Halldór Auðar Svansson

Sussararnir

Byltingin gegn kynferðisofbeldinu heldur áfram. Árið byrjar á því að þöggunarmúrinn í kringum framferði Jóns Baldvins er loksins rofinn.

Þetta varð mér tilefni til að rifja aðeins upp hvernig umræðan var á sínum tíma þegar Guðrún Harðardóttir, sem kom núverandi bylgju gegn Jóni Baldvini á stað, upplýsti fyrst um áreitnina sem hún varð fyrir af hendi hans, meðal annars í gegnum bréfaskriftir sem hófust þegar hún var í 8. bekk í grunnskóla.

Meðal þess sem ég fann og vakti sérstaka athygli mína var viðtal Bítisins á Bylgjunni við Brynjar Níelsson þar sem farið er hörðum orðum um þá ákvörðun Háskóla Íslands að hætta við að fá Jón Baldvin sem gestafyrirlesara, vegna óánægju sem sú ákvörðun vakti í ljósi þess að Guðrún hafði stigið fram ári áður. Þáttastjórnendur eru mjög sammála Brynjari í því að þróunin í samfélaginu sé orðin mjög varasöm þegar 'dómstóll götunnar' geti með þessum hætti dregið menn til ábyrgðar. Brynjar er á því að aðalvandinn liggi í raun hjá þeim sem eru meðvirk með 'ofstækisfólkinu'. Talað er um mikilvægi þess að menn séu ekki sviptir möguleikum á að sækja sér vinnu fyrir að hafa 'misstigið sig'. Það eigi að fyrirgefa þeim og gefa þeim tækifæri. Ekkert er hins vegar talað um Guðrúnu og brotin gegn henni.

Ég verð að segja svona í ljósi þeirrar jákvæðu þróunar sem orðið hefur á árunum sem eru liðin að þetta viðhorf er í raun sturlað. Það hefur alltaf verið sturlað en ég held að samfélagið sé fyrst núna tilbúið að átta sig á hversu sturlað og öfugsnúið það er. Að tala aldrei nokkurn tímann um skaðann sem þolendur lýsa, rétt þeirra til að vera öryggir, eða um hvort það geti nú verið einhver smá möguleiki á því að ef einhver hefur verið nappaður einu sinni þá sé það hluti af stærra mynstri sem þarf að tala um og hafa vara á gagnvart - en eingöngu um rétt níðinga til þess að fá að vera í friði frá afleiðingum gjörða sinna og umræðu um þær, hvort sem þeir eru dæmdir eða ekki (ef þeir eru ekki dæmdir eru þeir 'saklausir uns sekt er sönnuð' en ef þeir eru dæmdir hafa þeir 'tekið út sína refsingu').

Að viðtalinu loknu er opnað fyrir símann. Flestir sem hringja inn eru sammála Brynjari en ekki allir. Orðræða einnar konu sem er ósammála er sérstaklega athyglisverð. Fólk er ekki spurt nafns þannig að hún verður að fá að vera nafnlaus. Hún hefur þetta að segja:

Ég ætlaði bara segja að sumir hlutir eru ófyrirgefanlegir, talandi um fyrirgefningu. Það er bara þannig og það hefur ekkert með dómstól götunnar að gera. Þeir sem leggjast á börn, það er ófyrirgefanlegt, algjörlega. Þeir geta þá bara, til þess að vinna fyrir sér, farið að moka skurð, en ég held að Jón Baldvin þurfi ekkert á því að halda fjárhagslega.

Þáttastjórnandi spyr hana að því hvort hún sé þá alveg sátt við ákvörðun Háskólans í málinu. Því svarar hún svona:

Já já, og mér finnst bara allt í lagi að það sé tekið á þeim sem níðast á minni máttar. En það er tekið minna á þeim sem eru þekktir.

Þetta myndi ég segja að sé heilbrigt og algjörlega eðlilegt viðhorf. Samfélag sem er ekki sturlað hefur almennt viðhorf af þessu tagi, að börn eigi að njóta vafans og að réttur þeirra til öryggis trompi rétt manna sem hafa brotið gegn þeim til að gera það sem þeim dettur í hug. Fyrst eigi að vernda börnin en síðan sé hægt að ræða rest. Batnandi mönnum sé kannski best að lifa en þá eigi þeim að batna í raun og veru, það sé ekki bara hægt að veifa sprota og hætta að tala um brotin og þá hverfi þau bara.

Einhvern veginn hefur þó tekist að snúa öllu á hvolf. Hið ráðandi viðhorf hefur verið þveröfugt. Börnin, þolendurnir, eru réttlaus en gerendurnir hafa allan rétt. Sérstaklega ef þeir eru þekktir. Þetta hefur þótt nógu eðlilegt viðhorf til þess að því sé básúnað í morgunútvarpi án þess að því sé andmælt að ráði. Hið heilbrigða viðhorf fær takmarkað rými og engar undirtektir - það eina sem ónefnda konan fékk til baka voru þakkir fyrir að hafa tjáð sig. Sjónarhorn þolenda fær síðan takmarkað rými - eða hversu oft gerist það að þolendur fá að mæta í sjónvarp eða útvarp til að lýsa sínum þjáningum og viðhorfum?

