Maurildi

Gripið í tauma kennaranna

Gripið í tauma kennaranna

Kennarar hafa notið gríðarlegrar velvildar í kjarabaráttu sinni síðustu daga. Stjórnendur, foreldrar og almenningur hefur skilning á stöðunni og þeim skilaboðum hefur verið komið mjög skýrt á framfæri við sveitarfélög að þau beri ábyrgð á að leysa málin.

Það er því freistandi að spyrja sig að því hvert vandamálið sé. Af hverju er þessi dýrmæta stétt í svona vondum málum ef hún nýtur svona mikils stuðnings?

Raunin er auðvitað sú að þótt það blasi ekki við á yfirborðinu þá er undir því við næstum ofurefli að etja.

Í þrígang hafa kennarar verið minntir á það í kjarabaráttu sinni nú nýlega að þeir skuli gjöra svo vel og lúta taumhaldi. 

Fyrst kom Halldór Halldórsson fram með þá rullu að kennarar skyldu fjármagna allar launahækkanir sínar sjálfir. Það kæmi ekki til greina að hækka þá umfram aðra nema til komi „skipulagsbreytingar“. En það þýðir í raun og veru að launahækkanir skuli fara fram án kostnaðarauka fyrir sveitarfélögin.

Þá skoppaði fram Gylfi Arnbjörnsson og sagði að kennarar væru búnir að fá „sitt“. 

Loks kom fram Lára V. Júlíusdóttir og hvatti til þess að sveitarfélögin kipptu í tauminn á kennurum og neyddu þá til að láta af þeim grasrótaraðgerðum sem í gangi hafa verið. Þær væru ólöglegar.

Byrjum á þessu síðastnefnda. Aðgerðir grasrótar kennara eru vissulega ólöglegar. En það þýðir ekki að þær séu ábyrgðarlausar eða glannalegar. Þvert á móti eru þessar tilteknu aðgerðir í skaðaminnkunarskyni.

Útgangan í dag var tilkynnt yfirmönnum skólamála í hverju einasta sveitarfélagi með fjögurra daga fyrirvara. Það leið ekki hálftími frá því þær voru ákveðnar þar til búið var að láta vita. Landsamtökum foreldra var á sama tíma tilkynnt um þær – sem og öllum skólum á Íslandi. Auk þess fengu allir helstu fjölmiðlar tilkynningu á þeim tímapunkti. Félag grunnskólakennara hafði ekkert með aðgerðirnar að gera. Kennarar ákváðu þetta sjálfir. Þúsundum saman.

Hjá yngstu nemendunum munaði útgangan um tíu mínútum og hafði engin raunveruleg áhrif. Hjá eldri nemendum féllu niður tímar. Í einhverjum skólum varð röskun vegna þess að kennarar þar virðast vera í öðru starfi hjá sveitarfélaginu samhliða kennarastarfinu á sama tíma(hvernig sem það getur virkað!?).

Allt hefur hingað til verið gert til að gæta hagsmuna nemenda, sérstaklega yngri barna. Það er ofsalega erfitt að svíkja nemendur um þá kennslu sem þeir eiga rétt á. Og það er eðlilegt að lögin verndi hagsmuni barnanna.

Ég gef samt ekki (afsakið orðbragðið) rassgat fyrir það að hér hafi kennarar orðið uppvísir af alvarlegu broti á skyldum sínum. Kennarar eru að reyna að brjóta á bak aftur gegndarlausan niðurskurð og fjársvelti grunnskóla. Skólastjórar hafa barist eins og ljón gegn ástandinu og það er í raun fyrst nú sem hinn mikli bardagi nær alla leið upp á yfirborðið með sýnilegum hætti.

