Sigurborg Ósk

Tekist á við loftslagsvandann með endurhönnun borgarinnar

Tekist á við loftslagsvandann með endurhönnun borgarinnar

2. umræða í borgarstjórn um fjárhagsáætlun.


Á hverjum degi verður sú loftslagsvá sem við stöndum frammi fyrir geigvænlegri og augljósari, og til að gera illt verra virðist úrræðaleysi ríkisstjórna verða augljósara og æ meira þrúgandi að sama skapi, eins og staðfestan víki jafn óðum eftir því sem ógnin blæs út. Á sama tíma og stór hluti almennings, sérstaklega ungt fólk og nú á endanum börnin, rísa upp og krefjast róttækra breytinga áður en það verður endanlega um seinan, eru aðrir hópar sem rísa með þá kröfu að alls ekkert róttækt megi gera sem geti borið von um árangur. Afneitunarsinnar velja sér málsvara sem nota allan sinn tíma og orku í að tortryggja og lítilsvirða allar tilraunir til að bregðast við og gera eitthvað. Nota öll ráð til að tefja og stoppa. Einkabíllinn skal blífa. Ekkert annað skiptir máli. Ekki framtíð jarðar, ekki börnin, ekki hagkerfi þjóða heimsins. Ekki ef það skyldi mögulega kosta óþægilegar breytingar eða nýja siði. 

 

Ég hef því velt fyrir mér hvort það sé ómögulegt að ráða við loftslagsvánna. Er ómögulegt að draga nógu mikið úr losun gróðurhúsalofttegunda til að halda hlýnun jarðar í skefjun? Er ómögulegt fyrir okkur að breyta okkar lifnaðarháttum til að Jörðin og vistkerfi hennar fái áfram að dafna?

 

 

 

Kolefnishlutlaus borg // Sjálfbært borgarsamfélag

Reykjavík stefnir að því að verða kolefnishlutlaus borg árið 2040 og nánast öll verkefni umhverfis- og skipulagssviðs ásamt stórum hluta fjárfestinga miða að ná því markmiði. Við róum öllum árum að því markmiði. Það er líka gríðarlega mikilvægt að Reykjavíkurborg er ekki ein í þeirri vegferð heldur hafa öll sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu ásamt ríkinu samþykkt að stefna að sjálfbæru og kolefnishlutlausu borgarsamfélagi á suðvesturhorni landsins.

 

Allt umhverfi okkar, húsnæðisuppbygging, samgöngumannvirki og öll landnotkun er bundin í gildandi Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030. Grænar fjárfestingar byggja á Aðalskipulaginu, samgöngusáttmálinn byggir á Aðalskipulaginu, húsnæði fyrir alla byggir á Aðalskipulaginu. Nú hefur komið talsverð reynsla á Aðalskipulagið og við höfum séð hversu vel það hefur virkað því undanfarin ár hefur mesta uppbyggingarskeið í sögu borgarinnar átt sér stað, hvort sem litið er til íbúðar- eða atvinnuhúsnæðis. Það hefur því verið annasamt á umhverfis- og skipulagssviði og hefur fjöldi útgefinna byggingarleyfa undanfarin ár, aldrei verið fleiri.

 

Í raun er staðan nú þannig að Reykjavíkurborg er að taka fram úr öðrum sveitarfélagum á höfuðborgarsvæðinu og stefnir í að meiri uppbygging muni eiga sér stað í Reykjavík en öllum hinum sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu til samans. Það má rekja til þess  að borgin var fyrsta sveitarfélagið til að taka meðvitaða ákvörðun um að þétta byggðina með Aðalskipulaginu árið 2010 og hefur verið fylgt eftir með faglegri vinnu á skipulagningu lóða og húsnæðisuppbyggingar í deiliskipulagi í öllum hverfum borgarinnar. Fjöldi samþykktra deiliskipulagi hefur aldrei verið meiri, síðustu 3 ár voru það um 140 deiliskipulög á hverju ári.

 

 

 

 

 

 

Breytingar á Aðalskipulagi // Minni losun CO2

Á næsta ári verða unnar breytingar á aðalskipulaginu sem miða allar að því að skerpa á núverandi sýn. Við ætlum að sýna frumkvæði í breytingu á landnotkun utan vaxtarmarka þéttbýlis þar sem unnið verður með Loftslagsskóga Reykjavíkurborgar, stórátak í endurheimt votlendis og eflingu á sjálfbærri matvælaframleiðslu í nánd við stærsta þéttbýlissvæði landsins.

