Auglýsingin hverfur eftir stutta stund...
Loka

Blogg

Kona skrifar grein

Ég hef aldrei áður skrifað grein. Ég mikla það svo mikið fyrir mér að greinin kemst aldrei á blað. Annað hvort er ég svo viss um að mér takist ekki að skrifa neitt nógu gáfulegt eða að ég sé fyrir mér svo stórkostlega og epíska grein að mér mun ekki endast ævin í að skrifa hana. Hann er leiðinlegur þessi kvíði og einstaklega órökréttur.

Því vandamálið er ekki skortur á þekkingu eða hæfni. Nei vandamálið er gamall og rótgróinn skortur á sjálfstrausti. Mig skortir sjálfstraustið til þess að koma orðunum frá mér. Ég er alveg sannfærð um að það liggi meira á því að lesa gögn fyrir fundi eða fara á netið og lesa það sem aðrir skrifa. Þessi frestunarárátta í slagtogi við kvíðann segir mér líka að allt sem ég skrifa verði tekið fyrir af öðru fólki, orðin skrumskæld og snúið út úr þeim. Þá er nú öruggara að gera ekki neitt.

Þannig hefur staðan verið þangað til í dag, 5.mars 2018. Í dag ætla ég að hunsa röddina sem segir mér að ég sé ekki nógu góð. Röddina sem segir mér að ég hafi ekki getuna og þekkinguna sem til þarf til að birta grein. Því við erum margar konurnar sem látum lítið í okkur heyra vegna skorts á sjálfstrausti. Stundum kemur það hreinlega með móðurmjólkinni. Öll þekkjum við stórkostlegar konur sem hafa miklu minni trú á sjálfri sér en við og flest erum við sammála um að móðir okkar sé þar á meðal. Þess vegna er svo mikilvægt að hafa öflugar fyrirmyndir sem hika aldrei við að láta rödd sína heyrast og einnig þá byltingu sem konur í heiminum hafa komið af stað. Þegar við sögðum allar það sama þá heyrðist rödd okkar hátt og skýrt og margar konur létu þá rödd sína heyrast í fyrsta skipti.

Við megum ekki efast svo mikið um eigið ágæti að við leyfum rödd okkar aldrei að heyrast. Því hef ég ákveðið að láta rödd mína heyrast, frá og með deginum í dag ætla ég að skilja þennan ævaforna skort á sjálfstrausti eftir og tala þegar mig langar að tala og skrifa þegar mig langar að skrifa.

Ég hugsaði mikið um hvernig hægt væri að láta allan textann í greininni fléttast vel saman og hafa skýrann þráð. Enda síðan á stórkostlegri setningu sem myndi setja punktinn yfir i-ið. Hún kom ekki... en ég ætla ekki að láta það stoppa mig.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Pistill

Ótti og öfgar á landsfundi: Í bönkernum með Bjarna Ben

Fréttir

„Gleðifrétt“ í baráttunni gegn MS-sjúkdómnum

Pistill

Annað sjónarhorn á landsfund Sjálfstæðisflokksins

Pistill

Drög að skurðaðgerð: Austur-evrópsk framtíðarsýn Sjálfstæðisflokksins

Fréttir

Stórfelldur laxadauði hjá Arnarlaxi vegna sjávarkulda

Fréttir

Sigríður þrengdi að réttindum hælisleitenda sama dag og hún fékk stuðning frá þingmönnum Vinstri grænna

Mest lesið í vikunni

Pistill

Árshátíð andlega gjaldþrota auðmanna 2018

Fréttir

Starfsmaður rekinn af Gló á þeim forsendum að hann sé ekki vegan

Pistill

Ótti og öfgar á landsfundi: Í bönkernum með Bjarna Ben

Viðtal

Fékk viðurkenningu í gegnum kynlífsleiki eftir eineltið

Fréttir

„Gleðifrétt“ í baráttunni gegn MS-sjúkdómnum

Pistill

Annað sjónarhorn á landsfund Sjálfstæðisflokksins