Blogg

Vertu nógu andskoti andstyggilegur

Í Tyrklandi er orðatiltæki sem myndi gróflega útleggjast eftirfarandi á íslenzku: Vertu nógu andstyggileg og frek við eiginmann þinn og hann mun fylgja þér eins og hundur.

Þetta virðist líka eiga við á Íslandi, þá sérstaklega hvað snertir stjórnmálaflokka. Því verr sem flokkar leika landann því fylgispakari eru kjósendur. Kjósendur halda tryggð við flokka sem ala á misjöfnuði og aukinni fátækt, skara eld að eigin köku á kostnað almennings, hækka húsnæðisverð svo ungt fólk hefur ekki efni á að flytja að heiman, svelta heilbrigðiskerfið til að skapa tækifæri fyrir örfáa einstaklinga til að græða, gera ekkert til að koma á móts við nemandur sem þurfa öðruvísi menntaumhverfi, halda auðlindum í einkaeign og svo mætti lengi telja.

Íslendingar eru ekki heimskir, heldur kjósa of margir að vera óupplýstir og láta teyma sig með hræðsluáróðri. Samfélagið mun ekkert breytast fyrr en fleiri hætta að láta stjórnast af ótta. 

Ótti nærist á ótta. Þetta vita menn eins og Erdogan, Putin, Mussolini, Hitler, Saddam Hussein, Davíð Oddsson og fleiri. Þeir nýta sér óttasleginn almenning til að ná og halda völdum.

Ég dvaldi í Tyrklandi í allt sumar og sá gjörla hvernig tyrkneska þjóðin skiptist nú í tvær fylkingar, annars vegar þeir sem eru fullir ótta og halda að heimurinn sé hræðilegur og styðja Erdogan í blindni og hins vegar þeir sem sjá í gegnum Erdogan og hata hann út af lífinu. Honum hefur tekist að sundra þjóðinni, ala á tortryggni og bæla niður mótmæli, þannig að það eina sem fólkið telur sig geta er að óska honum dauða, sem það gerir óspart.

Þurfum við virkilega að óska Davíð og hans líkum dauða til að eitthvað breytist? Getum við ekki frekar hjálpast að við að losna við þennan nagandi ótta sem gegnsýrir líf of margra, svo ekki sé lengur hægt að teyma fólk áfram á asnaeyrunum? Ég er ekki að tala bara um þá sem eru í ofbeldissamböndum heldur alla sem halda að ókunnugir séu hættulegir, að aðrir vilji okkur illt og að heimurinn versnandi fari.

Tyrkneskir karlmenn hafa margir gefist upp á frekjunni í tyrkneskum konum. Hvenær munu Íslendingar sjá í gegnum sérhagsmunahyggjuna og frekjuna í Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki og kjósa eitthvað annað?

 

 

 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Fréttir

Kölluð kellingartussa og negri

Viðtal

„Neita að eyða allri ævinni í að vinna fyrir einhvern steinkassa“

Fréttir

Slys hjá Arnarlaxi: Eldiskví með um 500 tonnum af laxi sökk í Tálknafirði

Viðtal

Keypti brúðarkjól og bað Guð um mann

Listi

Fimm réttir úr fortíð og nútíð

Fréttir

Helga Vala skoraði á Alþingi að aflétta leyndinni tafarlaust – Jón: „Dæmigerð popúlistauppákoma“

Mest lesið í vikunni

Fréttir

Vilhjálmur fékk 3,4 milljónir endurgreiddar – Þingmenn hæðast að umræðunni

Fréttir

Stjórnun kynferðisbrotadeildar ábótavant – Sigríður skipti yfirmanni út fyrir stjórnanda með minni reynslu af rannsókn kynferðisbrota

Fréttir

Kölluð kellingartussa og negri

Pistill

Karlar að spara okkur pening

Fréttir

Ferðaþjónustubændur í máli við Íshesta

Fréttir

Borgarstjórinn vísaði Eyþóri Arnalds af fundi í Höfða