Kolbeinn Hólmar Stefánsson

Hin langa starfsævi á Íslandi

Í gær rak ég augun efnahagsyfirlit VR. Heftið var sneisafullt af áhugaverðu efni en það sem mér þótti áhugaverðast voru tölur frá Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins, um áætlaða lengd starfsævi. Það sem gerir þessar tölur áhugaverðar er að það er yfirlýst stefna stjórnvalda að hækka eftirlaunaaldur á Íslandi í áföngum. Það er svo sem í samræmi við áherslur stjórnvalda í nágrannalöndunum, þar sem samskonar áform hafa víða mætt mikilli andstöðu.

Þessi tölfræði áætlar hve mörgum árum 15 ára börn hvers árs geta vænst þess að verja á vinnumarkaði, ef núverandi mynstur atvinnuþátttöku haldast óbreytt. Stutta svarið er "Mörgum". Mun fleiri en í öðrum Evrópulöndum. Í efnahagsyfirlitinu er reyndar bara birtur samanburður við hin Norðurlöndin og meðaltal Evrópusambandsríkja. Það segir svo sem sína sögu að vænt starfsævi er með lengra móti á hinum Norðurlöndunum en þau komast ekki með tærnar þar sem Ísland hefur hælana. Þau sem hafa áhuga á ítarlegri uppýsingum geta garfað í tölunum hérna.

Svona framtíðarspár eru auðvitað háðar óvissu og byggja fyrst og fremst á því að framreikna núverandi stöðu að ýmsum forsendum gefnum. En óháð því þá gefur þessi spá vísbendingu um stöðuna eins og hún er í dag. Starfsævin á Íslandi er nokkuð löng. Lífeyrisaldur á Íslandi er hár auk þess sem þónokkur hópur heldur áfram að vinna þrátt fyrir að vera kominn á þann aldur. Hér má t.d. sjá að árið 2017 voru að jafnaði 19,6% fólks á aldrinum 70-74 ára starfandi, en það var hæsta hlutfallið í Evrópu. Næst á eftir kom Eistland með 15,6%. Hlutfallið hefur líka hækkað umtalsvert frá 2012 þegar það var 10,7%.

Er þessi mikla virkni eldra fólks góð eða slæm?

Ástæðurnar fyrir því að fólk á lífeyrisaldri eru ýmsar, eins og er fjallað um í efnhagsyfirliti VR. Sumt fólk velur að halda áfram að vinna, ánægjunnar vegna. Fyrir mörgum er vinnan meira en bara brauðstrit, s.s. félagsskapur, hlutverk, kemur reglu á hversdaginn og verkefnin ánægjuleg. Annað fólk neyðist til að halda áfram að vinna af fjárhagslegum ástæðum.

Þegar við horfum á að fólk lifir lengur og við betri heilsu en áður er í sjálfu sér engin ástæða til að fólk hætti að vinna þegar það er 70 ára, a.m.k. ef það hefur heilsu og löngun til að halda áfram. En það hafa það ekki allir og raunar ræðst það að nokkru leyti af þeim störfum sem fólk hefur sinnt yfir ævina. Sum störf eru slítandi, líkamlega og/eða andlega. Hækkun lífeyrisaldurs fólks í slíkum störfum er harðneskjuleg aðgerð.

Það er líka harðneskjulegt þegar fólk í slíkum störfum neyðist til að vinna eftir að það er komið á lífeyrisaldur til að láta enda ná saman. Það er líka oft þannig að slítandi störfin eru verr launuð og fyrir vikið má ætla að umtalsverður hluti þeirra sem neyðast til að vinna á lífeyrisaldri séu í slítandi störfum. Lægri lífeyrisaldur myndi ekki hjálpa fólki í slíkri stöðu nema það yrðu jafnframt tryggt að fólk sem þarf að hætta fyrr að vinna komist af á þeim lífeyri sem það fær.

 

Í ljósi hinnar löngu starfsævi fólks á Íslandi skýtur skökku við að það sé stefna stjórnvalda að hækka lífeyrisaldur allra. Það er sjálfsagt að leyfa fólki að vinna lengur sem vill það og getur, en kannski við ættum líka að stefna að því að lækka lífeyrisaldur fyrir þau sem það þurfa samhliða því að tryggja þeim ásættanleg lífkjör á efri árum.

 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sveinn Andri þarf að endurgreiða 100 milljónir - „Hann hefur verið að hugsa um eigin hag frá byrjun“
1

Sveinn Andri þarf að endurgreiða 100 milljónir - „Hann hefur verið að hugsa um eigin hag frá byrjun“

·
Gagnrýni á innrás Tyrkja jafngildir hryðjuverkum
2

Gagnrýni á innrás Tyrkja jafngildir hryðjuverkum

·
Lækkanir aksturgreiðslna sýna fram á kosti gagnsæis
3

Lækkanir aksturgreiðslna sýna fram á kosti gagnsæis

·
Verður alltof mikil þögn á heimilinu
4

Verður alltof mikil þögn á heimilinu

·
Er líf á K2-18b?
5

Er líf á K2-18b?

