Lífsgildin

Dánu börnin í Jemen og Sýrlandi

Dánu börnin í Jemen og Sýrlandi

Illska mannsins bitnar með afgerandi og áberandi hætti um þessar mundir á börnum í Jemen og Sýrlandi. Við vitum það, við fylgjumst með því, við skrifum skýrslur og teljum líkin – en horfumst við í augu við það? Það er engin undankomuleið.

I. fyrri hluti (17.3.19)

Illskan gagnvart þessum börnum birtist með óbærilegum hætti í grimmúðlegu ofbeldi sem veldur þjáningu og dauða og hún birtist líka í afskiptaleysi tómleikans og hiki óttans. Það er engin leið að þykjast horfa úr fjarska á þessar staðreyndir eins og þær komi okkur ekki við. Alþjóðasamfélagið og ríki heims tengjast þessum ófriði og allir fylgjast með.

Illskan vinnur alltaf óbætanlegt tjón og hún æðir um Jemen og Sýrland, hún er sýnileg, áþreifanleg og hún fær tækifæri þegar litið er undan og frítt spil þegar við gefumst upp á að hugsa.

Aðferðir sem tíðkast í stjórnmálum virðast ónothæfar og gagnslausar til að bjarga börnunum í Jemen og Sýrlandi og í öðrum löndum þar sem svipað ófremdarástand ríkir af mannavöldum. Stríð illsku mannsins er miskunnarlaust og hlífir síst af öllu börnum.

STOPP! Hættið umsvifalaust

Átök hófust árið 2011 í Sýrlandi. Árið 2013 eða fyrir sex árum var öllum orðið löngu ljóst hvert stefndi en þrátt fyrir það var allt látið eyðileggjast. Illskan spyr ekki um landamæri eða trúarbrögð:

Börn í Damaskus í Sýrlandi fóru á fætur einn morgun í ágúst 2013. Þau skriðu fram úr eða stóðu upp af hörðu gólfinu. Himinninn var ógnvænlegur eins og venjulega. Þau fóru í skólann sinn eða þvældust um götur með foreldrum sínum í leit að athvarfi og mat. Þennan dag voru þau myrt, drepin með efnavopnum og líkunum var raðað upp í stórum sal þar til hann var fullur. Næsta dag var mokað yfir þau í fjöldagröf. Þetta voru börnin í Damaskus, áður voru það önnur börn í Írak, á Gasa, í Líbíu og eftir það börnin í Jemen sem urðu ofbeldi og stríði að bráð. Öll þessi börn hrópa á okkur: STOPP! Hættið umsvifalaust, semjið, sættist, farið burtu, dauðinn er ekki eftirsóknarverður.

Alþjóðasamfélagið hikaði og illskan hélt áfram með eyðileggingu og dauða. Við brugðumst börnunum - dauðinn var ekki stöðvaður. 

Allir vita hver sannleikurinn er

Efist ekki um illskuna, hún er til, hún er staðreynd, lík barnanna sem liggja í fjöldagröfunum vitna um hana með blóði sínu. Börn þjást og deyja, allt af völdum manna. Allir innviðir í Jemen og Sýrlandi eru hrundir eins og heimilin. Þessi lönd eru nú talin versti staður á jörðinni fyrir börn til að búa á, til að þrífast og dafna. Allt í boði illskunnar sem þrífst m.a. í gegnum vina- og hagsmunasamband annarra ríkja eins og Sádi-Arabíu og Bandaríkjanna, Tyrklands og Rússlands svo dæmi séu tekin. Dauðinn í Jemen og Sýrlandi er ekki á vegum náttúruhamfara eða uppskerubrests heldur af mannavöldum. Það er bláköld staðreynd sem ekki er hægt að breiða yfir. 

Allir vita hver sannleikurinn er á þessum slóðum og staðreyndirnar eru mælanlegar en stjórnmálin eru ófær um að takast á við þennan harmleik, þar verða aðeins til nýjar flækjur með hverjum fundi. Heimafólk þráir að vera látið í friði en hvernig lítur illskan sem ásækir það út? Svona:

85. þúsund börn í Jemen undir 5 ára hafa dáið úr vannæringu frá því að stríðið hófst 2015.

