Mama Soprano

Mama Soprano

Anna Sigga ætlaði einu sinni að verða kokkur en ákvað að verða frekar óperusöngkona. Hún hefur áhuga grænni matargerð, óperutónlist, föndurgerð, Harry Potter og skeggjuðum karlmönnum. Hún býr í Hollandi ásamt eiginmanni og syni þar sem hún er sífellt að prófa nýjar uppskriftir á milli þess sem hún reynir að ná tökum á krefjandi hlutverkum óperubókmenntanna.
Súkkulaði-avókadóterta

Mama Soprano

Súkkulaði-avókadóterta

·

Ég er hluti af vinkonuhóp sem kallast Háværurnar. Nafnið er auðskýrt - fimm blaðrandi söngkonur sem eiga það til að tala hvor aðra í kaf. Við höfum verið vinkonur í rúm tíu ár og í dag erum við dreifðar víðs vegar um Evrópu. Þegar við erum allar á Íslandi höldum við lítið ( en hávært) matarboð. Verkaskiptingin er alltaf sú...

Jackfruit-vængir

Mama Soprano

Jackfruit-vængir

·

Nú hlýtur hverjum þeim sem les þetta blogg að vera ljóst að ég elska jackfruit. Allavega er þetta þriðja uppskriftin hér sem byggð er á þessum undraávexti. Í þetta skipti gerði ég jackfruit-vængi eða KFJ (Kentucky Fried Jackfruit). Það er viðeigandi að kalla þessa uppskrift KFJ þar sem að ég prófaði að nota kryddblöndu sem á að vera „nákvæm“ eftirlíking...

Sætkartöflu Wellington

Mama Soprano

Sætkartöflu Wellington

·

Ég er mjög spennt fyrir jólamatnum. Síðustu tvö ár hef ég gert grænmetis Wellington, sem er dýrindis grænmetisfylling bökuð í smjördeigi. Ég hlakka alltaf til að borða Wellington og þessi réttur er yfirleitt sá sem ég geri til hátíðarbrigða. Wellington passar líka ótrúlega vel með hefðbundnu jólameðlæti. Fyrsta uppskriftin sem ég prófaði var frá Jamie Oliver. Sú uppskrift er með...

Eggaldinsúpa

Mama Soprano

Eggaldinsúpa

·

Ég elska súpur. Þær geta verið svo dásamlega einfaldar og margbreytilegar. Það kann að hljóma undarlega en súpur er uppáhalds maturinn minn. Ég segi súpur af því að það er ekki nein ein súpa sem númer eitt. Ég geri mismunandi súpur fyrir mismunandi tilefni. Sterka og iljandi sætkartöflusúpu þegar kalt er úti, með extra skammti af engiferi þegar ég finn...

Blómkálsbaka

Mama Soprano

Blómkálsbaka

·

Upp á síðkastið hef ég mikið verið að skoða uppskriftir sem eru hollar og næringarríkar en ekki kolvetnisríkar. Það getur verið ögn snúið, þar sem að grjón, pasta eða kartöflur er yfirleitt miðja máltíðanna minna. En nýlega prófaði ég að gera blómkáls 'hrísgrjón' og þau heppnuðust mjög vel. Einnig keypti ég mér grænmetisskera sem gerir ræmur þannig að hægt er...

Heimagerðir kleinuhringir

Mama Soprano

Heimagerðir kleinuhringir

·

Ég hef aldrei steikt kleinur. Ég hef tvisvar sinnum gert Berlínarbollur og það var mjög tímafrekt og vandasamt. Einhvern vegin hef ég gert samtengingu þar á milli og aldrei lagt í kleinubakstur. Þó á ég kleinujárn, en ég hef notað það mikið í súkkulaðiskreytingar. En nýlega gerði ég kleinuhringi sem minntu þó nokkuð á kleinur og þeir voru mjög einfaldir...

Kringlur

Mama Soprano

Kringlur

·

Síðasta sumar keyrðum við fjölskyldan frá Hollandi til Ítalíu. Í einum af mörgum bensínstöðvarstoppunum í Þýskalandi keypti ég mér kringlu (e. Pretzel) með sinnepi. Þetta var eitt af því allra besta sem ég fékk mér í því ferðalagi og þegar ég kom heim var ég ákveðin að prófa að gera kringlur sjálf. Ég leitaði lengi að heppilegri uppskrift og rakst...

Pulled jackfruit-samloka

Mama Soprano

Pulled jackfruit-samloka

·

Ein af mínum uppáhalds búðunum hér í Hollandi er Amazing Oriental Utrecht. Í þessari búð get ég gleymt tíð og tíma. Þar eru langar hillur af ýmis konar olíum, edikum og sósum og mjög mikið af áhugaverðu grænmeti og ávöxtum í dósum. Þar fæst jackfruit, og á að fást í austurlenskum matvöruverslunum á Íslandi. Jackfruit, eða jakaber, er ávöxtur sem...

Granóladuft

Mama Soprano

Granóladuft

·

Granóladuft (e. granola dust) er hollur og sykurlaus morgunmatur sem tilvalið er að borða út á jógúrt eða með mjólk. Þessa uppskrift fann ég hjá Jamie Oliver og hún varð strax að uppáhaldi hjá okkur. Þetta er lítil fyrirhöfn og er dásamlega gott á bragðið. Einn skammtur dugar okkur hjónum í kringum tvær vikur og auðvelt er að gera stærri...

Besta vegan beikonið

Mama Soprano

Besta vegan beikonið

·

Beikon. Það virðist svo oft vera það sem fólk skýlir sig á bakvið þegar það segist ekki geta hætt að borða kjöt. Ég man sjálf eftir að hafa sagt fyrir mörgum árum ég gæti sleppt öllu kjöti en bara ekki blessaða beikoninu. Nú eru liðin um það bil þrjú ár síðan ég borðaði síðast kjöt og ég sakna þess ekki...