Þessi færsla er rúmlega 12 mánaða gömul.

Geta bókmenntir eflt frið og traust?

Geta bókmenntir eflt frið og traust?

Árleg friðarráðstefna Höfða friðarseturs, Reykjavíkurborgar og Háskóla Íslands í samstarfi við utanríkisráðuneytið, var haldin 8. október 2021 í Veröld – húsi Vigdísar. Áherslan var á sjálfbæra friðarmenningu.

Friðarráðstefnan skiptist í þrjár málstofur sem sneru ólíkum hætti að mikilvægi trausts fyrir sjálfbæra friðarmenningu.  Ein um ástandið í Afganistan og ábyrgð alþjóðasamfélagsins á stöðu mála. Önnur um áhrif loftslagsbreytinga á frið og öryggi í heiminum og mikilvægi þess að ríki, borgir og almenningur vinni saman á alþjóðavettvangi að úrlausnum á þessari alþjóðlegu ógn.

Hvernig efla megi friðararmenningu með menntun í hnattrænni borgaravitund (Global Citizenship Education for Peace) var viðfangsefni þriðju málstofunnar en henni fylgdi einnig vinnustofa. Spurt var:

Hvernig þróum við hnattræna borgaravitund og virkjum almenna borgara til aðgerða?

Á málstofunni var lögð áhersla á hvernig nýta megi bókmenntir sem hreyfiafl til breytinga, til þess að auka samkennd milli ólíkra einstaklinga og efla gagnrýna hugsun.

Eva Harðardóttir var málstofustjóri en hún er aðjunkt á menntavísindasviði HÍ. Við Eva, Bjarni Jónasson kennari við Menntaskólann á Akureyri, María Rán Guðjónsdóttir og Þorgerður Agla Magnúsdóttir útgefendur Angústúru höfum undanfarið glímt við þetta verkefni út frá nokkrum verkum í bókaflokk Angústúru, Fáum heiminn heim, í ljósi heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna. Á málstofunni fengum við liðs við okkur mexíkóska rithöfundinn Juan Pablo Villalobos en tvær bækur hafa komið út eftir hann á íslensku í þessum bókaflokki, Veisla í greninu og Ef við værum á venjulegum stað, Ólaf Pál Jónsson prófessor við Menntavísindasvið, Hildi Jónsdóttur nemanda við MA og Margréti Unni Ólafsdóttur stúdent.

Ég flutti örerindi á málstofunni þar sem ég tengdi alþjóðaár SÞ um frið og traust við bókmenntir og hnattræna borgaravitund.

Hverju friðarmenning getur áorkað

Friður er ekki aðeins vopnahlé eða fjarvera átaka heldur líferni án hlekkja, landamæra, flokkunar og haturs. Og ekki aðeins það heldur staður og ástand þar sem vinátta og traust eflast og kærleikur vex. Þar sem við erum öll manneskjur.

Friðarmenningu fylgir líferni þar sem fólk tileinkar sér æðruleysi og örlæti. Hún felst í því að koma í veg fyrir aðskilnað, heift, heimsku og að draga hvarvetna úr líkum á félagslegu óréttlæti.

Eitt er víst að friðsemdin stendur með lífinu og gleðinni en ofbeldið með dauðanum og þjáningunni. Hugtökin friður og traust eru lykilhugtök í öllum samskiptum og einnig í skilningi á sjálfum sér. Við þurfum að tala um frið og traust, rannsaka þau, skrifa um þau, læra þau og miðla þeim. Virkur borgari situr ekki hjá og fylgist bara með heldur tekur þátt og leggur eitthvað til.

Að treysta sjálfum sér

Við reiðum okkur á margt í lífinu, við reiðum okkur á lögmál náttúrunnar og við reiðum okkur á valda þætti í efnahagslífinu en við búumst ávallt við frávikum. Sá sem treystir tekur óhjákvæmilega áhættu því í mannlífinu getur alltaf einhver brugðist, oftast óvart en stundum vísvitandi með svikum. Ef spurt er um traust þá er í raun spurt um ýmsa þætti, m.a. Hvernig má  treysta öðrum, stofnunum, fjölmiðlum og ekki síst:

Hvernig má treysta sjálfum sér?