Nei, þetta hefur ekki verið geðslegt samfélag. Ekki af þeim ástæðum sem Brynjar Níelsson tilgreinir þó - heldur þveröfugum. Það sem er ekki geðslegt er að sussarar á borð við hann hafi ávallt verið tilbúnir til að mæta á opinberan vettvang til að gera lítið úr rétti og upplifunum þolenda kynferðisofbeldis, þar á meðal og ekki síst barna. Verja á móti rétt gerenda þeirra til að vera í friði frá afleiðingum og umræðu. Ég vona að þeirri sturlun sé loksins að ljúka endanlega. Það sem er nefnilega sorglegast við hana er að Brynjar er í raun bara birtingarmynd hennar. Kannski með þeim augljósari - en eins og fram kemur í viðtalinu voru ýmsir fleiri sem tóku að sér sussarahlutverkið gagnvart Guðrúnu.

Ef fólk hefur síðan gleymt því hverjar málalyktir í máli Jóns Baldvins gagnvart Háskólanum voru þá endaði það með því að hann fékk hálfa milljón og afsökunarbeiðni frá rektor. Hann sumsé leitaði réttar síns og fékk sínu framgengt, með dyggum stuðningi sussarana. Það þurfti síðan sirka fimm ár og heila #metoo-byltingu til þess að þolendur treystu sér í næsta slag. 

Að lokum ein áhugaverð tenging. Í greininni sem kom Brynjari í viðtalið í Bítinu telur hann ýmislegt upp því til stuðnings að 'brennuvargarnir' (sumsé fólkið sem vill taka kynferðisbrot alvarlega) séu að færa sig of mikið upp á skaftið. Þar á meðal það að 'rútu­bíl­stjóri var hrak­inn frá störf­um vegna dóms í kyn­ferðis­brota­máli, sem hann þó hafði afplánað'. Þar er varla um annan að ræða en Hjalta Sigurjón Hauksson, frábært dæmi um mann sem er alls ekki batnandi þó hann hafi 'tekið út sína refsingu'. Síðar varð hann alræmdur þegar honum var veitt uppreist æru og þöggun í kringum hvernig því var háttað sprengdi heila ríkisstjórn. Hann er því annað gott dæmi um vel tengdan mann sem sussararnir hafa varið dyggilega. Björt framtíð vildi ekki spila með í sussuninni en því miður var síðan mynduð önnur ríkisstjórn án þess að taka á málinu. Mér finnst það vera hluti af sturluninni að fólk skuli almennt ekki átta sig á því í hverju svívirðan í því máli fólst, hvernig hún er hluti af stærra mynstri sem snýst um að það er  'tekið minna á þeim sem eru þekktir'.

Grunnatriði í siðuðu og heilbrigðu samfélagi ætti að vera að vernda börnin. Megi 2019 vera árið sem sussararnir fuðra endanlega upp. Megi þeir bara brenna og hreinsast í þeim eldi. Þeir eru raunverulegu skaðvaldarnir, ekki fólkið sem er að reyna að draga úr tangarhaldi þeirra á samfélaginu og valdastofnunum þess.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Núna get ég risið undir sjálfri mér“
1

„Núna get ég risið undir sjálfri mér“

·
Rekstri þjóðarsjóðs verður útvistað til einkaaðila
2

Rekstri þjóðarsjóðs verður útvistað til einkaaðila

·
Maðurinn sem háskólinn gat ekki hafnað
3

Maðurinn sem háskólinn gat ekki hafnað

·
Einkarekið lækningafyrirtæki selt fyrir 850 milljónir eftir 585 milljóna arðgreiðslur til hluthafa
4

Einkarekið lækningafyrirtæki selt fyrir 850 milljónir eftir 585 milljóna arðgreiðslur til hluthafa

·
Fjárfestingar eiginkonu Hreiðars Más í ferðaþjónustu gegnum Tortólu og Lúxemborg fóru leynt
5

Fjárfestingar eiginkonu Hreiðars Más í ferðaþjónustu gegnum Tortólu og Lúxemborg fóru leynt

