Maurildi

Um samræmd próf og fótbolta

Enn eru samræmd próf til umræðu. Og enn er Menntamálastofnun í brennidepli. Það skapaðist undarlegt ástand í morgun þegar þúsundir barna lentu í vandræðum í íslenskuprófinu. Spennan varð þeim mun meiri vegna þess að fyrir ári var eðli samræmdra prófa breytt án umræðu og þau gerð að inntökuprófum fyrir nokkra eftirsótta framhaldsskóla. Fram að því hafði prófunum verið ætlað annað og eðlisólíkt hlutverk við gæðamat á skólastarfi.

Nú krefjast nemendur, sem luku prófinu í dag, þess að prófið verði ekki endurtekið fyrir þá sem þurftu frá að hverfa. Röksemdin er einföld: Nemendur sem taka prófið aftur mæta til prófs með meiri upplýsingar um prófið en þeir sem tóku það í dag. Þá er ekki ólíklegt að kvíði og erfiðleikar við próftökuna í dag hafi haft áhrif. Þess vegna er auðvitað eðlilegast að henda þessu prófi og gera betur.

Ég hef skrifað um samræmd próf á hverju ári í mörg ár. Þau eru einfaldlega ekki nógu góð. Bæði vegna þess að prófin eru ekki nógu vel samin – en líka vegna þeirra áhrifa sem þau hafa á skólastarf. 

Ef við tökum íslensku sem dæmi þá er markmiðum íslenskukennslu lýst í lögum og námskrá. Á myndinni hér að ofan má sjá einhverskonar lýsingu á þeim nemanda sem talinn er hafa náð framúrskarandi tökum á íslensku við lok grunnskóla. Hann fær A við útskrift.

Ég held það séu engar ýkjur að samræmt próf í íslensku nái ekki (og reyni varla) að mæla annað en það sem ég hef sleppt því að lita yfir á myndinni. Þetta er í mesta lagi fjórðungur af námsmarkmiðum sem samræmd próf gera tilraun til að meta.

Nú ber að halda því til haga að starfsfólks Menntamálastofnunnar hefur ævinlega haldið því fram að samræmd próf séu aðeins einn liður í fjölbreyttu námsmati. Á þeim bænum hefur einnig verið lögð áhersla á að prófin eigi ekki að stýra námi: Það eigi raunar ekki að undirbúa nemendur sérstaklega undir þau. Þau eigi aðeins að mæla ákveðna þætti í því námi sem hvorteðer á að fara fram í skólanum.

Auðvitað er raunveruleikinn allt annar. Prófin eru stórkostlega stýrandi. Þrýstingur á slíka stýringu jókst verulega þegar þeim var fyrirvaralaust breytt í inntökupróf. 

Það skiptir engu þótt því sé síðan af og til haldið á lofti að prófin megi og eigi ekki að stýra skólastarfi. Allra síst þegar misvísandi skilaboð eru í loftinu og búið er að skipta Ingó veðurguði út fyrir nýrri módel sem hvetja eiga nemendur og kennara til að líta á próf sem keppni – sem auðvitað eigi að reyna að sigra.

Það er vinsælt að líkja námi við fótbolta þessi misserin. Ísland kemst núna reglulega á stórmót í fótbolta og því telja sumir að landið geti með sama hætti komist á stórmót í lestri eða stærðfræði.

Gott og vel. Látum eins og þessi samlíking sé ekki eins glötuð og hún er. Skoðum hvað liggur til grundvallar árangri okkar í fótbolta. 

Í fyrsta lagi eru það óvenju vel menntaðir og færir þjálfara. Síðan er það uppbygging innviða (það er varla til sá skóli sem ekki stendur við hliðina á battavelli og víða um land eru upphituð knattspyrnuhús). Þá þykir eðlilegt að foreldrar eyði mörgum klukkutímum í mánuði í að keyra börn á æfingar auk þess að mæta á mót um helgar og safna fyrir æfingaferðum til útlanda með regulegu millibili. 

Á sama tíma höfum við menntakerfi sem smám saman er að tapa öllum sínum „þjálfurum“. Innviðir eru að molna niður enda hafa framlög til menntamála dregist saman. Og foreldrar, sem eru dauðuppgefnir eftir allt of langa vinnuviku og eilíft skutl á æfingar, hafa sífellt minni tíma eða áhuga á að lesa fyrir börnin sín á kvöldin. 

