Þessi færsla er meira en 2 ára gömul.

Einmanaleikinn er barningur

Einmanaleikinn er barningur

Dauðinn er barningur
Khaled Kalifa
Angústúra 2019.

Lesendur bókarinnar Dauðinn er barningur eftir sýrlenska höfundinn Khaled Khalifa fá íhugunarefni þegar lestri lýkur: Að gera einmanaleikanum skil. Eftir að hafa lesið og hugsað um byltinguna og stríðið í Sýrlandi, óttann, brostnar vonir, ástir, hugrekki, hugleysi, dauðann og hlutskipti mannsins í veröldinni bætist við allt um lykjandi forvitni um einmanaleikann. Spurningin „Hvers vegna verður fólk einmana?“ er undirliggjandi í verkinu.

Söguhetjurnar eru systkini og lík föðursins í hættuför í smárútu milli ótal varðstöðva inn í borgir og þorp - en þau hugsa:

 „Öll um heimferðina eftir jarðarförina, um það að snúa aftur í einveruna og einmanaleikann og um óttann við að horfast í augu.“ (125).

Einmanaleiki er tilfinning eða upplifun á stöðu sinni í eigin lífi í samhengi við aðra. Þessi upplifun greinist m.a. í ógleði, ósætti og vonbrigði gagnvart sjálfum sér og öðrum. Hún byggist ekki á öfund eða afbrýðisemi. Ef til vill kallast hún á við heimþrá sem er nístandi löngun, þess sem er ekki heima hjá sér, til að vera í öruggu skjóli innan um ástvini og í umhverfi sem hann þekkir.

Einmanaleiki (umkomuleysi) er raunveruleg sálarkvöl. Það er líkt og einmanakenndin geti sprottið upp hvar sem er. Ástæður hennar eru af margvíslegum toga. Það gæti t.d. verið vegna þess að einstaklingur hefur tapað fjölskyldu sinni og heimalandi, það gæti verið sökum höfnunar í hóp, vinaleysis eða að hafa ekki ræktað hæfileika sína.

Einmanakenndin vex hvorki né dvín við það að sjá aðra glaða eða vinamarga. Sá sem nýtur ekki virðingar og vinsælda er líklega þjakaður af einmanakennd en sá sem nýtur virðingar og vinsælda getur líka verið einmana. Það er eitthvað annað sem skilyrðir einmanakenndina, eitthvað af óræðum toga.

Sá sem er hvergi í essinu sínu og getur ekki ræktað hæfileika sína og sinnt hugsjónum sínum eða ástríðu og sá sem á sér ekkert heimaland verður óhjákvæmilega einmana. Gjá myndast, er gjá einmanaleikans  í bókinni ef til vill of djúp eða er hægt að brúa hana?

„Ekkert þeirra [systkina] kærði sig um að sjá hversu djúp gjáin var sem skildi þau að.“ (125).

Persónur bókarinnar eru óhjákvæmilega einmana, hver fyrir sig og þeim tekst ekki að vinna bug á þessari kennd þótt þau séu saman, þótt þau séu systkini og gætu rifjað upp góðar æskuminningar. Hvers vegna? 

Ef til vill vegna þess að einmanakenndin ræðst af tengslum og tengslaleysi við aðra og heiminn. 

Persónur bókarinnar Dauðinn er barningur eiga það sammerkt að hafa ekki fylgt æskudraumum sínum, hafa brugðist sjálfum sér eða öðrum og þær komast aldrei yfir þau mistök. Áform þeirra runnu út í sandinn og þær urðu ekki það sem til stóð og eftir að landið var lagt í rúst virðist það einfaldlega vera of seint.

Oft reynir fólk að bjarga því sem bjargað verður þegar líða tekur á lífið en:

 

„Árin á milli bernsku og elli eru einungis dægrastytting … Sæl eru þau sem verja ellinni með þeim sem þau elska.“ (106).

En hversu líkleg er sú sæla í landi þar sem fæstir deyja af náttúrulegum orsökum og:

Styrjöld sem breytir sálum, draumum og er alla daga prófsteinn á þol og þrautseigju hvers og eins?

Það er ævinlega eitthvað sem hindrar för og frelsi. Systirin býr við kúgun feðraveldisins en höfundur bókarinnar hlífir henni ekki því hún sjálf tekur einnig rangar ákvarðanir – eins og reyndar allar aðrar persónur. Annar bróðirinn var of huglaus og kvíðinn til að til að taka réttar ákvarðanir og hinn var of metnaðargjarn og óþolinmóður til að úr gæti ræst.

Líkið eða faðirinn stóð ekki með systur sinni sem ungur maður og giftist ekki ástinni sinni. Hann varð þekkt nafn í byltingunni en samt dróg hann upp ranga mynd af sjálfum sér gagnvart öðrum, var ekki sá sem hann þóttist vera.

