Halldór Auðar Svansson

Óháð

Óháð

Nú er tekist á um hvort innri endurskoðun Reykjavíkurborgar sé óháð, eða nægilega óháður aðili til þess að gera úttekt á Braggamálinu mikla.

Það er kannski rétt að taka fram strax í upphafi að ég tel málið alvarlegt, vonast til þess að það verði upplýst að fullu og lærdómur af því dreginn - og er tilbúinn að axla ábyrgð á því sem lýtur að minni aðkomu á sínum tíma eftir því sem þurfa þykir. Það er hins vegar nákvæmlega af þessum sökum sem ég tel mikilvægt að fjalla aðeins um formið, hvaða leiðir á að fara til grundvallar slíkri vinnu.

Vigdís Hauksdóttir flutti tillögu um að óháður aðili gerði úttekt (en ekki utanaðkomandi, þó hún haldi því fram eftirá - mögulega er þarna um að ræða rugling á þessum tveimur hugtökum en þau þýða í raun ekki það sama). Fulltrúar meirihlutans vísuðu henni til meðferðar innri endurskoðunar borgarinnar en það er Vigdís engan veginn sátt við og segir hana ekki óháða. Undir þann málflutning hafa ýmsir tekið, þar á meðal fjölmiðlar. Minna hefur þó farið fyrir raunverulegri umræðu um hvað innri endurskoðun er og hvort og þá hvernig hún sé óháð.

Óhæði getur í grófum dráttum verið tvenns konar. Annars vegar er það óhæði í reynd; að aðili sé raunverulega ótengdur þeim sem hann hefur eftirlit með og að hagsmunir skarist þar ekki. Hins vegar er það óhæði í ásýnd; að engin tengsl séu til staðar sem eru til þess fallin að skapa efa um að aðilinn sé óháður. Hið fyrra er mun hlutlægara en það síðara og það er tryggt með því að fylgja verkferlum sem kveða á um aðskilnað milli aðila með skýrum hætti.

Öll innri endurskoðun er óháð í reynd og fylgir þar alþjóðlegum stöðlum. Þetta er ekki skoðun heldur staðreynd. Eðli málsins samkvæmt er inni endurskoðun óháður aðili - í reynd. Henni á því að vera hægt að treysta (sem er ekki það sama og að fólk treysti henni, auðvitað). Innri endurskoðun borgarinnar er hins vegar í raun ekki óháð í ásýnd þar sem starfsfólk hennar vinnur hjá borginni og hún starfar í umboði borgarráðs. Það sem tekist er á um er að þessi skortur á óhæði í ásýnd er notaður til þess að gera innri endurskoðun sjálfkrafa tortryggilega. Það er þörf umræða út af fyrir sig hvort óhæði í ásýnd væri betri í þessu tilfelli - en það er hins vegar slæmt að ekki sé hægt að halda til haga staðreyndum um innri endurskoðun, sem þó hlýtur að teljast mikilvægt þegar fólk myndar sér skoðun á því hvort henni sé treystandi. Áhuginn á því að kynna sér þetta virðist undarlega takmarkaður.  

Það er vissulega eðlilegt að spurningar vakni um óhæði innri endurskoðunar en þá er um að gera að leitast við að svara þeim, í stað þess að loka á svör strax. Egill Helgason talar meira að segja um innri endurskoðun borgarinnar í gæsalöppum, eins og það sé eitthvað óþekkt fyrirbæri sem varla er orðum eyðandi í, hvað þá að það þurfi að kynna sér hvað það er með nokkrum einasta hætti. Öllum gífuryrðunum er síðan slengt fram áður en innri endurskoðun hefur komið með sína niðurstöðu. Það er bara verið að gefa sér fyrirfram að henni sé ekki treystandi. Þarna er í raun vegið frekar harkalega að leikreglum sannleiksleitarinnar. Engu er hægt að treysta og ekki er hægt að koma sér saman um grunnatriði. Að vissu leyti er þetta skiljanlegt í núverandi pólitísku umhverfi, þar sem ríkar ástæður eru til að treysta eiginlega engu sem tengist pólitík og stjórnsýslu. Það er hins vegar bagalegt þegar það virðist í raun enginn grunnur orðið til að standa á, ekkert eftir nema gífuryrði og bullandi vantraust gagnvart öllu og öllum.

