Blogg

Verndum börnin frá Gylfa Ægissyni

Gylfi Ægisson stofnaði í dag Facebook síðu sem gengur undir nafninu „Verndum börnin“, en með þessu uppátæki er hann að mótmæla nýlegri ákvörðun Hafnafjarðarbæjar um að taka upp svokallaða „hinsegin fræðslu“ í skólum bæjarins.

Gylfi hefur verið þekktur undanfarin ár fyrir það að fara ófögrum orðum um hinsegin fólk á internetinu. Meðal annars hefur hann í þeirri herferð sinni tekið upp á því að kalla samkynhneigða karlmenn alla jafna „rassálfa“. Gylfi hefur, einn „lögspekinga“, haldið því fram að gleðiganga Hinsegin daga sé andstæð barnaverndarlögum. Hann hefur reyndar viðurkennt að hafa aldrei mætt á hana, enda byggist allur málflutningur hans á einhverjum óstaðfestum sögum frá einhverju óstaðfestu fólki. Til að mynda var hin fræga typpasleikjóasaga alltaf bara einhver óstaðfest gróusaga. Þeir sem voru á staðnum könnuðust ekki við þetta.

Ógeðfellt að skýla sér á bak við börn

Gylfi fellur í hóp þeirra sem breiðir út fordómafullar skoðanir undir því yfirskyni að allt sé þetta gert til að vernda börn. Að mínu mati er það merki um virkilega mikinn aumingjaskap þegar menn geta ekki staðið og fallið með eigin skoðunum og nota börn sem einhvern verndarvæng og réttlætingu.

Hinsegin fólk er ekki skaðlegt börnum og hafa slíkar fullyrðingar margsinnis verið hraktar. Fordómar gegn hinsegin fólki geta hinsvegar verið skaðlegir börnum, eða öllu heldur þá óhörðnuðum unglingum sem eru kannski í þann mund að átta sig á eigin kynhneigð og eiga oft í erfiðleikum með að horfast í augu við það að vera „öðruvísi“. Þessir krakkar eiga oft mun erfiðari unglingsár heldur en gagnkynhneigðir jafnaldrar þeirra og eru viðkvæm fyrir hverskyns fordómum frá samfélaginu. Til dæmis frá fólki eins og Gylfa sem kallar þá rassálfa.

Ef Gylfa Ægissyni er raunverulega annt um börn þá ætti hann að byrja á því að vernda þau frá sjálfum sér.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Fréttir

Nýtur trausts innan lögreglunnar þrátt fyrir nauðgunarkærur

Fréttir

Hent út af heimili sínu eftir að hún steig fram

Ríka Ísland

Ríka Ísland

Leiðari

Hvers virði eru völdin?

Greining

Miðflokkurinn er stærsta popúlíska hreyfing Íslands

Fréttir

Greiðsluþakið hækkað þrátt fyrir loforð um lækkun

Mest lesið í vikunni

Úttekt

Laun íslenskra bæjarstjóra hærri en í erlendum stórborgum

Fréttir

Nýtur trausts innan lögreglunnar þrátt fyrir nauðgunarkærur

Fréttir

Hent út af heimili sínu eftir að hún steig fram

Fréttir

Sósíalistar vilja afnema greiðslur slökkviliðsins til borgarstjóra

Fréttir

Bróðir Hauks handtekinn fyrir að flagga tyrkneska fánanum á Stjórnarráðshúsinu

Fréttir

Vildi ekki verða „húsþræll“ í vinstri- og miðjusamstarfi en myndaði atkvæðablokk með Sjálfstæðisflokknum