Lífsgildin

Gagnrýnir borgarar mótmæla

Hvort er meira ögrandi að ganga inn í herbergi þar sem allt er á rúi og stúi eða herbergi þar sem allt er í röð og reglu? Ef til vill er það jafn spennandi, það fer eftir því hverju er leitað að og hvert sjónarhornið er. Verkefnið í herbergi óreiðunnar er að skapa reglu og verkefnið í herbergi reglunnar að koma af stað líflegri og skapandi óreiðu. Verst eða dapurlegast er að gera ekki neitt, sætta sig við óregluna eða ganga möglunarlaust inn í regluverk annarra. Best er að vekja aðra til umhugsunar og valda nokkrum usla en þó ævinlega án ofbeldis. Mótmæli eru fagnaðarefni í lýðræðisríki.

Lýðræði

Það á að vera heillandi verkefni að grafast fyrir um hlutina, afhjúpa goðsagnir, sjá í gegnum glerið og skapa nýja þekkingu og samfélag byggt á gagnsæi og heiðarleika. Það er þó ekki heiglum hent eða auðvelt að vera öflugur borgari því eitt af hlutverkunum er að standa vörð um lýðræðið, almannaheill, og farsælar leikreglur. Koma auga á hættur sem steðja að jöfnuði og mannréttindum og mótmæla yfirgangi, ofstæki og siðleysi. 

Gagnrýnir borgarar hafa illan bifur á hugsunarlausu líferni, sjálftöku, lygum og undanskotum. Öflugir borgarar sem láta sig samfélagið varða, vilja bæta það og finna til réttlátrar reiði gagnvart kúgun og óréttlæti. Þau finna knýjandi þörf til að mótmæla ef þau telja að ofríki fárra einstaklinga ásamt andvaraleysi eða hlýðni fjöldans muni koma í veg fyrir réttlátt samfélag. 

Upplýstir borgarar krefjast sanngirni því greinarmunur er gerður á röngu og réttu og ráð gert fyrir að allir njóti sömu mannréttinda og virðingar. Öflugir borgarar vinna gegn misrétti, ekki aðeins í orðum heldur einnig í verki.

Hugrekki

Kraftmikil borgaravitund getur viðhaldið jafnrétti, friði og bræðra- og systralagi og dregið úr hættu á félags- og efnahagslegu óréttlæti. Gott hjartalag er vissulega mikilsvert en til að yfirgefa breiðgötuna og ganga fáfarna hliðargötu þarf meira til. Hugrekki, andspyrnu, mótmæli, endurskoðun,  hugsjón og annað göngulag.  

Borgarinn beitir gagnrýnni hugsun því það er heppileg aðferð og í henni felst efi um það sem er – en um leið leit að traustri forsendu til að byggja á. Efi um það sem oftast er sagt, efi um venjur og félagslega arfleið, felur jafnframt í sér von um eitthvað annað. Von um að fólk og samfélag fái blómstrað án spillingar.

Gagnrýninn borgari hefur hugrekki til að mótmæla þegar þess er þörf

Áður fyrr var verkefnið fyrst og fremst að læra að taka þátt í samfélaginu, að verða fullgildur þegn og kunna að vera með. Núna felst verkefnið ekki síst í því að vera gagnrýninn borgari sem efast og vill koma í veg fyrir mistök og tryggja að næsta kynslóð fái einnig að njóta gæða lífsins. Gagnrýnir borgarar kunna skil á mannréttindum, eru læsir á samtímann og þora að mótmæla þegar þess er þörf.

Fjallað er um gagnrýna borgara og kröftuga borgaravitund í bókinni Hugskot – skamm-, fram- og víðsýni (2016) eftir Friðbjörgu Ingimarsdóttur og Gunnar Hersvein. Þar stendur meðal annars „Við mótmælum því sem ofbýður okkur, við mótmælum þegar eyðileggja á það sem við erum stolt af eða berum virðingu fyrir.“ (bls. 193).

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Verðlaun handa tussum og gölluðum köllum
1

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Verðlaun handa tussum og gölluðum köllum

·
111 manns borguðu ruglið á Þingvöllum
2

Illugi Jökulsson

111 manns borguðu ruglið á Þingvöllum

·
Fjórum stefnt fyrir ummæli í Hlíðamálinu
3

Fjórum stefnt fyrir ummæli í Hlíðamálinu

·
Ásdís Halla og Hvalur hljóta frelsisverðlaun SUS
4

Ásdís Halla og Hvalur hljóta frelsisverðlaun SUS

·
Útvistun á nauðsynjastörfum er ekki ódýrari
5

Útvistun á nauðsynjastörfum er ekki ódýrari

·
Skrifað fyrir skúffuna?
6

Illugi Jökulsson

Skrifað fyrir skúffuna?

