Þessi færsla er meira en ársgömul.

Hvað getum við gert fyrir Palestínu?

Hvað getum við gert fyrir Palestínu?

Jafnvel þótt átakasaga Ísraela og Palestínumanna sé kölluð hin fullkomna deila, því hún er „annað hvort eða ...“ og engin lausn hefur dugað vegna þess að Ísrael vill ekki hætta við hernámið, þá er engin leið að vera sama eða líta undan. Hvað getum við gert?

Vopnahlé í þessu  máli er að flestu leyti svikahlé og friðarferli í þessu samhengi er rangnefni, því Ísrael býr yfir öflugasta her og hernaðarvörnum í víðri veröld og langtímamarkmiðið er algjör yfirráð.

Ótti við ofbeldi 

Íbúar á Gazasvæðinu og Palestínumenn í Mið-Austurlöndum hvarvetna búa við daglegan ótta við ofbeldi. Jafnvel þótt það sé vopnahlé geta þeir átt von á flugskeytum um miðja nótt eða vopnaða lögreglumenn á torgum og hústökufólk á heimilum sínum.

„Ég er ekki viss þegar ég leggst til svefns hvort ég muni stíga á fætur á morgun, svo mörgum flugskeytum er beint að svæðinu,“

sagði kona í samtali við NYT í vikunni. 

Að bíða og sjá ... hvað?

Það er eins og valdamestu ríki heims ætli að bíða, eins og venjulega, og horfa aðgerðarlaus á næstu árin. Hræddir heimsleiðtogar hlusta á rasískar raddir. Það er ekki nema von að óbreyttir borgarar víða um heim fallist hendur þegar þeir kynna sér sögu þessarar deilu. 

Orð og hugtök geta verið vopn, eða orðspjót, í áróðri, þannig er sérhvert flugskeyti sem skotið er frá Gaza flokkað undir hryðjuverk en flugskeyti úr vopnabúri ísraelska hersins flokkað sem hefðbundinn hernaður.  

Þingkona Demókrata í Bandaríkjunum, Alexandria Ocasio-Cortez, líkti ástandinu í ástandinu í Palestínu að apartheid eða aðskilnaðarstefnuna í Suður-Afríku. Það gerði einnig Jón Ormur Halldórsson í þættinum Heimskviður og nefndi að það væru  ekki síst kristnir Bandaríkjamenn sem mynda kjarnann í hópi þrýstihópa á vegum Ísraelsstjórnar. 

Já, hernaður en ekki hryðjuverk, jafnvel þótt þau kosti margfalt fleiri dauðsföll, fleiri hús  eyðilögð, fleiri ólífu­tré eru brennd, aukið landrán og aukið arðrán, eins og  Yous­ef Ingi Tamimi hefur bent á.  Í grein í Stundinni stendur „Ísraelski herinn hefur með skipulögðum hætti hernumið allar vatnslindir á svæðinu, auk þess sem vatnsleiðslur og dælustöðvar Palestínumanna liggja í gegnum svæði sem eru girt af “ (Stundin 24.5.2021). Þannig er staðan í þessu vopnahléi.

Öflugasta leiðin til að hafa áhrif á stjórnvöld í Ísrael, öflugasta sem við getum lagt til er viðskiptabann og að sniðganga vörur frá Ísrael. 

Verkefni sem blasir við á Íslandi

Hvað getum við gert andspænis 73 ára óslitinni deilu í Mið-Austurlöndum? Jafnvel þótt deilan virðist óleysanleg í alþjóðlegu samhengi getum við ekki bara horft eitthvert annað, það eru alltaf verkefni sem þarf að leysa og núna blasir eitt þeirra sárlega við á Íslandi.

Oft er sagt að fólk eigi að líta sér nær. Hvað merkir það í þessu samhengi?

