Blogg

Jóga í skólum

Nokkuð viðtekin er sú skoðun að leik- og grunnskóli skuli vera hlutlaus um álitamál og sérstaklega trúmál. Ítrustu kröfur um slíkt eru þó öldungis óraunhæfar. Í skólum er rekinn áróður í málum er varða allt milli himins og jarðar; frá umferðarfræðslu til kynfræðslu. 

Ég er ósammála því að hlutleysi eigi að vera í forgrunni skólastarfs á svipaðan hátt og er er efasemdarmaður um það að dauðhreinsun stuðli að öflugu ónæmiskerfi. Þar með er auðvitað ekki sagt að bera eigi skít og sóttkveikjur í börn. 

Þau sveitarfélög sem ákveðið hafa einstrengingslega hlutleysisstefnu í trúmálum eru farin að lenda í bobba.  Þannig hafa t.d. bæði Akureyrarbær og Reykjavíkurborg tekið ákvarðanir sem ákveðnum hópi trúaðra þykja til marks um þöggun eða útskúfun. 

Þessum sama hópi mislíkar það mjög að í skólum þessara sveitarfélaga fari fram markviss jógakennsla með börnum. 

Nú er rökstuðningur gegn jógaiðkun ansi langsóttur. Hann felst í þeirri hugmynd að jóga sé hluti af trúarlífi og að með ástundun þess geti fólk af öðrum trúarbrögðum fjarlægst sína eigin guði. Þá mislíkar einhverjum jóga vegna þess að þar séu ástunduð hjávísindi. Börnum sé kennd þvæla um ímyndaðar orkustöðvar í líkamanum sem enga stoð eigi sér í raunveruleikanum.

 

Samtök eru starfandi sem stefna að enn frekari landvinningum jógakennslu í grunnskólum. Þá hafa verið skrifaðar námsritgerðir í menntavísindum sem færa rök fyrir gagnsemi slíkrar iðkunar. Jóga er í mikilli sókn í skólakerfinu – eins og raunar í samfélaginu öllu.

Strangt til tekið stangast jógaiðkun á við kröfur um hlutleysi. Skiptir þá engu máli hvort hægt sé að sýna fram á andlegan eða líkamlegan ávinning. Meðal annars þess vegna er reynt að tipla á tám í kringum viðfangsefnið. Annað hvort með því að hafa ekki hátt um það – eða með því að ritskoða kennsluna og gæta þess að hlutirnir séu ekki orðaðir á of ögrandi hátt. Slíkt er þó hvítþvottur.

Í kjarna sínum snýst þetta mál ekki um það hvort lækki blóðþrýsting hraðar, bænir eða möntrur. Það snýst um það að grunnskóli er samfélagslegur suðupottur. Það eykur víðsýni og umburðarlyndi að gefa börnum innsýn í stærri menningarheim en þann sem tíðkast við eldhúsborðið heima hjá þeim. Ef allt er skorið út nema hið óumdeilda þá sitjum við uppi með dauðhreinsaða útgáfu af samfélaginu og kynslóð fólks sem elst upp með ofnæmi fyrir öðru fólki.

 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Fréttir

Vilhjálmur fékk 3,4 milljónir endurgreiddar – Þingmenn hæðast að umræðunni

Fréttir

Kölluð kellingartussa og negri

Viðtal

„Neita að eyða allri ævinni í að vinna fyrir einhvern steinkassa“

Viðtal

Keypti brúðarkjól og bað Guð um mann

Fréttir

Guðmundur rak Sif í kjölfar umfjöllunar um bætur til brotaþola

Listi

Fimm réttir úr fortíð og nútíð

Mest lesið í vikunni

Fréttir

Vilhjálmur fékk 3,4 milljónir endurgreiddar – Þingmenn hæðast að umræðunni

Fréttir

Stjórnun kynferðisbrotadeildar ábótavant – Sigríður skipti yfirmanni út fyrir stjórnanda með minni reynslu af rannsókn kynferðisbrota

Fréttir

Borgarstjórinn vísaði Eyþóri Arnalds af fundi í Höfða

Fréttir

Ferðaþjónustubændur í máli við Íshesta

Pistill

Karlar að spara okkur pening

Fréttir

Kölluð kellingartussa og negri