Við getum margt lært af því sem gert hefur Íslendinga betri í fótbolta. Við getum jafnvel enn meira lært af því þegar við vorum verulega vond í fótbolta. Það sem einkenndi íslenskan fótbolta þegar landið gat ekki neitt var ofuráhersla á tæknilega einföld leikatriði, svosem að negla boltanum fram völlinn og hlaupa í ofboði á eftir honum. 

Það var ekki fyrr en fótboltinn á Íslandi fór að vaxa inn í flóknari og víðfemari svið íþróttarinnar að við fórum að geta eitthvað. Við eignuðumst stráka og stelpur sem voru það góð að þau voru yfir það hafin að spila bara einfaldan þumbarabolta.

Samræmd próf í íslensku eru kjörlendi þess einfaldasta og þumbaralegasta í íslensku. Jafnvel þótt við verðum góð í að taka þau getum við verið harla léleg. Alveg eins og Íslendingar voru einu sinni býsna góðir í því að vera lélegir í fótbolta.

Við eigum auðvitað að hafa miklu meiri metnað en það.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Þéna 714-föld laun fiskvinnslustarfsmanns en greiða lægra hlutfall í skatt
1

Þéna 714-föld laun fiskvinnslustarfsmanns en greiða lægra hlutfall í skatt

·
„Nauðgarar eru bara venjulegir menn“
2

„Nauðgarar eru bara venjulegir menn“

·
Bauð 35 þúsund króna byrjendalaun en gagnrýndi umræðu um félagsleg undirboð
3

Bauð 35 þúsund króna byrjendalaun en gagnrýndi umræðu um félagsleg undirboð

·
Jón Ásgeir var á „djöflamergnum“ og reyndi að fá Samherja inn í Stím
4

Jón Ásgeir var á „djöflamergnum“ og reyndi að fá Samherja inn í Stím

·
Leyndardómurinn um týndu konuna
5

Sif Sigmarsdóttir

Leyndardómurinn um týndu konuna

·
Fólkið í borginni: Reykjavík er orðin döpur borg
6

Fólkið í borginni: Reykjavík er orðin döpur borg

·
Karlar mótmæla lögum um þungunarrof: „Mér finnst það ógeðslegt“
7

Karlar mótmæla lögum um þungunarrof: „Mér finnst það ógeðslegt“

·

Mest deilt

Þéna 714-föld laun fiskvinnslustarfsmanns en greiða lægra hlutfall í skatt
1

Þéna 714-föld laun fiskvinnslustarfsmanns en greiða lægra hlutfall í skatt

·
„Nauðgarar eru bara venjulegir menn“
2

„Nauðgarar eru bara venjulegir menn“

·
Karlar mótmæla lögum um þungunarrof: „Mér finnst það ógeðslegt“
3

Karlar mótmæla lögum um þungunarrof: „Mér finnst það ógeðslegt“

·
Framsóknarflokkurinn tekur stökk í könnun, en Miðflokkurinn hrynur
4

Framsóknarflokkurinn tekur stökk í könnun, en Miðflokkurinn hrynur

·
Leyndardómurinn um týndu konuna
5

Sif Sigmarsdóttir

Leyndardómurinn um týndu konuna

·
Bauð 35 þúsund króna byrjendalaun en gagnrýndi umræðu um félagsleg undirboð
6

Bauð 35 þúsund króna byrjendalaun en gagnrýndi umræðu um félagsleg undirboð

·

Mest deilt

Þéna 714-föld laun fiskvinnslustarfsmanns en greiða lægra hlutfall í skatt
1

Þéna 714-föld laun fiskvinnslustarfsmanns en greiða lægra hlutfall í skatt

·
„Nauðgarar eru bara venjulegir menn“
2

„Nauðgarar eru bara venjulegir menn“

·
Karlar mótmæla lögum um þungunarrof: „Mér finnst það ógeðslegt“
3

Karlar mótmæla lögum um þungunarrof: „Mér finnst það ógeðslegt“

·
Framsóknarflokkurinn tekur stökk í könnun, en Miðflokkurinn hrynur
4

Framsóknarflokkurinn tekur stökk í könnun, en Miðflokkurinn hrynur

·
Leyndardómurinn um týndu konuna
5

Sif Sigmarsdóttir

Leyndardómurinn um týndu konuna

·
Bauð 35 þúsund króna byrjendalaun en gagnrýndi umræðu um félagsleg undirboð
6

Bauð 35 þúsund króna byrjendalaun en gagnrýndi umræðu um félagsleg undirboð

·

Mest lesið í vikunni

Þingmenn vilja að öryrki hljóti refsingu og greiði þeim bætur vegna „njósnaaðgerðar“
1

