Blogg

Eru hlustendur Útvarps Sögu með kynlíf á heilanum?

Í gær fór upptaka af umræðum á Útvarpi Sögu um svokallaða „hinsegin fræðslu“, sem bæjarstjórn Hafnarfjarðar hyggst taka upp í grunnskólum bæjarins, eins og stormsveipur um internetið. Þau sem hringdu inn virtust öll hafa miklar áhyggjur af þessum fyrirætlunum bæjaryfirvalda.

Þetta er bara klám!“, „Er þetta sýnikennsla? Er þetta verkleg kennsla? Þarna á að sýna þeim eða kenna þeim eða káfa á þeim.“ sögðu þau. Gylfi Ægisson tók í sama streng í viðtali á útvarpsstöðinni í dag og sagði að það væri perraskapur að „hræra“ í sex ára börnum.

„Ætla þeir að sýna hvernig þeir eðla sig? Ég myndi bara spyrja þessa 19 ára stelpu hvort hún ætli að gera það. Mér finnst að hún ætti að sýna hvernig hún og hennar lesbía myndu eðla sig fyrir framan börnin.“

Sagan um býflugurnar og blómin

Auðvitað hefur Hafnarfjarðarbær ekkert í hyggju sem er í líkingu við það sem þau virðast halda. En bara það að þessu fólki detti það í hug að það eigi að fara fram sýnikennsla lýsir hugarástandi þess best. Ekki myndi þeim detta í hug að börnin yrðu krossfest í kristinfræði, eða látin ljóstillífa í náttúrufræði?

Sem betur fer eiga flest börn foreldra sem fæða þau og klæða og veita þeim ást og umhyggju. Börn eru eðlilega forvitin um samfélagið og líta upp til foreldra sinna. Mamma og pabbi eru saman útaf því að þau elska hvort annað. Þetta er líklega eitthvað sem allir foreldrar sem eru saman hafa sagt við börnin sín. Börnin horfa svo á Disney myndir með prinsessum og prinsum og lesa bækur í skólanum sem eru uppfullar af gagnkynhneigðum fyrirmyndum.

Svo kemur það. „Það er stelpa í skólanum sem á tvær mömmur,“ segir eitthvað barn við matarborðið.

„Sumir krakkar eiga tvær mömmur eða tvo pabba“ yrði væntanlega samantektin á hinsegin fræðslu á yngsta stigi grunnskóla og vonandi hjálpar það til að koma í veg fyrir að þeir krakkar sem eiga hinsegin foreldra lendi í einelti út af því. Þessi litla viðbót við skólakerfið myndi svo sannarlega ekki umturna skólakerfinu. Hún myndi samt líklega stuðla að því að börn væru meðvitaðari um fjölbreytileika mannlífsins og gera lífið auðveldara fyrir þau börn sem eiga hinsegin foreldra eða eru hinsegin sjálf.

En ef ég hef dregið einhvern lærdóm af atburðum síðustu daga þá er hann sá að miðað við þann klámfengna hugarheim þeirra sem hringdu inn á Útvarp Sögu, þá er þetta nákvæmlega fólkið sem ég myndi aldrei treysta til að hugsa um börn.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Viðtal

Fyrrverandi sambýlismaður minn er grunaður um að nauðga piltum

Fréttir

„Gerði ráðherra enga kröfu um að aðstoðarmaðurinn færi ekki að vinna fyrir sömu kröfuhafa og hann var að kljást við?“

Fréttir

Houssin ekki fylgdarlaust ungmenni við komuna til landsins

Fréttir

72,5 prósent vilja að Sigríður Andersen segi af sér

Pistill

Ferðasirkusinn við Austurvöll og siðanefndin sem hvarf

Aðsent

Öskuhaugar sögunnar og forysta Eflingar

Mest lesið í vikunni

Fréttir

Næsta bylting: Konur deila sögum af þvinguðu samþykki

Fréttir

Kölluð kellingartussa og negri

Fréttir

Kjartan ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn dætrum sínum

Viðtal

„Neita að eyða allri ævinni í að vinna fyrir einhvern steinkassa“

Fréttir

Íslenskir læknar styðja bann við umskurði barna - lýsa alvarlegum fylgikvillum

Viðtal

Fyrrverandi sambýlismaður minn er grunaður um að nauðga piltum