Halldór Auðar Svansson

Halldór Auðar Svansson

Halldór Auðar Svansson er tölvunarfræðingur með meistaragráðu í verkefnastjórnun. Afkvæmi tveggja stjórnmálafræðinga og hefur því brennandi áhuga á upplýsingatækni og stjórnmálum og hvernig þetta tvennt fléttast stöðugt saman í nútímasamfélaginu. Hann spáir líka töluvert í sjálfsrækt og fílar Zen. Hann starfar núna sem notendafulltrúi hjá geðheilsuteymum Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.
Stríð Sjálfstæðisflokksins í borginni við sóttvarnalækni

Stríð Sjálf­stæð­is­flokks­ins í borg­inni við sótt­varna­lækni

Bar­átta Ís­lend­inga við Covid-19 hef­ur ver­ið virki­lega vel heppn­uð, al­gjört þrek­virki og gott dæmi um hverju við get­um áork­að þeg­ar á reyn­ir og þeg­ar vel hæft fag­fólk okk­ar fær að stýra ferð­inni. Rík­is­stjórn­in hef­ur lagt mikla áherslu á að það sé lyk­il­at­riði að hlýða á sér­fræð­inga og fylgja þeirra ráð­legg­ing­um, treysta á þeirra þekk­ingu. Það er skyn­sam­leg af­staða sem hef­ur gef­ist...
Fjármál sveitarfélaga 2019

Fjár­mál sveit­ar­fé­laga 2019

Fimmti ár­legi pist­ill minn um fjár­mál sveit­ar­fé­laga kem­ur beint inn í mikla um­brota­tíma þar sem er í raun bú­ið að henda út reglu­bók­inni um op­in­ber fjár­mál tíma­bund­ið.  All­ar for­send­ur eru brostn­ar þannig að upp­gjör síð­asta árs eru meira sagn­fræði­leg heim­ild en nokk­uð ann­að. Að því sögðu þá er kannski mark­verð­ast að Seltjarn­ar­nes­bær, sem ég hef fylgst ná­ið með vegna...
Lötu (en sívinnandi) stúdentarnir

Lötu (en sí­vinn­andi) stúd­ent­arn­ir

Í dag héldu fé­lags­mála­ráð­herra og mennta­mála­ráð­herra sér­stak­an blaða­manna­fund um að­gerð­ir fyr­ir náms­fólk þar sem stað­fest var að ekki stæði til að gefa því kost á at­vinnu­leys­is­bót­um í sum­ar. Þetta kem­ur í kjöl­far al­ræmdra orða fé­lags­mála­ráð­herra í Silfr­inu síð­asta sunnu­dag, þar sem hann sagði spurð­ur út í ástæðu þess að ekki ætti að veita stúd­ent­um að­gang að at­vinnu­leys­is­bót­um, að „All­ar...
Gjaldið fyrir trassaskapinn

Gjald­ið fyr­ir trassa­skap­inn

Sem kunn­ugt er þá er Ís­land núna á svo­köll­uð­um grá­um lista FATF (Fin­ancial Acti­on Task Force), al­þjóða­sam­taka sem þróa leið­ir til að taka á pen­inga­þvætti og fjár­mögn­un hryðju­verka og fylgja eft­ir inn­leið­ingu þeirra.  Þetta gerð­ist vegna þess að stjórn­völd hér­lend­is hafa ekki brugð­ist nægi­lega vel við ábend­ing­um FATF.  Þó það sé sem bet­ur ver­ið ver­ið að bregð­ast við þess­ari...
Ásóknin í það sem er ókeypis

Ásókn­in í það sem er ókeyp­is

Í októ­ber­mán­uði 2002 var flutt frétt af aukn­um bið­röð­um hjá Mæðra­styrksnefnd Reykja­vík­ur og við­brögð­um for­sæt­is­ráð­herra, Dav­íðs Odds­son­ar, við þeim tíð­ind­um. Í end­ur­sögn Óla Gneista Sól­eyj­ar­son­ar var þetta nokk­urn veg­inn svona: „Í ný­lið­inni viku var í frétt­um að skjól­stæð­ing­um mæðra­styrksnefnd­ar fjölg­aði nú ört. Sí­fellt fleiri kæmu til nefnd­ar­inn­ar og þæðu matarpakka, föt, leik­föng og aðra styrki. Neyð­in hlýt­ur að vera...
Til hvers eru leikskólar?

