Blogg

Ómagar og annar skríll I

Í tilefni af því að listamenn landsins eru margir hverjir að leggja lokahönd á umsókn sína til starfslauna listamanna verður þessu slengt inn. Segjum bara að það sé til gamans.

Hún er merkileg umræðan sem skapast á ári hverju þegar tilkynnt er hverjum áskotnast listamannalaun. Mörgum er mikið í mun að lýsa yfir þeirri afstöðu sinni að listamannalaun eigi ekki heima á Íslandi og krefjast þess að þau verði aflögð hið sama. Sú ástæða sem oftast er gefin upp er sú að ef fólk geti ekki lifað af listsköpun sinni eigi skattborgarar ekki að borga fyrir listsköpun þeirra. Hér er aðsjálfsögðu miðað við hina guðlegu hönd markaðsins.

[Innskot: Er ekki skrýtið að aðrar starfsstéttir fái ekki að kenna á þessu?]

Er þetta afar mild útgáfa af mörgum þeim ummælum sem fólk lætur frá sér fara. Nú skal ekki segja hvort fleiri taki dýpra í árinni þegar kemur að þessum launum en alltént má fá á tilfinningunni að svo sé. Fólki virðist nefnilega verða ansi heitt í hamsi þegar kemur að þessu umræðuefni og vandar listafólki ekki kveðjurnar og hafa margir hverjir fyrirframgefnar skoðanir á innræti þess fólks sem fæst við eitthvað skapandi.

Líklegast er vinsælast að slengja því fram að listafólk Íslands, og virðist lítill eða engin greinarmunur vera gerður á þeim sem sóttu um og fengu verkefnisstyrkinn eða þeim sem ekki fengu (eða þá þeirra sem sóttu ekki einu sinni um). Af téðum ummælunum að dæma eru allir íslenskir listamenn flokkaðir sem afætur, beiningafólk, ónytjungar og jafnvel skítapakk.

Það er tvennt í þessu sem merkilegt verður að teljast. Af hverju þessi gremja gagnvart fólki eða þjóðfélagshópi sem gerir ekki annað en að sækja um verkefnistengd laun, tímabundin laun. Í raun hefir fólkið ekkert annað til saka unnið. Og í annan stað undra ég mig á því af hverju fólk sé að amast við þessu sérstaklega þegar svo víða virðist pottur brotinn.Það hlýtur að vera hægt að amast við stærri málefnum en þessum og þá fullkomlega burtséð frá því hvort launin eigi rétt á sér eður ei eða hvort rétt sé að gera breytingar á úthlutunarreglum. Það kann vel að vera að svo sé.

En allavega kemur þetta þannig fyrir sjónir að fólk, eða máski er réttara að notast við „þetta fólk“, sýnist hreinlega hafa allt á hornum sér hvað listafólk áhrærir og þá án þess að koma með nokkur rök þar að lútandi. Það þykir fullkomlega eðlilegt að kalla skapandi aðila allslags óviðurkvæmilegum nöfnum án þess sem svo mikið sem útlista af hverju.

[Innskot: getur verið að þetta fólk gangi um með steinbörn í maganum eins og Hitler?]

Getur ef til vill einhver  gerst  svo frægur að opna fræðsluhorn hvað það varðar? Og í leiðinni getur kannski sá hinn sami skýrt út, þó fullljóst sé að ekki bæti böl að benda á annað, burt séð frá því sem heiðurslaunaþegin Megas sagði, af hverju „þetta fólk“ sé sínkt og heilagt að amast við listamannalaunum þegar einhlítt má vera, og það hljóta allir með heila að vera sammála um, að listir stuðla nær eingöngu að jákvæðri sýn á land og þjóð og gera mikið fyrir ímynd landsins sem er næsta víst svalari en Danmerkur eða Þýskalands. Ætli megi ekki allt að því fullyrða það?

 

 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Fréttir

Gagnrýnir „afsal á forystuhlutverki Sjálfstæðisflokksins til VG“ og segir að frjálsar umræður leyfist ekki í Valhöll

Viðtal

Frá fíkli til flóttamanns

Fréttir

Isavia þarf að afhenda Aðalheiði yfirstrikaðar upplýsingar: „Svo mér endist ævin til að reka þetta mál“

Fréttir

Gagnrýnir prófíl-mynd þingkonu sem kvartar undan áreitni

Fréttir

Þrjú hundruð stjórnmálakonur skora á stjórnvöld: „Hótað nauðgun vegna skoðana minna“

Fréttir

Óttast að trúfélagsapp safni persónuupplýsingum

Mest lesið í vikunni

Pistill

Davíð spilar með Geir og þjóðina

Aðsent

VG – in memoriam

Fréttir

Selur bílinn sinn til að borga ríkinu fyrir eigin brottflutning

Fréttir

Umtalaðasta símtalið birt: „Þetta eru 100 millj­arð­ar, spít­al­inn og Sunda­braut­in“

Fréttir

Gagnrýnir „afsal á forystuhlutverki Sjálfstæðisflokksins til VG“ og segir að frjálsar umræður leyfist ekki í Valhöll

Fréttir

Berjast fyrir betra LÍN