Þessi færsla er meira en ársgömul.

Fjármál sveitarfélaga 2020

Fjármál sveitarfélaga 2020

Þá er komið að hinni árlegu umfjöllun sem lesendur hafa örugglega beðið spenntir eftir - um fjármál sveitarfélaga í ljósi ársreikninga.

Um þetta leyti í fyrra var Covid-faraldurinn í fullum gangi og allar forsendur opinbers rekstrar brotnar. Þetta sést eðlilega á ársreikningum sveitarfélaga fyrir árið 2020. Með fáum undantekningum eru þau rekin í halla. Starfshópur um áhrif Covid-19 á fjármál sveitarfélaga sem minnst var á í síðasta pistli skilaði niðurstöðum sínum þann 28. ágúst og þar kom fram að gert væri ráð fyrir að samanlögð rekstrarniðurstaða sveitarfélaganna yrði 26,6 milljörðum lakari en áætlanir gerðu ráð fyrir, sem nemur um 8,5% af heildarútgjöldum þeirra árið 2019.

Ekki er hins vegar að sjá að ákalli sveitarfélaganna um aukinn stuðning til að mæta áfallinu hafi verið svarað að fullu, hvorki í aðgerðum í fyrra né nú í ár. Ósætti þeirra má sjá meðal annars í umsögnum Sambands íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborgar um síðasta fjárlagaframvarp. Í umsögn borgarinnar er sett mikið púður í að útskýra muninn á stöðu sveitarfélaganna og ríkisins í yfirstandandi kreppu og hvaða áhætta felst í því að styðja ekki við sveitarfélögin af nægilegum krafti - nokkuð sem ætti auðvitað ekki að þurfa að útskýra fyrir þeim sem þekkja eitthvað til opinbers reksturs en það er samt ágætt að einhver skuli taka þetta að sér, þar sem sitjandi ríkisstjórn virðist alls ekki sýna þessu atriði tilhlýðilegan skilning og áhuginn þar á því að taka af alvöru á stöðu sveitarfélaganna virðist takmarkaður.

Enn og aftur læðist því miður að manni sá grunur að þetta áhugaleysi á málefnum sveitarfélaganna sé að miklum hluta til komið vegna þess að 'rangir' flokkar stjórna stærsta sveitarfélaginu sem er Reykjavíkurborg. Orðræðan um að rekstur hennar sé alveg sértækt vandamál hefur nefnilega alls ekkert hljóðnað þrátt fyrir heimsfaraldur og efnahagsáfall. Úr herbúðum Sjálfstæðismanna í borginni heyrast útúrsnúningar og afvegaleiðingar á borð við að vandi borgarinnar sé eingöngu útgjaldavandi af því að tekjur hafi jú aukist milli ára þrátt fyrir faraldurinn. Þar er auðvitað vísvitandi horft framhjá því að vandinn er sá að gefnar forsendur um það hvernig tekjur fylgja útgjöldum eru algjörlega brostnar og að öll sveitarfélög eru að glíma við þetta. Það er almennt vandamál þeirra að tekjur eru ekki að aukast í samræmi við gefnar áætlanir. Í eðlilegu árferði eru bæði tekjur og útgjöld að hækka í samræmi við verðlagsþróun og launaþróun (útgjöld sveitarfélaganna eru fyrst og fremst launaútgjöld og sem kunnugt er þá hafa verið gerðir kjarasamningar sem hafa hækkað laun nokkuð og þá sérstaklega lægstu laun, en hjá sveitarfélögum vinnur töluvert af láglaunafólki) en nú er búið að kippa því samhengi alveg úr sambandi. Það er vandinn sem allir opinberir aðilar horfast í augu við og það eru sameiginlegir hagsmunir þeirra að ekki sé bullað um þá stöðu.

Valið stendur því um að viðhalda halla á meðan þetta áfall gengur yfir (líkt og löggjafinn er búinn að gefa s sveitarfélögunum svigrúm til að gera með því að aftengja tímabundið fjármálareglur sveitarfélaga) eða skera verulega niður. Ekkert sveitarfélag hefur farið niðurskurðarleiðina, ekki frekar en ríkið sem er að reka sig í meira en 250 milljarða árlegum halla en samt sem áður þykist oddviti Sjálfstæðisflokksins geta gert kröfu um að það sé eðlilegt að borgin geri það. Þetta gerir hann auðvitað á grundvelli þess að það er búið að ljúga því markvisst í mörg ár að borgin megi alveg við því að skera niður hjá sér. Minna fer hins vegar fyrir efnislegum tillögum um hvað það er nákvæmlega sem má missa sín svona mikið í rekstrinum og að sjálfsögðu fylgja þessu líka mótsagnakenndar kröfur um að tekjur verði rýrðar enn frekar með skattalækkunum.

