Sé hugurinn leiddur að almennu viðhorfi Íslendinga gagnvart Þjóðverjum eru nokkur atriði sem skjóta iðulega upp kollinum. Þjóðin er oft tengd við hagsýni, Derrick, Lederhosen, sítt að aftan, yfirvaraskegg og bjór. Ennþá fleiri setja þó landið í samhengi við árin 1933-1945. Ár sem flestir sammælast um að hafi verið uppfull af myrkri og mannvonsku. Svo miklu myrkri og mannnvonsku að bækur Stefáns Mána blikkna í samanburðinum.
Hvað sem því líður hlýtur að vera hvimleitt fyrir þýðverska að vera æ ofan í æ spyrtir saman við Adolf, SS, kynþáttahyggju og níðingsverk. Mega Íslendingar nokkuð vel við una með þá mynd sem dregin er upp hérlendis bæði meðal almenings sem og í fjölmiðlum. Mynd sem vissulega er klisjukennd svo ekki sé meira sagt.
Í sem fæstum, og nokkuð ýktum, orðum er því haldið fram að Íslendingar séu upp til hópa líkt og Björk Guðmundsdóttir. Nú spyr ég mig hvort ekki væri nærri lagi að draga upp mynd af efnishyggju-setnu, bíl-setnu, ál-setnu og fólki með viðlíka skoðanir og hér eru viðraðar?
Það er þó ekki svo að hinn almenni Íslendingur aðhyllist meðvitaða kynþáttahyggju. Það er frekar að þröngsýni, heimska og heimóttarlegur hugsunarháttur sé landlægur kvilli. Allavega hjá sumum.
-Hugmyndin að yfirskriftinni er fengin frá Kristofi Magnússyni úr skáldsögunni Zuhause þar sem hann lætur aðalpersónu bókarinnar, Lárus, tala um að: „fyrir Íslendingum voru álfar það sem nasistar voru fyrir Þjóðverjum. Með þeim mun að í Þýskalandi fyrirfinnst vart fólk sem heldur því fram að litlar hjarðir af tvíkynja SA-mönnum svífi um í görðum og bjóði aðstoð sína við heimilishaldið. Auk þess fannst ekki nokkrum manni erlendis það krúttlegt ef maður hélt því fram ósýnilegir SS-undirofurstar hindruðu vegaframkvæmdir. Ef maður, sem Íslendingur, var ekki spurður út í álfanna þá var maður spurður út í Björk sem í augum heimsins var auðvitað sjálf álitin álfur.“
Ég bý svo vel að státa af íslensku vegabréfi. Var sannlega ekki vandkvæðum bundið að fá slíkt þar sem ég er fæddur á Íslandi. Nánar tiltekið leit ég dagsins ljós í Selfosshreppi, því svæði sem hefir löngum verið spyrt saman við hinn alíslenska hnakka með aflitað hár og ættbálka húðflúr eða træbal tattú til að láta þetta hljóma aðeins meira...
Næsta færsla
Blogg
Ólafur Guðsteinn Kristjánsson
Beiningafólk Berlínar, efnisleg fátækt: Fyrsti hluti
Eins og á Íslandi fyrir finnst fátækt fólk í Berlín. Ætla ég mér þó ekki að bera það fólk saman við Fátækt fólk Tryggva Emilssonar né annað févana fólk. Það er enda erfitt að að ætla sér slíkan samanburð án þess að kynna sér efnaleysi hlutlægt. Því nenni ég ekki enda krefðist slíkt athæfi meiri tíma en ég er tilbúinn til að...
Athugasemdir
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Í tilefni þess að Hatari gaf nýverið út breiðskífuna Neyslutrans hendi ég þessum texta inn sem ég skrifaði á sínum tíma vegna þátttöku Hatara í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Mun "Hatrið mun sigra" vinna söngvakeppni ástarinnar? Þegar kemur að umfjöllun um Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva er ráðlegt að byrja á klisjum. Þetta er keppnin sem allir elska að hata (en elska samt),...
Við eigum í stríði
Einhverju sinni árið 2005 hripaði ég þetta niður. Það er merkilegt hve lítið hefir breyst í honum heimi. Við eigum í stríði, stríði við hryðjuverkamenn. Vígvöllurinn er allstaðar. Allur heimurinn liggur undir. Heimsmyndin er breytt eftir 11. september og við verðum að vera tilbúin til að verja hin vestrænu lífsgildi og færa fórnir bæði með því að senda hermenn...
Kláði hvunndagsins
Áfram er haldið við að henda hér inn efni sem hefði átt að enda á www.starafugl.is. Vel kann að vera að villur leynist þarna. Um smásagnasafnið Kláða eftir Fríðu Ísberg (1992). Partus gefur út. 2018. Kiljuútgáfa kom út 2019. Verkið telur 197 síður. Það var og er löngum vitað að tíminn líður hratt á gervihnattaröld. Samfélög breytast stöðugt og hugarfar...
Dagur Sigurðarson: ritsafn 1957-1994
Athygli skal vakin á bók. Á síðasta ári kom út ritsafn listamannsins Dags Sigurðarsonar. Verkið atarna kom út hjá Máli og menningu og telur 397 síður. Er þar að finna ljóðbækur Dags. Dagur var á sínum tíma nafntogað skáld, myndlistarmaður, bóhem, áfengissjúklingur, ólíkindatól og fleira. Maður sem sannlega batt bagga sína ekki sömu hnútum og samferðafólk sitt. Um hann hefir...
Mest lesið á blogginu
1
Blogg
1
Stefán Snævarr
Á Áslaug Arna að segja af sér?
