Halldór Auðar Svansson
Halldór Auðar Svansson er borgarfulltrúi Pírata í Reykjavík og gegnir formennsku í stjórnkerfis- og lýðræðisráði Reykjavíkurborgar. Hann er tölvunarfræðingur og afkvæmi tveggja stjórnmálafræðinga og hefur því brennandi áhuga á upplýsingatækni og stjórnmálum og hvernig þetta tvennt fléttast stöðugt saman í nútímasamfélaginu. Hann spáir líka töluvert í sjálfsrækt og fílar Zen.

Fjármál sveitarfélaga 2017

Nú er þessi tími ársins. Ég hef áður skrifað um fjármál sveitarfélaga 2016 og 2015 þegar ársreikningar þeirra hafa komið fram og þetta er því orðinn árlegur viðburður. Tvennt einkennir einkum rekstur sveitarfélagana þetta árið. Annars vegar áframhaldandi auknar tekjur og hins vegar áhrif af uppgjöri við A-hluta Brúar lífeyrissjóðs (áður Lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga), sem er til...

Tannholdið er ekki tabú

Ég var hjá tannlækni. Nánar til tekið tannholdssérfræðingi. Við vorum að fara yfir stöðuna í ljósi aðgerða sem hann fór í með mér. Þannig er að ég hafði verið hjá sama tannlækninum frá því að ég var krakki. Mjög fínum. Þannig vill líka til að tennurnar mínar eru óaðfinnanlegar, þar hafa aldrei fundist skemmdir eða önnur vandamál og ég er...

Garg og atgangur

Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lýsti um daginn þeirri merkilegu meiningu sinni að síðasta ríkisstjórn hafi slitnað út af „gargi og atgangi út af litlu.“ Þetta er auðvitað kunnuglegt stef. Benedikt Jóhannesson missti það til dæmis út úr sér í síðustu kosningabaráttu að það myndi nú varla nokkur maður af hverju þessi stjórn hafi slitnað. Hann hafði þó allavega visku...

Vafinn

Ráðherra dómsmála hefur nú fengið á sig afdráttarlausan dóm Hæstaréttar vegna þess hvernig hún stóð að því að skipa í Landsrétt. Þetta er skýr áfellisdómur yfir málsmeðferðinni sem og aðkomu Alþingis að henni. Nóg er að lesa reifun dómsins til að sjá þetta, en þar segir: Samkvæmt því [að rannsóknarskyldu hefði að verulegu leyti verið létt af ráðherra]...

Þöggunarstjórnin

Í umræðum um stefnuræðu þáverandi forsætisráðherra þann 24. janúar talaði núverandi forsætisráðherra um mikilvægi þess að byggja brýr í stað þess að reisa múra. Þetta þóttu mér fín orð og þörf. Síðan þá hefur margt gerst þó ekki sé liðið heilt ár. Ríkisstjórn hefur fallið og ný er tekin við. Fráfarandi ríkisstjórn féll vegna þess að reistur var þagnarmúr...

Stöðugleikinn

Stöðugleiki er eitt af þessum tískuorðum í pólitík sem mikið er japlað á. Reyndar ekki alveg að ástæðulausu enda er þetta gildi sem skiptir ákveðnu máli. Þess vegna reyna margir að eigna sér það og kenna sig við það. Það ætla ég sem fulltrúi Reykjavíkurborgar að gera núna. Stöðugleiki er meðal annars efnahagslegur stöðugleiki, traustur rekstur hins opinbera þar sem...

Innflytjendavandamálið

Nú er enn og aftur rætt um að það sé ekki rætt nógu skýrt um innflytjendavandamál. Það má vera sammála því að kerfið í kringum innflytjendur er um margt þunglamalegt og þjónar oft illa innflytjendum sem og okkur hinum. Það er til dæmis langt í frá besta fyrirkomulagið að taka við fullt af fólki sem er hérna bara tímabundið við...

Dómaraskipana-déjà-vu

Árið 2007 var Þorsteinn nokkur Davíðsson skipaður dómari við héraðsdóm Norðurlands eystra. Árni Mathiesen, settur dómsmálaráðherra, hafði þar gengið gegn niðurstöðu dómnefndar sem ætlað var að leggja mat á hæfi umsækjenda og úr þessu spruttu miklar og langvinnar deilur. Á þessum tíma var ég í fríðum hópi Moggabloggara og tjáði mig nokkuð um þetta, þóttist viss um að þessi...