360. þúsund manns hafa dáið í Sýrlandi af völdum stríðsins frá 2011.

Við megum ekki gefast upp!

Það er enginn leið að líta undan eða þræta um málið. Stórveldin, herveldin, Tyrkir, Sádi-Arabar og allir sem telja sig eiga hagsmuni að gæta eru vanhæfir til að leysa þetta og ættu að hafa sómatilfinningu til að hypja sig í burtu með skömm – en þau gera það ekki. Afstaða þeirra skilur aðeins eftir sig fleiri lík, fleiri efnavopnaárásir.

Við sem fylgjumst með í fjarska, en þó svo nærri því við getum grafist fyrir um allar helstu staðreyndir ef við viljum, við megum ekki gefast upp, við megum ekki líta undan, við verðum að halda áfram að hugsa og finna önnur ráð en hingað til hafa fengist, því börnin liggja núna á götum og í hrúgum í opnum vöruflutningabílum, sum dáin og önnur taka andköf eftir enn eina efnavopnaárásina - eins og það sé síðasti andardrátturinn. 

4. apríl 2019 verða tvö ár liðin frá efnavopnaárás Sýrlandsstjórnar í Khan Sheikhun í Idlib-héraði. 83 létust og þar af fjölmörg börn. Ekki er hægt að ljúga sig frá þessari árás því hún er til á myndum. Þetta var ekki í fyrsta sinn og ekki það síðasta sem dauðinn birtist á þennan hátt í Sýrlandi. Enginn ætti að komast undan því að horfast í augu við þessi börn og allir ættu að halda áfram að finna ráð til að stöðva þessa óbærilegu illsku. Sannleikurinn er jörðin undir fótum okkar og himininn yfir okkur. Hann er í hjarta barnanna í Jemen og Sýrlandi en ekki í útkrotuðum samningsdrögum "hagsmunaaðila" sem stunda stjórnmál sem geta ekki bjargað lífi.

II. seinni hluti (18.3.19)

Vangeta valdapólitíkur til að bjarga börnum

Við teljum árin, við teljum líkin, valdstjórnir ríkjanna reyndust óhæfar, ófærar og getulausar til að hjálpa börnum í neyð sem þjáðust og létust af mannavöldum frá árunum 2011 í Sýrlandi og 2015 í Jemen til okkar daga. Þessar stjórnir tókum eigin hagsmuni fram fyrir líf þeirra og reyndust ófær um að beita dómgreind sinni til að gera rétt, og ímyndunarafli til að sjá afleiðingarnar fyrir.

Börnin, morðin, atburðirnir í þessum löndum, allt tilheyrir þetta raunheimi okkar og –sannindum. Öll þessi saga, allan þennan áratug, allt þetta blóð, allir þessir vitnisburðir, öll þessi sönnunargögn. Hver á að skrifa þessa sögu? Sigurvegarnir? Hver ætlar að velja úr staðreyndum sem liggja eins og hráviði á vettvangi og búa til sögu þessara barna? Hvaða staðreyndir munu glatast?

Hvað sem því líður þá eru það óhagganlegar staðreyndir að: 1. Íbúar og börn í Jemen og Sýrlandi vildu bara fá að vera í friði eða vildu betra og vinsamlegra samfélag. Allt sem börnin óskuðu sér var að njóta sín heima hjá sér við leik og nám sem einstakar manneskjur og öðrum jafnar. 2. Valdstjórnir annarra ríkja brugðust og komu ekki til hjálpar, opnuðu fyrir vopnasölu og hugsuðu sér gott til glóðarinnar.