Tvær afleiðingar af vanrækt grunnskólans síðustu ár eru þær að nemendum hefur kerfisbundið verið vísað á dyr séu forföll í kennarahópnum. Auðvitað eiga nemendur rétt á kennslu. Það hefur bara ekki skipt nokkru einasta máli. Þótt kennarar hafi verið þess albúnir að leysa forföllin hafa sveitarfélögin ekki verið tilbúin að greiða fyrir þau. Það hefur hreinlega verið hagræðingartækni af hálfu þeirra að svíkja nemendur um kennslu og senda þá heim á skólatíma. Ég hef ekki orðið var við það að lögmenn eða aðrir hafi mikið skipt sér af því eða kallað eftir hörðum viðurlögum gagnvart sveitarfélögum fyrir að brjóta gegn lagaskyldum sínum um nám og kennslu. Málið er nefnilega að börnin eru aukatriði í þessum hráskinnaleik. Skyndileg umhyggja fyrir nemendum er ekkert annað en skyndilegar áhyggjur af því að kennarar séu að færa sig upp á skaftið.

Þeim mun alvarlegri er sú afleiðing láglaunastefnu sveitarfélaganna að nær útilokað er að bjóða boðleg laun í frístundastarfi. Í margar vikur var það raunveruleiki reykvískra fjölskyldna að þau heimili sem höfðu veikasta stuðningsnetið þurftu að lifa við það að mjög ung grunnskólabörn voru ein heima eða á vergangi marga klukkutíma á dag. Það skipti engu máli hve foreldrar mótmæltu eða hvort kennarar lýstu stórkostlegum áhyggjum af þessu. Yfirmenn menntamála töldu þetta „eðlilegt ástand“ sem ekki yrði leyst með auknum fjármunum inn í skólanna.

Lára V. er semsagt að gera kröfu á sveitarfélögin um að þau hýrudragi, stefni fyrir rétt eða sekti kennara fyrir að ljúka skóladegi yngri barna 10 mínútum fyrr en vanalega með aðeins fjögurra daga fyrirvara – á meðan þessu sömu sveitarfélög hafa kerfisbundið og ítrekað virt hagsmuni þessara sömu barna að vettugi. 

Við kennarar getum hæglega gert Láru V. til geðs. Ef skaðaminnkandi og óhefðbundnar aðgerðir okkar eru svona óþolandi þá höfum við einn fullkomlega löglegan kost eftir. Það er að segja upp. Aðra kosti höfum við ekki. Ég skal taka tilmæli hennar til mín og íhuga það til morguns hvort ég skili ekki bara inn uppsagnarbréfinu.

Við Gylfa Arnbjörnsson vil ég segja þetta: „Þú hefur ekki, góurinn, skilgreiningarvald yfir því hvað kennarar geta talið „sitt“.“ Mér sýnist löngu tímabært að skorin sé upp herör gegn hinu baneitraða sambandi verkalýðsforystunnar sem virkar á mig jafn sjúklegt og rotið og hið ónýta samband sveitarfélaga. Það getur vel verið að Gylfi hafi ákveðið það með félögum sínum að kennarar skyldu svífa inn í eilífðina á þeim stað í launum sem þeir voru árið 2013. Og að þeir séu búnir að fá „sitt“ til að haldast nú örugglega þar. 

Málið er að árið 2013 hafði grunnskólinn verið svo stórkostlega sveltur frá hruni að allur aðbúnaður og kjör var fullkomlega skelfilegur. Sem meðal annars skilar sér í því að grunnskólinn horfir fram á fullkomið hrun í hópum kennara á næstu árum og áratugum án róttækra aðgerða. Vilji menn sjá þetta svart á hvítu bendi ég á myndina með þessu bloggi. Þar má sjá hvernig fór fyrir fjármögnun í íslenska menntakerfinu frá 2008-2013.

Það var skólakerfið sem tók á sig hrunið. Ásamt heilbrigðiskerfinu. Nú eru bæði þessi kerfi að hrynja. Kennarar vita það. Þeir starfa í kerfinu. Gylfa er skítsama. Hann vill að allur vinnumarkaðurinn taki þátt í að láta sem sú krafa sé réttmæt að launakjör á landinu árið 2013 verði fryst og fylgi okkur inn í eilífðina. Hann heimtar að kennarar ógni ekki lífi Salek-samkomulagsins. 

Hér eru fréttir fyrir þig, Gylfi. Salek er dautt. Og ef þú heldur að kennarar ætli að neita sér um eðlileg laun (t.d. í samræmi við kennaralaun í öðrum löndum) bara svo nályktin af þessum Salek berist ekki út, þá eiga næstu vikur og mánuðir eftir að koma þér óþægilega á óvart.