 

 

Einnig eru í farvatninu breytingar á Aðalskipulaginu sem boðaðar voru með verklýsingu sumarið 2019 um íbúðarbyggð og blandaða byggð, uppbyggingu Borgarlínu er sett þar inn og þétting byggðar er stýrt þangað. Almennt verður þéttleikinn hár við biðstöðvar Borgarlínu og sérstaklega við skilgreindar kjarnastöðvar. Uppbyggingarsvæðum verður forgangsraðað meðfram fyrsta áfanga línunnar.  Það er einnig unnið með skiplag fyrir nýjan borgarhluta í Ártúnshöfða og Elliðaárvogi. Hinn nýi borgarhluti í Elliðaárvogi verður stærsta skipulagsverkefni sem borgin hefur ráðist í á síðustu 35 árum og því mikilvægt að skoða skipulag hans í stærra samhengi. Að meðtöldum nýjum íbúðum sem teknar eru að rísa í Vogabyggð, gætu risið á Ártúnshöfða og Elliðaárvogi hátt í 8 þúsund íbúðir, sem nemur um 15% aukningu á núverandi húsnæðisstofni borgarinnar. Önnur stór húsnæðisverkefni eru í Gufunesi, Skerjafirði, Kringlunni, Hátúni og á fjölmörgum þéttingarreitum í öllum hverfum borgarinnar.

 

Að byggja upp öflugt hágæða-almenningssamgangnakerfi og þétta byggðina eru LANGSTÆRSTU verkefnin sem munu draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Í langri sögu borgarinnar, og í raun frá seinni heimstyrjöld, hefur stefnan verið að taka meira pláss, að dreifa byggðinni, að byggja upp hraðbrautakerfi, að fleiri og fleiri eignist eigin bíl og að fólk geti búið í stærra og stærra húsnæði. 

 

Þessari þróun var snúið við með nýja aðalskipulaginu og miða þær breytingar sem núna eru boðaðar að því að minnka losun gróðurhúsalofttegunda, að minnka stærðir íbúða, að engin þurfi að eiga bíl nema hún kjósi að gera það, að við minnkum fótsporið okkar í umhverfinu og byggjum loksins það öfluga almenningssamgangnakerfi sem íbúar hafa svo lengi átt skilið.

 

Parísarsáttmálinn // Auknar hjólreiðar

En ætlum við okkur að ná Parísarsáttmálanum þurfum við að skerpa á markmiðum Aðalskipulagsins um breyttar ferðavenjur. Núverandi aðalskipulag gerir ráð fyrir að minnka hlutfall einkabílsins úr 78% í 56%. En það sem fæstir gera sér grein fyrir er að sú hlutfallsbreyting þýðir í raun aukning á eknum kílómetrum. Frá árinu 2012 til 2030 nemur sú aukning 24%. Sérfræðingar á sviði loftslagsmála við Háskóla Íslands í samráði við Háskólann í Reykjavík hafa reiknað út að til þess að ná Parísarsáttmálanum þá þurfum við að minnka ekna kílómetra á höfuðborgarsvæðinu um 15%. Eftir seinni heimsstyrjöldina höfum við sem þjóð ávallt skipulagt þróun byggðar í kringum vöxt bílaumferðar. Allt skipulag, fjárfestingar og framkvæmdir hafa miðað að því að auka vöxt bílaumferðar. Við okkur blasir hinsvegar sú mynd að þurfa ekki bara að stöðva þann vöxt heldur að minnka hann. Hvernig samgöngumannvirki eigum við að byggja sem minnka bílaumferð? Sem betur fer þurfum við ekki að finna upp hjólið hér heldur getum litið til borga í Evrópu sem hefur tekist það metnaðarfulla markmið að minnka bílaumferð. Umhverfis- og skipulagssvið hefur hafið vinnu við að breyta markmiðum um breyttar ferðavenjum byggt á því að við náum markmiðum Parísarsamkomulagsins og munu þau birtast í breytingu á aðalskipulagi.

 

 Gríðarleg tækifæri liggja í bætingu á innviðum fyrir hjólandi vegfarendur og notkun rafmagnsreiðhjóla. Það eru örfá ár síðan hlutfall hjólandi vegfarenda var undir 1%. Þegar aðalskipulagið 2010 var samþykkt var gert óspart grín og mikið hlegið að því að borgin skyldi setja markmið um að árið 2030 yrðu 8% ferða farnar á hjóli innan borgarinnar. Í dag er hlutfallið komið upp í 8% og ljóst að þetta markmið sem svo mikið var hlegið að var ekki hlægilegt fyrir þær sakir að það væri óraunhæft heldur vegna þess að hlutfallið var alltof lágt miðað við hvað íbúar vildu. Í fyrirliggjandi fjárhagsáætlun sem liggur fyrir hér í dag kemur fram að árlegar framkvæmdir fyrir hjólastíga og eflingu hjólreiða hækkar úr 450 milljónum í 550 milljónir. Á sama tíma er ríkið að setja 750 milljónir í uppbyggingu hjólastíga á höfuðborgarsvæðinu og því óhætt að segja að áframhaldandi hjólreiðabylting verður í borginni. 

