Halldór Auðar Svansson er tölvunarfræðingur með meistaragráðu í verkefnastjórnun. Afkvæmi tveggja stjórnmálafræðinga og hefur því brennandi áhuga á upplýsingatækni og stjórnmálum og hvernig þetta tvennt fléttast stöðugt saman í nútímasamfélaginu. Hann spáir líka töluvert í sjálfsrækt og fílar Zen. Hann starfar núna sem notendafulltrúi hjá geðheilsuteymum Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.
Veikleikar heilbrigðiskerfisins voru þekktir
Þann 25. október 2018 fjallaði RÚV um leiðara í Læknablaðinu eftir Magnús Gottfreðsson sem þá var yfirlæknir á Landspítalanum, þar sem hann fullyrti að Íslendingar væru furðulega illa búnir undir nýjan heimsfaraldur. Það hefðu viðbrögð við svínaflensufaraldrinum 2009 sýnt en að við værum í enn veikari stöðu nú en þá, gjörgæslurúmum hefði til að mynda fækkað og væru hlutfallslega færri en...
Fjármál sveitarfélaga 2020
Þá er komið að hinni árlegu umfjöllun sem lesendur hafa örugglega beðið spenntir eftir - um fjármál sveitarfélaga í ljósi ársreikninga. Um þetta leyti í fyrra var Covid-faraldurinn í fullum gangi og allar forsendur opinbers rekstrar brotnar. Þetta sést eðlilega á ársreikningum sveitarfélaga fyrir árið 2020. Með fáum undantekningum eru þau rekin í halla. Starfshópur um áhrif Covid-19 á fjármál sveitarfélaga...
Nei, kerfið er ekki að virka
Í útvarpsviðtali síðastliðinn sunnudag fagnaði formaður Sjálfstæðisflokksins ágreiningi innan síns flokks um sóttvarnaaðgerðir og stillti honum upp sem mikilvægu aðhaldi, þetta snerist um meðalhófið og vernd borgarlegra réttinda. Hann fagnaði síðan því að ríkisstjórnin var gerð hornreka af dómstólum með þá fyrirætlan sína að skikka fólk frá hááhættusvæðum til að taka út sóttkví í sóttvarnahúsi, sagði það til marks...
Pétursfrumvarpið
Fréttastjóri Fréttablaðsins skrifaði pistil í gær um það hvernig heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur fékk blaðið til að fjarlægja umfjöllun um ákveðna vindlabúð af vef sínum, út frá því að í lögum um tóbaksvarnir eru tóbaksauglýsingar á einum stað (3. tölulið 3. mgr. 7. gr.) skilgreindar sem „hvers konar umfjöllun í fjölmiðlum um einstakar vörutegundir til annars en að vara sérstaklega...
Heimilisbókhald Sjálfstæðismanna
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra og þingkona Reykjavíkurkjördæmis norður, ritaði í síðasta mánuði grein um Reykjavíkurborg þar sem kunnugleg Valhallarstef um rekstur borgarinnar koma fyrir. Söngurinn er gamall og þreyttur, hann gengur út á að reynt er að sýna fram á að í samanburði við þær einingar sem Sjálfstæðismenn eru að reka – ríkissjóð og önnur sveitarfélög – sé allt...
Týndar tengingar
Lost Connections heitir bók eftir Johann Hari sem kom út árið 2018. Ég kynntist þessum breska/svissneska blaðamanni þegar hann kom hingað til lands í nóvember 2019 í tilefni af útgáfu íslenskrar þýðingar á annarri bók hans, Chasing the Scream eða Að hundelta ópið, sem fjallar um fáránleika og skaðsemi stríðsins gegn fíkniefnum. Í Lost Connections leggur hann í það metnaðarfulla verkefni að skoða áhrifaþætti...
Dýraþjónusta Reykjavíkurborgar raungerist
Á síðasta kjörtímabili var gagnrýni hundaeigenda á fyrirkomulag málefna hundahalds hjá borginni áberandi og þar tókust samtök þeirra á við hundaeftirlitið um áherslurnar og hvernig hundagjöldin eru nýtt. Meðal þess sem kom fram hjá þeim var sú staðreynd að margir hreinlega sleppa því að skrá hundana sína af því að ávinningurinn af því er óljós. Mín tilfinning var sú að...
Að taka umræðuna
Þriðja Covid-bylgjan stendur nú yfir og hún er nú þegar búin að taka fram úr þeirri fyrstu. Aftur er búið að grípa til strangra takmarkana á samkomum og við hafa bæst tilmæli um grímunotkun þannig að nú er orðið vanalegt að sjá fólk ganga um með grímur. Eðlilega er komin þreyta í okkur mörg og því fylgir meðal annars að...
