Maurildi

Árlegi pistillinn

Einu sinni á ári þarf ég að skrifa pistil um sama viðfangsefnið: Samræmd próf. Í raun ætti ég að láta nægja að birta sama pistilinn aftur og aftur. Það væri við hæfi. Það er enda alltaf sama fréttin sem ég er að bregðast við. Hún er einhvernveginn svona:

Börn í sumum skólum/sveitarfélögum/landshlutum eru alveg glötuð í íslensku og stærðfræði.

Sá munur er reyndar til staðar nú, miðað við oft áður, að búið er að skapa ófreskju. Risastóra stofnun sem þurrkað hefur út nær alla fjölbreytni og gagnrýna hugsun í framkvæmd menntastefnu af hálfu ríkisvaldsins; Menntamálastofnun Íslands.

Þar á bæ halda menn að þeir kunni öllum betur að búa til góða skóla. Í þeirra augum er góður skóli sá sem kennir lestur, skrift og reikning.

Í Menntamálastofnun Íslands kunna menn ekkert að mæla annað en lestur. Þeir mæla allt með lestri. Það er ekki þannig að sá sem er góður í lestri verði sjálfkrafa góður í öllu öðru sem er mælt. Það er á hinn veginn. Sá sem er ekki góður í lestri getur ekki mælst góður í neinu með mælitækjum stofnunarinnar.

Nú er hefðbundið læsi á undanhaldi. Aðallega vegna þess að fólk er hætt að lesa bækur. Og vegna þess að bækur standast ekki samkeppni við aðra miðla. Ákveðnar týpur eru líklegri til að halda bókum að börnunum sínum. Sömu týpur og fylla veggi af bókahillum og hengja málverk á veggi. Yfirleitt bókhneigðar og langmenntaðar týpur. 

Það eru fyrst og fremst börn þessa menntafólks sem vita eitthvað og kunna eitthvað þegar mælingarmenn Menntamálstofnunar komast með klærnar í þau. Önnur börn eru vitlaus. Raunar er fylgni milli menntunar foreldra og árangurs á samræmdum prófum næstum fullkomin (0.985 í íslensku og 0.945 í stærðfræði). 

Menntamálastofnun hafnar því að samræmd lestrarpróf mæli fyrst og fremst félagslega stöðu. Með þeim rökum að ef áhrif nærumhverfis væru svona mikil þá ættu börn menntafólksins líka að vera miklu betri en hin börnin í ensku. En það séu þau alls ekki alltaf. Vitlausu börnin virðast nokkuð sleip þegar kemur að enskunni. 

Það virðist ekki hafa hvarflað að þeim í Menntamálastofnun að til sé heill veruleiki handan þess sem þeir kunna að mæla. Veruleiki sem í búa börn sem kunna ýmislegt fyrir sér, jafnvel þótt þau séu hætt að lesa bækur. Veruleiki þar sem börn eru jafnvel að læra eitthvað sem ekki er kennt í mörgum skólum.

Mér kemur það nákvæmlega ekkert á óvart að börn sem fjarlægst hafa hinn hefðbundna, íslenska bókheim skuli vera hlutfallslega góð í ensku. Mitt áhugamál, ólíkt þeim sem ráða ríkjum innan Menntamálastofnunar, er að reyna að mæta börnunum í hinum nýja veruleika og gera íslensku að gildandi máli innan hans.

Ég held það sé tapað stríð að draga þau til baka. Við snúum ekki aftur í veröld sem var. 

Það er lífsspursmál að átta sig á þessu. Að minnsta kosti fyrir íslenska tungu. Tímabundið átak sem felst í því að reyna að ala börn upp eins og börn voru alin upp fyrir þrjátíu árum mun aldrei heppnast – og jafnvel valda meiri skaða en gagni. Auðvitað eigum við að kenna börnum að lesa bækur – og elska bækur. En það er ekki nóg. Þau þurfa að líka að geta sinnt áhugamálum sínum á íslensku – og hugsað á íslensku.

Íslenskan þarf ekki að herða takið – hún þarf að breikka faðminn.

Það er sorglegt að stór hluti af ungri kynslóð Íslendinga skuli vera á leið úr íslenskum málheimi yfir í enskan. Það kemur samt ekki alveg á óvart. Heimurinn er að breytast fyrir augunum á okkur. Og hann er ekkert að hætta að breytast. Íslenskan hefur ekki náð að fylgja breytingunum eftir. 

Sem er kannski ekki skrítið. Hús íslenska fræða er hola í Melavellinum.

Það er afdala- og íhaldsmennska eins og hjá málpípum menntamálaráðherra og undirsáta hans í Menntamálastofnun sem er mesta ógnin við framtíð ungs fólks á Íslandi. 