 

Allt til að minnka losun gróðurhúsalofttegunda.

 


Samstarf við Evrópu // Græn borg

Þó svo að Ísland sé eyland er Reykjavíkurborg það ekki, hún er borg meðal borga og sækir sífellt meira í rannsóknarstyrki og samstarf við aðrar borgir í Evrópu. Umhverfis- og skipulagssvið er í samstarf við Snjallborgina um stór rannsóknarverkefni. Eitt þeirra nefnist SPARCs og var því hleypt af stokkunum í Espoo í Finnlandi í byrjun september. Í því verkefni er Reykjavíkurborg að kortleggja bæði orkuskiptin og borgarþróun sem sett verður fram í myndsjá sem gerir kleift að meta frammistöðu einstakra borga út frá sjálfbærnisjónarmiðum.

 

Einnig er komið af stað vinna hjá Umhverfis- og skipulagssviði í samstarfi við Snjallborgina um þátttöku í þróun nýs rannsókna og nýsköpunarsjóðs ESB er nefnist Horizon Europe. Þar er borgin að stilla saman strengi til að sækja um styrk en sjóðurinn ætlar að styrkja 100 borgir sem stefna á kolefnishlutleysi. Slagkraftur alþjóðlegrar samvinnu milli borga er mikill og í sumum tilfellum meiri hjá borgum en þjóðríkjum.

 

Umhverfis- og skipulagssvið hefur tekið þátt í samstarfsneti Grænna borga í Evrópu. Samstarfið er borginni að kostnaðarlausu en felur í sér þátttöku á vinnustofum sem tengjast stefnumörkun borgarinnar í umhverfismálum með víðtækum hætti. Á árinu 2020 stefnum við á að sækja um að verða Græna borg Evrópu. Borgin hefur áður sótt um titilinn og komist áfram sem finalist eða í lokaúrtak. Við vitum að Græna borgin Reykjavík á góða möguleika á að verða Græna borg Evrópu.

 

Hverfisskipulagið // Sjálfær hverfi

Við vinnum markvisst að því að gera hverfi borgarinnar sjálfbærari með því að gefa íbúum möguleika á að bæta við íbúð eða breyta bílskúr í íbúð. Þannig sköpum við sterkari grunn fyrir góðar almenningssamgöngur og bætta nærþjónustu. Fólki gefst færi á að minnka ferðaþörfina og fara sinna ferða gangandi til kaupmannsins á horninu. Öflugasta verkfærið til að ná þessu markmiði er hverfisskipulagið sem hefur verið þróað í frumkvöðlavinnu af umhverfis- og skipulagssviði. Það fyrsta sinnar tegundar á Íslandi hefur verið samþykkt, það var Ábæjarhverfið og heldur gerð hverfisskipulags áfram árið 2020. Unnið verður hverfisskipulag fyrir, Breiðholt, Hlíðar og Háaleiti, Bústaði á árinu og hafin er vinna við gerð hverfisskipulags fyrir Grafarvog og Kjalarnes. Gerð hverfisskipulags fyrir alla borgarhluta er og verður áfram LANGSTÆRSTA verkefnið á vegum skipulagsfulltrúa.

 

Endurhönnun borgarinnar // Götur fyrir fólk

 

Endurhönnun gatna og torga er stór hluti af verkefnum sviðsins. Gatan er borgarrými fyrir fólk, þar sem okkur á að geta liðið vel og pláss er fyrir gróður, náttúru og fjölbreytta ferðamáta. Unnið er hörðum höndum að því að umbreyta Kvosinni, Laugavegi og Hlemm í svæði fyrir fólk. Öll hönnun miðar að því að bæta umhverfi fólks, því borgin á að vera fyrir okkur, fólkið. Endurhönnun borgarinnar er í fullum gangi, í miðbænum, við hverfiskjarna og við 1.áfanga Borgarlínu. Með því að þétta borgina og styrkja núverandi innviði borgarinnar (götur, garða og torg) eru íbúarnir í fyrsta sæti. Að fjárfesta í almenningsrýminu er fjárfesting í fólki. Rýmið milli húsanna er fyrir okkur öll, óháð því hver við erum, hvaðan við komum eða hvað við höfum í tekjur. Vandað almenningsrými er fyrir alla borgarbúa.