Verndarsvið Útlendingastofnunar hefur vísað hópi Palestínumann á götuna eftir að hafa synjað beiðni þeirra um alþjóðlega vernd á Íslandi. Þeir hafa um tvennt að velja, fara í COVID 19 test og svo á götuna í Grikklandi eða fara á götuna strax hér á landi án fæðis og húsnæðis. Þeir neituðu að fara í sýnatöku fyrir brottför (eru ekki veikir) og hafa sagt í samtölum við Kjarnann að það geri þeir vegna þess að þeir treysti sér ekki aftur til Grikklands, þar bíði þeirra ekkert annað en gatan. Enga vinnu sé að fá og nær ómögulegt að fá húsnæði. 

Hvað getum við gert?

Það er heimsfaraldur sem gengur yfir heiminn sem hefur verið miskunnarlaus fyrir hælisleitendur í Grikklandi og mörg ríki hafa hætt að endursenda hælisleitendur þangað. Einnig eru fjölskyldur þessarar hælisleitenda á Íslandi í sárum eftir linnulausar loftárásir Ísraelshers á Gazasvæðið í 11 daga þar sem 243 létust í loft­á­rásum Ísraels, þar af 66 börn og hundruð slösuðust (sjúkrahús á svæðinu fá aðeins rafmagn í átta tíma í senn).

Ástandið á Gaza núna, hefur ekki endilega áhrif á flutning þessara einstaklinga úr landi, segir ÚTL og að það hafi ekki heldur áhrif: að ástandið í Grikklandi fyrir hælisleitendur er bágborið. „Þetta er algjörlega síðasta úrræðið sem við notum,“ segir fulltrúi ÚTL við blaðamann Kjarnans.

Síðasta úrræðið?

Nei alls ekki, síðasta úrræðið er að veita þeim alþjóðlega vernd á Íslandi. Það er eitt af því sem við getum gert á meðan heimurinn fylgist með eða lítur undan þegar þegar fólk deyr, húsum er sundrað og land er tekið af Palestínumönnum innan múrsins. 

Pistillinn Ekki líta undan, ekki gefast upp!

Greinin Blóðbaðið á Gaza átti sér aðdraganda en nú gæti allt breyst

Palestínumennirnir fimm fyrir utan húsnæði Útlendingastofnunar í Hafnarfirði.Ljósmynd/Sunna Ósk Logadóttir

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Stefán Snævarr
1
Blogg

Stefán Snævarr

Á Áslaug Arna að segja af sér?

Bent hef­ur ver­ið á að starfsaug­lýs­ing   um  starf töl­fræð­ings hjá há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráðu­neyt­inu kunni að stang­ast á við lög. Þau kveða á um að ís­lenska sé hið op­in­bera mál lands­ins en í aug­lýs­ing­unni var sagt að um­sækj­andi yrði að hafa gott vald á ís­lensku eða ensku. Ráð­herr­ann, Áslaug Arna, varði starfsaug­lýs­ing­una m.a. með þeim „rök­um“ að...
Stefán Snævarr
2
Blogg

Stefán Snævarr

Lex­i­kon Put­in­or­um-Ór­ar Pútíns

Hér get­ur að líta Lexí­kon Put­in­or­um, al­fræði­orða­bók pútín­ism­ans en þar leika ór­ar (og ár­ar) Pútíns lyk­il­hlut­verk: Banda­rík­in: Vond ríki enda standa þau í vegi fyr­ir að Rússlandi nái sín­um ginn­helgu mark­mið­um, þar að segja ef Trump er ekki for­seti (sjá "Trump"). Einnig eru þau svo óforskömm­uð að vera Rússlandi langt­um fremri hvað tækni áhrær­ir. Það er svindl því Rúss­land á...
Stefán Snævarr
3
Blogg

Stefán Snævarr

Hnatt­væð­ing og al­þjóðaremba

Ég hitti hann Jim frá Ástr­al­íu í Frakklandi ár­ið 2003. Greind­ur karl og geðs­leg­ur, ákveð­inn í skoð­un­um. Hann taldi inn­rás­ina í Ír­ak hið besta mál, Saddam hefði ör­ugg­lega átt gjör­eyð­ing­ar­vopn. Banda­rískt efna­hags­líf væri mjög traust og þar vestra væri eng­inn ras­ismi. Hnatt­væð­ing­in væri sig­ur­verk, í fram­tíð­inni myndu borg­ríki taka við af nú­tímaríkj­um í krafti þess­ar­ar væð­ing­ar. Og inn­an tutt­ugu ára...