·

Mest deilt

Verðlaun handa tussum og gölluðum köllum
1

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Verðlaun handa tussum og gölluðum köllum

·
Ásdís Halla og Hvalur hljóta frelsisverðlaun SUS
2

Ásdís Halla og Hvalur hljóta frelsisverðlaun SUS

·
111 manns borguðu ruglið á Þingvöllum
3

Illugi Jökulsson

111 manns borguðu ruglið á Þingvöllum

·
Útvistun á nauðsynjastörfum er ekki ódýrari
4

Útvistun á nauðsynjastörfum er ekki ódýrari

·
„Fáránleika-raunsæi eða raunsæislegur fáránleiki“
5

„Fáránleika-raunsæi eða raunsæislegur fáránleiki“

·
Skrifað fyrir skúffuna?
6

Illugi Jökulsson

Skrifað fyrir skúffuna?

·

Mest deilt

Verðlaun handa tussum og gölluðum köllum
1

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Verðlaun handa tussum og gölluðum köllum

·
Ásdís Halla og Hvalur hljóta frelsisverðlaun SUS
2

Ásdís Halla og Hvalur hljóta frelsisverðlaun SUS

·
111 manns borguðu ruglið á Þingvöllum
3

Illugi Jökulsson

111 manns borguðu ruglið á Þingvöllum

·
Útvistun á nauðsynjastörfum er ekki ódýrari
4

Útvistun á nauðsynjastörfum er ekki ódýrari

·
„Fáránleika-raunsæi eða raunsæislegur fáránleiki“
5

„Fáránleika-raunsæi eða raunsæislegur fáránleiki“

·
Skrifað fyrir skúffuna?
6

Illugi Jökulsson

Skrifað fyrir skúffuna?

·

Mest lesið í vikunni

Dýrasti þingmaðurinn
1

Listflakkarinn

Dýrasti þingmaðurinn

·
Verðlaun handa tussum og gölluðum köllum
2

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Verðlaun handa tussum og gölluðum köllum

·
Óglatt eftir lestur Moggans og segir að Davíð og Halldór séu „ógeðslegir gamlir karlar“
3

Óglatt eftir lestur Moggans og segir að Davíð og Halldór séu „ógeðslegir gamlir karlar“

·
Vinstri græn þáðu styrki frá stórútgerðinni og laxeldisfyrirtæki
4

Vinstri græn þáðu styrki frá stórútgerðinni og laxeldisfyrirtæki

·
Lýsir streitu og floppi við að fá nýja tönn í Póllandi
5

Lýsir streitu og floppi við að fá nýja tönn í Póllandi

·
Fjallið kaupir eigin íbúð á nauðungarsölu
6

Fjallið kaupir eigin íbúð á nauðungarsölu

·

Mest lesið í vikunni

Dýrasti þingmaðurinn
1

Listflakkarinn

Dýrasti þingmaðurinn

·
Verðlaun handa tussum og gölluðum köllum
2

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Verðlaun handa tussum og gölluðum köllum

·
Óglatt eftir lestur Moggans og segir að Davíð og Halldór séu „ógeðslegir gamlir karlar“
3

Óglatt eftir lestur Moggans og segir að Davíð og Halldór séu „ógeðslegir gamlir karlar“

·
Vinstri græn þáðu styrki frá stórútgerðinni og laxeldisfyrirtæki
4

Vinstri græn þáðu styrki frá stórútgerðinni og laxeldisfyrirtæki

·
Lýsir streitu og floppi við að fá nýja tönn í Póllandi
5

Lýsir streitu og floppi við að fá nýja tönn í Póllandi

·
Fjallið kaupir eigin íbúð á nauðungarsölu
6

Fjallið kaupir eigin íbúð á nauðungarsölu

·

Nýtt á Stundinni

Aðskilnaðarkvíði og íslenska stjórnarskráin

Sævar Finnbogason

Aðskilnaðarkvíði og íslenska stjórnarskráin

·
Eigum við að kjósa í dag um væntanlega kjarasamninga?

Guðmundur

Eigum við að kjósa í dag um væntanlega kjarasamninga?

·
Verið að kæfa rafrettugreinina í fæðingu

Verið að kæfa rafrettugreinina í fæðingu

·
Axel Pétur stofnar stjórnmálaflokk fyrir víkinga

Axel Pétur stofnar stjórnmálaflokk fyrir víkinga

·
Telja þörf á að endurskoða ákvarðanir um hámarksverð lyfja

Telja þörf á að endurskoða ákvarðanir um hámarksverð lyfja

·
Fæðingin er alltaf dálítil óvissuferð

Fæðingin er alltaf dálítil óvissuferð

·
Kannabisfjárfestar verði bannaðir frá Bandaríkjunum

Kannabisfjárfestar verði bannaðir frá Bandaríkjunum

·
Útvistun á nauðsynjastörfum er ekki ódýrari

Útvistun á nauðsynjastörfum er ekki ódýrari

·
Smáforrit í stað hefðbundinna getnaðarvarna

Smáforrit í stað hefðbundinna getnaðarvarna

·
Með húmorinn að vopni

Með húmorinn að vopni

·
Verðlaun handa tussum og gölluðum köllum

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Verðlaun handa tussum og gölluðum köllum

·
111 manns borguðu ruglið á Þingvöllum

Illugi Jökulsson

111 manns borguðu ruglið á Þingvöllum

·