Þá er nú til að mynda krafa minnihlutans í Seltjarnarnesbæ um að bilið sé brúað með því að hækka útsvar töluvert raunhæfari - en þar fær ekki einu sinni heimsfaraldur Sjálfstæðismenn þar til að viðurkenna að það sé kannski ekki skynsamlegt að þráast við að hækka útsvar (sem þar á bænum er alveg sérstaklega mikilvægur tekjustofn af því að óvanalega lítið er um atvinnuhúsnæði og því litlar tekjur af því) út frá einhverjum trúarbrögðum um að það bara megi ekki. Reyndar gildir það ekki um alla í þeim flokki; Bjarni Torfi Álfþórsson lagði fram sérbókun við afgreiðslu fjárhagsáætlunar á bæjarstjórnarfundi þar sem segir:

„Það er með nokkrum trega að ég samþykki framlagða fjárhagsáætlun v/2021. Ég er þeirrar skoðunar að rétt hefði verið að hækka útsvar núna til að mæta þörf og styrkja getu okkar til að takast á við þau verkefni sem nú blasa við. Við hækkuðum útsvar í lok árs 2010, þvert á loforð um annað, unnum vel úr því með góðri þjónustu við íbúa og styrktum stöðu bæjarsjóðs, sem síðan gerði okkur kleift að lækka aftur útsvarið.

Við þekkjum öll stöðu bæjarsjóðs og reksturinn síðustu ár. Ástæður hallareksturs eru þekktar og ekki er um að kenna slælegri stjórn, heldur frekar öðrum utanaðkomandi aðstæðum.“

Hér er ég sammála Bjarna Torfa um að ástæður hallareksturs eru fyrst og fremst utanaðkomandi, tengjast margræddri tregðu ríksins til að breyta rekstrarumhverfi sveitarfélaga - og þess þá heldur núna í Covid-kreppunni er ytra umhverfið gríðarleg áskorun. Ég er hins vegar líka algjörlega sammála því að það er rangt að þráast við að beita því tæki sem þó er til staðar til að mæta rekstrarhallanum.  Það er ekki síst vont af því það sendir röng skilaboð um stöðu mála en líklega er það einmitt því mður tilgangurinn, að færa til að mynda ekki meirihlutanum í Reykjavík þau 'vopn' í hendur að geta bent á, réttilega, að staðan sé greinilega þannig alls staðar að það er alls ekkert hlaupið að því né endilega skynsamlegt að fara í niðurskurð til að mæta rekstrarhallanum.

Það er dapurlegt að horfa upp á að sannleikurinn um stöðu sveitarfélaga skuli verða undir nákvæmlega þegar aldrei hefur verið mikilvægara en áður að rétt sé farið með staðreyndir um stöðu mála og að rétt sé brugðist við.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Stefán Snævarr
1
Blogg

Stefán Snævarr

Björn Jón sem álits­gjafi

Ég hef mik­ið álit á álits­gjaf­an­um Birni Jóni Braga­syni. Hann er góð­ur penni, mál­efna­leg­ur og rök­fast­ur. Ekki síst er hann bend­ir á aga­leysi Ís­lend­inga, á virð­ing­ar­leysi fjölda  þeirra fyr­ir móð­ur­mál­inu og ágæti þess að kunna þýsku. Hon­um mæl­ist líka vel þeg­ar hann seg­ir að í Rus­hdie­mál­inu hafi alltof marg­ir álits­gjaf­ar þag­að af ótta við að telj­ast órétt­hugs­andi. Og þeg­ar...
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
2
Blogg

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

Raf­magn­að­ar kosn­ing­ar í Sví­þjóð 11.sept­em­ber?

Raf­magns­kosn­ing­arn­ar? Kannski verð­ur það nafn­ið sem þing­kosn­ing­arn­ar ár­ið 2022 í Sví­þjóð verða kall­að­ar í sögu­bók­um fram­tíð­ar­inn­ar, sem fara fram næsta sunnu­dag, 11. sept­em­ber. Það er að sjálf­sögðu vegna stríðs­ins í Úkraínu og þeirra hrika­legu hækk­ana á orku­verði sem nú tröll­ríða Evr­ópu. Marg­ir Sví­ar eru komn­ir að sárs­auka­mörk­um varð­andi raf­orku­verð og það mik­ið rætt í kosn­inga­bar­átt­unni. En það er fleira sem...
Stefán Snævarr
3
Blogg

Stefán Snævarr

ÞRjÚ MEG­IN­VERK HUNDRAÐ ÁRA: Tractatus, Ulysses og The Waste Land

Á þessu ári eru hundrað ár lið­in síð­an þrjár af áhrifa­mestu bók­um síð­ustu ára­tuga komu út. Fyrsta skal fræga telja skáld­sögu James Joyc­se Ulysses, þá ljóða­bálk T.S.Eliots The Waste Land og að lok­um heim­spekiskruddu Ludwigs Witt­genstein, Tractatus Logico-Phi­losophicus. Tractatus eða lógíska ljóð­ið Síð­ast­nefnda rit­ið kom strangt tek­ið út ári fyrr, þá á þýska frum­mál­inu Log­isch-phi­losophische Abhandl­ung. En fræg­ust varð hún...