Nýtt á Stundinni

Eftirlitsmaður sendur um borð í hvalveiðiskipin
FréttirHvalveiðar

Eft­ir­lits­mað­ur send­ur um borð í hval­veiði­skip­in

Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra hef­ur sett reglu­gerð sem kveð­ur á um eft­ir­lit með hval­veið­um. Fiski­stofa mun senda starfs­mann um borð í hval­veiði­skip sem fylg­ist með og tek­ur upp mynd­bönd sem síð­an verða af­hent dýra­lækni Mat­væla­stofn­un­ar til skoð­un­ar.
Tölvuárás á Fréttablaðið sögð rússnesk hefnd
Fréttir

Tölvu­árás á Frétta­blað­ið sögð rúss­nesk hefnd

Vef­ur Frétta­blaðs­ins verð­ur tek­inn nið­ur í kvöld biðj­ist rit­stjórn ekki af­sök­un­ar á því að hafa birt frétta­mynd frá Úkraínu. Ónafn­greind­ir rúss­nesk­ir tölvu­hakk­ar­ar hófu skyndi­á­hlaup á vef blaðs­ins í morg­un. Rúss­neska sendi­ráð­ið krafð­ist á sama tíma af­sök­un­ar­beiðni og seg­ir blað­ið hafa brot­ið ís­lensk lög. Steinn Stein­arr og Þór­berg­ur Þórð­ar­son hlutu dóma fyr­ir brot á sömu laga­grein þeg­ar þeir þóttu hafa veg­ið að æru og heiðri Ad­olfs Hitler og Nas­ista.
Framtíð geimferða í uppnámi vegna Úkraínustríðsins
FréttirÚkraínustríðið

Fram­tíð geim­ferða í upp­námi vegna Úkraínu­stríðs­ins

Rúss­ar til­kynntu á dög­un­um að þeir myndu draga sig út úr al­þjóð­legu sam­starfi um geim­ferð­ir inn­an tveggja ára. Stór hluti af Al­þjóð­legu geim­stöð­inni, ISS, er í eigu Rússa og fram­tíð henn­ar er því skyndi­lega í upp­námi. Önn­ur sam­starfs­ríki töldu rekst­ur stöðv­ar­inn­ar tryggð­an til árs­ins 2030 en meira en ára­tug­ur er í að ný geim­stöð verði til­bú­in til notk­un­ar.
ReynslaEigin konur

Fékk sím­tal um barns­föð­ur sinn sem var upp­haf að ára­langri raun

Freyja Huld fékk sím­tal um nótt með upp­lýs­ing­um um að sam­býl­is­mað­ur henn­ar og barns­fað­ir væri að sækja í ung­lings­stúlk­ur. Síð­ar var hann hand­tek­inn fyr­ir skelfi­legt brot. Enn þarf hún að eiga í sam­skipt­um við hann sem barns­föð­ur og veita hon­um um­gengni.
Sólveig segir afsögn Drífu tímabæra
Fréttir

Sól­veig seg­ir af­sögn Drífu tíma­bæra

„Drífa veit sjálf að það er langt um lið­ið síð­an grafa fór und­an trú­verð­ug­leika henn­ar og stuðn­ingi í baklandi verka­lýðs­hreyf­ing­ar­inn­ar,“ seg­ir Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, formað­ur Efl­ing­ar, um af­sögn for­seta ASÍ.
Drífa Snædal segir af sér sem forseti Alþýðusambands Íslands
Fréttir