Þetta er óyggjandi vitnisburður um eymd valdapólitíkur í heiminum -  og stofnanir sem eru henni háðar brugðust í hvívetna. Þær voru óhæfar í þessu verkefni og kunnu engin ráð nema að gæta eigin hagsmuna og valda öðrum meira tjóni. Gjörðir þeirra falla undir tómleika illskunnar í heiminum sem býr ekki yfir neinum kærleika. Ef þetta valdafólk ætti snefil af ást til heimsins, þá myndi það finna farsæla lausn umsvifalaust.

Valdið hverfur aftur til fólksins

Hlutverk borgara heimsins eftir að hafa horft upp á morðin og ráðleysi valdamanna sem ætluðu að hjálpa en gerðu það ekki, er að veita aðhald, en ekki aðeins aðhald, heldur umboð og ekki aðeins umboð, því borgarinn gefur valdið og borgarinn tekur aftur til sín valdið. Valdið hverfur aftur til fólksins eftir græðgi og dauða.

Þetta er stórvaldapólitíkin. Kínverjar, Tyrkir, Ísraelsbúar, Katarbúar, Sádi-Arabar, Bandaríkjamenn og fleiri aðilar hafa notfært sér aðstæðurnar til þess að reyna að hámarka eigin hagsmuni og stöðu á þessu svæði. „Við verðum að reyna að fá þessi lönd til þess að hætta að líta á þetta sem viðskiptatækifæri til að efla eigin iðnað,“ sagði Magnús Þorkell Bernharðsson (Stundin 19.8.16) og nefndi m.a. Serba, Búlgara, Rúmena og Frakka í því sambandi.

Þeir sem myrða börnin vísvitandi búa yfir ofbeldisfullri illsku en þeir sem koma börnunum ekki til hjálpar búa fyrir fáfengilegri illsku.

Vonbrigðin gagnvart þessari björgun er óbærileg, afhjúpunin á valdinu algjör. Gátu þessir valdamenn ekki séð afleiðingar gjörða sinna, ekki eins og í skuggsjá, heldur með eigin augum og dómgreind?

Hvað getum við gert?

Það er ekkert þriðja eða æðra afl sem getur bjargað okkur út úr þessum ógöngum, við verðum að gera það sjálf. Við verðum að svipta þetta fólk völdum. Við bindum ekki trúss okkar við það lengur. Við þurfum öll að koma okkur saman um að hætta, stoppa og rétta fram græðandi hjálparhönd.

Ekki þræta um þetta: að hjálpa ekki - er að breyta af ranglæti.

Við berum ábyrgð vegna þess að við þekkjum staðreyndir og við tökum þátt í því að deila valdinu.

Tenglar

Horfst í augu við árásina í Khan Sheikhun: Gasping for life - Clarissa Ward

 Magnús Þorkell/Stundin: Tími til að hrópa. Minnisvarði um hæfileika til að drepa

Stundin - Flúðu helvítið til Íslands

(Ljósmyndin hér fyrir neðan af stúlku sem reynir að ná andanum eftir gasárásina í Khan Sheikhun, þetta er staðreynd)
Viltu hjálpa?

"Stríðið í Sýrlandi er stríð gegn börnum. Börn eru helmingur þeirra sem þjást og mikill meirihluti barna sem flúið hafa yfir til nágrannaríkjanna eru tíu ára eða yngri. Neyðarðgerðir okkar í Sýrlandi og nágrannaríkjunum eru einar þær umfangsmestu frá upphafi. Starfsfólk okkar hefur náð að veita milljónum barna aðstoð en þörfin er gífurleg. Við þurfum að halda áfram, núna, og þurfum þína hjálp."
Hjálpa börnum í Sýrlandi.

"Staða barna í Jemen er skelfileg og Jemen er í dag talinn einn versti staður á jörðinni til að vera barn. Margra ára átök hafa lagt landið í rúst. Á tíu mínútna fresti deyr barn í Jemen af orsökum sem hægt væri að fyrirbyggja. Meira en 11 milljónir barna í Jemen þurfa á lífsnauðsynlegri hjálp að halda. Það er nánast hvert einasta barn í landinu!"
Hjálpa börnum í Jemen.