Fólk treystir sér til þess að gera hluti eða standast þrýsting eftir að hafa lært að þekkja sjálft sig, æft sig og þjálfað. Það lærir hvar hæfileikar þeirra liggja og vinnur út frá því. Það speglar sig í öðrum, það metur málin út frá reynslu og öðlast sjálfstraust. Til dæmis á óskipulögð manneskja helst ekki að vera verkefnastjóri. Kærulaus maður sem jafnframt er utan við sig veit að honum á ekki að treysta fyrir mikilvægum tímasettum verkefnum. Hverjum og einum ætti  að treysta fyrir því sem hann hefur hæfileika til og unnið fyrir. Allt eftir því hvar styrkleikar hans liggja.

Sá sem engum treystir nema sjálfum sér einangrast. Sá sem öllum treystir verður leiksoppur annarra. „Öngum að trúa ekki er gott, öllum hálfu verra“, segir málshátturinn. Traust er göfugt og gott en það er jafnframt áhætta. Enginn ætti að treysta öðrum manni fyrir öllum fjöreggjum sínum. 

Blekking þurrkar út traust

En hvernig á sá sem temur sér að treysta, veitir öðrum virðingu og stendur við skyldur sínar: að koma fram við lygara? Væri ekki ráð að ljúga og blekkja líkt og svikarinn? Svarið er afdráttarlaus neitun vegna þess að langtímaverkefnið í samfélaginu er að segja skilið við lygar og blekkingar. Hvers vegna? Blekking þurrkar út það traust sem er til staðar og eyðileggur samfélagssáttmála. Og þá er friðurinn úti líka.

Verkefnið er að læra að treysta sjálfum sér og öðrum – að treysta og að vera treyst – Án traust er enginn friður. Borgarinn vonast til að geta treyst. Áreiðanleiki er lykilorð hvað traust varðar. Spyrja má: Er áreiðanlegt að almennar reglur gildi fyrir alla? Er áreiðanlegt að mannúðarsjónarmið gildi alltaf?

Eru mælikvarðar mannúðar til staðar?

Friðarmenning felst í því að hlúa að veikustu þáttum samfélagsins og ráðast að rótum vandans sem oft er falinn í fátækt, óréttlæti, efnahagslegu misrétti, pólitík og félagslegum aðstæðum sem vekja hatur, deilur og ofbeldi. Friðarmenning er ekki vopnahlé eða ógnarjafnvægi. Hún er mennska.

Skáldskapar sem afhjúpar stríðsmenningu

Þessari mennsku er svo oft miðlað vel í bókmenntum, til dæmis í í skáldsögunni Uppljómun í eðalplómutrénu eftir Shokoofeh Azar. Í skáldsögu eins og þessari má safna saman staðreyndum og varpa ljósi á sáran sannleikann á hugvekjandi hátt. Skáldsagan veitir innsýn í afleiðingar þess og stríðsmenningar á fjölskyldur. Við skynjum hvernig fjölskyldum er sundrað, hvernig framtíð þeirra er þurrkuð út, ástin, fræðin, lífið og öryggið brotið niður.

Góð skáldsaga getur verið sem vitnisburður jafngild skýrslu, fréttaskýringu eða sagnfræðiriti um sama mál eða tímabil. Skáldsagan birtir sálina, andann, gleðina og sársaukann. Fyrir mér veitir „Uppljómun“ sanna innsýn í Íran-Íraksstríðið og nærði samkennd mína gagnvart heimamönnum, það hætti að vera fjarlægt og varð hluti af heild - því það er ævinlega rangt að flokka og kúga fólk.

Lestur bókmennta sem stuðlar að friðarmenningu

Skáldsagan sannar að sannleikurinn er ekki aðeins safn af staðreyndum, og hún hjálpar okkur til að tileinka okkur alþjóðlega borgaravitund og stuðla að trausti og friðarmenningu.  