Nýtt á Stundinni

Rússneska sendiherranum stefnt í utanríkisráðuneytið til að taka við skömmum
Fréttir

Rúss­neska sendi­herr­an­um stefnt í ut­an­rík­is­ráðu­neyt­ið til að taka við skömm­um

Ís­lenska ut­an­rík­is­ráðu­neyt­ið kall­aði rúss­neska sendi­herr­ann hér á landi á fund í dag þar sem hon­um var sagt að ís­lenska rík­ið for­dæmi harð­lega til­raun­ir til að inn­lima úkraínsk land­svæði í Rúss­land.
Grunur um manndráp í Ólafsfirði
Fréttir

Grun­ur um mann­dráp í Ól­afs­firði

Lög­regl­an á Noð­ur­landi eystra rann­sak­ar nú hugs­an­legt mann­dráp í Ól­afs­firði og eru fjór­ir menn sem sitja í haldi vegna máls­ins. Grun­ur er að mað­ur­inn hafi lát­ist í kjöl­far þess að vera stung­inn með eggvopni.
Vilja fá allt ofbeldið viðurkennt
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili

Vilja fá allt of­beld­ið við­ur­kennt

Kon­ur sem vist­að­ar voru á með­ferð­ar­heim­il­inu Varp­holti og Laugalandi eru ósátt­ar við þá nið­ur­stöðu að ekki séu vís­bend­ing­ar um að þar hafi ver­ið beitt al­var­legu eða kerf­is­bundnu lík­am­legu of­beldi. Vitn­is­burð­ur á þriðja tug kvenna um að svo hafi ver­ið sé að engu hafð­ur í skýrslu um rekst­ur með­ferð­ar­heim­il­is­ins.
10 til 20 milljóna króna munur á lánunum í stöðugu árferði
FréttirHúsnæðismál

10 til 20 millj­óna króna mun­ur á lán­un­um í stöð­ugu ár­ferði

Þeg­ar heild­ar­kostn­að­ur verð­tryggðra og óverð­tryggðra lána eru reikn­uð út frá nú­ver­andi verð­bólgu og vöxt­um á Ís­landi er nið­ur­stað­an að þessi lán eru af­ar dýr. Stund­in hef­ur reikn­að út heild­ar­kostn­að verð­tryggðra og óverð­tryggðra lána upp á 50 millj­ón­ir til 40 ára mið­að við ákveðn­ar for­send­ur. Þeg­ar verð­bólga og vaxta­kostn­að­ur er færð­ur í raun­hæf­ari átt en nú er kem­ur í ljós að mun­ur­inn á kostn­aði við verð­tryggð og óverð­tryggð lán er ekki svo hróp­andi.
Jón Baldvin „hagar sér eins og rándýr“
Fréttir

Jón Bald­vin „hag­ar sér eins og rán­dýr“

Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, fyrr­ver­andi formað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, ráð­herra og borg­ar­stjóri, seg­ir ákveð­ið munst­ur birt­ast í frá­sögn­um af fram­ferði Jóns Bald­vins Hanni­bals­son­ar. Hann hafi aldrei við­ur­kennt mis­gjörð­ir sín­ar og enn sé hon­um hamp­að vegna af­reka sinna.
Slæður brenna og klerkar skjálfa í Íran
Fréttir

Slæð­ur brenna og klerk­ar skjálfa í Ír­an

Kon­ur hafa sést brenna slæð­ur í mót­mæl­um gegn rík­is­stjórn Ír­an sem stað­ið hafa yf­ir frá því að bar­áttu­kona fyr­ir rétt­ind­um kvenna lést í varð­haldi lög­reglu. Bú­ið er að loka fyr­ir að­gang að in­ter­net­inu að mestu til að reyna að tor­velda skipu­lag mót­mæl­anna. Frétta­skýrend­ur segja klerka­stjórn­ina ótt­ast að kven­rétt­inda­bar­átt­an geti haft dómínó-áhrif um allt sam­fé­lag­ið.
Er Páleyju lögreglustjóra treystandi fyrir „forvirkum rannsóknarheimildum“?
Illugi Jökulsson
Pistill

Illugi Jökulsson

Er Páleyju lög­reglu­stjóra treyst­andi fyr­ir „for­virk­um rann­sókn­ar­heim­ild­um“?