Þingmenn vilja að öryrki hljóti refsingu og greiði þeim bætur vegna „njósnaaðgerðar“

·
Raddir Lífar og Gunnlaugs heyrast í nokkrar mínútur
2

Raddir Lífar og Gunnlaugs heyrast í nokkrar mínútur

·
Kvörtun undan Helga Hjörvari snerist um ósæmilega hegðun eftir fund Norðurlandaráðs
3

Kvörtun undan Helga Hjörvari snerist um ósæmilega hegðun eftir fund Norðurlandaráðs

·
Þéna 714-föld laun fiskvinnslustarfsmanns en greiða lægra hlutfall í skatt
4

Þéna 714-föld laun fiskvinnslustarfsmanns en greiða lægra hlutfall í skatt

·
Konan sem Ágúst Ólafur áreitti stígur fram
5

Konan sem Ágúst Ólafur áreitti stígur fram

·
„Nauðgarar eru bara venjulegir menn“
6

„Nauðgarar eru bara venjulegir menn“

·

Mest lesið í vikunni

Þingmenn vilja að öryrki hljóti refsingu og greiði þeim bætur vegna „njósnaaðgerðar“
1

Þingmenn vilja að öryrki hljóti refsingu og greiði þeim bætur vegna „njósnaaðgerðar“

·
Raddir Lífar og Gunnlaugs heyrast í nokkrar mínútur
2

Raddir Lífar og Gunnlaugs heyrast í nokkrar mínútur

·
Kvörtun undan Helga Hjörvari snerist um ósæmilega hegðun eftir fund Norðurlandaráðs
3

Kvörtun undan Helga Hjörvari snerist um ósæmilega hegðun eftir fund Norðurlandaráðs

·
Þéna 714-föld laun fiskvinnslustarfsmanns en greiða lægra hlutfall í skatt
4

Þéna 714-föld laun fiskvinnslustarfsmanns en greiða lægra hlutfall í skatt

·
Konan sem Ágúst Ólafur áreitti stígur fram
5

Konan sem Ágúst Ólafur áreitti stígur fram

·
„Nauðgarar eru bara venjulegir menn“
6

„Nauðgarar eru bara venjulegir menn“

·

Nýtt á Stundinni

Bráðum (mjög fljótlega) koma blessuð jólin

Ása Ottesen

Bráðum (mjög fljótlega) koma blessuð jólin

·
Nýtir allt frá hala til heila hreindýrsins

Nýtir allt frá hala til heila hreindýrsins

·
Það sem ég hef lært af því að starfa á stríðshrjáðum svæðum

Það sem ég hef lært af því að starfa á stríðshrjáðum svæðum

·
Fólkið í borginni: Reykjavík er orðin döpur borg

Fólkið í borginni: Reykjavík er orðin döpur borg

·
Valdamesti maður heims lætur ritskoða Bangsímon

Valdamesti maður heims lætur ritskoða Bangsímon

·
Teiknaði fimmtíu tuskudýr á tveimur tímum

Teiknaði fimmtíu tuskudýr á tveimur tímum

·
Drykkjuveislur Stalíns

Illugi Jökulsson

Drykkjuveislur Stalíns

·
George H.W. Bush: Ræfilslegi njósnarinn sem varð forseti

George H.W. Bush: Ræfilslegi njósnarinn sem varð forseti

·
Að drepast

Sigurjón Kjartansson

Að drepast

·
„Nauðgarar eru bara venjulegir menn“

„Nauðgarar eru bara venjulegir menn“

·
Leyndardómurinn um týndu konuna

Sif Sigmarsdóttir

Leyndardómurinn um týndu konuna

·
Þéna 714-föld laun fiskvinnslustarfsmanns en greiða lægra hlutfall í skatt

Þéna 714-föld laun fiskvinnslustarfsmanns en greiða lægra hlutfall í skatt

·