Það er hægt að mennta börn og ungmenni, þess vegna er von. Þrátt fyrir átakanlegt efni bókanna, býr í þeim innri fegurð og lesendur finna hlýju í hjarta sem skapar samlíðun og vekur löngun til að vinna áfram að friði og trausti í veröldinni.

Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson

Streymi ráðstefnunnar:

Dagskrá ráðstefnunnar  

Juan Pablo Villalobos: Veisla í Greninu (Mexíkó) 

Khaled Kalifa: Dauðinn er barningur (Sýrland)

Trevor Noah: Glæpur við fæðingu (S-Afríka)

Bandi: Sakfelling (N-Kórea)

Nawal El Saadawi: Kona í hvarfpunkti (Egyptaland)

Gaëls Faye: Litla land Rúganda/Búrúndí

Shokoofeh Azar: Upp­ljóm­un í eð­al­plóm­u­trénu

 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Stefán Snævarr
1
Blogg

Stefán Snævarr

Björn Jón sem álits­gjafi

Ég hef mik­ið álit á álits­gjaf­an­um Birni Jóni Braga­syni. Hann er góð­ur penni, mál­efna­leg­ur og rök­fast­ur. Ekki síst er hann bend­ir á aga­leysi Ís­lend­inga, á virð­ing­ar­leysi fjölda  þeirra fyr­ir móð­ur­mál­inu og ágæti þess að kunna þýsku. Hon­um mæl­ist líka vel þeg­ar hann seg­ir að í Rus­hdie­mál­inu hafi alltof marg­ir álits­gjaf­ar þag­að af ótta við að telj­ast órétt­hugs­andi. Og þeg­ar...
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
2
Blogg

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

Eystra­salts­rík­in: Mál­stað­ur þeirra er okk­ar

Fyr­ir skömmu komu for­set­ar þjóð­anna við Eystra­salt­ið; Lett­lands, Lit­há­ens og Eist­lands hing­að til lands til að fagna því að 30 (31) ár voru lið­in frá því að þau öðl­uð­ust frelsi og losn­uðu und­an járn­hæl Sov­ét­ríkj­anna (1922-1991). Ís­land tók upp stjórn­mála­sam­band við rík­in þrjú þann 26.ág­úst ár­ið 1991. Þá var yf­ir­stað­in mis­heppn­uð vald­aránstilraun gegn þá­ver­andi leið­toga Sov­ét­ríkj­anna, Mikail Gor­bat­sjov, en hann lést 30.8 2022. Ís­land, með þá­ver­andi...
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
3
Blogg

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

Raf­magn­að­ar kosn­ing­ar í Sví­þjóð 11.sept­em­ber?

Raf­magns­kosn­ing­arn­ar? Kannski verð­ur það nafn­ið sem þing­kosn­ing­arn­ar ár­ið 2022 í Sví­þjóð verða kall­að­ar í sögu­bók­um fram­tíð­ar­inn­ar, sem fara fram næsta sunnu­dag, 11. sept­em­ber. Það er að sjálf­sögðu vegna stríðs­ins í Úkraínu og þeirra hrika­legu hækk­ana á orku­verði sem nú tröll­ríða Evr­ópu. Marg­ir Sví­ar eru komn­ir að sárs­auka­mörk­um varð­andi raf­orku­verð og það mik­ið rætt í kosn­inga­bar­átt­unni. En það er fleira sem...
Stefán Snævarr
4
Blogg

Stefán Snævarr

ÞRjÚ MEG­IN­VERK HUNDRAÐ ÁRA: Tractatus, Ulysses og The Waste Land

Á þessu ári eru hundrað ár lið­in síð­an þrjár af áhrifa­mestu bók­um síð­ustu ára­tuga komu út. Fyrsta skal fræga telja skáld­sögu James Joyc­se Ulysses, þá ljóða­bálk T.S.Eliots The Waste Land og að lok­um heim­spekiskruddu Ludwigs Witt­genstein, Tractatus Logico-Phi­losophicus. Tractatus eða lógíska ljóð­ið Síð­ast­nefnda rit­ið kom strangt tek­ið út ári fyrr, þá á þýska frum­mál­inu Log­isch-phi­losophische Abhandl­ung. En fræg­ust varð hún...