·
Ritstjóri Wikileaks við íslensk stjórnvöld: „Handtakið Pompeo“
6

Ritstjóri Wikileaks við íslensk stjórnvöld: „Handtakið Pompeo“

·
Morð í Kongó og málaliðar á Íslandi
7

Morð í Kongó og málaliðar á Íslandi

·

Mest deilt

Rekstri þjóðarsjóðs verður útvistað til einkaaðila
1

Rekstri þjóðarsjóðs verður útvistað til einkaaðila

·
Maðurinn sem háskólinn gat ekki hafnað
2

Maðurinn sem háskólinn gat ekki hafnað

·
„Núna get ég risið undir sjálfri mér“
3

„Núna get ég risið undir sjálfri mér“

·
Hvílík tilviljun
4

Hvílík tilviljun

·
Að vera sáttur í eigin skinni
5

Ágústa Arna Sigurdórsdóttir

Að vera sáttur í eigin skinni

·
Sauðkindin er hluti feðraveldisins
6

Páll Ásgeir Ásgeirsson

Sauðkindin er hluti feðraveldisins

·

Mest deilt

Rekstri þjóðarsjóðs verður útvistað til einkaaðila
1

Rekstri þjóðarsjóðs verður útvistað til einkaaðila

·
Maðurinn sem háskólinn gat ekki hafnað
2

Maðurinn sem háskólinn gat ekki hafnað

·
„Núna get ég risið undir sjálfri mér“
3

„Núna get ég risið undir sjálfri mér“

·
Hvílík tilviljun
4

Hvílík tilviljun

·
Að vera sáttur í eigin skinni
5

Ágústa Arna Sigurdórsdóttir

Að vera sáttur í eigin skinni

·
Sauðkindin er hluti feðraveldisins
6

Páll Ásgeir Ásgeirsson

Sauðkindin er hluti feðraveldisins

·

Mest lesið í vikunni

„Ég vil að allir þeir sem minnast þín hugsi um þig en ekki fíkilinn, því það varst ekki þú“
1

„Ég vil að allir þeir sem minnast þín hugsi um þig en ekki fíkilinn, því það varst ekki þú“

·
„Núna get ég risið undir sjálfri mér“
2

„Núna get ég risið undir sjálfri mér“

·
Óðinn Jónsson hættir á RÚV
3

Óðinn Jónsson hættir á RÚV

·
Seldu bíla fyrir meira en tvo milljarða og skiluðu 200 milljóna rekstrar­hagnaði meðan á svindlinu stóð
4

Seldu bíla fyrir meira en tvo milljarða og skiluðu 200 milljóna rekstrar­hagnaði meðan á svindlinu stóð

·
Segja að VG verði skipt út fyrir Miðflokkinn
5

Segja að VG verði skipt út fyrir Miðflokkinn

·
Óvænt líf fannst í blómapotti
6

Óvænt líf fannst í blómapotti

·

Mest lesið í vikunni

„Ég vil að allir þeir sem minnast þín hugsi um þig en ekki fíkilinn, því það varst ekki þú“
1

„Ég vil að allir þeir sem minnast þín hugsi um þig en ekki fíkilinn, því það varst ekki þú“

·
„Núna get ég risið undir sjálfri mér“
2

„Núna get ég risið undir sjálfri mér“

·
Óðinn Jónsson hættir á RÚV
3

Óðinn Jónsson hættir á RÚV

·
Seldu bíla fyrir meira en tvo milljarða og skiluðu 200 milljóna rekstrar­hagnaði meðan á svindlinu stóð
4

Seldu bíla fyrir meira en tvo milljarða og skiluðu 200 milljóna rekstrar­hagnaði meðan á svindlinu stóð

·
Segja að VG verði skipt út fyrir Miðflokkinn
5

Segja að VG verði skipt út fyrir Miðflokkinn

·
Óvænt líf fannst í blómapotti
6

Óvænt líf fannst í blómapotti

·

Nýtt á Stundinni

Stúlkan á bláa hjólinu eftir Régine Deforges

Stúlkan á bláa hjólinu eftir Régine Deforges

·
Að vera sáttur í eigin skinni

Ágústa Arna Sigurdórsdóttir

Að vera sáttur í eigin skinni

·
Miðar tímatalið við fyrir og eftir Ítalíu

Miðar tímatalið við fyrir og eftir Ítalíu

·
Kapítalismi-sjálfsást Sjálfsást-kapítalismi

Alma Mjöll Ólafsdóttir

Kapítalismi-sjálfsást Sjálfsást-kapítalismi

·
Fer í mál við Facebook

Fer í mál við Facebook

·
Maðurinn sem háskólinn gat ekki hafnað

Maðurinn sem háskólinn gat ekki hafnað

·
Óðurinn til gleðinnar

Freyr Rögnvaldsson

Óðurinn til gleðinnar

·
Ef Venesúela hefði nú orðið þýskt

Illugi Jökulsson

Ef Venesúela hefði nú orðið þýskt

·
Sauðkindin er hluti feðraveldisins

Páll Ásgeir Ásgeirsson

Sauðkindin er hluti feðraveldisins

·
Leynifélag íslenskra samsæriskvenna

Leynifélag íslenskra samsæriskvenna

·
Lét laga verksmiðjugallann

Lét laga verksmiðjugallann

·
Vinnur út frá innsæi og tilfinningum

Vinnur út frá innsæi og tilfinningum

·