Þessi færsla er meira en 7 ára gömul.

Stjórnmálamenn missa tökin á Reykjavík og sjálfum sér

Í grundvallaratriðum er ég sammála Björk Vilhelmsdóttur um það að lært hjálparleysi sé óþolandi ástand. Ég er að vísu hjartanlega ósammála henni um að það sé hlutverk stuðningsaðila að „sparka í rassinn“ á fólki sem búið er að gefast upp. Mér finnst svona tal ósköp innantómur töffaraskapur. Það er munur á því að tala hreint út og af yfirlæti; og það er munur á því að toga fólk af stað og styðja við það. Sé fólk komið í þá stöðu að ekkert hjálpar því nema meðferð sem best verður lýst með ofbeldisyrðingum hefur eitthvað voðaástand verið látið ganga of langt.

Ég er svosem ekkert hissa á því að Björk hætti hjá borginni. Ég er svolítið hissa samt á því að hún hætti vegna þess að henni finnst hún hafa brugðist í því að svelta ákveðna hópa fólks til hlýðni. Ég hefði orðið minna hissa ef hún hefði hætt þegar ljóst varð endanlega hvílíkur yfirgangur og rugl flutningur ferðaþjónustu fatlaðra varð undir hennar stjórn og annarra. Ég hefði trúað á það samviskubit. Og þótt mannsbragur að því. 

Mér finnst semsagt eðlilegasti hluti í heimi að yfirmenn mennta- og velferðarmála hjá borginni taki pokann sinn. Þeir hafa misst tökin. Það er ekki eftirsóknarvert hlutverk að þurfa að horfast í augu við það að stærsta og voldugasta sveitarfélag landsins ræður ekki lengur við að halda úti grunnþjónustu. 

Yfirmaður menntamála hjá borginni er líka að láta sig hverfa þessa dagana svo lítið beri á. Undir hans stjórn hefur tekist að knésetja sveitarfélagið. Reykjavík er orðin ábendingarskilgreining um ónýta forystu í menntamálum á landsvísu. Velferðarsvið var löngu orðið sér til háðungar.

Bæði svið bregðast við háðung sinni með því að leita blóraböggla. Björk bendir á aumingja – og kennara. Hún segir að til kennara þurfi að gera meiri kröfur. Þeir hafi fengið stórkostlegar launahækkanir sem þeir hafi ekki verðskuldað. Hún vill sparka í rassinn á þeim líka.

Fyrir þá sem á annað borð hafa einhverja nennu á því að grafast fyrir um hinar stórkostlegu launahækkanir þá er þetta hér ekki verri upphafsstaður en hver annar. Þetta er myndræn framsetning á fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2015. Þar er samanburður við árin 2013 og 2014. Ef smellt er á Skóla- og frístundasvið sést glögglega að hin himinháa launahækkun kennara er alls engin hækkun. Hana stóð til að greiða nær eingöngu með því að flytja yfirvinnu inn í grunnlaun – og sparkið sem Björk vill gefa kennurum í rassinn – snýst um að sparka yfirvinnuverkefnum inn í dagvinnuna. Og borga þá sömu laun fyrir sömu vinnu.

Fulltrúar í Skóla- og frístundaráði virðast í alvöru trúa því að þeir hafi gefið kennurum launahækkanir og vísa í tölur sem sanna eiga aukin útgjöld í málaflokkinn. Þeir sem skoða áætlunina sjá strax að nær öll hækkunin felst í því að nú á að reyna að skila aftur fjármunum sem stolið var frá sérkennslubörnum á síðustu misserum. Börnin sem stóðu höllustum fæti tóku á sig mestu fórnirnar í síðustu hagræðingu. Það er óþægileg tilhugsun . Kannski gáfust þau mörg upp eins og borgin gafst upp á þeim. Þá er nú gott til þess að hugsa að einhver sé tilbúinn að sparka í þau og segja þeim að þau séu aumingjar. Þau batna eflaust við það.