Nýtt á Stundinni

Sjómaður í leit að föður sínum
Viðtal

Sjómað­ur í leit að föð­ur sín­um

Mika­el Tam­ar Elías­son er 36 ára þriggja barna fað­ir, vél­stjóri og skáld í leit að blóð­föð­ur sín­um. Hann ólst upp hjá ömmu sinni fyr­ir vest­an, missti ætt­ingja sína í bruna 15 ára gam­all og týndi sjálf­um sér í vímu­efna­neyslu um tíma. Sjór­inn lokk­ar og lað­ar en hann lenti í hættu þeg­ar brot skall á bát­inn.
Hafnaði peningum og fylgdi áhuganum
Fólkið í borginni

Hafn­aði pen­ing­um og fylgdi áhug­an­um

Ei­rík­ur Hilm­ar Ei­ríks­son þurfti að velja á milli pen­ing­anna og áhug­ans á sagn­fræði. Sagn­fræð­in sigr­aði að lok­um.
Þarf að tala um vændi sem ofbeldið sem það er
Viðtal

Þarf að tala um vændi sem of­beld­ið sem það er

Þeg­ar kona sem var sam­ferða henni í gegn­um hóp­astarf Stíga­móta fyr­ir­fór sér ákvað Eva Dís Þórð­ar­dótt­ir að stíga fram og segja frá reynslu sinni af vændi. Bæði til að veita þo­lend­um von um að það væri leið út úr svart­nætt­inu en líka til að vekja sam­fé­lag­ið til vit­und­ar, reyna að fá fólk til að taka af­stöðu og knýja fram að­gerð­ir. Af því að lifa ekki all­ir af. Og hún þekk­ir sárs­auk­ann sem fylg­ir því að missa ást­vin í sjálfs­vígi.
Vill allt að tveggja ára fangelsi við því að vera drukkinn á rafhlaupahjóli
Fréttir

Vill allt að tveggja ára fang­elsi við því að vera drukk­inn á raf­hlaupa­hjóli

Sig­urð­ur Ingi Jó­hanns­son inn­viða­ráð­herra vill að börn­um und­ir þrett­án ára verði bann­að að nota raf­hlaupa­hjól og að allt að tveggja ára fang­elsi liggi við því að aka slíku far­ar­tæki und­ir áhrif­um áfeng­is. Í sama frum­varpi eru reiðstíg­ar skil­greind­ir fyr­ir bæði knapa og gang­andi.
Afleiðingar kynferðisofbeldis og veikindi orsökuðu alvarlegt fæðingarþunglyndi
Reynsla

Af­leið­ing­ar kyn­ferð­isof­beld­is og veik­indi or­sök­uðu al­var­legt fæð­ing­ar­þung­lyndi

Með­ganga Lís­bet­ar Dagg­ar Guðnýj­ar­dótt­ur ein­kennd­ist af gríð­ar­legri van­líð­an bæði and­lega og lík­am­lega. Af­leið­ing­ar þess­ar­ar miklu van­líð­an­ar urðu til þess, að mati Lís­bet­ar, að hún átti í mikl­um vand­ræð­um með að tengj­ast ný­fæddri dótt­ur sinni og glímdi í kjöl­far­ið við heift­ar­legt fæð­ing­ar­þung­lyndi.
Lísbet Dögg - „Ég mun ekki eiga neitt líf eftir þetta“
Eigin Konur#107