Opnun gagna Reykjavíkurborgar

Á vorþingi Sveitarstjórnarþings Evrópuráðsins var fjallað um gildi opinna gagna fyrir sveitarfélög. Með opnum gögnum er átt við opinbera útgáfu hrágagna á tölvulesanlegu sniði. Þannig er hverjum sem er frjálst að lesa gögnin, vinna úr þeim og jafnvel skrifa forrit (t.d. vefsíður eða app í síma) sem birtir þau með nýstárlegum hætti. Sveitarstjórnarþingið telur ótvírætt að opin gögn feli...

Fjármál sveitarfélaga 2016

Það er þessi tími ársins aftur. Ársreikningar sveitarfélaga eru komnir fram. Skemmst er frá því að segja að útkoman er almennt alveg öfug við fyrra ár. Sveitarfélögin fara allflest úr tapi í hagnað. Auknar útsvarstekjur hjálpa til; sennilega hafa sveitarfélögin verið aðeins á undan í launahækkanakúrfunni en það er að jafnast út núna. Útsvarstekjur af launum almennings þá...

Fjölgun borgarfulltrúa - fjárhagsvinkillinn

Fram er komið stjórnarfrumvarp til laga sem ætlað er að taka til baka lögbundna hækkun á lágmarki kjörinna fulltrúa í Reykjavík. Það má sitthvað segja um þetta, en kannski fyrst og fremst það að tímasetningin, um ári áður en skyldan um að fjölda á að taka gildi, er einstaklega slæm fyrir borgina. Einnig og ekki síður það að frumvarpið...

Kæri Ólafur

Kæri Ólafur Ólafsson, Hér er smá opið bréf til þín. Þú hefur nefnilega verið mér ofarlega í huga líkt og landsmönnum flestum. Enn og aftur hefur persóna þín farið sem höggbylgja um samfélagið og ekki beinlínis á jákvæðum forsendum. Enn og aftur er ég aðeins í hringiðu afleiðinga þinna gjörða. Ég var að vinna í netbankadeild Kaupþings þegar hrunið reið...

Trumpkjaftæðið

Rétt er að hafa eitt atriði á kristaltæru. Aðgerðir nýkjörins Bandaríkjaforseta í fyrstu dögum embættis hans miða ekki að því að fylgja rökrænum stefnumiðuðum þræði þar sem markmið eru skilgreind og viðeigandi tækjum beitt til að reyna að ná þeim fram - eins og almennt er talið að sé tilgangurinn með stjórnmálum og rekstri opinberra stofnana. Þvert á móti miða...

Hugleiðsluhálftíminn

Ég hef núna um nokkurra mánaða skeið tekið frá hálftíma á hverjum degi í hugleiðslu. Nánast án undantekninga. Þetta er þrátt fyrir að ég er almennt mjög upptekinn alla daga - eða kannski einmitt nákvæmlega vegna þess. Sagt er að viðskiptajöfur sem hafði áhuga á auknum afköstum í gegnum hugleiðslu hafi eitt sinn spurt Zen-meistara hvað hann ætti að hugleiða...

Trúfélög og lóðir - enn og aftur

Lóðaúthlutanir til trúfélaga er töluvert hitamál sem vekur gjarnan sterkar tilfinningar - sem auðvelt er að spila inn á ef vilji er fyrir því. Þetta sannaðist mjög eftirminnilega í síðustu borgarstjórnarkosningum þar sem framboð Framsóknar og flugvallarvina spilaði meðvitað inn á andóf gegn því að Félagi múslima hafi verið úthlutað lóð á síðasta kjörtímabili. Tók það félag gagngert fyrir (en...

Fjölgun borgarfulltrúa - hverfavinkillinn

Borgarfulltrúar í Reykjavík eru nú 15 og hafa verið það í meira en 100 ár en á þeim tíma hefur íbúafjöldinn meira en tífaldast. Jafnvel þó við seilumst svo langt að gefa okkur að kjörnir fulltrúar hafi verið allt of margir á hvern íbúa við upphaf síðustu aldar eru rökin fyrir því að uppfæra fjöldann allavega aðeins í takt við...