Það er ekki þjóðarvilji að stöðugleiki sé tryggður á landinu með því að nota heilbrigðiskerfið og menntakerfið sem mottur undir þær byggingar sem hálaunamenn og Tortóla-kallar eins og Gylfi dunda sér við að byggja. 

Sem þjóð þurfum við sterkt menntakerfi. Sem þjóð viljum við sterkt menntakerfi. Sem þjóð samþykkjum við ekki að Reykjavíkurborg neiti að snerta þá tæpu 5 milljarða sem hún hefur áætlað í launahækkanir og afgang á næsta ári vegna þess að þá verði Gylfi Arnbjörnsson reiður.

Mér er bara nákvæmlega sama þótt Gylfi reiðist – og sveitarfélögunum ætti að vera það líka. Það er miklu augljósari sanngirniskrafa að bæta þurfi kjör kennara en að allar mögulegar kjarabætur kennara eigi allir aðrir á landinu að hljóta í áskrift. Því það sé lögmál að kennarar þurfi að hafa vond laun.

Þjóð sem borgar lægstu kennaralaun í okkar heimshluta – og getur ekki lengur mannað skólana sína – þarf augljóslega að bæta um betur. Gylfi Arnbjörnsson eignast ekkert þar með kröfu um að fá að uppfæra jeppann sinn eða hækka laun allra þeirra sem strita við að borga bensínið á jeppann.

Um Halldór Halldórsson og hans leiðsögn út úr þessum vanda er það að segja að fyrr fengi ég mér ítalskan plastbarka en að leita til hans um ráð við vandanum. Hann er innsti maður í hugmyndafræðilega gjaldþrota kerfi sem sveitarfélögin hafa hingað til ráðið til starfa þrátt fyrir augljóst vanhæfi við að standa undir verkefninu. Hann notar Samband sveitarfélaga til að pína öll sveitarfélög á landinu til að fylgja jaðarhugmyndafræði ákveðins vængs Sjálfstæðisflokksins um það hvernig maður höndlar með vinnuafl sitt.

Það blasir við öllum að hann og hans fólk ræður ekki við verkefnið. Það er ábyrgðarhlutur af sveitarstjórnum landsins að halda áfram að nýta sér þjónustu hans.

Aðgerðum kennara er ekki lokið. Þær hverfa ekki nema með samningi. Meira að segja er langlíklegast að þeim ljúki ekki héðan af nema með stuttum samningi og aðgerðarhléi á meðan mörkuð er alvöru stefna til framtíðar. Ríkið þarf líklega að koma að borðinu. Sem og allir sem hafa áhuga á að reka hér alminlegt skólakerfi. 

Það getur vel verið að skólakerfið sé of illa farið að ekki verði komið í veg fyrir rækilegan og varanlegan skaða – og það er sólu særra að röng nálgun næstu daga getur valdið stórskaða. Það verður þá allavega ekki hægt að segja að kennararnir hafi ekki reynt allt sem þeir gátu til að vara fólk við og gera það meðvitað.

Það verður bara að hafa það þótt það strjúki viðkvæmar taugar hálaunafólks sem telur sig þess umkomið að vanda um fyrir öðrum í baráttu sinni við að lifa af laununum sínum.

 

 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“
1

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“

Slæmar fréttir: Bernie á ekki breik
2

Slæmar fréttir: Bernie á ekki breik

„Ég er orðin 36 ára gömul og bý með móður minni“
3

„Ég er orðin 36 ára gömul og bý með móður minni“

Launin gera fólk háð maka sínum
4

Launin gera fólk háð maka sínum

Kvótaerfingi sýnir skart, seðla og dýra bíla í nýju myndbandi
5

Kvótaerfingi sýnir skart, seðla og dýra bíla í nýju myndbandi

„And-Gréta“ komin fram í Þýskalandi og á leiðinni til Bandaríkjanna
6

„And-Gréta“ komin fram í Þýskalandi og á leiðinni til Bandaríkjanna

Mest lesið í vikunni

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“
1

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“

Var ofsóttur á samfélagsmiðlum og beittur ofbeldi
2

Var ofsóttur á samfélagsmiðlum og beittur ofbeldi

Svar við yfir­lýsingu vegna kvik­myndarinnar Elle
3

Árni Pétur Arnarsson

Svar við yfir­lýsingu vegna kvik­myndarinnar Elle

Slæmar fréttir: Bernie á ekki breik
4

Slæmar fréttir: Bernie á ekki breik

Mamma þín vinnur ekki hér – hún er orðin popúlisti
5

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Mamma þín vinnur ekki hér – hún er orðin popúlisti