Það sem mér finnst líka ansi bagalegt í þessu er að hingað til hefur ríkt ágæt þverpólitísk samstaða í borgarstjórn um að innri endurskoðun sé treystandi. Nú síðast var henni til dæmis falið að gera úttekt á verkferlum hjá barnavernd, mjög þungt og krefjandi verkefni sem enginn ágreiningur ríkti um að innri endurskoðun væri treystandi fyrir. Enginn ágreiningur ríkti heldur um niðurstöðurnar.

Mér sýnist því sem að meiri ágreiningur en áður sé að skapast í borgarstjórn um algjör grundvallaratriði, að tekist sé á ekki bara um málefni og hugmyndafræði heldur leikreglurnar sjálfar. Það er frekar merkilegt að með auknu gagnsæi og upplýsingaflæði sé eins og samt sem áður sé ekkert endilega auðveldara að koma sér saman um hvað eru réttar og traustar upplýsingar. Með þessu á ég auðvitað ekki við að þessi þróun sé vond, hún er þvert á móti að sjálfsögðu mjög góð, en henni fylgja nýjar áskoranir. Það jafnvel þegar kemur að stjórnsýslueiningum eins og innri endurskoðun, sem sérstaklega eru settar upp til þess að tryggja hlutleysi og vera óháð pólitískum átökum. Eins er um hugtök eins og óháð, hvað það þýðir og hvernig það er tryggt. Það er rosalega erfitt að ræða málin þegar fólk er ekki einu sinni sammála um þýðingu hugtaka. Slíkur sameiginlegur skilningur er ein forsenda þessa margumtalaða trausts sem skortir í pólitík. Það er ekki alslæmt að tekist sé svona harkalega á um grunnhugtök en það væri verra ef það myndi ekki leiða endanlega til einhvers konar sameiginlegrar niðurstöðu.

Ég veit ekki alveg hver lausnin er - en hitt er þó ljóst að hún felst ekki í því að fjölmiðlar og álitsgjafar trassi það hlutverk sitt að leggja sjálfstætt mat á þessa hluti og leitist við að skilgreina hugtök rétt. Önnur spurning sem þeir gætu velt fyrir sér er hvaða aðili Vigdís Hauksdóttir vill frekar að sjái um úttektir á málum af þessu tagi. Að óska eftir að ótilgreindur aðili geri úttekt en vera síðan ósáttur við hver verður fyrir valinu er mjög auðvelt - en það er sennilega meira krefjandi að koma sjálfur með tillögur að því hver væri þá hentugri.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Börn forstjóra og bankamanna kenna ungu fólki að spara peninga
1

Börn forstjóra og bankamanna kenna ungu fólki að spara peninga

·
Barnavernd gefst upp
2

Barnavernd gefst upp

·
Valdatafl í Kaupfélaginu: Það sem ekki er sagt í Skagafirði
3

Valdatafl í Kaupfélaginu: Það sem ekki er sagt í Skagafirði

·
Aðstoðarmaður Sigmundar réttlætir fullgildingu ECT-samningsins: „Stundum er hlutum blandað inn í umræðuna“
4

Aðstoðarmaður Sigmundar réttlætir fullgildingu ECT-samningsins: „Stundum er hlutum blandað inn í umræðuna“

·
Af dansgólfinu inn á læknastofur
5

Af dansgólfinu inn á læknastofur

·
Þurfa að kveðja allt of mörg börn
6

Þurfa að kveðja allt of mörg börn

·
Ástin í franskri lauksúpu
7

Ástin í franskri lauksúpu

·

Mest deilt

Börn forstjóra og bankamanna kenna ungu fólki að spara peninga
1

Börn forstjóra og bankamanna kenna ungu fólki að spara peninga

·
Barnavernd gefst upp
2

Barnavernd gefst upp

·
Valdatafl í Kaupfélaginu: Það sem ekki er sagt í Skagafirði
3

Valdatafl í Kaupfélaginu: Það sem ekki er sagt í Skagafirði

·
Þurfa að kveðja allt of mörg börn
4

Þurfa að kveðja allt of mörg börn

·
Aðstoðarmaður Sigmundar réttlætir fullgildingu ECT-samningsins: „Stundum er hlutum blandað inn í umræðuna“
5

Aðstoðarmaður Sigmundar réttlætir fullgildingu ECT-samningsins: „Stundum er hlutum blandað inn í umræðuna“

