Lífsgildin

Lífsgildin

Gunnar Hersveinn rithöfundur skrifar um gildin í lífinu, samfélaginu og náttúrunni meðal annars út frá því markmiði að efla borgaravitund og gagnrýna og skapandi hugsun.
Að skrifa fyrir börn og fullorðna

Að skrifa fyr­ir börn og full­orðna

Hvers vegna skrifa rit­höf­und­ar fyr­ir börn? Að skrifa texta sem jafnt full­orðn­ir og börn skilja áreynslu­laust krefst auka­vinnu og ein­hvers aga en það er einnig skemmti­legt verk­efni. Allt efni sem ekki er nauð­syn­legt verð­ur auka­efni sem þurrk­ast út. Lang­ar setn­ing­ar þarf að stytta og end­ur­tekn­ing­ar hverfa. Heilu kafl­arn­ir, efn­is­þætt­ir og hlið­ar­efni verð­ur eft­ir í möpp­um og margskon­ar sköp­un­ar­verk þurfa að...
Láttu núna reyna á mátt mildinnar

Láttu núna reyna á mátt mild­inn­ar

Ég var að lesa bók­ina Um mild­ina eft­ir Lucius Anna­eus Senecu og átt­aði mig um­svifa­laust á að þessi stóíska dyggð gæti hjálp­að okk­ur til að leysa þann hnút sem staða hæl­is­leit­enda á Ís­landi er í núna. Það væri þess virði að hugsa um þetta mál með hjálp Senecu en í vik­unni á að senda fimm barna­fjöl­skyld­ur á flótta gegn vilja...
Ekki rangt að endursenda þau ekki

Ekki rangt að end­ur­senda þau ekki

Mynd/Börn hæl­is­leit­enda og fjöl­skyld­ur sem þrá að vera hér bíða end­ur­send­ing­ar/ GH Það er ekki ólög­legt að hætta við að senda hæl­is­leit­end­ur á Ís­landi til Grikk­lands eða Ítal­íu, þótt þeir hafi vernd þar. Það er ekki held­ur sið­ferði­lega rangt að bjóða þeim efn­is­lega með­ferð og vernd á Ís­landi. Það er alls ekk­ert rangt við það að hætta við að...
Hvernig líður þér Maní?

Hvernig líð­ur þér Maní?

MYND: DAV­ÍÐ ÞÓR EIN­SEMD er sam­mann­leg­ur sann­leik­ur sem býr í hverju hjarta. All­ir ættu því að geta sett sig í spor ír­anska trans­drengs­ins Maní Shahidi sem ótt­ast ein­angr­un og of­beldi og þrá­ir hlut­deild í því ör­yggi sem við er­um stolt af hér á Ís­landi. Ein­semd ein­stak­linga ræðst af því trausti sem þeir skynja frá öðr­um og til annarra. Út­skúf­un úr...
Öryggi barna er ofar öðrum hagsmunum

Ör­yggi barna er of­ar öðr­um hags­mun­um

Ég hef skrif­að, ásamt a.m.k 18 þús­und öðr­um, und­ir yf­ir­lýs­ingu gegn brott­vís­un barns og fjöl­skyldu frá Ís­landi. „Við und­ir­rit­uð skor­um á ís­lensk stjórn­völd að virða Barna­sátt­mála Sam­ein­uðu þjóð­anna og hætta við brott­vís­un Muhammeds Zohair Faisal og fjöl­skyldu hans þann 3. fe­brú­ar.“ Barn­ið býr hér við ör­yggi, vináttu, mennt­un, vel­vild og kær­leika. Allt sóma­sam­legt fólk vill að það verði hér áfram...
Kjörin veisla fyrir bókaklúbba

Kjör­in veisla fyr­ir bóka­klúbba

Sag­an Veisla í gren­inu veit­ir les­end­um tæki­færi til að ræða mun­inn á vin­sam­leg­um og fjand­sam­leg­um sam­skipt­um og mann­rétt­indi barns­ins. Bæði er hægt að ræða það sem birt­ist í bók­inni og einnig það sem skort­ir.  Um að gera er að ræða verk­ið út frá nokkr­um for­send­um. Þessi bók hent­ar að mínu mati óum­ræð­an­lega vel í bóka­klúbb­um allra lands­manna. Sag­an sem höf­und­ur­inn, Ju­an...
Forsjálni - þjóðgildi Íslendinga fyrir 2020?