Því eru þeir verstir sem þeir unna mest.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Kynna sig sem nýtt símafyrirtæki en eru eign Vodafone
1

Kynna sig sem nýtt símafyrirtæki en eru eign Vodafone

·
Seldi Haffjarðará á tvo milljarða
2

Seldi Haffjarðará á tvo milljarða

·
Frelsi til að vita
3

Jón Trausti Reynisson

Frelsi til að vita

·
Kaupfélagsstjórinn lang tekjuhæstur á Norðurlandi vestra
4

Kaupfélagsstjórinn lang tekjuhæstur á Norðurlandi vestra

·
Myndin af Pence
5

Illugi Jökulsson

Myndin af Pence

·
Draumur um fjárhagslegt frelsi
6

Draumur um fjárhagslegt frelsi

·
Óráðsdraumur Of Monsters and Men rætist
7

Óráðsdraumur Of Monsters and Men rætist

·

Mest deilt

Frelsi til að vita
1

Jón Trausti Reynisson

Frelsi til að vita

·
Hamingja er
2

Didda Jónsdóttir

Hamingja er

·
Stuð í Feneyjum
3

Stuð í Feneyjum

·
Draumur um fjárhagslegt frelsi
4

Draumur um fjárhagslegt frelsi

·
Kaupfélagsstjórinn lang tekjuhæstur á Norðurlandi vestra
5

Kaupfélagsstjórinn lang tekjuhæstur á Norðurlandi vestra

·
Orsakir og afleiðingar – Nokkur orð um stóra samhengið
6

Sólveig Anna Jónsdóttir

Orsakir og afleiðingar – Nokkur orð um stóra samhengið

·

Mest deilt

Frelsi til að vita
1

Jón Trausti Reynisson

Frelsi til að vita

·
Hamingja er
2

Didda Jónsdóttir

Hamingja er

·
Stuð í Feneyjum
3

Stuð í Feneyjum

·
Draumur um fjárhagslegt frelsi
4

Draumur um fjárhagslegt frelsi

·
Kaupfélagsstjórinn lang tekjuhæstur á Norðurlandi vestra
5

Kaupfélagsstjórinn lang tekjuhæstur á Norðurlandi vestra

·
Orsakir og afleiðingar – Nokkur orð um stóra samhengið
6

Sólveig Anna Jónsdóttir

Orsakir og afleiðingar – Nokkur orð um stóra samhengið

·

Mest lesið í vikunni

Listi yfir tekjuhæsta 1 prósentið á Íslandi birtur í hátekjublaðinu
1

Listi yfir tekjuhæsta 1 prósentið á Íslandi birtur í hátekjublaðinu

·
Seldu nær heila götu og fengu 2,2 milljarða hvor
2

Seldu nær heila götu og fengu 2,2 milljarða hvor

·
Eigendur stærstu útgerðarfyrirtækja græddu hundruð milljóna í fyrra
3

Eigendur stærstu útgerðarfyrirtækja græddu hundruð milljóna í fyrra

·
Kynna sig sem nýtt símafyrirtæki en eru eign Vodafone
4

Kynna sig sem nýtt símafyrirtæki en eru eign Vodafone

·
Davíð Oddsson með 5,3 milljónir á mánuði
5

Davíð Oddsson með 5,3 milljónir á mánuði

·
Kaupþingsmenn meðal þeirra tekjuhæstu á Seltjarnarnesi
6

Kaupþingsmenn meðal þeirra tekjuhæstu á Seltjarnarnesi

·

Mest lesið í vikunni

Listi yfir tekjuhæsta 1 prósentið á Íslandi birtur í hátekjublaðinu
1

Listi yfir tekjuhæsta 1 prósentið á Íslandi birtur í hátekjublaðinu

·
Seldu nær heila götu og fengu 2,2 milljarða hvor
2

Seldu nær heila götu og fengu 2,2 milljarða hvor

·
Eigendur stærstu útgerðarfyrirtækja græddu hundruð milljóna í fyrra
3

Eigendur stærstu útgerðarfyrirtækja græddu hundruð milljóna í fyrra

·
Kynna sig sem nýtt símafyrirtæki en eru eign Vodafone
4

Kynna sig sem nýtt símafyrirtæki en eru eign Vodafone

·
Davíð Oddsson með 5,3 milljónir á mánuði
5

Davíð Oddsson með 5,3 milljónir á mánuði

·
Kaupþingsmenn meðal þeirra tekjuhæstu á Seltjarnarnesi
6

Kaupþingsmenn meðal þeirra tekjuhæstu á Seltjarnarnesi

·

Nýtt á Stundinni

Ásgerður Jóna segir umferðartafir stríða gegn stjórnarskrá

Ásgerður Jóna segir umferðartafir stríða gegn stjórnarskrá

·
Orsakir og afleiðingar – Nokkur orð um stóra samhengið

Sólveig Anna Jónsdóttir

Orsakir og afleiðingar – Nokkur orð um stóra samhengið

·
Draumur um fjárhagslegt frelsi

Draumur um fjárhagslegt frelsi

·
Ábyrgð okkar á Amazonskógunum

Lífsgildin

Ábyrgð okkar á Amazonskógunum

·
Lambahryggir, kolefnisskattar, umhverfið og frelsi bænda

Ólafur Margeirsson

Lambahryggir, kolefnisskattar, umhverfið og frelsi bænda

·
Hamingja er

Didda Jónsdóttir

Hamingja er

·
Hvernig NRA varð að hættulegustu samtökum Bandaríkjanna

Hvernig NRA varð að hættulegustu samtökum Bandaríkjanna

·
Óráðsdraumur Of Monsters and Men rætist

Óráðsdraumur Of Monsters and Men rætist

·
Seldi Haffjarðará á tvo milljarða

Seldi Haffjarðará á tvo milljarða

·
Kaupfélagsstjórinn lang tekjuhæstur á Norðurlandi vestra

Kaupfélagsstjórinn lang tekjuhæstur á Norðurlandi vestra

·
Mestur munur á tekjuháum körlum og konum í Reykjavík

Mestur munur á tekjuháum körlum og konum í Reykjavík

·
Vinir sem sameinuðust í matarást

Vinir sem sameinuðust í matarást

·