·
Fyrrverandi ríkisskattstjóri: Lækkun erfðafjárskatts eykur misskiptingu
6

Fyrrverandi ríkisskattstjóri: Lækkun erfðafjárskatts eykur misskiptingu

·
Mikil aukning sýklalyfjaónæmis í villtum höfrungum
7

Mikil aukning sýklalyfjaónæmis í villtum höfrungum

·

Mest deilt

Sveinn Andri þarf að endurgreiða 100 milljónir - „Hann hefur verið að hugsa um eigin hag frá byrjun“
1

Sveinn Andri þarf að endurgreiða 100 milljónir - „Hann hefur verið að hugsa um eigin hag frá byrjun“

·
Lækkanir aksturgreiðslna sýna fram á kosti gagnsæis
2

Lækkanir aksturgreiðslna sýna fram á kosti gagnsæis

·
Fyrrverandi ríkisskattstjóri: Lækkun erfðafjárskatts eykur misskiptingu
3

Fyrrverandi ríkisskattstjóri: Lækkun erfðafjárskatts eykur misskiptingu

·
Gagnrýni á innrás Tyrkja jafngildir hryðjuverkum
4

Gagnrýni á innrás Tyrkja jafngildir hryðjuverkum

·
Verður alltof mikil þögn á heimilinu
5

Verður alltof mikil þögn á heimilinu

·
Er líf á K2-18b?
6

Er líf á K2-18b?

·

Mest deilt

Sveinn Andri þarf að endurgreiða 100 milljónir - „Hann hefur verið að hugsa um eigin hag frá byrjun“
1

Sveinn Andri þarf að endurgreiða 100 milljónir - „Hann hefur verið að hugsa um eigin hag frá byrjun“

·
Lækkanir aksturgreiðslna sýna fram á kosti gagnsæis
2

Lækkanir aksturgreiðslna sýna fram á kosti gagnsæis

·
Fyrrverandi ríkisskattstjóri: Lækkun erfðafjárskatts eykur misskiptingu
3

Fyrrverandi ríkisskattstjóri: Lækkun erfðafjárskatts eykur misskiptingu

·
Gagnrýni á innrás Tyrkja jafngildir hryðjuverkum
4

Gagnrýni á innrás Tyrkja jafngildir hryðjuverkum

·
Verður alltof mikil þögn á heimilinu
5

Verður alltof mikil þögn á heimilinu

·
Er líf á K2-18b?
6

Er líf á K2-18b?

·

Mest lesið í vikunni

Opnari og ekki eins stressuð eftir að hún fékk dúkkubarn
1

Opnari og ekki eins stressuð eftir að hún fékk dúkkubarn

·
Draumur að eiga dúkkubarn
2

Draumur að eiga dúkkubarn

·
Sveinn Andri þarf að endurgreiða 100 milljónir - „Hann hefur verið að hugsa um eigin hag frá byrjun“
3

Sveinn Andri þarf að endurgreiða 100 milljónir - „Hann hefur verið að hugsa um eigin hag frá byrjun“

·
Hamingjan er bæði skin og skúrir
4

Hamingjan er bæði skin og skúrir

·
Öskraði af verkjum ellefu ára: „Á þetta virkilega að vera svona?“
5

Öskraði af verkjum ellefu ára: „Á þetta virkilega að vera svona?“

·
Fjölskyldan sparaði 1,3 milljónir með því að skipta bíl út fyrir rafmagnshjól
6

Fjölskyldan sparaði 1,3 milljónir með því að skipta bíl út fyrir rafmagnshjól

·

Mest lesið í vikunni

Opnari og ekki eins stressuð eftir að hún fékk dúkkubarn
1

Opnari og ekki eins stressuð eftir að hún fékk dúkkubarn

·
Draumur að eiga dúkkubarn
2

Draumur að eiga dúkkubarn

·
Sveinn Andri þarf að endurgreiða 100 milljónir - „Hann hefur verið að hugsa um eigin hag frá byrjun“
3

Sveinn Andri þarf að endurgreiða 100 milljónir - „Hann hefur verið að hugsa um eigin hag frá byrjun“

·
Hamingjan er bæði skin og skúrir
4

Hamingjan er bæði skin og skúrir

·
Öskraði af verkjum ellefu ára: „Á þetta virkilega að vera svona?“
5

Öskraði af verkjum ellefu ára: „Á þetta virkilega að vera svona?“

·
Fjölskyldan sparaði 1,3 milljónir með því að skipta bíl út fyrir rafmagnshjól
6

Fjölskyldan sparaði 1,3 milljónir með því að skipta bíl út fyrir rafmagnshjól

·

Nýtt á Stundinni

Landhreinsun ef Símon Dalaskáld er dauður

Illugi Jökulsson

Landhreinsun ef Símon Dalaskáld er dauður

·
Fyrrverandi ríkisskattstjóri: Lækkun erfðafjárskatts eykur misskiptingu

Fyrrverandi ríkisskattstjóri: Lækkun erfðafjárskatts eykur misskiptingu

·
Bjarni, við erum best!

Bjarni, við erum best!

·
Er líf á K2-18b?

Er líf á K2-18b?

·
Verður alltof mikil þögn á heimilinu

Verður alltof mikil þögn á heimilinu

·
Skáldskapur

Listflakkarinn

Skáldskapur

·
Sveinn Andri þarf að endurgreiða 100 milljónir - „Hann hefur verið að hugsa um eigin hag frá byrjun“

Sveinn Andri þarf að endurgreiða 100 milljónir - „Hann hefur verið að hugsa um eigin hag frá byrjun“

·
Mikil aukning sýklalyfjaónæmis í villtum höfrungum

Mikil aukning sýklalyfjaónæmis í villtum höfrungum

·
Lækkanir aksturgreiðslna sýna fram á kosti gagnsæis

Lækkanir aksturgreiðslna sýna fram á kosti gagnsæis

·
Gagnrýni á innrás Tyrkja jafngildir hryðjuverkum

Gagnrýni á innrás Tyrkja jafngildir hryðjuverkum

·
Pírati í Prag ögrar Peking

Listflakkarinn

Pírati í Prag ögrar Peking

·
Bretar heimila Shell að skilja eftir aflagða olíuborpalla í Norðursjó

Bretar heimila Shell að skilja eftir aflagða olíuborpalla í Norðursjó

·