For­sjálni - þjóð­gildi Ís­lend­inga fyr­ir 2020?

Sjald­an af­rekr­ar ein stund margra daga forsóm­un – er máls­hátt­ur sem merk­ir ein­fald­lega það sama og hann seg­ir: Sjald­an vinnst það upp á skammri stund sem lengi hef­ur ver­ið van­rækt. Orð­ið af­rek vek­ur at­hygli. Af­rek kall­ar á for­sjálni, að und­ir­búa jarð­veg­inn af kost­gæfni. Þessi máls­hátt­ur get­ur átt er­indi til ein­stak­linga og sam­fé­lags á marga vegu. Ein­stak­ling­ar sem vilja gera vel...
Einmanaleikinn er barningur

Ein­mana­leik­inn er barn­ing­ur

Dauð­inn er barn­ing­urK­haled Kalifa­Ang­ú­stúra 2019. Les­end­ur bók­ar­inn­ar Dauð­inn er barn­ing­ur eft­ir sýr­lenska höf­und­inn Khaled Khalifa fá íhug­un­ar­efni þeg­ar lestri lýk­ur: Að gera ein­mana­leik­an­um skil. Eft­ir að hafa les­ið og hugs­að um bylt­ing­una og stríð­ið í Sýr­landi, ótt­ann, brostn­ar von­ir, ást­ir, hug­rekki, hug­leysi, dauð­ann og hlut­skipti manns­ins í ver­öld­inni bæt­ist við allt um lykj­andi for­vitni um ein­mana­leik­ann. Spurn­ing­in „Hvers vegna verð­ur...
Hetjuleg hunangsveiði milli heimkynna

Hetju­leg hun­angs­veiði milli heim­kynna

Hun­angs­veið­iSoffía Bjarna­dóttirAng­ú­stúra 2019. Ef til vill er vanda­samt að lýsa því ná­kvæm­lega yf­ir um hvað bók­in, Hun­angs­veiði eft­ir Soffíu Bjarna­dótt­ur, er.  En þó er óhætt að full­yrða að áhrif­in af lestr­in­um eru djúp og áhrifa­rík fyr­ir les­and­ann. Að­al­sögu­hetj­an Silva stefndi senni­lega ein­hvern tíma á dæmi­gert borg­ar­líf  í skil­greindri at­vinnu og í sam­bandi við týpísk­an karl­mann. Innra með henni knýja þó á...
Hvers vegna skrifa rithöfundar?

Hvers vegna skrifa rit­höf­und­ar?

Rit­höf­und­ur­inn og heim­spek­ing­ur­inn Platón (427 f.o.t) í Grikklandi hinu forna gerði Sókra­tes að lyk­il­per­sónu í vest­rænni hugs­un. Hvers vegna skrif­aði Platón og gaf okk­ur mynd af Sókra­tesi? Í fyrstu verk­un­um skrif­aði hann í anda Sókra­tes­ar en í síð­ustu verk­un­um var Sókra­tes mál­pípa hans. Platón dýrk­aði ekki Sókra­tes og lét hann stund­um fara hallloka í sam­ræð­um. Karakt­er­inn Sókra­tes er mann­leg­ur í...
Stórfengleg frásögn án landamæra