Reykjavíkurborg getur sem sagt ekki lengur sinnt mennta- og velferðarmálum. Yfirmenn málaflokkanna eru að forða sér í burtu. Undir yfirborðinu er allt í kalda kolum. Fjöldi fólks hefur nú unnið á sviðunum í gegnum geggjaðan niðurskurð og margar vondar ákvarðanir frá miðstjórnarvaldinu – og nú skera þessi tvö svið sig algjörlega frá öðrum. Álag á starfsfólk er orðið svo yfirgengilegt að heilsa starfsmanna er farin að bila. Langtum fleiri tapa heilsu á að vinna fyrir borgina að mennta- og velferðarmálum en eðlilegt getur talist eða tíðkast á öðrum sviðum. Vísbendingar um þetta má líka sjá í áætluninni hér að ofan.

Borgin hefur þess vegna sett sér markmið og stefnu sem lúta að heilbrigði starfsmanna. Nú var að byrja átak sem felst í því að gera fólki eins erfitt fyrir að verða veikt og mögulegt er. Sé maður veikur þarf maður að fara yfir ýmsar nýjar hindranir sem áður voru ekki til staðar. Og ef maður verður svo óheppinn að missa börnin sín eða maka er ætlast til þess að maður glími við það í eigin orlofstíma eða taki sér launalaus leyfi.

Það þarf nefnilega að sparka stundum í fólk. Hver veit, kannski væru menn annars bara heima að tjilla og reykja gras í góðum fílíng.

Vitlaust fólk hefur gjarnan þann háttinn á að reyna að laga bilaða vél með því að sparka í hana eða lemja. Það virkar auðvitað ekki. Það getur samt skapað hjá manni þá tilfinningu að maður sé að gera eitthvað í málinu. Stundum skröltir vélin aftur í gang og gengur í smá tíma. Svo bilar hún aftur en þá lemur maður bara aftur. Svona heldur þetta áfram þar til vélin er endanlega ónýt eftir einhverja samsuðu þess sem upphaflega var að og þess skaða sem maður sjálfur hefur valdið.

Þannig er Reykjavík núna. Stjórnmála- og embættismenn sitja á brún fílabeinsturnsins síns og láta höggin dynja á byggingunni fyrir neðan sig. Skilja svo ekkert í því að byrjað er að rjúka úr öllu saman.

Lærð uppgjöf er raunar stórmerkilegt fyrirbæri. Það er fáránleg einföldun að kalla hana aumingjaskap. Það er líka fáránlega vitlaust að ætla að lækna hana með fautaskap. Leiðin úr slíku ástandi snýst um að gefa fólki trú á að það geti vaxið við áskoranir. Þar skiptir hreinskilni máli. En eitt megineinkenni lærðrar uppgjafar er að jafnvel þótt aðstæður breytist eykst sjálfsbjargarviðleitnin ekki neitt. Það þarf að ganga ansi langt til að svelta þann sem gefist hefur upp úr aðgerðaleysinu. Svo langt raunar að slíkt getur ekki talist annað en ómannúðleg meðferð. Enda er hún ólögleg. Mannleg reisn er enn varin að einhverju leyti í lögum, þótt þjösnar telji það þvælast fyrir þeim.

Eina leiðin til að fara mannúðlega og löglega að því að byggja upp brotið fólk er að sinna því áður en skaðinn skeður – í stað þess t.d. að skera burt allt fjármagn til sérkennslu. Ef fólk er viðkvæmt og þarf þjónustu þarf að tryggja að maður hafi yfir að ráða hæfu, nærgætnu og upplýstu starfsfólki – í stað þess t.d. að reka þá hæfu og hrúga öllum verkefnum yfir á fullkomlega vanhæfa strætóforstjóra. Ef koma þarf fólki út úr óþolandi aðstæðum þarf að opna dyr – í stað þess að sparka því fram af svölum.

