Þessi færsla er rúmlega 9 mánaða gömul.

Loftslagskreppan og aðgerðir í þágu framtíðarinnar

Loftslagskreppan og aðgerðir í þágu framtíðarinnar

Spurt var á málþinginu Öll á sama báti - Loftslagskreppan og aðgerðir í þágu framtíðarinnar. „Hvert er sjónarhorn þitt út frá lífsskoðun og afstöðu - til náttúru og umhverfis?“ Hér er svarið mitt.

Manneskjan þarf að læra að vinna verkin af alúð sem vekur vinsemd og virðingu, friðsemd sem vinnur lífinu aldrei mein, krafti til að skapa heillaríkt líf og góðvild sem er uppspretta þakklætis og leyndardómur velgengni.

Allt rask er alvarlegt, því það skapar ójafnvægi, færir eitthvað úr lagi, eitthvað fer úrskeiðis. Rask er ekki aðeins rask á jarðvegi, dal, á, landslagi eða loftslagi. Rask er skemmd, truflun á fegurð og jafnvægi, eyðilegging á griðlandi jurta, fiska, dýra, samveru og gleðistundum.

Friðlýsa má óbyggð víðerni: stór landsvæði þar sem ummerkja mannsins gætir lítið sem ekkert og náttúran fær að þróast án álags af mannlegum umsvifum. Að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum er af svipuðum meiði og friðlýsing á landi, markmiðið er að koma í veg fyrir meira rask.

Allt tengist saman í einni jörð undir einum himni, einni tímarás, einu lífi. Öll náttúra á hnettinum þarf á góðvild og virðingu að halda til að lifa og dafna, því að við getum elskað hvert annað og við getum elskað dýrin og landið og aðrir geta elskað okkur á móti eða að minnsta kosti sýnt okkur væntumþykju.

Hvernig lærum við að elska náttúruna?

Ástin á lífinu bætir samband fólks við náttúruna sjálfa. Náttúran býr yfir auðlindum sem gera svæði lífvænleg og vistvæn fyrir fólk og aðrar lífverur – eða gerir þau óbyggileg. Jörðin er frjósöm eða hrjóstrug og hún breytist í sífellu. Náttúran gefur og

með því að þiggja gjöfina lærum við
að elska hana og virða.

Verkefnið okkar er að rækta sambandið við náttúruna og lífið á jörðinni. Við erum ekki aðeins íbúar í borg, bæjum og sveitarfélögum. Við erum einnig háð staðnum sem við stöndum á, landslagi og náttúrunni allri, í lofti, láði og legi.

Manneskjan er ekki annað og meira en ein af þeim lífverum sem fram hafa komið í sögu lífsins á jörðinni. Framkoma hennar gagnvart náttúrunni þarf því að einkennast af hrokalausri virðingu. Allir þurfa að gæta sín á hrokanum.  Besta ráðið til að verða hrokanum ekki að bráð felst meðal annars í því að læra samlíðun, góðvild, þakklæti og vinsemd.  ,,Ég mun vernda jörðina og lífið á henni,” er loforð húmanistans og ,,Ég verð góður granni gagnvart fólkinu sem deilir jörðinni með mér og mun leggja mitt af mörkum til að gera jörðina að betri stað fyrir okkur öll.”

Verkefnið felst í því að rækta sambandið við krafta náttúrunnar. Náttúruást einkennist af innlifun og barnslegri undrun. Hún sprettur af gnótt og hrikafegurð og hún streymir um æðar.

Virðing lífgar samband manns og náttúru.

Fátt er vænlegra til að efla virðinguna og rækta kærleikann gagnvart náttúrunni, bláa hnettinum okkar og sólkerfinu öllu, heldur en hæfnin til að undrast. Að sjá fegurð fjallanna, heyra fuglasönginn og niðinn í ánni, finna lykt hinna ólíku staða, snerta og dýfa tánum í læk, bragða á berjunum, yrkja jörðina og leika sér í fjörunni. Það er að vera ástfanginn af landinu, hafinu og lífinu.

Virðing felst í því að hlusta, skoða, greina, og meta með framtíðina í huga, ekki aðeins næstu þrjú ár, heldur þrjátíu og þrjú og ekki aðeins það heldur þrjú hundruð þrjátíu og þrjú. Allt okkar líf og næstu kynslóða.

Við þurfum að læra góðvild sem umfaðmar komandi kynslóðir.

Góðvild er nátengd farsælu lífi til framtíðar. Hún er dygð alls mannkyns. Hamingjan er falin í þeirri athöfn að gera eitthvað fyrir aðra, fyrir þau sem við munum aldrei hitta.*1 Getum við það?

Getum við það?

Tenglar

Erindi flutt á málþinginu Öll á sama báti í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins 29. október 2021.

*1P.S. "Helping someone else through difficulty is where civilization starts," Margaret Mead.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Stefán Snævarr
1
Blogg

Stefán Snævarr

Á Áslaug Arna að segja af sér?

