Kjötfars og steik

Kjötfars og steik

Jóna Á. Gísladóttir er pistlahöfundur, móðir, besserwisser, bugaður hunda- og kattaeigandi, húsmóðir og fyrrverandi sófakartafla með svo til nýtilkomna áráttu fyrir hreyfingu sér til heilsubótar. Lífið er ekki bara saltfiskur, það er líka kjötfars og nautasteik og allt þar á milli.
Jólabarn á fölskum forsendum?

Kjötfars og steik

Jólabarn á fölskum forsendum?

·

Það hefur ekki farið fram hjá neinum að jólamánuðurinn er að renna upp. Og hvort sem við látum glepjast af öllu neyslubrjálæðinu eða ekki, þá eru jólin tími sem yljar okkur um hjartað, lýsir upp svartasta skammdegið og minnir okkur á hvað það er sem skiptir máli í lífinu; ástvinir og samvera með þeim. Þessi tími er þó ekki gefandi...

Það er ljótt að nauðga

Kjötfars og steik

Það er ljótt að nauðga

·

Það er ljótt að stela. Það er ljótt að stríða. Það er ljótt að tala illa um aðra. Það er ljótt að segja ósatt. Börn taka þessi skilaboð inn með móðurmjólkinni. Flest þeirra alla vega. Síðustu ár hefur einnig verið vakning í því að kenna ungum börnum um þeirra einkastaði. Að engum leyfist að snerta þau nema með þeirra samþykki...

Greindur hundur

Kjötfars og steik

Greindur hundur

·

Fyrir rúmum tíu árum síðan upplifði ég þá óþægilegu tilfinningu að ég væri sú eina á plánetunni Jörð (a.m.k. á Íslandi) sem ekki vissi svolítið; nefnilega að íslenski hundurinn á það til að gelta mikið. Eftir að við ákváðum að stækka fjölskylduna og taka að okkur sex mánaða hvolp fór ég fljótlega að tilkynna vinum, vandamönnum og vinnufélögum að brátt...

Lífið getur ekki bara verið steik

Kjötfars og steik

Lífið getur ekki bara verið steik

·

Fyrir allmörgum árum hringdi kona nokkur á besta aldri í vinalínu og lét þessi fleygu orð falla: ,,Ég verð svo þunglynd þegar ég opna ísskápinn og sé kjötfarsið.'' Hver nákvæmlega ástæðan fyrir þessum orðum var er óráðin gáta, en mikið afskaplega hafa þessi orð setið í mér og mér þykja þau ekki síður merkileg en samlíking Sölku Völku hans Laxness...