 

Ég þakka starfsfólki umhverfis- og skipulagssviðs sem vinnur óeigingjarnt og öflugt starf í þágu borgarbúa hvern einasta dag. Það eru forréttindi að fá að vinna með þessu fólki og langar mig að þakka þeim sérstaklega fyrir alla þeirra vönduðu vinnu, bæði fyrir gerð þessarar fjárhagsáætlunar og samstarfið síðasta ár.

 

 

 

 

 

 

Loftslagsvandinn // Missum ekki trúnna

Ég veit að það er ekki ómögulegt að ráða við loftslagsvánna. Ég veit að það er ekki ómögulegt að draga nógu mikið úr losun gróðurhúsalofttegunda þannig að við náum að halda hlýnun jarðar í skefjun. Ég veit að við getum auðveldlega breytt okkar lifnaðarháttum til að Jörðin og stórkostlegu vistkerfi hennar fái áfram að dafna.

 

Það er eins Jean-Luc Picard sagði (með leyfi forseta)

Things are only impossible until they’re not. - eða - Hlutir eru einungis ómögulegir þangað til að þeir eru það ekki lengur.

 

Þegar kemur að fjárhagsáætlun borgarinnar og þeirra áskoranna sem við stöndum frammi fyrir í loftslagsmálum þá skiptir máli að bretta upp ermar og missa ekki trúna.

 

Það virðist ómögulegt að takast á við loftslagsvánna þangað til að það er mögulegt.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Stór lögregluaðgerð við byggingu hótels: Starfsmenn fluttir burt með lögreglu
1

Stór lögregluaðgerð við byggingu hótels: Starfsmenn fluttir burt með lögreglu

Skýringar Samherja stangast á við orð ríkissaksóknara Namibíu
2

Skýringar Samherja stangast á við orð ríkissaksóknara Namibíu

Átta handteknir við Héðinshúsið og níu leiddir af vinnustað
3

Átta handteknir við Héðinshúsið og níu leiddir af vinnustað

Stjórnarformaður Arnarlax er einn af fáum sem hefur grætt á auðlindinni
4

Stjórnarformaður Arnarlax er einn af fáum sem hefur grætt á auðlindinni

Feilskot að aðstoðarmaður ráðherra kalli „vini sína til leiks“ í máli bráðamóttökunnar
5

Feilskot að aðstoðarmaður ráðherra kalli „vini sína til leiks“ í máli bráðamóttökunnar

Samfarir kóngs og drottningar
6

Illugi Jökulsson

Samfarir kóngs og drottningar

Mest lesið í vikunni

Ég er bara ruglaður af því ég trúi á ævintýrið
1

Ég er bara ruglaður af því ég trúi á ævintýrið

Svona leit Flateyri út úr lofti eftir snjóflóðin
2

Svona leit Flateyri út úr lofti eftir snjóflóðin

Fyllti upp í tómið með fullvissunni um eitthvað æðra
3

Fyllti upp í tómið með fullvissunni um eitthvað æðra

Stór lögregluaðgerð við byggingu hótels: Starfsmenn fluttir burt með lögreglu
4

Stór lögregluaðgerð við byggingu hótels: Starfsmenn fluttir burt með lögreglu

Skilið sparifé okkar!!
5

Guðmundur

Skilið sparifé okkar!!

Skýringar Samherja stangast á við orð ríkissaksóknara Namibíu
6

Skýringar Samherja stangast á við orð ríkissaksóknara Namibíu

Mest lesið í vikunni

Ég er bara ruglaður af því ég trúi á ævintýrið
1

Ég er bara ruglaður af því ég trúi á ævintýrið

Svona leit Flateyri út úr lofti eftir snjóflóðin
2

Svona leit Flateyri út úr lofti eftir snjóflóðin

Fyllti upp í tómið með fullvissunni um eitthvað æðra
3

Fyllti upp í tómið með fullvissunni um eitthvað æðra

Stór lögregluaðgerð við byggingu hótels: Starfsmenn fluttir burt með lögreglu
4

Stór lögregluaðgerð við byggingu hótels: Starfsmenn fluttir burt með lögreglu

Skilið sparifé okkar!!
5

Guðmundur

Skilið sparifé okkar!!