Stríð Sjálfstæðisflokksins í borginni við sóttvarnalækni
Barátta Íslendinga við Covid-19 hefur verið virkilega vel heppnuð, algjört þrekvirki og gott dæmi um hverju við getum áorkað þegar á reynir og þegar vel hæft fagfólk okkar fær að stýra ferðinni. Ríkisstjórnin hefur lagt mikla áherslu á að það sé lykilatriði að hlýða á sérfræðinga og fylgja þeirra ráðleggingum, treysta á þeirra þekkingu. Það er skynsamleg afstaða sem hefur gefist...
Fjármál sveitarfélaga 2019
Fimmti árlegi pistill minn um fjármál sveitarfélaga kemur beint inn í mikla umbrotatíma þar sem er í raun búið að henda út reglubókinni um opinber fjármál tímabundið. Allar forsendur eru brostnar þannig að uppgjör síðasta árs eru meira sagnfræðileg heimild en nokkuð annað. Að því sögðu þá er kannski markverðast að Seltjarnarnesbær, sem ég hef fylgst náið með vegna...
Lötu (en sívinnandi) stúdentarnir
Í dag héldu félagsmálaráðherra og menntamálaráðherra sérstakan blaðamannafund um aðgerðir fyrir námsfólk þar sem staðfest var að ekki stæði til að gefa því kost á atvinnuleysisbótum í sumar. Þetta kemur í kjölfar alræmdra orða félagsmálaráðherra í Silfrinu síðasta sunnudag, þar sem hann sagði spurður út í ástæðu þess að ekki ætti að veita stúdentum aðgang að atvinnuleysisbótum, að „Allar...
Gjaldið fyrir trassaskapinn
Sem kunnugt er þá er Ísland núna á svokölluðum gráum lista FATF (Financial Action Task Force), alþjóðasamtaka sem þróa leiðir til að taka á peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka og fylgja eftir innleiðingu þeirra. Þetta gerðist vegna þess að stjórnvöld hérlendis hafa ekki brugðist nægilega vel við ábendingum FATF. Þó það sé sem betur verið verið að bregðast við þessari...
Ásóknin í það sem er ókeypis
Í októbermánuði 2002 var flutt frétt af auknum biðröðum hjá Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur og viðbrögðum forsætisráðherra, Davíðs Oddssonar, við þeim tíðindum. Í endursögn Óla Gneista Sóleyjarsonar var þetta nokkurn veginn svona: „Í nýliðinni viku var í fréttum að skjólstæðingum mæðrastyrksnefndar fjölgaði nú ört. Sífellt fleiri kæmu til nefndarinnar og þæðu matarpakka, föt, leikföng og aðra styrki. Neyðin hlýtur að vera...
Til hvers eru leikskólar?
Allt frá því að meirihluti skóla- og frístundaráðs samþykkti í síðustu viku tillögu stýrihóps um að breyta almennum opnunartíma leikskóla í borginni úr 17:00 í 16:30 hafa verið ansi líflegar umræður um þessa ráðagerð og um fyrirkomulag og tilgang leikskóla almennt. Svo heitar að borgarráð hefur ákveðið að fara ekki í innleiðingu á tillögunni heldur að staldra við, láta framkvæma...
Ósæmilegt
Eitt af því sem hefur komið út úr afhjúpun Samherjaskjalanna er að Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni, hefur viðurkennt að kaup hans í um fimmtugshlut í Morgunblaðinu árið 2017 voru fjármögnuð af Samherja, fyrirtækinu sem hann þóttist hafa verið að kaupa hlutinn af. Það er ekki nóg með að Eyþór hafi aldrei viðurkennt þessa staðreynd áður, heldur hefur...
Fréttablaðssiðferðið
Í Bakþönkum Fréttablaðsins síðastliðinn laugardag sem og á vefútgáfu blaðsins birtist pistill eftir Sirrýju Hallgrímsdóttur sem bar titilinn Píratasiðferðið. Þar sakar hún Pírata, sem hún virðist hafa ákveðið dálæti á að hatast út í, um hræsni þegar kom að gagnrýni á kosningu Bergþórs Ólasonar í stöðu formanns umhverfis- og samgöngunefndar. Útgangspunkturinn var að 'Píratar' (ónefndir) hafi ákveðið að greiða ekki...
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.