Blogg

Borgaravitund er þjóðgildi ársins 2016

Vinsælt er að gera lista undir lok hvers ár eða velja karl og konu ársins, tæki ársins … en það er einnig hægt að velja þjóðgildi ársins.

Jafnrétti árið 2015

Árið 2015 var jafnrétti þjóðgildið sem mest bar á. Árið var 100 ára afmælisár kosningaréttar kvenna á Íslandi en öflugar byltingar spruttu einnig fram. Árið reyndist mikil vitundarvakning í jafnréttisbaráttu, meðal annars var unnið af krafti gegn hrelliklámi undir yfirskriftinni #freethenipple og kynferðislegu ofbeldi #konurtala//Þöggun. Árið varð því ekki aðeins afmælisár heldur byltingarár eða að minnsta kosti upphaf byltingar til að afhjúpa, breyta og draga úr misrétti.

Borgaravitund árið 2016

Verkefnið er að vera öflugur borgari, að skilja hlut sinn í samfélaginu og samábyrgð. Ef okkur grunar að yfirvöld séu hætt að gæta að almannahagsmunum og um það bil að spillast af lúmskum tilboðum hagsmunaaðila – og við mótmælum ekki – þá höfum við brugðist sem borgarar. Íslenskir borgarar voru kraftmiklir í mótmælum gegn spillingu á árinu 2016, svo öfluglir að forsætisráðherra sagði af sér embætti og ríkisstjórnin þorði ekki annað en að boða til kosninga. 

Öflug borgaravitund er forsenda fyrir því að vera fullgildur einstaklingur í samfélagi. Það er ekki nóg að vera góður og gegn þegn. Góður borgari tekur þátt í samfélaginu, vill efla það og bæta, virðir aðra og traðkar ekki á réttindum, rækir skyldur sínar, stendur vörð um réttindi sín, mótmælir óréttlæti, gagnrýnir og tekur þátt í umræðunni. Slíkir borgarar knýja einnig á um rétt sinn til að vera þau sem þau vilja vera, hvort sem það er viðurkennt í samfélaginu eða ekki.

Lýðræðið er alltaf í hættu. Borgarar í lýðræðissamfélagi þurfa að temja sér að mótmæla og stöðva heimskuna sem iðulega brýst áfram án umhugsunar. Okkur vantar ekki nauðsynlega foringja eða fyrirmenni, heldur öflugan lýð sem ræður sjálfur ráðum sínum. Þjóð sem lætur ekki teyma sig þangað sem hún vill ekki fara.

Öflugur borgari lætur ekki telja úr sér kjarkinn heldur verður fullnuma, velur sér vettvang og byrjar starf sitt í þágu annarra. Það þarf löngun og ástríðu til að vinna að gæfu annarra. Það er rangt sem fólki er stundum talið trú um, að best sé að sitja í rólegheitunum heima og njóta gjafanna. Það minnsta hægt er að gera er að mótmæla fáviskunni, deila gæðunum með öðrum og berjast fyrir mannréttindum allra.

Fjölhyggja árið 2017

Enginn veit hvert verður þjóðgildið 2017 en ef til vill mun það einkennast af fjölhyggju, að gildum verði gert hátt undir höfði og einni lausn ekki teflt fram, heldur mörgum samofnum. Ef tíðarandinn mótast af fjölhyggju, verður það fyrir valinu sem hefur gildi, hvaðan sem það kemur, hlutirnir eru settir í samhengi og tekið tillit til hagsmuna næstu kynslóðar.

Spunnið út frá bókinni Hugskot – skamm-, fram- og víðsýni eftir Friðbjörgu Ingimarsdóttur og Gunnar Hersvein (2016). Teikning um borgaravitund/Sirrý Margrét.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Úttekt

„Ekki kominn tími til að ég brenni allar veraldlegar eigur mínar“

Fréttir

Skýrsla Hannesar rituð á ensku – „Ótækt“ segir formaður íslenskrar málnefndar

Pistill

VG framlengir tuttugustu öldina

Fréttir

Barnafjölskylda svipt framfærslufé vegna reglugerðar Sigríðar um útlendinga

Fréttir

Eigandinn í kosningaham á forsíðu Morgunblaðsins

Fréttir

Sinfóníuhljómsveitin neitar að opinbera styrktarsamning sinn við GAMMA

Mest lesið í vikunni

Fréttir

Frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins vill ekki að „duglega fólkið“ haldi uppi sjúklingum sem keppast við að vera veikir

Viðtal

Þakklátur fyrir þessa lífsreynslu

Úttekt

Stjórn Íbúðalánasjóðs réði forstjórann óupplýst um vitnisburði um kynferðislega áreitni

Fréttir

Athafnamaður telur umfjöllun um ójöfnuð einkennast af öfund

Fréttir

Jón Páll sagði starfslok sín „hafa bara ekkert með þetta mál að gera“

Úttekt

„Ekki kominn tími til að ég brenni allar veraldlegar eigur mínar“