Skýringar Samherja stangast á við orð ríkissaksóknara Namibíu
6

Skýringar Samherja stangast á við orð ríkissaksóknara Namibíu

Mest lesið í mánuðinum

Snjóflóð falla á Flateyri: Flóðbylgja fór yfir höfnina og stúlku bjargað úr snjóflóði
1

Snjóflóð falla á Flateyri: Flóðbylgja fór yfir höfnina og stúlku bjargað úr snjóflóði

Björgunarsveitarmaður lýsir léttinum þegar stúlkan fannst: „Tíu fullorðnir karlmenn grétu á sama tíma“
2

Björgunarsveitarmaður lýsir léttinum þegar stúlkan fannst: „Tíu fullorðnir karlmenn grétu á sama tíma“

Efnishyggjan gengur aftur
3

Jón Trausti Reynisson

Efnishyggjan gengur aftur

Lásu á netinu að Íslendingar beri virðingu fyrir konum og börnum
4

Lásu á netinu að Íslendingar beri virðingu fyrir konum og börnum

Svona er umhorfs á Flateyri eftir flóðin
5

Svona er umhorfs á Flateyri eftir flóðin

Vigdís sinnti fjölskyldu stúlkunnar sem grafin var úr flóðinu: „Sterkari konu hef ég aldrei séð“
6

Vigdís sinnti fjölskyldu stúlkunnar sem grafin var úr flóðinu: „Sterkari konu hef ég aldrei séð“

Mest lesið í mánuðinum

Snjóflóð falla á Flateyri: Flóðbylgja fór yfir höfnina og stúlku bjargað úr snjóflóði
1

Snjóflóð falla á Flateyri: Flóðbylgja fór yfir höfnina og stúlku bjargað úr snjóflóði

Björgunarsveitarmaður lýsir léttinum þegar stúlkan fannst: „Tíu fullorðnir karlmenn grétu á sama tíma“
2

Björgunarsveitarmaður lýsir léttinum þegar stúlkan fannst: „Tíu fullorðnir karlmenn grétu á sama tíma“

Efnishyggjan gengur aftur
3

Jón Trausti Reynisson

Efnishyggjan gengur aftur

Lásu á netinu að Íslendingar beri virðingu fyrir konum og börnum
4

Lásu á netinu að Íslendingar beri virðingu fyrir konum og börnum

Svona er umhorfs á Flateyri eftir flóðin
5

Svona er umhorfs á Flateyri eftir flóðin

Vigdís sinnti fjölskyldu stúlkunnar sem grafin var úr flóðinu: „Sterkari konu hef ég aldrei séð“
6

Vigdís sinnti fjölskyldu stúlkunnar sem grafin var úr flóðinu: „Sterkari konu hef ég aldrei séð“

Nýtt á Stundinni

Að auka streitu foreldra og barna

Svala Jónsdóttir

Að auka streitu foreldra og barna

Sóley og Hildur halda vinnuhelgi fyrir róttækar konur

Sóley og Hildur halda vinnuhelgi fyrir róttækar konur

Feilskot að aðstoðarmaður ráðherra kalli „vini sína til leiks“ í máli bráðamóttökunnar

Feilskot að aðstoðarmaður ráðherra kalli „vini sína til leiks“ í máli bráðamóttökunnar

Óhagstæð lög og stefna stjórnvalda hindrar innflytjendur á vinnumarkaði

Óhagstæð lög og stefna stjórnvalda hindrar innflytjendur á vinnumarkaði

Hálendisþjóðgarður í allra þágu: Höfum ekki asklok fyrir himin

Margrét Hallgrímsdóttir

Hálendisþjóðgarður í allra þágu: Höfum ekki asklok fyrir himin

Styttri opnunartími eða styttri vinnuvika?

Ritstjórn

Styttri opnunartími eða styttri vinnuvika?

Gróðureldarnir í Ástralíu aðeins upphafið að vandanum

Gróðureldarnir í Ástralíu aðeins upphafið að vandanum

Spyr hvort takmarka eigi sölu á orkudrykkjum

Spyr hvort takmarka eigi sölu á orkudrykkjum

Átta handteknir við Héðinshúsið og níu leiddir af vinnustað

Átta handteknir við Héðinshúsið og níu leiddir af vinnustað

Samfarir kóngs og drottningar

Illugi Jökulsson

Samfarir kóngs og drottningar

Stór lögregluaðgerð við byggingu hótels: Starfsmenn fluttir burt með lögreglu

Stór lögregluaðgerð við byggingu hótels: Starfsmenn fluttir burt með lögreglu

Réttað yfir Trump vegna Úkraínusímtals

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

Réttað yfir Trump vegna Úkraínusímtals