·
Ástin í franskri lauksúpu
6

Ástin í franskri lauksúpu

·

Mest deilt

Börn forstjóra og bankamanna kenna ungu fólki að spara peninga
1

Börn forstjóra og bankamanna kenna ungu fólki að spara peninga

·
Barnavernd gefst upp
2

Barnavernd gefst upp

·
Valdatafl í Kaupfélaginu: Það sem ekki er sagt í Skagafirði
3

Valdatafl í Kaupfélaginu: Það sem ekki er sagt í Skagafirði

·
Þurfa að kveðja allt of mörg börn
4

Þurfa að kveðja allt of mörg börn

·
Aðstoðarmaður Sigmundar réttlætir fullgildingu ECT-samningsins: „Stundum er hlutum blandað inn í umræðuna“
5

Aðstoðarmaður Sigmundar réttlætir fullgildingu ECT-samningsins: „Stundum er hlutum blandað inn í umræðuna“

·
Ástin í franskri lauksúpu
6

Ástin í franskri lauksúpu

·

Mest lesið í vikunni

Börn forstjóra og bankamanna kenna ungu fólki að spara peninga
1

Börn forstjóra og bankamanna kenna ungu fólki að spara peninga

·
Barnavernd gefst upp
2

Barnavernd gefst upp

·
Valdatafl í Kaupfélaginu: Það sem ekki er sagt í Skagafirði
3

Valdatafl í Kaupfélaginu: Það sem ekki er sagt í Skagafirði

·
Stjórn Sigmundar fullgilti umdeildan samning um vernd orkufjárfestinga
4

Stjórn Sigmundar fullgilti umdeildan samning um vernd orkufjárfestinga

·
Telur óviðeigandi að spyrja um hagsmuni Eyþórs
5

Telur óviðeigandi að spyrja um hagsmuni Eyþórs

·
Eyþór sagði 325 milljóna kaup á verðlausum hlutabréfum vera „alvöru“
6

Eyþór sagði 325 milljóna kaup á verðlausum hlutabréfum vera „alvöru“

·

Mest lesið í vikunni

Börn forstjóra og bankamanna kenna ungu fólki að spara peninga
1

Börn forstjóra og bankamanna kenna ungu fólki að spara peninga

·
Barnavernd gefst upp
2

Barnavernd gefst upp

·
Valdatafl í Kaupfélaginu: Það sem ekki er sagt í Skagafirði
3

Valdatafl í Kaupfélaginu: Það sem ekki er sagt í Skagafirði

·
Stjórn Sigmundar fullgilti umdeildan samning um vernd orkufjárfestinga
4

Stjórn Sigmundar fullgilti umdeildan samning um vernd orkufjárfestinga

·
Telur óviðeigandi að spyrja um hagsmuni Eyþórs
5

Telur óviðeigandi að spyrja um hagsmuni Eyþórs

·
Eyþór sagði 325 milljóna kaup á verðlausum hlutabréfum vera „alvöru“
6

Eyþór sagði 325 milljóna kaup á verðlausum hlutabréfum vera „alvöru“

·

Nýtt á Stundinni

Ekki treysta Alþingi

Henry Alexander Henrysson

Ekki treysta Alþingi

·
Þurfa að kveðja allt of mörg börn

Þurfa að kveðja allt of mörg börn

·
Aðstoðarmaður Sigmundar réttlætir fullgildingu ECT-samningsins: „Stundum er hlutum blandað inn í umræðuna“

Aðstoðarmaður Sigmundar réttlætir fullgildingu ECT-samningsins: „Stundum er hlutum blandað inn í umræðuna“

·
„Kominn tími til að þið takið okkur alvarlega“

„Kominn tími til að þið takið okkur alvarlega“

·
Af dansgólfinu inn á læknastofur

Af dansgólfinu inn á læknastofur

·
Hönnun sem líkir eftir náttúrunni

Hönnun sem líkir eftir náttúrunni

·
Valdatafl í Kaupfélaginu: Það sem ekki er sagt í Skagafirði

Valdatafl í Kaupfélaginu: Það sem ekki er sagt í Skagafirði

·
Ástin í franskri lauksúpu

Ástin í franskri lauksúpu

·
Bóluefni gegn klamydíu loks prófað á mannfólki

Bóluefni gegn klamydíu loks prófað á mannfólki

·
Börn forstjóra og bankamanna kenna ungu fólki að spara peninga

Börn forstjóra og bankamanna kenna ungu fólki að spara peninga

·
Barnavernd gefst upp

Barnavernd gefst upp

·
Framkvæmd upplýsingalaga óviðunandi og lakari en í nágrannalöndunum

Framkvæmd upplýsingalaga óviðunandi og lakari en í nágrannalöndunum

·