Hér er eitt ráð til borgaryfirvalda. Ráð sem ég gaf þeim fyrir nokkrum árum þegar ljóst var hvert stefndi: Hættið að koma fram við fólk, hvort sem það eru starfsmenn eða skjólstæðingar, sem tölur í excelskjölum. Stillið ykkur um að beita afli og draga til ykkar völd. Valdeflið þá sem sitja skör fyrir neðan ykkur og hvetjið þá til að gera það sama. Hættið að láta sóa starfsorku ykkar og vitsmunum með endalausum fundum og skýrslum sem hafa í raun það hlutverk að deyfa ykkur og koma í veg fyrir að þið hrindið nokkru í verk. Hættið að fela ykkur á bak við Star Wars hettur og vöfflujárn þegar þið eigið samskipti við fólkið – og verið ekki hrædd við þá sem þið þjónið. Stillið ykkur um að gera annað fólk að blórabögglum þegar þið bregðist. Ef þið standið ykkur að því að leita blóraböggla reynið þá að minnsta kosti að stilla ykkur um að sparka í þá. 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Stefán Snævarr
1
Blogg

Stefán Snævarr

Björn Jón sem álits­gjafi

Ég hef mik­ið álit á álits­gjaf­an­um Birni Jóni Braga­syni. Hann er góð­ur penni, mál­efna­leg­ur og rök­fast­ur. Ekki síst er hann bend­ir á aga­leysi Ís­lend­inga, á virð­ing­ar­leysi fjölda  þeirra fyr­ir móð­ur­mál­inu og ágæti þess að kunna þýsku. Hon­um mæl­ist líka vel þeg­ar hann seg­ir að í Rus­hdie­mál­inu hafi alltof marg­ir álits­gjaf­ar þag­að af ótta við að telj­ast órétt­hugs­andi. Og þeg­ar...
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
2
Blogg

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

Eystra­salts­rík­in: Mál­stað­ur þeirra er okk­ar

Fyr­ir skömmu komu for­set­ar þjóð­anna við Eystra­salt­ið; Lett­lands, Lit­há­ens og Eist­lands hing­að til lands til að fagna því að 30 (31) ár voru lið­in frá því að þau öðl­uð­ust frelsi og losn­uðu und­an járn­hæl Sov­ét­ríkj­anna (1922-1991). Ís­land tók upp stjórn­mála­sam­band við rík­in þrjú þann 26.ág­úst ár­ið 1991. Þá var yf­ir­stað­in mis­heppn­uð vald­aránstilraun gegn þá­ver­andi leið­toga Sov­ét­ríkj­anna, Mikail Gor­bat­sjov, en hann lést 30.8 2022. Ís­land, með þá­ver­andi...
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
3
Blogg

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

Raf­magn­að­ar kosn­ing­ar í Sví­þjóð 11.sept­em­ber?

Raf­magns­kosn­ing­arn­ar? Kannski verð­ur það nafn­ið sem þing­kosn­ing­arn­ar ár­ið 2022 í Sví­þjóð verða kall­að­ar í sögu­bók­um fram­tíð­ar­inn­ar, sem fara fram næsta sunnu­dag, 11. sept­em­ber. Það er að sjálf­sögðu vegna stríðs­ins í Úkraínu og þeirra hrika­legu hækk­ana á orku­verði sem nú tröll­ríða Evr­ópu. Marg­ir Sví­ar eru komn­ir að sárs­auka­mörk­um varð­andi raf­orku­verð og það mik­ið rætt í kosn­inga­bar­átt­unni. En það er fleira sem...
Stefán Snævarr
4
Blogg

Stefán Snævarr

ÞRjÚ MEG­IN­VERK HUNDRAÐ ÁRA: Tractatus, Ulysses og The Waste Land

Á þessu ári eru hundrað ár lið­in síð­an þrjár af áhrifa­mestu bók­um síð­ustu ára­tuga komu út. Fyrsta skal fræga telja skáld­sögu James Joyc­se Ulysses, þá ljóða­bálk T.S.Eliots The Waste Land og að lok­um heim­spekiskruddu Ludwigs Witt­genstein, Tractatus Logico-Phi­losophicus. Tractatus eða lógíska ljóð­ið Síð­ast­nefnda rit­ið kom strangt tek­ið út ári fyrr, þá á þýska frum­mál­inu Log­isch-phi­losophische Abhandl­ung. En fræg­ust varð hún...

