Auglýsingin hverfur eftir stutta stund...
Loka

Blogg

Sálir forsetafrúa og fleira fólks

Afar áhugavert er að lesa í þjóðmál með því að skoða hlutverk eiginmanna og -kvenna þjóðarleiðtoga. Alræmdur um þessar mundir er munurinn á fyrrverandi og núverandi eiginkonu Bandaríkjaforseta. Sá munur held ég segi þónokkuð um andlega heilsu bandarísku þjóðarsálarinnar. Það er varla tilviljun að Leyniþjónusta Bandaríkjanna notar kenninöfnin Mógúllinn um forsetaófétið og Músan um forsetafrúna. 

Eitt af fjölmörgu sem vakið hefur athygli í þessu sambandi eru tilraunir til að láta líta svo út sem núverandi forsetafrú BNA sé meira eða betur menntuð en raun ber vitni. Slóvenskir rannsóknarblaðamenn voru fljótir að benda á að prófgráður sem forsetafrúin (þá tilvonandi) skreytti sig með væru hugarburður einn. Nokkuð sem seint mun teljast til stærri afreka í rannsóknarblaðamennsku því háskólinn sem gráðurnar voru sagðar frá er hreinlega ekki til. 

Nú ætla ég ekki að halda því fram að háskólagráður geri nokkurn mann betri eða verri að upplagi. Það er aðeins hnýsilegt að það að ljúga til um menntun maka hefur lengi verið eftirlætisiðja almannatengla vafasamra stjórnmálamanna og forystufólks.

Michelle Obama rann í gegnum skólakerfið eins og heitur hnífur gegnum smjör enda augljóslega gædd miklum námsgáfum. Melania Trump gafst upp eftir eitt ár í Háskólanum í Ljubljana. Eina háskólagráðan sem hún skartar er sú sem login var upp á hana í kosningabaráttunni. Þar með er hún komin í hóp með ekki ómerkari konum en Elenu Ceausescu, Grace Mugabe og Ri Sol-ju svo örfáar séu nefndar.

Þann tíma sem Ceausescuhjónin drottnuðu yfir Rúmeníu var hópur vísindamanna neyddur til að skrifa ritgerðir til að Elena gæti staðið undir nafni sem virtasti doktor landsins í efnafræði. Raunin var auðvitað sú að hún var alls enginn efnafræðingur. Hún var rekinn úr skóla með skömm fyrir tilraun til svindls skömmu eftir grunnskólapróf. 

Grace Mugabe er félagsfræðidoktor frá háskólanum í Simbabve. Þann titil fékk hún út á doktorsritgerð sem aldrei var skrifuð.

Ri Sol-ju er eiginkona einræðisherra Norður-Kóreu. Hennar bakgrunnur er í skemmtanageiranum. Það þykir hinsvegar ekki nógu fínt og leyniþjónusta landsins leggur hald á og eyðir öllum upptökum af list hennar. Sagan segir að hún sé doktorsnemi í raungreinum við Kil Il-sung háskólann í Pyongyang.

 

Fúlmennin Hitler og Stalín knúðu kærustur sínar til sjálfsvíga (jafnvel fleiri en eina). Eleanor Roosevelt var skörungur og forsetajafnoki. Á sínum tíma var útbreidd sú hugmynd að Hillary væri heilinn í hjónabandi Clintonhjónanna (augljóst er hvaða líffæri Bill var). Betty Ford og Rolalind Carter létu mjög að sér kveða í geðheilbrigðismálum. Þá væri hægt að ræða lengi og mikið um Asma al-Assad sem var hrifinn inn í hlutverk forsetafrúar í Sýrlandi þegar hún var að hefja MBA-nám við Harvard. Áður lauk hún bæði námi í tölvunarfræði og frönskum bókmenntum og starfaði við góðan orðstír í alþjóðlega fjármálageiranum.

Íslensk samtímasaga er að miklu leyti máluð með skærum litum eiginkvenna fyrirmenna. Fyrri eiginkona síðasta forseta var rómuð fyrir glæsileik og reisn. Sú seinni var lengst af dáð fyrir frjálslega framhleypni. Nú situr á Bessastöðum dáð og vinsæl forsetafrú. 

Makar forsætisráðherra segja líka sínar sögur. Eiginkona Jóhönnu er landsþekktur rithöfundur. Samband þeirra fór þó ekki hátt fyrr en eftir að Jóhanna lét af embætti. Eiginkona Sigmundar var mjög rómuð af mannkostum, þó aðallega af Sigmundi sjálfum. Í hugum almennings hafði hún alltaf á sér ímynd hins nýríka Íslendings sem dró á eftir sér seðlabúntin inn í hinn skuggalega heim þeirrar alþjóðlegu fjármálaóreiðu sem braut hér og bramlaði alla innviði. Eiginkona núverandi forsætisráðherra hefur núna stigið á stokk sem frekar yfirborðskenndur lífsstílsspekúlant í sjónvarpi. 

Bæling, brask og íburður. Ef skrifa ætti sögu íslensku þjóðarinnar gegnum maka valdamestu manna þjóðarinnar síðasta áratuginn eða svo þá væru þetta ansi lýsandi þemu. Þessi þemu gætu líka staðið ein og sjálf og verið ljómandi góð lýsing á þroska (eða þroskaleysi) þjóðarinnar almennt. 

Það segir líka sína sögu að með einni undantekningu hefur í seinni tíð ekki verið gerð ein einasta tilraun til að ljúga upp á fyrirmenni eða maka þeirra menntun. Samt er reynt að hamra því inn í hausinn á okkur að þetta fólk hafi gríðarlegt vit á viðskiptum, peningum, stíl og íburði. Oftar en ekki með augljóslega broguðum sönnunargögnum.

Ég held að þjóðarsálinni sé í dag kannski hvergi betur lýst en svo að hún nenni ekki einu sinni að ljúga upp á sig menntun. 

 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Pistill

Áskorun um #strákahitting

Leiðari

Óvinir valdsins

Fréttir

Bjarni um viðskipti með Sjóvá sem fóru til saksóknara: „Mér líst mjög vel á þetta mál“

Pistill

Þorum við að vera við?

Fréttir

Fékk nóg af hagræðingartali ráðherra: „Við erum hér alla daga að reyna gera okkar besta“

Fréttir

Sagðist sjálfur hafa greitt skuldirnar sem faðir hans yfirtók

Mest lesið í vikunni

Fréttir

Lögbann á frekari umfjöllun um viðskipti forsætisráðherra

Fréttir

Faðir Bjarna Benediktssonar greiddi upp skuldir hans vegna áhættuviðskipta

Pistill

Það sem Sjálfstæðisflokkurinn vill ekki að þú vitir um húsnæðismál

Pistill

Áskorun um #strákahitting

Pistill

Baráttan við TR-kerfið – mig grunaði aldrei hversu niðurlægjandi hún yrði

Leiðari

Óvinir valdsins