Hafi Páli Stein­gríms­syni skip­stóra á Ak­ur­eyri ver­ið eitt­hvert mein gert, þá er sjálfsagt að rann­saka það mál í þaula — og refsa svo mein­vætt­inni, ef rétt reyn­ist. Það er hins veg­ar löngu orð­ið ljóst að það er ekki það sem Páley Borg­þórs­dótt­ir lög­reglu­stjóri á Ak­ur­eyri og henn­ar fólk er að rann­saka. Held­ur hitt hvort og þá hvernig ein­hver gögn úr...
Stelpurnar af Laugalandi skila skömminni
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili

Stelp­urn­ar af Laugalandi skila skömm­inni

65 börn voru vist­uð á með­ferð­ar­heim­il­inu í Varp­holti og á Laugalandi á ár­un­um 1997 til 2007. Þar voru þau beitt kerf­is­bundnu and­legu of­beldi auk þess sem fjöldi þeirra lýs­ir því að hafa ver­ið beitt lík­am­legu of­beldi. Sex­tán kon­ur sem vist­að­ar voru á með­ferð­ar­heim­il­inu stíga nú fram og skila skömm­inni þang­að sem hún á heima, til for­stöðu­hjóna heim­il­is­ins á þess­um tíma, starfs­fólks og barna­vernd­ar­yf­ir­valda sem brugð­ust þeim.
Stúlkan „hefur einlægan vilja til að verða aumingi og geðsjúk“
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili

Stúlk­an „hef­ur ein­læg­an vilja til að verða aum­ingi og geð­sjúk“

Börn á með­ferð­ar­heim­il­inu Varp­holti og Laugalandi voru beitt kerf­is­bundnu, and­legu of­beldi sam­kvæmt nið­ur­stöðu rann­sókn­ar­nefnd­ar. Slá­andi lýs­ing­ar er að finna í fund­ar­gerð­ar­bók­um starfs­manna. Þar er einnig að finna frá­sagn­ir af al­var­legu lík­am­legu of­beldi.
Dæld í mannúðarstefnu sænskra stjórnvalda
Fréttir

Dæld í mann­úð­ar­stefnu sænskra stjórn­valda

Fylgisaukn­ing Sví­þjóð­ar­demó­krata, sem bygg­ir hluta af stefnu sinni á and­stöðu gegn inn­flytj­end­um, er dæld í mann­úð­ar­stefnu sænskra stjórn­valda. Sænsk­ur stjórn­mála­fræð­ing­ur seg­ir að sam­kvæmt flokkn­um sé ekki hægt að vera Svíi og múslimi á sama tíma. Formað­ur frjáls­lynda íhalds­flokks­ins Moderata, stend­ur nú frammi fyr­ir því erf­iða verk­efni að mynda hægri­stjórn með stuðn­ingi frá flokkn­um um­deilda.
„Þeir sem tjá sig opinberlega á Íslandi eru í mikilli hættu heima fyrir“
Fréttir

„Þeir sem tjá sig op­in­ber­lega á Ís­landi eru í mik­illi hættu heima fyr­ir“

Rúss­nesk­ir rík­is­borg­ar­ar sem mót­mæla stríð­inu eiga á hættu að verða fyr­ir of­sókn­um í heima­land­inu. Andrei Mens­hen­in blaða­mað­ur seg­ir frá sinni reynslu af rúss­neska sendi­ráð­inu en bend­ir um leið á að ferl­arn­ir sem eru til stað­ar hjá Út­lend­inga­stofn­un geri ekki ráð fyr­ir rúss­nesk­um hæl­is­leit­end­um.
Tíu ár af nýjum vitnisburðum um háttsemi Jóns Baldvins
Greining

Tíu ár af nýj­um vitn­is­burð­um um hátt­semi Jóns Bald­vins

Frá því að Guð­rún­ar Harð­ar­dótt­ir steig fram fyr­ir 10 ár­um síð­an og op­in­ber­aði bréf sem Jón Bald­vin Hanni­bals­son sendi þeg­ar hún var ung­ling­ur hafa tug­ir annarra frá­sagna um hátt­semi hans kom­ið fram. Jón Bald­vin hef­ur reynt að fá fólk til að skrifa und­ir stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu en á sama tíma eiga sér stað ný at­vik þar sem kon­ur upp­lifa hann sem ógn.