Fer af stað klukkan fjögur að nóttu
6

Fer af stað klukkan fjögur að nóttu

Mest lesið í vikunni

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“
1

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“

Var ofsóttur á samfélagsmiðlum og beittur ofbeldi
2

Var ofsóttur á samfélagsmiðlum og beittur ofbeldi

Svar við yfir­lýsingu vegna kvik­myndarinnar Elle
3

Árni Pétur Arnarsson

Svar við yfir­lýsingu vegna kvik­myndarinnar Elle

Slæmar fréttir: Bernie á ekki breik
4

Slæmar fréttir: Bernie á ekki breik

Mamma þín vinnur ekki hér – hún er orðin popúlisti
5

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Mamma þín vinnur ekki hér – hún er orðin popúlisti

Fer af stað klukkan fjögur að nóttu
6

Fer af stað klukkan fjögur að nóttu

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“
1

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar
2

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar

Lögreglumenn sem starfa hjá sjálfsvarnarfyrirtæki sakaðir um ofbeldi
3

Lögreglumenn sem starfa hjá sjálfsvarnarfyrirtæki sakaðir um ofbeldi

Varasöm þerapía: Röng meðferð getur gert slæmt ástand verra
4

Varasöm þerapía: Röng meðferð getur gert slæmt ástand verra

Fleiri konur deila slæmri reynslu af þerapista
5

Fleiri konur deila slæmri reynslu af þerapista

„Svo er ég ekkert geðveikur!“
6

„Svo er ég ekkert geðveikur!“

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“
1

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar
2

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar

Lögreglumenn sem starfa hjá sjálfsvarnarfyrirtæki sakaðir um ofbeldi
3

Lögreglumenn sem starfa hjá sjálfsvarnarfyrirtæki sakaðir um ofbeldi

Varasöm þerapía: Röng meðferð getur gert slæmt ástand verra
4

Varasöm þerapía: Röng meðferð getur gert slæmt ástand verra

Fleiri konur deila slæmri reynslu af þerapista
5

Fleiri konur deila slæmri reynslu af þerapista

„Svo er ég ekkert geðveikur!“
6

„Svo er ég ekkert geðveikur!“

Nýtt á Stundinni

Stöð 2 með drulluna upp á bak

Valkyrja

Stöð 2 með drulluna upp á bak

Kvótaerfingi sýnir skart, seðla og dýra bíla í nýju myndbandi

Kvótaerfingi sýnir skart, seðla og dýra bíla í nýju myndbandi

Höft, skömmtun, og spilling

Stefán Snævarr

Höft, skömmtun, og spilling

„And-Gréta“ komin fram í Þýskalandi og á leiðinni til Bandaríkjanna

„And-Gréta“ komin fram í Þýskalandi og á leiðinni til Bandaríkjanna

Sjávarútvegsráðherra hefur litlar skoðanir á máli sem er pólitískt stórmál í Noregi

Sjávarútvegsráðherra hefur litlar skoðanir á máli sem er pólitískt stórmál í Noregi

„Mitt er mitt, við semjum um hitt“

Þorvaldur Gylfason

„Mitt er mitt, við semjum um hitt“

Þýsk yfirvöld auka viðbúnað eftir hryðjuverkaárás hægri öfgamanns

Þýsk yfirvöld auka viðbúnað eftir hryðjuverkaárás hægri öfgamanns

Ráðherra hefur ekki heimild

Steindór Grétar Jónsson

Ráðherra hefur ekki heimild

Samskipti ráðuneytisins við borgarana „ekki góð“

Samskipti ráðuneytisins við borgarana „ekki góð“

Slæmar fréttir: Bernie á ekki breik

Slæmar fréttir: Bernie á ekki breik

Baltasar febrúar: Everest

Baltasar febrúar: Everest

Hundar eru æði

Hundar eru æði