Stór­feng­leg frá­sögn án landa­mæra

Uns yf­ir lýk­ur eft­ir Al­inu Mar­gol­is-Edelm­an er ógleym­an­legt verk um minn­ing­ar ung­menn­is í gettó­inu í Var­sjá í Póllandi í síð­ari heimstyrj­öld­inni. Það er líkt og les­and­inn gangi með vasa­ljós í ann­arri hendi en jafn­framt leidd­ur af barns­hönd Al­inu um eyði­legg­ingu stríðs, dauða, hung­urs og mis­kunn­ar­leys­is. Hönd henn­ar er hlý og í aug­um henn­ar er von og ljós­ið slokkn­ar ekki. Sjón­ar­horn...
Ábyrgð okkar á Amazonskógunum

Ábyrgð okk­ar á Amazon­skóg­un­um

Regn­skóg­arn­ir í Bras­il­íu brenna, lungu jarð­ar, það­an sem súr­efn­ið streym­ir. Eld­ur­inn er svo viða­mik­ill að hann sést úr geimn­um. Get­um við stað­ið hjá og beð­ið eft­ir mis­vitr­um for­set­um eða duttl­unga­full­um hags­muna­sam­tök­um? Eng­inn mun bjarga heim­in­um. Hann þarf ekki á því að halda. Hann mun bjarga sér sjálf­ur. Eng­inn mun bjarga jörð­inni. Hún þarf ekki á því að halda. Hún...
Að vera börnum hjálparhella

Að vera börn­um hjálp­ar­hella

Vin­semd er sú dyggð og hjarta­hlýja sem helst er tal­in geta dreg­ið úr kvöl­inni og auk­ið styrk gleð­inn­ar í þess­um guð­s­volaða heimi. Vin­semd­in býr yf­ir mörgu af því fal­leg­asta sem get­ur prýtt mann­eskj­una. Hjálp­semi er eitt af því sem vin­semd fel­ur í sér. Hún er alls stað­ar mik­ils met­in og hvarvetna eru gerð­ar til­raun­ir til að kenna hana og festa...
Hjartsár bók um mæðgin í Jóhannesarborg

Hjarts­ár bók um mæðg­in í Jó­hann­es­ar­borg

Ang­ú­stúra gaf út, í ís­lenskri þýð­ingu Helgu Soffíu Ein­ars­dótt­ur, bók­ina Glæp­ur við fæð­ingu - sög­ur af Suð­ur-afr­ískri æsku eft­ir Trevor Noah. Þetta er mann­bæt­andi bók, full af tár­um og hlátri. Trevor Noah er einnig uppist­and­ari og stjórn­mála­skýr­andi, sem marg­ir þekkja úr banda­rísku sjón­varps­þátt­un­um The Daily Show. Höf­und­ur­inn fædd­ist í Jó­hann­es­ar­borg ár­ið 1984 á tím­um apart­heid í Suð­ur-Afr­íku. Móð­ir hans Pat­ricia...
Glötuð tækifæri til að gera rétt

Glöt­uð tæki­færi til að gera rétt

Tóm­ið vex á Ís­landi í hvert sinn sem mann­úð­legri með­ferð er hafn­að, t.d. á for­send­um smá­smugu­legra staf­króka­fræða eins og oft er gert gagn­vart hæl­is­leit­end­um. Ís­lend­ing­ar þurfa að horfa upp á það með reglu­legu milli­bili, að for­eldr­ar, kon­ur, karl­ar og börn eru send til Grikk­lands eða Ítal­íu, eða hvað­an sem þau komu, í al­gjöra óvissu þrátt fyr­ir að vera kom­in hing­að,...
Dánu börnin í Jemen og Sýrlandi

Dánu börn­in í Jemen og Sýr­landi

Illska manns­ins bitn­ar með af­ger­andi og áber­andi hætti um þess­ar mund­ir á börn­um í Jemen og Sýr­landi. Við vit­um það, við fylgj­umst með því, við skrif­um skýrsl­ur og telj­um lík­in – en horf­umst við í augu við það? Það er eng­in undan­komu­leið. I. fyrri hluti (17.3.19) Illsk­an gagn­vart þess­um börn­um birt­ist með óbæri­leg­um hætti í grimm­úð­legu of­beldi sem veld­ur þján­ingu...