Blogg

Emanuel er hér - núna

Aðstandendur undirskriftasöfnunar til stuðnings Melody Otuwh og Emanuel Winner, vegna kæru gagnvart því að fá ekki efnislega meðferð á umsókn um alþjóðlega vernd á Íslandi og vera gert að fara til Ítalíu - sendu Kærunefnd útlendingamála, Útlendingastofnun og dómsmálaráðuneyti bréf mánudaginn 9. apríl og munu fylgja því eftir næsta mánudag með öðru bréfi.

U.þ.b. 2000 manns hafa nú (13.4.18) skrifað undir þeim til stuðnings.

Höldum áfram að skrifa undir!

Í bréfinu kemur m.a. eftirfarandi fram:

Melody Otuwh hefur afar sterkt samband við Ísland því barnið er fætt hér og vilji hennar er skýr og greinilegur. Hagsmunum þeirra er stefnt í algjöra óvissu af ástæðulausu.

Að okkar mati er barnið í meiri í hættu á Ítalíu, í aðstæðum sem móðirin hefur flúið undan í ofboði til að lenda ekki á götunni. Við teljum að Emanuel Winner og móðir hans séu í öruggari og betri aðstæðum hér heldur myndu skapast ef þau yrðu send til Ítalíu. Auk þess felst áfall í því að senda þau burtu, það er sorg og hryggð og óvissa sem tekur við. Þegar allt kemur til alls mælir fleira með alþjóðlegri vernd á Íslandi fyrir þau mæðgin en gegn því. Sú ákvörðun að veita þeim hana er fullkomlega réttlætanleg og skiljanleg í alla staði.

Emanuel fæddist í desember 2017 á Landspítalanum. Hann er hérna núna og samkvæmt öllum hjálpar- og mannúðarforsendum og Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna á hann að vera hérna áfram. Emanuel hefur allan réttinn sín megin og fullan rétt á að hafa móður sína hjá sér.

Barnið er meginviðmiðið í þessu máli.

Það er að okkar mati rangt sjónarhorn að spyrja hvaðan móðir Emanuels kom í þessu tilfelli, því barnið er í brennidepli og á að vera mælikvarði allra þýðingarmikilla ákvarðana. Ekki neitt annað.

Hvers vegna ætti Emanuel Winner að fara núna til Ítalíu, jafnvel þótt hann hafi aldrei komið þangað áður? Hann kom ekki frá Ítalíu, hann er ekki ítalskur. Hann hefur ekki átt heima neins staðar nema hér á Íslandi.  

Heimkynni hans eru staðreynd. Þau eru hér.

„Það sem barni er fyrir bestu skal ávallt hafa forgang þegar teknar eru ákvarðanir um málefni þess.“ (1. gr. barnalaga)

Við styðjum kæru Melody Otuwho sem RKÍ fer fyrir. Á þremur dögum hafa 1500 skrifað undir af heilum hug. Munum að réttlætið er ævinlega ofar öllu og enginn hópur á réttláta meðferð betur skilið en ósjálfbjarga barn.

Við mælum sterklega með því að ykkar niðurstaða verði sú að mæla með því að mál Melody og Emanuels verði tekið til efnislegrar meðferðar. Við styðjum þá niðurstöðu.

Undirskriftasöfnun

Sjá pistil um mæðgin.

Ljósmyndin er skjáskot úr frétt RÚV um málið sem finna má hér.

P.S. Það er áhugaverður vinkill á þessu máli fyrir kristið fólk en svo vill til að nafnið Emanuel er ritháttur fyrir Emmanuel eða Immanuel sem er þekkt í biblíufræðum í merkingunni Messías. „Sjá, yngismær mun þunguð verða og fæða son og lætur hann heita Immanúel,“ það þýðir: Guð með oss." Matt. 1. kafli. 23 vers). 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Fréttir

Vigdís Hauksdóttir lætur víkinga bera sig í kosningamyndbandi

Aðsent

400 manns senda Katrínu Jakobsdóttur opið bréf vegna „vanrækslu stjórnvalda“ í máli Hauks

Fréttir

Segir ummæli Brynjars ófagleg og afvegaleiða umræðu

Aðsent

Typpi, hvalir og Kristján Loftsson

Fréttir

Inga Sæland segist ekki vera hugsjónalaus afæta

Fréttir

Kallar tilmæli Svandísar „veruleikafirringu“ – Ljósmæður telja sig hafa gert samning

Mest lesið í vikunni

Fréttir

Björn Ingi Hrafnsson ógjaldfær

Fréttir

Ætlar ekki að segja sig úr Sjálfstæðisflokknum

Viðtal

Finnur mun meira fyrir fötluninni á Íslandi

Fréttir

Forstjóri Isavia segir miklar launakröfur áhyggjuefni: Hækkaði sjálfur í launum um 400 þúsund milli ára

Fréttir

Vigdís Hauksdóttir lætur víkinga bera sig í kosningamyndbandi

Fréttir

Starfsfólk Árnastofnunar reitt við Ríkisútvarpið