Drífa Snæ­dal seg­ir af sér sem for­seti Al­þýðu­sam­bands Ís­lands

Drífa Snæ­dal hef­ur sagt af sér sem for­seti Al­þýðu­sam­bands Ís­lands. Sam­skipti við kjörna full­trúa inn­an verka­lýðs­hreyf­ing­ar­inn­ar og blokka­mynd­un er ástæð­an. Í yf­ir­lýs­ingu seg­ir hún átök inn­an hreyf­ing­ar­inn­ar ver­ið óbæri­leg og dreg­ið úr vinn­ugleði og bar­áttu­anda.
Fasteignaskattur á lúxusíbúðir á skjön við kaupverð
Fréttir

Fast­eigna­skatt­ur á lúxus­í­búð­ir á skjön við kaup­verð

Kaup­verð lúxuseigna sem auð­menn­irn­ir Björgólf­ur Thor Björgólfs­son og Ró­bert Wessman hafa sýsl­að með end­ur­spegl­ast ekki í fast­eigna­mati á þeim. Fast­eigna­skatt­ar geta ver­ið hundruð­um þús­unda króna lægri en ef mið­að væri við kaup­verð þeirra.
Ísland, hér kem ég
Tania Korolenko
ReynslaDagbók flóttakonu

Tania Korolenko

Ís­land, hér kem ég

Tania Korolen­ko er ein þeirra hundruða Úkraínu­manna sem feng­ið hafa skjól á Ís­landi vegna inn­rás­ar Rússa. Hún hef­ur hald­ið dag­bók um komu sína hing­að til lands og líf­ið í nýju landi og ætl­ar að leyfa les­end­um Stund­ar­inn­ar að fá að fylgj­ast með.
Úkraína frysti eignir Moshensky-fjölskyldunnar
FréttirÓlígarkinn okkar

Úkraína frysti eign­ir Mos­hen­sky-fjöl­skyld­unn­ar

Úkraínsk yf­ir­völd eru sögð hafa kyrr­sett eig­ur og fryst banka­reikn­inga fyr­ir­tæk­is­ins Santa Kholod í Kænu­garði. Yf­ir­völd þar telja hví­trúss­nesk fyr­ir­tæki fjár­magna inn­rás Rússa með óbein­um hætti, vegna stuðn­ings ein­ræð­is­stjórn­ar Lukashen­ko. Santa Kholod er hluti af fyr­ir­tækja­keðju Al­eks­and­ers Mos­hen­sky, kjör­ræð­is­manns Ís­lands, fiskinn­flytj­anda og ólíg­arka í Hvíta-Rússlandi. Sagð­ur hafa skráð fyr­ir­tæki á dótt­ur sína til að verj­ast þving­un­um ESB.
Vantar fleira fólk utan EES í ferðaþjónustuna
Fréttir

Vant­ar fleira fólk ut­an EES í ferða­þjón­ust­una

Víða í at­vinnu­líf­inu er skort­ur á starfs­fólki og helm­ing­ur stærstu fyr­ir­tækja seg­ir illa ganga að manna störf. Fram­kvæmda­stjóri Sam­taka ferða­þjón­ust­unn­ar seg­ir að auð­velda eigi grein­inni að byggja aft­ur upp tengsl við er­lent starfs­fólk sem glöt­uð­ust í far­aldr­in­um.
Panama-uppljóstrarinn John Doe: „Án ábyrgðar getur samfélag ekki virkað“
FréttirPanamaskjölin

Panama-upp­ljóstr­ar­inn John Doe: „Án ábyrgð­ar get­ur sam­fé­lag ekki virk­að“

Nafn­lausi upp­ljóstr­ar­inn sem hrinti af stað at­burða­rás­inni sem leiddi til af­sagn­ar Sig­mund­ar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar for­sæt­is­ráð­herra með lek­an­um á Pana­maskjöl­un­um veit­ir sitt fyrsta við­tal í Der Spieg­el. Hann lýs­ir von­brigð­um með stjórn­völd víða um heim og seg­ir Rússa vilja sig feig­an.
Horfið til himins: Það er von á súpernóvu!
Flækjusagan

Horf­ið til him­ins: Það er von á súpernóvu!

En verð­ur hún hættu­leg?