 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Dætur Hjördísar Svan: „Af hverju var okkur ekki trúað eða tekið mark á gögnum um ofbeldi?“
1

Dætur Hjördísar Svan: „Af hverju var okkur ekki trúað eða tekið mark á gögnum um ofbeldi?“

·
Glerborg blankheitanna
2

Ásgeir H. Ingólfsson

Glerborg blankheitanna

·
Sigmundur Davíð vildi að ráðherrar fengju lægri laun en hann sjálfur
3

Sigmundur Davíð vildi að ráðherrar fengju lægri laun en hann sjálfur

·
Ég dó í þrjátíu og þrjár mínútur og þrjár sekúndur
4

Ég dó í þrjátíu og þrjár mínútur og þrjár sekúndur

·
Héraðsdómur segir „ómálefnaleg rök“ falla utan verndar tjáningarfrelsisákvæðis stjórnarskrárinnar
5

Héraðsdómur segir „ómálefnaleg rök“ falla utan verndar tjáningarfrelsisákvæðis stjórnarskrárinnar

·
Áhrifavaldar sögunnar
6

Áhrifavaldar sögunnar

·
Yfirgnæfandi stuðningur við nafnabreytingu Akureyrar
7

Yfirgnæfandi stuðningur við nafnabreytingu Akureyrar

·

Mest deilt

Dætur Hjördísar Svan: „Af hverju var okkur ekki trúað eða tekið mark á gögnum um ofbeldi?“
1

Dætur Hjördísar Svan: „Af hverju var okkur ekki trúað eða tekið mark á gögnum um ofbeldi?“

·
Glerborg blankheitanna
2

Ásgeir H. Ingólfsson

Glerborg blankheitanna

·
Krefjumst þá hins ómögulega
3

Sólveig Anna Jónsdóttir

Krefjumst þá hins ómögulega

·
Upp á fjallsins brún
4

Upp á fjallsins brún

·
Sigmundur Davíð vildi að ráðherrar fengju lægri laun en hann sjálfur
5

Sigmundur Davíð vildi að ráðherrar fengju lægri laun en hann sjálfur

·
Héraðsdómur segir „ómálefnaleg rök“ falla utan verndar tjáningarfrelsisákvæðis stjórnarskrárinnar
6

Héraðsdómur segir „ómálefnaleg rök“ falla utan verndar tjáningarfrelsisákvæðis stjórnarskrárinnar

·

Mest deilt

Dætur Hjördísar Svan: „Af hverju var okkur ekki trúað eða tekið mark á gögnum um ofbeldi?“
1

Dætur Hjördísar Svan: „Af hverju var okkur ekki trúað eða tekið mark á gögnum um ofbeldi?“

·
Glerborg blankheitanna
2

Ásgeir H. Ingólfsson

Glerborg blankheitanna

·
Krefjumst þá hins ómögulega
3

Sólveig Anna Jónsdóttir

Krefjumst þá hins ómögulega

·
Upp á fjallsins brún
4

Upp á fjallsins brún

·
Sigmundur Davíð vildi að ráðherrar fengju lægri laun en hann sjálfur
5

Sigmundur Davíð vildi að ráðherrar fengju lægri laun en hann sjálfur

·
Héraðsdómur segir „ómálefnaleg rök“ falla utan verndar tjáningarfrelsisákvæðis stjórnarskrárinnar
6

Héraðsdómur segir „ómálefnaleg rök“ falla utan verndar tjáningarfrelsisákvæðis stjórnarskrárinnar

·

Mest lesið í vikunni

Til hvers að eiga börn?
1

Kristlín Dís

Til hvers að eiga börn?