Til hvers eru leik­skól­ar?

Allt frá því að meiri­hluti skóla- og frí­stunda­ráðs sam­þykkti í síð­ustu viku til­lögu stýri­hóps um að breyta al­menn­um opn­un­ar­tíma leik­skóla í borg­inni úr 17:00 í 16:30 hafa ver­ið ansi líf­leg­ar um­ræð­ur um þessa ráða­gerð og um fyr­ir­komu­lag og til­gang leik­skóla al­mennt. Svo heit­ar að borg­ar­ráð hef­ur ákveð­ið að fara ekki í inn­leið­ingu á til­lög­unni held­ur að staldra við, láta fram­kvæma...
Ósæmilegt

Ósæmi­legt

Eitt af því sem hef­ur kom­ið út úr af­hjúp­un Sam­herja­skjal­anna er að Ey­þór Arn­alds, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks­ins í borg­inni, hef­ur við­ur­kennt að kaup hans í um fimm­tugs­hlut í Morg­un­blað­inu ár­ið 2017 voru fjár­mögn­uð af Sam­herja, fyr­ir­tæk­inu sem hann þótt­ist hafa ver­ið að kaupa hlut­inn af. Það er ekki nóg með að Ey­þór hafi aldrei við­ur­kennt þessa stað­reynd áð­ur, held­ur hef­ur...
Fréttablaðssiðferðið

Frétta­blaðssið­ferð­ið

Í Bak­þönk­um Frétta­blaðs­ins síð­ast­lið­inn laug­ar­dag sem og á vefút­gáfu blaðs­ins birt­ist pist­ill eft­ir Sirrýju Hall­gríms­dótt­ur sem bar titil­inn Píratasið­ferð­ið. Þar sak­ar hún Pírata, sem hún virð­ist hafa ákveð­ið dá­læti á að hat­ast út í, um hræsni þeg­ar kom að gagn­rýni á kosn­ingu Berg­þórs Óla­son­ar í stöðu for­manns um­hverf­is- og sam­göngu­nefnd­ar. Út­gangspunkt­ur­inn var að 'Pírat­ar' (ónefnd­ir) hafi ákveð­ið að greiða ekki...
Að taka vel á móti flóttafólki

Að taka vel á móti flótta­fólki

Staða flótta­fólks á Ís­landi er enn og aft­ur í brenni­depli. Ekki er langt síð­an að full­orðn­ir hæl­is­leit­end­ur vöktu at­hygli og jafn­vel hneyksl­an sumra með því að taka und­ir sig Aust­ur­völl tíma­bund­ið í því skyni að vekja at­hygli á kröf­um sín­um gagn­vart stjórn­völd­um sem sner­ust með­al ann­ars um að eng­um yrði brott­vís­að frá land­inu. Ekki fer mikl­um sög­um af því hvort...
Leikir með tölur

Leik­ir með töl­ur

Það get­ur ver­ið kostu­legt að fylgj­ast með mál­flutn­ingi þeirra sem eru sann­færð­ir um að Reykja­vík­ur­borg sé að öllu leyti verr rek­in en önn­ur sveit­ar­fé­lög. Í slík­um pré­dik­un­um hinna sann­trú­uðu borg­ar­hat­ara er stund­um grip­ið í töl­ur en lest­ur þeirra á töl­un­um minn­ir oft á skratt­ann að lesa Bibl­í­una. Hald­ið er í þær töl­ur sem henta mál­flutn­ingn­um best en öðr­um sleppt -...
Viðhorf til valdsins