Nýtt á Stundinni

Sjómaður í leit að föður sínum
Viðtal

Sjómað­ur í leit að föð­ur sín­um

Mika­el Tam­ar Elías­son er 36 ára þriggja barna fað­ir, vél­stjóri og skáld í leit að blóð­föð­ur sín­um. Hann ólst upp hjá ömmu sinni fyr­ir vest­an, missti ætt­ingja sína í bruna 15 ára gam­all og týndi sjálf­um sér í vímu­efna­neyslu um tíma. Sjór­inn lokk­ar og lað­ar en hann lenti í hættu þeg­ar brot skall á bát­inn.
Hafnaði peningum og fylgdi áhuganum
Fólkið í borginni

Hafn­aði pen­ing­um og fylgdi áhug­an­um

Ei­rík­ur Hilm­ar Ei­ríks­son þurfti að velja á milli pen­ing­anna og áhug­ans á sagn­fræði. Sagn­fræð­in sigr­aði að lok­um.
Þarf að tala um vændi sem ofbeldið sem það er
Viðtal

Þarf að tala um vændi sem of­beld­ið sem það er

Þeg­ar kona sem var sam­ferða henni í gegn­um hóp­astarf Stíga­móta fyr­ir­fór sér ákvað Eva Dís Þórð­ar­dótt­ir að stíga fram og segja frá reynslu sinni af vændi. Bæði til að veita þo­lend­um von um að það væri leið út úr svart­nætt­inu en líka til að vekja sam­fé­lag­ið til vit­und­ar, reyna að fá fólk til að taka af­stöðu og knýja fram að­gerð­ir. Af því að lifa ekki all­ir af. Og hún þekk­ir sárs­auk­ann sem fylg­ir því að missa ást­vin í sjálfs­vígi.
Vill allt að tveggja ára fangelsi við því að vera drukkinn á rafhlaupahjóli
Fréttir

Vill allt að tveggja ára fang­elsi við því að vera drukk­inn á raf­hlaupa­hjóli

Sig­urð­ur Ingi Jó­hanns­son inn­viða­ráð­herra vill að börn­um und­ir þrett­án ára verði bann­að að nota raf­hlaupa­hjól og að allt að tveggja ára fang­elsi liggi við því að aka slíku far­ar­tæki und­ir áhrif­um áfeng­is. Í sama frum­varpi eru reiðstíg­ar skil­greind­ir fyr­ir bæði knapa og gang­andi.
Afleiðingar kynferðisofbeldis og veikindi orsökuðu alvarlegt fæðingarþunglyndi
Reynsla

Af­leið­ing­ar kyn­ferð­isof­beld­is og veik­indi or­sök­uðu al­var­legt fæð­ing­ar­þung­lyndi

Með­ganga Lís­bet­ar Dagg­ar Guðnýj­ar­dótt­ur ein­kennd­ist af gríð­ar­legri van­líð­an bæði and­lega og lík­am­lega. Af­leið­ing­ar þess­ar­ar miklu van­líð­an­ar urðu til þess, að mati Lís­bet­ar, að hún átti í mikl­um vand­ræð­um með að tengj­ast ný­fæddri dótt­ur sinni og glímdi í kjöl­far­ið við heift­ar­legt fæð­ing­ar­þung­lyndi.
Lísbet Dögg - „Ég mun ekki eiga neitt líf eftir þetta“
Eigin Konur#107