Þessar persónur finna sér hvorki stað né hlutverk og óttinn kvelur þau öll, angistin. Hver þeirra er:

 „lífvera sem enginn þarfnast og auðvelt er að losa sig við“, þannig líður persónu sem „hafði aldrei verið jafn einmana“. (228).

Khalifa (f. 1964) ólst upp nálægt borginni Aleppo en hefur síðustu 20 ár búið í Damaskus. Sagan á sér stað og er ferðalag einmitt á milli þessara borga og þau eru hvergi óhult innan um villt dýr, sjaríadómstóla, sprengiárásir og leyniskyttur. Líf lætur undan dauða, ást undan tómi, hugrekki undan ótta, kærleikur undan tortryggni, vinsemd undan einsemd. Höfundurinn hefur þrátt fyrir það ekki flúið land, hann heldur greinilega í vonina og skrifar og við höldum líka í vonina og lesum.

Hamingjan svífur um í þröngu rými

Hamingjan felst í því að hafa tækifæri til að rækta hæfileika sína og strita við það sem við unum okkur best við að gera. Hún felst í því að vera með þeim sem okkur líkar við, að búa þar sem við kunnum við okkur og að takast á við verðugar áskoranir. Persónur bókarinnar búa ekki við nein skilyrði hamingjunnar og þeim tekst ekki einu sinn að glæða samband sitt lífi því dauðinn er barningur.

„Þegar lífið líður hjá gera minningarnar ekki annað en að draga meiri sársauka fram í dagsljósið.“ (111).

Bókin er skrifuð af leikni og djúpri löngun til að skilja lífið í ljósi dauðans og einmanaleikans. Sagan veitir harða innsýn í stríðið í Sýrlandi en einnig í sálarlíf manneskjunnar. Saga hvers og eins er sögð og sambandsleysi þeirra rakið. Skuldinni er ekki allri skellt á stríðið heldur einnig á þætti í stjórnarfarinu, menningunni, trúnni og kynjakerfinu. Skýringarnar finnast heldur ekki allar þar heldur einnig í áræði hverrar persónu, dyggðum, löstum og tilfinningalífi.

Lestrarupplifunin er áhrifamikil. Lesandinn er fimmti farþeginn í bílnum ásamt líkinu og þessum þungbúnu systkinum. Lesandinn þarf einnig að koma líkinu niður í jörðina til að skilja ástandið og ljúka ferðalaginu.

Einhvern vegin tekst okkur öllum að lifa þetta af. Annaðhvort hverfur veröldin okkur eða við henni.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Stefán Snævarr
1
Blogg

Stefán Snævarr

Björn Jón sem álits­gjafi

Ég hef mik­ið álit á álits­gjaf­an­um Birni Jóni Braga­syni. Hann er góð­ur penni, mál­efna­leg­ur og rök­fast­ur. Ekki síst er hann bend­ir á aga­leysi Ís­lend­inga, á virð­ing­ar­leysi fjölda  þeirra fyr­ir móð­ur­mál­inu og ágæti þess að kunna þýsku. Hon­um mæl­ist líka vel þeg­ar hann seg­ir að í Rus­hdie­mál­inu hafi alltof marg­ir álits­gjaf­ar þag­að af ótta við að telj­ast órétt­hugs­andi. Og þeg­ar...
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
2
Blogg

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

Eystra­salts­rík­in: Mál­stað­ur þeirra er okk­ar

Fyr­ir skömmu komu for­set­ar þjóð­anna við Eystra­salt­ið; Lett­lands, Lit­há­ens og Eist­lands hing­að til lands til að fagna því að 30 (31) ár voru lið­in frá því að þau öðl­uð­ust frelsi og losn­uðu und­an járn­hæl Sov­ét­ríkj­anna (1922-1991). Ís­land tók upp stjórn­mála­sam­band við rík­in þrjú þann 26.ág­úst ár­ið 1991. Þá var yf­ir­stað­in mis­heppn­uð vald­aránstilraun gegn þá­ver­andi leið­toga Sov­ét­ríkj­anna, Mikail Gor­bat­sjov, en hann lést 30.8 2022. Ís­land, með þá­ver­andi...
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
3
Blogg

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

Raf­magn­að­ar kosn­ing­ar í Sví­þjóð 11.sept­em­ber?