Bent hef­ur ver­ið á að starfsaug­lýs­ing   um  starf töl­fræð­ings hjá há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráðu­neyt­inu kunni að stang­ast á við lög. Þau kveða á um að ís­lenska sé hið op­in­bera mál lands­ins en í aug­lýs­ing­unni var sagt að um­sækj­andi yrði að hafa gott vald á ís­lensku eða ensku. Ráð­herr­ann, Áslaug Arna, varði starfsaug­lýs­ing­una m.a. með þeim „rök­um“ að...
Stefán Snævarr
2
Blogg

Stefán Snævarr

Lex­i­kon Put­in­or­um-Ór­ar Pútíns

Hér get­ur að líta Lexí­kon Put­in­or­um, al­fræði­orða­bók pútín­ism­ans en þar leika ór­ar (og ár­ar) Pútíns lyk­il­hlut­verk: Banda­rík­in: Vond ríki enda standa þau í vegi fyr­ir að Rússlandi nái sín­um ginn­helgu mark­mið­um, þar að segja ef Trump er ekki for­seti (sjá "Trump"). Einnig eru þau svo óforskömm­uð að vera Rússlandi langt­um fremri hvað tækni áhrær­ir. Það er svindl því Rúss­land á...
Stefán Snævarr
3
Blogg

Stefán Snævarr

Hnatt­væð­ing og al­þjóðaremba

Ég hitti hann Jim frá Ástr­al­íu í Frakklandi ár­ið 2003. Greind­ur karl og geðs­leg­ur, ákveð­inn í skoð­un­um. Hann taldi inn­rás­ina í Ír­ak hið besta mál, Saddam hefði ör­ugg­lega átt gjör­eyð­ing­ar­vopn. Banda­rískt efna­hags­líf væri mjög traust og þar vestra væri eng­inn ras­ismi. Hnatt­væð­ing­in væri sig­ur­verk, í fram­tíð­inni myndu borg­ríki taka við af nú­tímaríkj­um í krafti þess­ar­ar væð­ing­ar. Og inn­an tutt­ugu ára...

Nýtt á Stundinni

Eftirlitsmaður sendur um borð í hvalveiðiskipin
FréttirHvalveiðar

Eft­ir­lits­mað­ur send­ur um borð í hval­veiði­skip­in

Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra hef­ur sett reglu­gerð sem kveð­ur á um eft­ir­lit með hval­veið­um. Fiski­stofa mun senda starfs­mann um borð í hval­veiði­skip sem fylg­ist með og tek­ur upp mynd­bönd sem síð­an verða af­hent dýra­lækni Mat­væla­stofn­un­ar til skoð­un­ar.
Tölvuárás á Fréttablaðið sögð rússnesk hefnd
Fréttir

Tölvu­árás á Frétta­blað­ið sögð rúss­nesk hefnd

Vef­ur Frétta­blaðs­ins verð­ur tek­inn nið­ur í kvöld biðj­ist rit­stjórn ekki af­sök­un­ar á því að hafa birt frétta­mynd frá Úkraínu. Ónafn­greind­ir rúss­nesk­ir tölvu­hakk­ar­ar hófu skyndi­á­hlaup á vef blaðs­ins í morg­un. Rúss­neska sendi­ráð­ið krafð­ist á sama tíma af­sök­un­ar­beiðni og seg­ir blað­ið hafa brot­ið ís­lensk lög. Steinn Stein­arr og Þór­berg­ur Þórð­ar­son hlutu dóma fyr­ir brot á sömu laga­grein þeg­ar þeir þóttu hafa veg­ið að æru og heiðri Ad­olfs Hitler og Nas­ista.
Framtíð geimferða í uppnámi vegna Úkraínustríðsins
FréttirÚkraínustríðið

Fram­tíð geim­ferða í upp­námi vegna Úkraínu­stríðs­ins

Rúss­ar til­kynntu á dög­un­um að þeir myndu draga sig út úr al­þjóð­legu sam­starfi um geim­ferð­ir inn­an tveggja ára. Stór hluti af Al­þjóð­legu geim­stöð­inni, ISS, er í eigu Rússa og fram­tíð henn­ar er því skyndi­lega í upp­námi. Önn­ur sam­starfs­ríki töldu rekst­ur stöðv­ar­inn­ar tryggð­an til árs­ins 2030 en meira en ára­tug­ur er í að ný geim­stöð verði til­bú­in til notk­un­ar.
ReynslaEigin konur

Fékk sím­tal um barns­föð­ur sinn sem var upp­haf að ára­langri raun

Freyja Huld fékk sím­tal um nótt með upp­lýs­ing­um um að sam­býl­is­mað­ur henn­ar og barns­fað­ir væri að sækja í ung­lings­stúlk­ur. Síð­ar var hann hand­tek­inn fyr­ir skelfi­legt brot. Enn þarf hún að eiga í sam­skipt­um við hann sem barns­föð­ur og veita hon­um um­gengni.
Sólveig segir afsögn Drífu tímabæra
Fréttir