Kirkjan á markaðstorgi hugmyndanna

Sú aðgerð sóknarprests Laugarneskirkju og prests innflytjenda að láta lögregluna sækja tvo hælisleitendur sem vísa átti úr landi í kirkjuna var fyrst og fremst táknræn, gerð til að varpa ljósi á hvernig þessi mál ganga fyrir sig og um leið taka kristilega afstöðu gegn ríkjandi kerfi. Það voru hælisleitendurnir sjálfir sem streittust á móti því að vera sóttir, eins...

Spurning um Klett

Leigufélagið Klettur var stofnað í byrjun árs 2013, samkvæmt heimild sem Íbúðalánasjóði var árið áður veitt með breytingu á lögum um húsnæðismál, orðrétt til að „eiga leigufélag með húsnæði sem Íbúðalánasjóður hefur yfirtekið á nauðungarsölu“. Klettur var því stofnaður um íbúðir sem sjóðurinn hafði yfirtekið vegna vanskila. Nafn félagsins vísar væntanlega til stöðugleika og kjölfestu, líkt...

Kyn í trúarbrögðum

Á miðvikudaginn fór ég að sjá viðburð á vegum trúfélagsins Zen á Íslandi - Nátthaga sem nefndist Zen-samræður. Jakusho Kwong-roshi kemur reglulega til Íslands í boði félagsins og tekur þátt í svona opinberum samræðum. Í seinni tíð hefur sonur hans, Nyoze Kwong, verið með í för honum til stuðnings. Ég hef farið á nokkra svona viðburði áður og alltaf...

Fjármál sveitarfélaga 2015

Þessa dagana detta inn ársreikningar sveitarfélaga fyrir árið 2015. Upplifun mín af umræðu um sveitarstjórnarmál hefur á þeim tveimur árum sem ég hef setið í borgarstjórn verið sú að gjarnan er málum stillt upp þannig að staða Reykjavíkur sé að einhverju leyti allt önnur en annarra sveitarfélaga, og þá oftast til hins verra. Minna fer þó fyrir raunverulegum efnislegum samanburði...

Hinn marghöfða þurs Pírata

Píratar telja að draga þurfi úr miðstýringu valds á öllum sviðum og efla þurfi beint lýðræði í þeim formum sem bjóðast. — Úr grunnstefnu Pírata Nú er liðlega mánuður liðinn frá því að ákveðin innanbúðarátök Pírata vöktu athygli í fjölmiðlum. Eftir að hafa melt þau og það hvernig leyst var úr þeim finnst mér ein mikilvæg lexía...

Borgaralaunabragur

Borgaralaun hafa nokkuð verið í umræðunni í kjölfar þess að Framsóknarmenn hafa farið í skipulagða herferð til að gera tal Pírata um þetta fyrirbæri tortryggilegt. Sú herferð hófst með grein upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar, Borgaralaun - útópískur draumur? Þetta er ágæt grein og höfundur heldur til haga hvers vegna nákvæmlega fólk víða um heim er að spá í borgaralaun: ...

Fingurinn og tunglið

Í Zen-búddisma er stundum talað um fingur sem bendir á tunglið. Hvað er nú átt við með því? Tunglið er veruleikinn og sannleikurinn en fingurinn er orð og hugtök sem notuð eru til að benda með. Þegar við tjáum okkur erum við alltaf að vísa í eitthvað annað, reyna að benda á eitthvað sem við gerum ráð fyrir að við...

Þjónn, það er slikja á nándinni minni

Ímyndaðu þér að þú lendir í slysi sem veldur breytingum á þeim stöðum í heilanum þínum sem skynja tónlist. Eftir slysið hljómar hún öðruvísi en áður og þú getur ekki notið hennar á alveg sama hátt. Breytingin er óþægileg en hún er hins vegar lúmsk og það er erfitt að lýsa henni í orðum. Þegar þú reynir að tala um...

Gegn afmennskun

Baráttukonan unga, Malala Yousafzai, hefur eitt og annað við málflutning forsetaframbjóðenda Repúblikana í Bandaríkjunum að athuga. Í stuttu máli varar hún við alhæfingum í garð múslima og segir að þær muni ekkert annað gera en að skapa fleiri öfgamenn. Hún þekkir baráttuna við öfgarnar á eigin skinni og hefur hlotið Friðarverðlaun Nóbels fyrir hugrekki sitt og fórnir þannig að...