notað af flottræflum á Wall Street yfir alla þá sem þurfa að lifa á vinnuafli sínu. Í heimildarmyndinni Capitalism: A Love Story flettir Michael Moore ofan af þeirri iðju vinnuveitenda að kaupa líftryggingar fyrir starfsmenn sína og gera sig sjálfa að greiðsluþega. Þeir fengu sem sagt borgað ef starfsmaðurinn dó. Þetta var kallað dead peasant insurance.

En hvað um það þótt Conrad Hughes Hilton III hafi látið eins og hann ætti heiminn og hefði meira manngildi en peasants? Margir ungir menn láta jú þannig án þess að hafa verið aldir upp af ríku fólki. Við skulum ekki demónisera erfingja auðæfa bara af því að sumir þeirra sýna af sér vítavert markaleysi. Það er ekki eins og þeir séu haldnir einhverjum sjúkdómi bara vegna samfélagsstöðu sinnar.

Tja… jú, reyndar.

Í Bandaríkjunum, þar sem auðugt fólk vekur nánast trúarlega lotningu í hjörtum almennings, er afkvæmum eignafólks sýnd miskunn og skilningur þegar þeir brjóta af sér. Texas-búinn Ethan Couch varð fjórum einstaklingum að bana árið 2013 þegar hann ók bíl með áfengismagn í blóðinu sem var þrefalt yfir löglegum mörkum. Við réttarhöldin bar lögfræðingur hans því við að vegna þess að Ethan hafi verið alinn upp af ríkum foreldrum þá hefði hann ekki lært að virða mörk eins og annað fólk og væri því ekki sakhæfur. Þetta markaleysi í hegðun vegna efnislegra forréttinda kallaði lögfræðingurinn afflúensu. Rétturinn tók mið af því til refsilækkunar.

Ethan Couch fór ekki í fangelsi. Ekki fyrr en tveimur árum síðar, eftir skilorðsbrot og aðra handtöku. Við þetta fyrsta brot – ölvunarakstur sem leiddi af sér fjögur dauðsföll – fékk hann séns. Og þetta var í Bandaríkjunum, sem er með hæstu fangelsunartíðni í heimi.

Í afflúensu-málinu kristallast auðvitað fyrst og fremst skilningsleysi á muninum á útskýringu og afsökun. Það að Ethan Couch hafi orðið að óbermi vegna markaleysis í uppeldi útskýrir kannski að einhverju leyti þá ákvörðun hans að sturta í sig áfengi og keyra svo af stað en afsakar hana alls ekki. En á móti kemur að nú er það skjalfest í bandarískum dómsskjölum að efnislegur ójöfnuður geti alið af sér kaldrifjaða kynslóð eignamannasona sem líta á almenning sem kotbændur og finnst eins og lög eigi ekki að gilda um þá.

Aftur að Baldvini.

Auðvitað er hans virðingarleysi í sölum Alþingis ekki nærri því eins alvarleg og hitt sem ég nefndi. En er þessi gorgeir sem hann sýnir ekki viss vísbending um afflúensu? Full ástæða er til að taka það hugtak alvarlega, ekki afkvæmum eignamanna til refsilækkunar, heldur í tengslum við það hvernig samfélagið er rekið. Þeir sem heyra fólk tala um að auðvaldsskipulagið sé ómanneskjulegt og svara því til að það sé vænissýki að ætla að eignafólk sé eitthvað kaldlyndara en aðrir þurfa að kynna sér rannsóknir á þessu sviði. Sálfræðingar í Berkeley sýndu nýverið fram á að auðæfi draga verulega úr samkennd fólks.

Það þýðir í raun að – eins krassandi og sögur af snarbiluðum ríkum krökkum um borð í ýmsum farartækjum eru – þá eru þær ekki aðal umhugsunarefnið. Hitt er mun alvarlegra að fólkið sem hefur mest völd í samfélaginu býr yfir minnstri samkennd, ekki vegna einhvers meðfædds sálarleysis heldur beinlínis vegna auðs síns. Nú væri klént og kannski jafnvel dogmatískt að vitna í trésmiðinn frá Galíleu varðandi úlfaldann og nálaraugað. Við skulum láta það duga að gera enn og aftur kröfur um jafnari skiptingu efnislegra gæða á Íslandi og vonast til þess að Baldvinar þessarar veraldar og pabbar þeirra daufheyrist ekki við þeim.

Eða grípa til aðgerða. 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Það er eins og barnið mitt komi mér ekki við“
1

„Það er eins og barnið mitt komi mér ekki við“

·
„Þú upplifðir aldrei að henda nestinu þínu í ruslið af skömm“
2

„Þú upplifðir aldrei að henda nestinu þínu í ruslið af skömm“

·
Það er von
3

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Það er von

·
Dæmdur barnaníðingur ekki álitinn hættulegur barni sínu
4

Dæmdur barnaníðingur ekki álitinn hættulegur barni sínu

·
Samherji afskrifar stóran hluta  225 milljóna láns Eyþórs Arnalds
5

Samherji afskrifar stóran hluta 225 milljóna láns Eyþórs Arnalds

·
Krabbameinið farið en hvað svo?
6

Ragnheiður Guðmundsdóttir

Krabbameinið farið en hvað svo?

·
Kynferðisbrot á Vogi: „Dóttir mín átti að vera örugg“
7

Kynferðisbrot á Vogi: „Dóttir mín átti að vera örugg“

·

Mest deilt

Dæmdur barnaníðingur ekki álitinn hættulegur barni sínu
1

Dæmdur barnaníðingur ekki álitinn hættulegur barni sínu

·
Krabbameinið farið en hvað svo?
2

Ragnheiður Guðmundsdóttir

Krabbameinið farið en hvað svo?

