Blogg

Svör Hjördísar Albertsdóttur, Norðlingaskóla

Hver telur þú stærstu forgangsmálin í þróun skóla- og kjaramála næstu tvö ár?


Í skólamálum á vinnumatið að vera í algjörum forgangi, þ.e. niðurfelling þess. Vinnumatið er heftandi fyrir kennara að mestu leyti, steypir vinnu of margra í sama mót og gerir bæði skólaþróun (grundvöll alls skólastarfs) og teymisvinnu sérlega þunga í vöfum, þar sem kennarar og teymi hafa lítið svigrúm til að haga vinnu eftir eigin höfði og eru bundin í fjötra mínútutalningar. Hér þyrfti að viðurkenna mistök og afnema það.

Hvað kjaramál varðar þarf fyrst og fremst að rífa kennara úr Salek. Þó svo samninganefnd okkar viðurkenni ekki að við séum innan Saleks ætla sveitarfélögin einungis að semja innan þess ramma. Það eigum við ekki að samþykkja. Salek tryggir áframhaldandi launalægð kennara þar sem engar raunverulegar leiðréttingar verða á launum heldur einungis tilfærslur á peningum innan kerfisins. Salek er okkar raunveruleiki næsta árið og þeim raunveruleika þurfum við að brjótast út úr með næstu samningum.


Hvaða tækifæri telur þú að mikilvægt sé að grípa í skóla- og kjaramálum?

Mikil umræða hefur skapast í þjóðfélaginu um kennara og kennarastarfið á síðustu misserum. Þjóðin er orðin meðvituð um kennararskort og þá yfirvofandi hættu sem steðjar að íslensku skólakerfi með brottfalli kennara, hækkandi meðalaldri og lítilli nýliðun. Við þurfum að finna leiðir til  að virkja þessa þjóðarmeðvitund með okkur í baráttunni, bæði hvað varðar kjara- og skólamál.

Hvaða ógnunum telur þú okkur standa frammi fyrir í skóla- og kjaramálum?


Í kjaramálum er Salek okkar helsti dragbítur og hann verður að skera frá. Sífelldar kjaradeilur eru lýjandi fyrir kennara og þreytandi fyrir þjóðina. Hér þarf leiðréttingu launa og það strax!


Hækkandi meðalaldur kennara, nýliðaskortur og brottfall yngri kennara hafa veruleg áhrif á skólakerfið, -þróun og gæði skólastarfsins. Einnig gerir sífelldur niðurskurður vinnu kennara oft erfiða og neikvæð umræða myndast innan stofnana og um stofnanir.

Hver er afstaða þín til vinnumats? Hvers vegna?

Afstöðu minni til vinnumatsins eru gerð skil í spurningu 1.

Telur þú að breyta þurfi áherslum í starfi KFR og þá hvernig?

 

Já.


KFR hefur hvorki verið sýnilegt né beitt sér í þágu félagsmanna á erfiðum tímum og allra síst núna í baráttunni fyrir og eftir síðustu samninga.  


KFR þarf að vera sýnilegra á allan hátt og þá sérstaklega með eflingu samstöðu og stuðningi við kennara Reykjavíkurborgar.

 

Nú hefur stjórnun FG og KÍ verið nokkuð umdeild síðustu misseri. Hver er afstaða þín til stjórnunar og starfsemi hinna stóru aðildarfélaga kennara?


Hvorki stjórn FG né KÍ hafa staðið sig sem skyldi. Félögin virðast grafa sig í sandinn og þá sérstaklega þegar erfið staða kemur upp. Félögin eiga að vera öryggisnet kennara, vera í forsvari, koma fram af heiðarleika, styðja og standa við bakið á þeim og svara fyrir þá þegar á þá hallar í ósanngjarni umræðu. Ekkert af þessu virðist vera á þeirra verkefnalista.


Er eitthvað annað sem þú vilt koma á framfæri?


Síðustu helgi tók ég þá ákvörðun að segja starfi mínu sem kennari lausu og snúa til annarra starfa. Hér með dreg ég því framboð mitt til trúnaðarstarfa fyrir KFR til baka.

 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Viðtal

Beitt trúarlegu ofbeldi í tíu ár

Fréttir

Frambjóðandi sló son sinn: „Þú veist að þú áttir þetta skilið“

Fréttir

Berst gegn umgengnistálmunum en hélt sjálfur barni frá móður þess

Fréttir

Rekinn úr Karlalistanum vegna fréttar Stundarinnar

Greining

Svona verður Eyþór Arnalds borgarstjóri

Leiðari

Hér er engin spilling

Mest lesið í vikunni

Fréttir

Kosningapróf Stundarinnar opnað

Viðtal

Beitt trúarlegu ofbeldi í tíu ár

Pistill

Heiftarlegt uppgjör launafólks og stjórnmálaelítunnar framundan

Fréttir

Frambjóðandi sló son sinn: „Þú veist að þú áttir þetta skilið“

Fréttir

Kvartar yfir að „þurfa að sitja alltaf undir því að Sjálfstæðisflokkurinn sé einhver spillingarflokkur“

Fréttir

Ríkislögreglustjóri heimilaði lífvörðum sona forsætisráðherra Ísraels að koma með skotvopn inn í landið