Við­horf til valds­ins

FYRST vil ég taka fram að Bára Hall­dórs­dótt­ir er göm­ul vin­kona mín. Við höf­um þekkst í meira en ára­tug. Ég frétti þó ekki af því að hún var sú sem tók upp tal Klaust­urs­þing­manna fyrr en það kom fram í fjöl­miðl­um. Upp frá því hef ég stutt dyggi­lega við bak­ið á henni í þessu máli, bæði vegna gam­als vin­skap­ar og...
Fjármál sveitarfélaga 2018

Fjár­mál sveit­ar­fé­laga 2018

Nú er vor í lofti og vor­boð­inn ljúfi er að skila sér heim. Þar er ég vita­skuld að tala um árs­reikn­inga sveit­ar­fé­laga, sem al­mennt eru af­greidd­ir í maí. Þeg­ar ég sat í borg­ar­stjórn tók ég upp á því að skrifa ár­lega blogg­p­ist­ila um þetta leyti með sam­an­tekt á fjár­hags­legri stöðu sveit­ar­fé­lag­anna. Ég ætla að halda upp­tekn­um hætti þrátt fyr­ir að...
Þverpólitísk deilun og drottnun

Þver­póli­tísk deil­un og drottn­un

Þetta er ekki bein­lín­is góð­ur mán­uð­ur í sögu sam­skipta rík­is­ins og sveit­ar­fé­lag­anna. Í upp­hafi mán­að­ar­ins skrif­aði ég um það út­spil fjár­mála­ráð­herra og flokks­fé­laga hans í kjara­við­ræð­ur að banka ætti upp á hjá sveit­ar­fé­lög­un­um og sækja þang­að lækk­un út­svars. Eðli­lega gekk þetta ekk­ert sér­stak­lega vel í sveit­ar­fé­lög­in enda for­sag­an þekkt og við­brögð­in því við­bú­in. Það eina sem gerð­ist var að...
XD - Deilum og drottnum

XD - Deil­um og drottn­um

Eft­ir að hafa set­ið eitt kjör­tíma­bil í borg­ar­stjórn tel ég mig þekkja ágæt­lega til fjár­mála sveit­ar­fé­laga, rekstr­ar­um­hverf­is þeirra og helstu áskor­ana þar. Ég byrj­aði á pistlaseríu um þetta mál­efni sem ég hugsa að ég haldi áfram með ár­lega þó ég sé núna orð­inn aft­ur óbreytt­ur borg­ari. Skemmst er frá því að segja að sveit­ar­fé­lög búa aug­ljós­lega við sama rekst­ar­um­hverfi, ramma...
Sussararnir

Suss­ar­arn­ir

Bylt­ing­in gegn kyn­ferð­isof­beld­inu held­ur áfram. Ár­ið byrj­ar á því að þögg­un­ar­múr­inn í kring­um fram­ferði Jóns Bald­vins er loks­ins rof­inn. Þetta varð mér til­efni til að rifja að­eins upp hvernig um­ræð­an var á sín­um tíma þeg­ar Guð­rún Harð­ar­dótt­ir, sem kom nú­ver­andi bylgju gegn Jóni Bald­vini á stað, upp­lýsti fyrst um áreitn­ina sem hún varð fyr­ir af hendi hans, með­al ann­ars...
Vammlaust fólk

Vamm­laust fólk

Þann 6. sept­em­ber 1985 birt­ist í DV að­send grein eft­ir Skúla Helga­son, ömmu­bróð­ur minn heit­inn. Til­efn­ið var mót­mæli íbúa Teiga­hverf­is gegn því að fé­lag­ið Vernd fengi að koma upp áfanga­heim­ili fyr­ir fanga í hverf­inu. Þeir höfðu hald­ið fund þar sem þá­ver­andi borg­ar­stjóri, Dav­íð Odds­son, var mætt­ur, og lof­aði hann víst að gera sitt til að vinda of­an af mál­inu...