Raf­magns­kosn­ing­arn­ar? Kannski verð­ur það nafn­ið sem þing­kosn­ing­arn­ar ár­ið 2022 í Sví­þjóð verða kall­að­ar í sögu­bók­um fram­tíð­ar­inn­ar, sem fara fram næsta sunnu­dag, 11. sept­em­ber. Það er að sjálf­sögðu vegna stríðs­ins í Úkraínu og þeirra hrika­legu hækk­ana á orku­verði sem nú tröll­ríða Evr­ópu. Marg­ir Sví­ar eru komn­ir að sárs­auka­mörk­um varð­andi raf­orku­verð og það mik­ið rætt í kosn­inga­bar­átt­unni. En það er fleira sem...
Stefán Snævarr
4
Blogg

Stefán Snævarr

ÞRjÚ MEG­IN­VERK HUNDRAÐ ÁRA: Tractatus, Ulysses og The Waste Land

Á þessu ári eru hundrað ár lið­in síð­an þrjár af áhrifa­mestu bók­um síð­ustu ára­tuga komu út. Fyrsta skal fræga telja skáld­sögu James Joyc­se Ulysses, þá ljóða­bálk T.S.Eliots The Waste Land og að lok­um heim­spekiskruddu Ludwigs Witt­genstein, Tractatus Logico-Phi­losophicus. Tractatus eða lógíska ljóð­ið Síð­ast­nefnda rit­ið kom strangt tek­ið út ári fyrr, þá á þýska frum­mál­inu Log­isch-phi­losophische Abhandl­ung. En fræg­ust varð hún...

Nýtt á Stundinni

Sjómaður í leit að föður sínum
Viðtal

Sjómað­ur í leit að föð­ur sín­um

Mika­el Tam­ar Elías­son er 36 ára þriggja barna fað­ir, vél­stjóri og skáld í leit að blóð­föð­ur sín­um. Hann ólst upp hjá ömmu sinni fyr­ir vest­an, missti ætt­ingja sína í bruna 15 ára gam­all og týndi sjálf­um sér í vímu­efna­neyslu um tíma. Sjór­inn lokk­ar og lað­ar en hann lenti í hættu þeg­ar brot skall á bát­inn.
Hafnaði peningum og fylgdi áhuganum
Fólkið í borginni

Hafn­aði pen­ing­um og fylgdi áhug­an­um

Ei­rík­ur Hilm­ar Ei­ríks­son þurfti að velja á milli pen­ing­anna og áhug­ans á sagn­fræði. Sagn­fræð­in sigr­aði að lok­um.
Þarf að tala um vændi sem ofbeldið sem það er
Viðtal

Þarf að tala um vændi sem of­beld­ið sem það er

Þeg­ar kona sem var sam­ferða henni í gegn­um hóp­astarf Stíga­móta fyr­ir­fór sér ákvað Eva Dís Þórð­ar­dótt­ir að stíga fram og segja frá reynslu sinni af vændi. Bæði til að veita þo­lend­um von um að það væri leið út úr svart­nætt­inu en líka til að vekja sam­fé­lag­ið til vit­und­ar, reyna að fá fólk til að taka af­stöðu og knýja fram að­gerð­ir. Af því að lifa ekki all­ir af. Og hún þekk­ir sárs­auk­ann sem fylg­ir því að missa ást­vin í sjálfs­vígi.
Vill allt að tveggja ára fangelsi við því að vera drukkinn á rafhlaupahjóli
Fréttir

Vill allt að tveggja ára fang­elsi við því að vera drukk­inn á raf­hlaupa­hjóli

Sig­urð­ur Ingi Jó­hanns­son inn­viða­ráð­herra vill að börn­um und­ir þrett­án ára verði bann­að að nota raf­hlaupa­hjól og að allt að tveggja ára fang­elsi liggi við því að aka slíku far­ar­tæki und­ir áhrif­um áfeng­is. Í sama frum­varpi eru reiðstíg­ar skil­greind­ir fyr­ir bæði knapa og gang­andi.
Afleiðingar kynferðisofbeldis og veikindi orsökuðu alvarlegt fæðingarþunglyndi
Reynsla

Af­leið­ing­ar kyn­ferð­isof­beld­is og veik­indi or­sök­uðu al­var­legt fæð­ing­ar­þung­lyndi

Með­ganga Lís­bet­ar Dagg­ar Guðnýj­ar­dótt­ur ein­kennd­ist af gríð­ar­legri van­líð­an bæði and­lega og lík­am­lega. Af­leið­ing­ar þess­ar­ar miklu van­líð­an­ar urðu til þess, að mati Lís­bet­ar, að hún átti í mikl­um vand­ræð­um með að tengj­ast ný­fæddri dótt­ur sinni og glímdi í kjöl­far­ið við heift­ar­legt fæð­ing­ar­þung­lyndi.
Lísbet Dögg - „Ég mun ekki eiga neitt líf eftir þetta“
Eigin Konur#107