Lís­bet Dögg - „Ég mun ekki eiga neitt líf eft­ir þetta“

Lís­bet varð ólétt 19 ára og eign­að­ist barn­ið fjór­um dög­um fyr­ir út­skrift en hún út­skrif­að­ist úr FSu. Hún varð fyr­ir kyn­ferð­isof­beldi sumar­ið fyr­ir frama­halds­skóla og var með ger­and­an­um í skóla hálfa skóla­göng­una “Ég þurfti að setja fé­lags­líf­ið mitt á pásu af því að hann var þarna” seg­ir Lís­bet í þætt­in­um og seg­ir FSu ekki hafa tek­ið á mál­inu og hún hafi þurft að mæta ger­anda sín­um á göng­un­um. Lís­bet var greind með þung­lyndi, kvíða og áfall­a­streiturösk­un og í kjöl­far­ið varð hún ólétt 19 ára. „Ég grét alla daga útaf van­líð­an og ég náði ekki að tengj­ast stelp­unni minn […] Mér fannst hún eig­in­lega bara fyr­ir,“ Seg­ir hún í þætt­in­um og bæt­ir við að henni hafi lið­ið eins og hún væri öm­ur­leg móð­ir. „Þeg­ar ég var bú­in að fæða að þá fékk ég ekki þessa til­finn­ingu að ég væri glöð að sjá barn­ið mitt, hún var lögð á bring­una á mér og ég hugs­aði bara: hvað nú?“
Eru Íslendingar Herúlar?
Flækjusagan#50

Eru Ís­lend­ing­ar Herúl­ar?

Ill­ugi Jök­uls­son var spurð­ur í Bón­us einu sinni, og síð­an á Face­book, hvenær hann ætl­aði að skrifa um Herúla­kenn­ing­una. Ekki seinna en núna!
Brim kaupir veiðiheimildir og frystitogara af forstjóranum
Fréttir

Brim kaup­ir veiði­heim­ild­ir og frysti­tog­ara af for­stjór­an­um

Út­gerð­ar­fé­lag Reykja­vík­ur, sem er að uppi­stöðu í eigu Guð­mund­ar Kristjáns­son­ar, for­stjóra Brims, hef­ur selt Brimi veiði­heim­ild­ir og frysti­tog­ara í 12,7 millj­arða króna við­skipt­um. Fé­lög­in, sem ekki eru tengd­ir að­il­ar sam­kvæmt fisk­veið­i­stjórn­un­ar­lög­um, hafa áð­ur átt í millj­arða við­skipt­um til að koma Brimi und­ir há­marks­þak veiði­heim­ilda.
Allt hefur merkingu, ekkert hefur þýðingu
MenningHús & Hillbilly

Allt hef­ur merk­ingu, ekk­ert hef­ur þýð­ingu

Á sýn­ingu sinni bein­ir mynd­list­ar­kon­an Jóna Hlíf at­hygl­inni að áferð orð­anna, þeim hluta tungu­máls­ins og mót­un­ar þess, sem fer fram á óræðu svæði milli skynj­un­ar og hugs­un­ar.
Björk útskýrir hvers vegna hún sakar Katrínu um óheiðarleika
Fréttir

Björk út­skýr­ir hvers vegna hún sak­ar Katrínu um óheið­ar­leika

Björk Guð­munds­dótt­ir lagði til við nátt­úru­vernd­arsinn­ann Grétu Thun­berg að ræða við Katrínu Jak­obs­dótt­ur for­sæt­is­ráð­herra áð­ur en þær héldu blaða­manna­fund með áskor­un um að lýsa yf­ir neyð­ar­ástandi í um­hverf­is­mál­um. Orð Katrín­ar sann­færðu þær um að það væri óþarft, en Björk seg­ir hana hafa sýnt óheið­ar­leika.
Hvað eru hryðjuverk?
FréttirHryðjuverkaógn á Íslandi

Hvað eru hryðju­verk?

Aldrei áð­ur hef­ur lög­regla ráð­ist í að­gerð­ir vegna gruns um hryðju­verka­ógn á Ís­landi. Lífs­tíð­ar­fang­elsi get­ur leg­ið við hryðju­verk­um, sam­kvæmt ís­lensk­um lög­um.
Grunur um tengsl við norræna hægri öfgahópa
FréttirHryðjuverkaógn á Íslandi

Grun­ur um tengsl við nor­ræna hægri öfga­hópa

Ís­lend­ing­arn­ir fjór­ir sem hand­tekn­ir voru í gær grun­að­ir um að skipu­leggja hryðju­verka­árás hér á landi eru tald­ir hafa tengsl við nor­ræna hægri öfga­hópa. Fjöldi hálf­sjálf­virkra skot­vopna voru gerð upp­tæk í að­gerð­um gær­dags­ins.