·
Dætur Hjördísar Svan: „Af hverju var okkur ekki trúað eða tekið mark á gögnum um ofbeldi?“
2

Dætur Hjördísar Svan: „Af hverju var okkur ekki trúað eða tekið mark á gögnum um ofbeldi?“

·
Hinn dularfulli uppruni hesta: „Draugar“ frá Íberíu og Síberíu
3

Illugi Jökulsson

Hinn dularfulli uppruni hesta: „Draugar“ frá Íberíu og Síberíu

·
Þingmaður Miðflokks vill láta kenna sjónarmið afneitunarsinna í loftslagsmálum í grunnskólum
4

Þingmaður Miðflokks vill láta kenna sjónarmið afneitunarsinna í loftslagsmálum í grunnskólum

·
Hamingjan er rétt handan við fjöllin
5

Björk Eldjárn Kristjánsdóttir

Hamingjan er rétt handan við fjöllin

·
Glerborg blankheitanna
6

Ásgeir H. Ingólfsson

Glerborg blankheitanna

·

Mest lesið í vikunni

Til hvers að eiga börn?
1

Kristlín Dís

Til hvers að eiga börn?

·
Dætur Hjördísar Svan: „Af hverju var okkur ekki trúað eða tekið mark á gögnum um ofbeldi?“
2

Dætur Hjördísar Svan: „Af hverju var okkur ekki trúað eða tekið mark á gögnum um ofbeldi?“

·
Hinn dularfulli uppruni hesta: „Draugar“ frá Íberíu og Síberíu
3

Illugi Jökulsson

Hinn dularfulli uppruni hesta: „Draugar“ frá Íberíu og Síberíu

·
Þingmaður Miðflokks vill láta kenna sjónarmið afneitunarsinna í loftslagsmálum í grunnskólum
4

Þingmaður Miðflokks vill láta kenna sjónarmið afneitunarsinna í loftslagsmálum í grunnskólum

·
Hamingjan er rétt handan við fjöllin
5

Björk Eldjárn Kristjánsdóttir

Hamingjan er rétt handan við fjöllin

·
Glerborg blankheitanna
6

Ásgeir H. Ingólfsson

Glerborg blankheitanna

·

Nýtt á Stundinni

Undurfagri Nuukfjörður

Undurfagri Nuukfjörður

·
Oddný: „Kerfið hefur brugðist brotaþolum“

Oddný Arnardóttir

Oddný: „Kerfið hefur brugðist brotaþolum“

·
Jafnréttisnefnd KÍ segir skrif Helgu Daggar grafa undan trausti til kennara

Jafnréttisnefnd KÍ segir skrif Helgu Daggar grafa undan trausti til kennara

·
Sapiens, A Brief History of Humankind eftir Yuval Noah Harari

Sapiens, A Brief History of Humankind eftir Yuval Noah Harari

·
Gerðu það, Lilja!

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

Gerðu það, Lilja!

·
Krefjumst þá hins ómögulega

Sólveig Anna Jónsdóttir

Krefjumst þá hins ómögulega

·
Héraðsdómur segir „ómálefnaleg rök“ falla utan verndar tjáningarfrelsisákvæðis stjórnarskrárinnar

Héraðsdómur segir „ómálefnaleg rök“ falla utan verndar tjáningarfrelsisákvæðis stjórnarskrárinnar

·
Yfirgnæfandi stuðningur við nafnabreytingu Akureyrar

Yfirgnæfandi stuðningur við nafnabreytingu Akureyrar

·
Röðum auknum lífsgæðum ofar landsframleiðslu og neyslu

Af samfélagi

Röðum auknum lífsgæðum ofar landsframleiðslu og neyslu

·
Ég dó í þrjátíu og þrjár mínútur og þrjár sekúndur

Ég dó í þrjátíu og þrjár mínútur og þrjár sekúndur

·
Sigmundur Davíð vildi að ráðherrar fengju lægri laun en hann sjálfur

Sigmundur Davíð vildi að ráðherrar fengju lægri laun en hann sjálfur

·
Dætur Hjördísar Svan: „Af hverju var okkur ekki trúað eða tekið mark á gögnum um ofbeldi?“

Dætur Hjördísar Svan: „Af hverju var okkur ekki trúað eða tekið mark á gögnum um ofbeldi?“

·