Lís­bet Dögg - „Ég mun ekki eiga neitt líf eft­ir þetta“

Lís­bet varð ólétt 19 ára og eign­að­ist barn­ið fjór­um dög­um fyr­ir út­skrift en hún út­skrif­að­ist úr FSu. Hún varð fyr­ir kyn­ferð­isof­beldi sumar­ið fyr­ir frama­halds­skóla og var með ger­and­an­um í skóla hálfa skóla­göng­una “Ég þurfti að setja fé­lags­líf­ið mitt á pásu af því að hann var þarna” seg­ir Lís­bet í þætt­in­um og seg­ir FSu ekki hafa tek­ið á mál­inu og hún hafi þurft að mæta ger­anda sín­um á göng­un­um. Lís­bet var greind með þung­lyndi, kvíða og áfall­a­streiturösk­un og í kjöl­far­ið varð hún ólétt 19 ára. „Ég grét alla daga útaf van­líð­an og ég náði ekki að tengj­ast stelp­unni minn […] Mér fannst hún eig­in­lega bara fyr­ir,“ Seg­ir hún í þætt­in­um og bæt­ir við að henni hafi lið­ið eins og hún væri öm­ur­leg móð­ir. „Þeg­ar ég var bú­in að fæða að þá fékk ég ekki þessa til­finn­ingu að ég væri glöð að sjá barn­ið mitt, hún var lögð á bring­una á mér og ég hugs­aði bara: hvað nú?“
Eru Íslendingar Herúlar?
Flækjusagan#50

Eru Ís­lend­ing­ar Herúl­ar?

Ill­ugi Jök­uls­son var spurð­ur í Bón­us einu sinni, og síð­an á Face­book, hvenær hann ætl­aði að skrifa um Herúla­kenn­ing­una. Ekki seinna en núna!
Brim kaupir veiðiheimildir og frystitogara af forstjóranum
Fréttir

Brim kaup­ir veiði­heim­ild­ir og frysti­tog­ara af for­stjór­an­um

Út­gerð­ar­fé­lag Reykja­vík­ur, sem er að uppi­stöðu í eigu Guð­mund­ar Kristjáns­son­ar, for­stjóra Brims, hef­ur selt Brimi veiði­heim­ild­ir og frysti­tog­ara í 12,7 millj­arða króna við­skipt­um. Fé­lög­in, sem ekki eru tengd­ir að­il­ar sam­kvæmt fisk­veið­i­stjórn­un­ar­lög­um, hafa áð­ur átt í millj­arða við­skipt­um til að koma Brimi und­ir há­marks­þak veiði­heim­ilda.
Allt hefur merkingu, ekkert hefur þýðingu
MenningHús & Hillbilly

Allt hef­ur merk­ingu, ekk­ert hef­ur þýð­ingu

Á sýn­ingu sinni bein­ir mynd­list­ar­kon­an Jóna Hlíf at­hygl­inni að áferð orð­anna, þeim hluta tungu­máls­ins og mót­un­ar þess, sem fer fram á óræðu svæði milli skynj­un­ar og hugs­un­ar.
Björk útskýrir hvers vegna hún sakar Katrínu um óheiðarleika
Fréttir

Björk út­skýr­ir hvers vegna hún sak­ar Katrínu um óheið­ar­leika

Björk Guð­munds­dótt­ir lagði til við nátt­úru­vernd­arsinn­ann Grétu Thun­berg að ræða við Katrínu Jak­obs­dótt­ur for­sæt­is­ráð­herra áð­ur en þær héldu blaða­manna­fund með áskor­un um að lýsa yf­ir neyð­ar­ástandi í um­hverf­is­mál­um. Orð Katrín­ar sann­færðu þær um að það væri óþarft, en Björk seg­ir hana hafa sýnt óheið­ar­leika.
Hvað eru hryðjuverk?
FréttirHryðjuverkaógn á Íslandi

Hvað eru hryðju­verk?

Aldrei áð­ur hef­ur lög­regla ráð­ist í að­gerð­ir vegna gruns um hryðju­verka­ógn á Ís­landi. Lífs­tíð­ar­fang­elsi get­ur leg­ið við hryðju­verk­um, sam­kvæmt ís­lensk­um lög­um.
Grunur um tengsl við norræna hægri öfgahópa
FréttirHryðjuverkaógn á Íslandi

Grun­ur um tengsl við nor­ræna hægri öfga­hópa

Ís­lend­ing­arn­ir fjór­ir sem hand­tekn­ir voru í gær grun­að­ir um að skipu­leggja hryðju­verka­árás hér á landi eru tald­ir hafa tengsl við nor­ræna hægri öfga­hópa. Fjöldi hálf­sjálf­virkra skot­vopna voru gerð upp­tæk í að­gerð­um gær­dags­ins.