Sól­veig seg­ir af­sögn Drífu tíma­bæra

„Drífa veit sjálf að það er langt um lið­ið síð­an grafa fór und­an trú­verð­ug­leika henn­ar og stuðn­ingi í baklandi verka­lýðs­hreyf­ing­ar­inn­ar,“ seg­ir Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, formað­ur Efl­ing­ar, um af­sögn for­seta ASÍ.
Drífa Snædal segir af sér sem forseti Alþýðusambands Íslands
Fréttir

Drífa Snæ­dal seg­ir af sér sem for­seti Al­þýðu­sam­bands Ís­lands

Drífa Snæ­dal hef­ur sagt af sér sem for­seti Al­þýðu­sam­bands Ís­lands. Sam­skipti við kjörna full­trúa inn­an verka­lýðs­hreyf­ing­ar­inn­ar og blokka­mynd­un er ástæð­an. Í yf­ir­lýs­ingu seg­ir hún átök inn­an hreyf­ing­ar­inn­ar ver­ið óbæri­leg og dreg­ið úr vinn­ugleði og bar­áttu­anda.
Fasteignaskattur á lúxusíbúðir á skjön við kaupverð
Fréttir

Fast­eigna­skatt­ur á lúxus­í­búð­ir á skjön við kaup­verð

Kaup­verð lúxuseigna sem auð­menn­irn­ir Björgólf­ur Thor Björgólfs­son og Ró­bert Wessman hafa sýsl­að með end­ur­spegl­ast ekki í fast­eigna­mati á þeim. Fast­eigna­skatt­ar geta ver­ið hundruð­um þús­unda króna lægri en ef mið­að væri við kaup­verð þeirra.
Ísland, hér kem ég
Tania Korolenko
ReynslaDagbók flóttakonu

Tania Korolenko

Ís­land, hér kem ég

Tania Korolen­ko er ein þeirra hundruða Úkraínu­manna sem feng­ið hafa skjól á Ís­landi vegna inn­rás­ar Rússa. Hún hef­ur hald­ið dag­bók um komu sína hing­að til lands og líf­ið í nýju landi og ætl­ar að leyfa les­end­um Stund­ar­inn­ar að fá að fylgj­ast með.
Úkraína frysti eignir Moshensky-fjölskyldunnar
FréttirÓlígarkinn okkar

Úkraína frysti eign­ir Mos­hen­sky-fjöl­skyld­unn­ar

Úkraínsk yf­ir­völd eru sögð hafa kyrr­sett eig­ur og fryst banka­reikn­inga fyr­ir­tæk­is­ins Santa Kholod í Kænu­garði. Yf­ir­völd þar telja hví­trúss­nesk fyr­ir­tæki fjár­magna inn­rás Rússa með óbein­um hætti, vegna stuðn­ings ein­ræð­is­stjórn­ar Lukashen­ko. Santa Kholod er hluti af fyr­ir­tækja­keðju Al­eks­and­ers Mos­hen­sky, kjör­ræð­is­manns Ís­lands, fiskinn­flytj­anda og ólíg­arka í Hvíta-Rússlandi. Sagð­ur hafa skráð fyr­ir­tæki á dótt­ur sína til að verj­ast þving­un­um ESB.
Vantar fleira fólk utan EES í ferðaþjónustuna
Fréttir

Vant­ar fleira fólk ut­an EES í ferða­þjón­ust­una

Víða í at­vinnu­líf­inu er skort­ur á starfs­fólki og helm­ing­ur stærstu fyr­ir­tækja seg­ir illa ganga að manna störf. Fram­kvæmda­stjóri Sam­taka ferða­þjón­ust­unn­ar seg­ir að auð­velda eigi grein­inni að byggja aft­ur upp tengsl við er­lent starfs­fólk sem glöt­uð­ust í far­aldr­in­um.
Panama-uppljóstrarinn John Doe: „Án ábyrgðar getur samfélag ekki virkað“
FréttirPanamaskjölin

Panama-upp­ljóstr­ar­inn John Doe: „Án ábyrgð­ar get­ur sam­fé­lag ekki virk­að“

Nafn­lausi upp­ljóstr­ar­inn sem hrinti af stað at­burða­rás­inni sem leiddi til af­sagn­ar Sig­mund­ar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar for­sæt­is­ráð­herra með lek­an­um á Pana­maskjöl­un­um veit­ir sitt fyrsta við­tal í Der Spieg­el. Hann lýs­ir von­brigð­um með stjórn­völd víða um heim og seg­ir Rússa vilja sig feig­an.
Horfið til himins: Það er von á súpernóvu!
Flækjusagan

Horf­ið til him­ins: Það er von á súpernóvu!

En verð­ur hún hættu­leg?