Bent hefur verið á að starfsauglýsing um starf tölfræðings hjá háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu kunni að stangast á við lög. Þau kveða á um að íslenska sé hið opinbera mál landsins en í auglýsingunni var sagt að umsækjandi yrði að hafa gott vald á íslensku eða ensku. Ráðherrann, Áslaug Arna, varði starfsauglýsinguna m.a. með þeim „rökum“ að...
2
Blogg
8
Stefán Snævarr
Hnattvæðing og alþjóðaremba
Ég hitti hann Jim frá Ástralíu í Frakklandi árið 2003. Greindur karl og geðslegur, ákveðinn í skoðunum. Hann taldi innrásina í Írak hið besta mál, Saddam hefði örugglega átt gjöreyðingarvopn. Bandarískt efnahagslíf væri mjög traust og þar vestra væri enginn rasismi. Hnattvæðingin væri sigurverk, í framtíðinni myndu borgríki taka við af nútímaríkjum í krafti þessarar væðingar. Og innan tuttugu ára...
Nýtt á Stundinni
Aðsent
Björn Leví Gunnarsson
Fólk - og framlög til stjórnmálaflokka
Stjórnmálaflokkar eiga ekki að þurfa fjármagn sem dugar til að keyra gríðarlegar auglýsingaherferðir.
Fréttir
Sorgarsaga Söngva Satans
Bresk-indverski rithöfundurinn Salman Rushdie særðist illa í morðtilræði þegar hann steig á svið til að halda ræðu í New York á dögunum. Svo virðist sem árásarmaðurinn, sem er af líbönskum ættum, hafi ætlað sér að uppfylla trúarlega tilskipun leiðtoga Írans frá 1989 sem sagði Rushdie réttdræpan fyrir guðlast í bók sinni Söngvar Satans. Málið á sér langa og sorglega sögu sem er samofin málfrelsi, trúarofstæki og valdatafli í Mið-Austurlöndum.
Flækjusagan
Fyrsti Rómarbiskup brenndur á krossi?
Páfinn situr enn í Róm, 1
Viðtal
Túlkur Gorbatsjevs: „Hvernig á að forðast þriðju heimsstyrjöld“
Pavel Palazhchenko, sem var sovéskur og síðar rússneskur diplómati og túlkur Gorbatsjevs á leiðtogafundinum í Reykjavík árið 1986, segir að stöðva eigi hernaðaraðgerðir í Úkraínu eins fljótt og auðið er. 36 árum eftir fundinn í Höfða er Palazhchenko aftur kominn í stutta heimsókn til Reykjavíkur og féllst á að ræða við Andrei Menshenin blaðamann um leiðtogafundinn og þær breytingar sem urðu í kjölfar hans, kjarnorkuvopn og stríðið í Úkraínu. Hann segir að engar allsherjarviðræður um öryggismál hafi orðið milli Rússlands og Evrópu eftir hrun Sovétríkjanna.
FréttirEigin konur
„Ég sá bara veikan einstakling“
Maður sem var misnotaður af bróður sínum um árabil lýsir því í viðtali við Eddu Falak hvað það var vont að missa stjórn á aðstæðum eftir að málið komst upp.
Viðtal
2
Í vöku og draumi
Ýr Þrastardóttir fatahönnuður hefur vakið athygli fyrir hönnun sína sem oft má líkja við listaverk og fyrr á þessu ári opnaði hún ásamt tveimur öðrum hönnuðum verslunina Apotek Atelie. Hún venti kvæði sínu í kross í hittifyrra og hóf nám við Kvikmyndaskóla Íslands og útskrifaðist í vor. Ýr var greind með ADHD fyrir um einu og hálfu ári og segist nú skilja hvernig hún hefur fúnkerað í gegnum árin.
MenningHús & Hillbilly
Brák og Þórir í Freyjulundi lifa með árstíðunum
Hillbilly hitti Brák Jónsdóttur myndlistarkonu og Þóri Hermann Óskarsson tónlistarmann í byrjun sumars til að ræða listalífið á Norðurlandi.
Fólkið í borginni
2
Snýst ekki um trú að hafa þekkingu á Biblíunni
Arnaldur Sigurðsson, bókavörður á Landsbókasafninu, telur klassískar bókmenntir, einkum Biblíuna, grundvöll að læsi.
Karlmennskan#100
Páll Óskar Hjálmtýsson
Brautryðjandinn, poppgoðið, homminn og hin ögrandi þjóðargersemi Páll Óskar Hjálmtýsson er heiðursgestur 100. hlaðvarpsþáttar Karlmennskunnar. Við kryfjum karlmennskuna og kvenleikann, leikritið sem kynhlutverkin og karlmennskan er, skápasöguna og kolröngu viðbrögð foreldra Palla, karlrembur, andspyrnuna og bakslag í baráttu hinsegin fólks.
Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson
Tónlist: Mr. Silla - Naruto (án söngs)
Veganbúðin, Dominos og bakhjarlar Karlmennskunnar bjóðar upp á þennan þátt.
Fréttir
2
Tugmilljóna barátta um toppsæti Sjálfstæðisfólks
Hildur Björnsdóttir varði 9,3 milljónum í baráttu sína fyrir oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar. Keppinautur hennar um sætið, Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir, eyddi 8,8 milljónum. Framboð oddvitans skilaði hagnaði.
Flækjusagan#39
Hefur Taívan alltaf verið hluti Kína?
FréttirHvalveiðar
3
Eftirlitsmaður sendur um borð í hvalveiðiskipin
Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur sett reglugerð sem kveður á um eftirlit með hvalveiðum. Fiskistofa mun senda starfsmann um borð í hvalveiðiskip sem fylgist með og tekur upp myndbönd sem síðan verða afhent dýralækni Matvælastofnunar til skoðunar.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.
Athugasemdir