·
Samherji afskrifar stóran hluta  225 milljóna láns Eyþórs Arnalds
3

Samherji afskrifar stóran hluta 225 milljóna láns Eyþórs Arnalds

·
Sjö ára sviksemi við kjósendur
4

Illugi Jökulsson

Sjö ára sviksemi við kjósendur

·
„Þú upplifðir aldrei að henda nestinu þínu í ruslið af skömm“
5

„Þú upplifðir aldrei að henda nestinu þínu í ruslið af skömm“

·
„Það er eins og barnið mitt komi mér ekki við“
6

„Það er eins og barnið mitt komi mér ekki við“

·

Mest deilt

Dæmdur barnaníðingur ekki álitinn hættulegur barni sínu
1

Dæmdur barnaníðingur ekki álitinn hættulegur barni sínu

·
Krabbameinið farið en hvað svo?
2

Ragnheiður Guðmundsdóttir

Krabbameinið farið en hvað svo?

·
Samherji afskrifar stóran hluta  225 milljóna láns Eyþórs Arnalds
3

Samherji afskrifar stóran hluta 225 milljóna láns Eyþórs Arnalds

·
Sjö ára sviksemi við kjósendur
4

Illugi Jökulsson

Sjö ára sviksemi við kjósendur

·
„Þú upplifðir aldrei að henda nestinu þínu í ruslið af skömm“
5

„Þú upplifðir aldrei að henda nestinu þínu í ruslið af skömm“

·
„Það er eins og barnið mitt komi mér ekki við“
6

„Það er eins og barnið mitt komi mér ekki við“

·

Mest lesið í vikunni

Sveinn Andri þarf að endurgreiða 100 milljónir - „Hann hefur verið að hugsa um eigin hag frá byrjun“
1

Sveinn Andri þarf að endurgreiða 100 milljónir - „Hann hefur verið að hugsa um eigin hag frá byrjun“

·
„Það er eins og barnið mitt komi mér ekki við“
2

„Það er eins og barnið mitt komi mér ekki við“

·
„Þú upplifðir aldrei að henda nestinu þínu í ruslið af skömm“
3

„Þú upplifðir aldrei að henda nestinu þínu í ruslið af skömm“

·
Það er von
4

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Það er von

·
Dæmdur barnaníðingur ekki álitinn hættulegur barni sínu
5

Dæmdur barnaníðingur ekki álitinn hættulegur barni sínu

·
Samherji afskrifar stóran hluta  225 milljóna láns Eyþórs Arnalds
6

Samherji afskrifar stóran hluta 225 milljóna láns Eyþórs Arnalds

·

Mest lesið í vikunni

Sveinn Andri þarf að endurgreiða 100 milljónir - „Hann hefur verið að hugsa um eigin hag frá byrjun“
1

Sveinn Andri þarf að endurgreiða 100 milljónir - „Hann hefur verið að hugsa um eigin hag frá byrjun“

·
„Það er eins og barnið mitt komi mér ekki við“
2

„Það er eins og barnið mitt komi mér ekki við“

·
„Þú upplifðir aldrei að henda nestinu þínu í ruslið af skömm“
3

„Þú upplifðir aldrei að henda nestinu þínu í ruslið af skömm“

·
Það er von
4

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Það er von

·
Dæmdur barnaníðingur ekki álitinn hættulegur barni sínu
5

Dæmdur barnaníðingur ekki álitinn hættulegur barni sínu

·
Samherji afskrifar stóran hluta  225 milljóna láns Eyþórs Arnalds
6

Samherji afskrifar stóran hluta 225 milljóna láns Eyþórs Arnalds

·

Nýtt á Stundinni

Leiftrandi hugsun og kjarni máls – en líka allt hitt

Karl Th. Birgisson

Leiftrandi hugsun og kjarni máls – en líka allt hitt

·
Ósnortin náttúra sem senn gæti heyrt sögunni til

Ósnortin náttúra sem senn gæti heyrt sögunni til

·
Sjö ára sviksemi við kjósendur

Illugi Jökulsson

Sjö ára sviksemi við kjósendur

·
Krabbameinið farið en hvað svo?

Ragnheiður Guðmundsdóttir

Krabbameinið farið en hvað svo?

·
Atómhljóð

Steindór Grétar Jónsson

Atómhljóð

·
Rýtingur í bak Kúrda leiðir til lokauppgjörs í Sýrlandi

Rýtingur í bak Kúrda leiðir til lokauppgjörs í Sýrlandi

·
Fékk Michelin-stjörnu og varð atvinnulaus ári síðar

Fékk Michelin-stjörnu og varð atvinnulaus ári síðar

·
Vigdís leggst gegn loftslagsskógi

Vigdís leggst gegn loftslagsskógi

·
Samherji afskrifar stóran hluta  225 milljóna láns Eyþórs Arnalds

Samherji afskrifar stóran hluta 225 milljóna láns Eyþórs Arnalds

·
Það er von

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Það er von

·
„Þú upplifðir aldrei að henda nestinu þínu í ruslið af skömm“

„Þú upplifðir aldrei að henda nestinu þínu í ruslið af skömm“

·
Grilluð rappveisla, leðurklæddir hakkarar og tilfinningaflæði

Grilluð rappveisla, leðurklæddir hakkarar og tilfinningaflæði

·