Lís­bet Dögg - „Ég mun ekki eiga neitt líf eft­ir þetta“

Lís­bet varð ólétt 19 ára og eign­að­ist barn­ið fjór­um dög­um fyr­ir út­skrift en hún út­skrif­að­ist úr FSu. Hún varð fyr­ir kyn­ferð­isof­beldi sumar­ið fyr­ir frama­halds­skóla og var með ger­and­an­um í skóla hálfa skóla­göng­una “Ég þurfti að setja fé­lags­líf­ið mitt á pásu af því að hann var þarna” seg­ir Lís­bet í þætt­in­um og seg­ir FSu ekki hafa tek­ið á mál­inu og hún hafi þurft að mæta ger­anda sín­um á göng­un­um. Lís­bet var greind með þung­lyndi, kvíða og áfall­a­streiturösk­un og í kjöl­far­ið varð hún ólétt 19 ára. „Ég grét alla daga útaf van­líð­an og ég náði ekki að tengj­ast stelp­unni minn […] Mér fannst hún eig­in­lega bara fyr­ir,“ Seg­ir hún í þætt­in­um og bæt­ir við að henni hafi lið­ið eins og hún væri öm­ur­leg móð­ir. „Þeg­ar ég var bú­in að fæða að þá fékk ég ekki þessa til­finn­ingu að ég væri glöð að sjá barn­ið mitt, hún var lögð á bring­una á mér og ég hugs­aði bara: hvað nú?“
Eru Íslendingar Herúlar?
Flækjusagan#50

Eru Ís­lend­ing­ar Herúl­ar?

Ill­ugi Jök­uls­son var spurð­ur í Bón­us einu sinni, og síð­an á Face­book, hvenær hann ætl­aði að skrifa um Herúla­kenn­ing­una. Ekki seinna en núna!
Brim kaupir veiðiheimildir og frystitogara af forstjóranum
Fréttir

Brim kaup­ir veiði­heim­ild­ir og frysti­tog­ara af for­stjór­an­um

Út­gerð­ar­fé­lag Reykja­vík­ur, sem er að uppi­stöðu í eigu Guð­mund­ar Kristjáns­son­ar, for­stjóra Brims, hef­ur selt Brimi veiði­heim­ild­ir og frysti­tog­ara í 12,7 millj­arða króna við­skipt­um. Fé­lög­in, sem ekki eru tengd­ir að­il­ar sam­kvæmt fisk­veið­i­stjórn­un­ar­lög­um, hafa áð­ur átt í millj­arða við­skipt­um til að koma Brimi und­ir há­marks­þak veiði­heim­ilda.
Allt hefur merkingu, ekkert hefur þýðingu
MenningHús & Hillbilly

Allt hef­ur merk­ingu, ekk­ert hef­ur þýð­ingu

Á sýn­ingu sinni bein­ir mynd­list­ar­kon­an Jóna Hlíf at­hygl­inni að áferð orð­anna, þeim hluta tungu­máls­ins og mót­un­ar þess, sem fer fram á óræðu svæði milli skynj­un­ar og hugs­un­ar.
Björk útskýrir hvers vegna hún sakar Katrínu um óheiðarleika
Fréttir

Björk út­skýr­ir hvers vegna hún sak­ar Katrínu um óheið­ar­leika

Björk Guð­munds­dótt­ir lagði til við nátt­úru­vernd­arsinn­ann Grétu Thun­berg að ræða við Katrínu Jak­obs­dótt­ur for­sæt­is­ráð­herra áð­ur en þær héldu blaða­manna­fund með áskor­un um að lýsa yf­ir neyð­ar­ástandi í um­hverf­is­mál­um. Orð Katrín­ar sann­færðu þær um að það væri óþarft, en Björk seg­ir hana hafa sýnt óheið­ar­leika.
Hvað eru hryðjuverk?
FréttirHryðjuverkaógn á Íslandi

Hvað eru hryðju­verk?

Aldrei áð­ur hef­ur lög­regla ráð­ist í að­gerð­ir vegna gruns um hryðju­verka­ógn á Ís­landi. Lífs­tíð­ar­fang­elsi get­ur leg­ið við hryðju­verk­um, sam­kvæmt ís­lensk­um lög­um.
Grunur um tengsl við norræna hægri öfgahópa
FréttirHryðjuverkaógn á Íslandi

Grun­ur um tengsl við nor­ræna hægri öfga­hópa

Ís­lend­ing­arn­ir fjór­ir sem hand­tekn­ir voru í gær grun­að­ir um að skipu­leggja hryðju­verka­árás hér á landi eru tald­ir hafa tengsl við nor­ræna hægri öfga­hópa. Fjöldi hálf­sjálf­virkra skot­vopna voru gerð upp­tæk í að­gerð­um gær­dags­ins.