Hildur Þórðardóttir

Hildur Þórðardóttir

Hildur Þórðardóttir er á flakki um heiminn og skrifar hér um sumt af því sem fyrir augu ber, þjóðfélagsrýni þegar það á við og alls kyns málefni. Ekkert er henni óviðkomandi, ef það verður til þess að opna augu fólk fyrir hvernig hægt er að gera heiminn betri. Til að breyta heiminum verðum við að byrja á sjálfum okkur.
Stærstu fossar í heimi

Hildur Þórðardóttir

Stærstu fossar í heimi

·

Um helgina heimsótti ég hina miklu Iguazú fossa á landamærum Argentínu og Brasilíu. Þetta eru stærstu fossar í heimi, skráðir á heimsminjaskrá Unesco og þangað sækja um 1,7 milljónir manna á hverju ári. Að fossunum báðum megin liggur mikill frumskógur sem hefur verið gerður að vernduðum þjóðgarði og er einnig á heimsminjaskránni til varðveislu. Bæði Brasilíumenn og Argentínumenn hafa lagt...

Vertu nógu andskoti andstyggilegur

Hildur Þórðardóttir

Vertu nógu andskoti andstyggilegur

·

Í Tyrklandi er orðatiltæki sem myndi gróflega útleggjast eftirfarandi á íslenzku: Vertu nógu andstyggileg og frek við eiginmann þinn og hann mun fylgja þér eins og hundur. Þetta virðist líka eiga við á Íslandi, þá sérstaklega hvað snertir stjórnmálaflokka. Því verr sem flokkar leika landann því fylgispakari eru kjósendur. Kjósendur halda tryggð við flokka sem ala á misjöfnuði og aukinni...

Svona á að gera þetta!

Hildur Þórðardóttir

Svona á að gera þetta!

·

Í síðasta pistli var ég svartsýn á að Erdogan myndi umbera fjöldafundinn hér í Istanbul síðast liðinn sunnudag, miðað við fyrri viðbrögð hans í Gezi mótmælunum fyrir nokkrum árum. En raunin varð önnur. Margar milljónir manna hópuðustu saman til að standa með leiðtoga stjórnarandstöðunnar, Kemal Kılıçdaroğlu, þar sem hann endaði göngu sína frá Ankara til Istanbul til stuðnings réttlætis í...

Hvað gerist á sunnudag í Istanbul?

Hildur Þórðardóttir

Hvað gerist á sunnudag í Istanbul?

·

Ég er stödd í Istanbul þessa mánuðina og þar sem nú er eitthvað að frétta er tími til að skrifa hér. Þessa dagana fer formaður aðalstjórnarandstöðuflokks Tyrklands CHP, Kemal Kılıçdaroğlu, gangandi frá Ankara til Istanbul, 460 km, til að vekja athygli á því óréttlæti sem ríkir í landinu. Nefnir hann gönguna "réttlætisgöngu". Í skjóli neyðarástandsins sem Erdoğan, forseti Tyrklands, setti...

Fer Trump í taugarnar á þér?

Hildur Þórðardóttir

Fer Trump í taugarnar á þér?

·

Eins og ég sagði margoft í eigin framboði, endurspeglar sá forseti sem kosinn er, hvar þjóðin er stödd í þroska. Nú hafa Bandaríkin kosið í æðsta embætti mann sem endurspeglar nákvæmlega gildi Bandaríkjanna, einstaklingshyggju, kapítalisma og Darwinisma (survival of the fittest). Niðurstöður kosninganna ætti því ekki að koma neinum á óvart. Þroski þjóðar er eins og pendúll, sveiflast milli framfara...

Ekki allir vondir

Hildur Þórðardóttir

Ekki allir vondir

·

Þegar ég var að segja fjórtán ára syni mínum frá ferðinni til Palestínu, sagði hann, ‚Mamma, það eru ekki allir bara vondir eða góðir.‘ Það er því viðeigandi að enda þessa umfjöllun mína um Palestínu á því að minnast á margt ungt fólk í Ísrael telur ástandið vera ömurlegt. Unga fólkið sem við töluðum við hafði á orði að með...

Leynt ofbeldi

Hildur Þórðardóttir

Leynt ofbeldi

·

Árið 1997 var ákveðið að skipta Hebronborg formlega á milli Palestínskra yfirvalda og Ísraelskra. Þeir 30.000 íbúar sem voru svo óheppnir að eiga heima á svæði H2, sem kom í hlut Ísraels, eiga vægast sagt undir högg að sækja og hefur fækkað mikið. Til að mynda þurfa þeir númer til að mega ganga göturnar heim að húsinu. Þeim er bannað...

Draugaborgin Hebron

Hildur Þórðardóttir

Draugaborgin Hebron

·

Við gistum tvær nætur í Hebron, þessari fjölmennustu borg Vesturbakkans. Þar búa um það bil 200 þúsund íbúar, auk 500-650 landnema inni í borginni og auk þeirra sem búa í sérstökum byggðum rétt fyrir utan borgina. Leiðsögumaðurinn og baráttumaðurinn Badee Dweik sýndi okkur hvernig nýju landnemar taka yfir svæði heimamanna og hengja ísraelska fána utan á hús sem áður tilheyrðu...

Yfir til Palestínu

Hildur Þórðardóttir

Yfir til Palestínu

·

Um daginn fórum við nokkur yfir landamærin til Palestínu. Okkur var ráðlagt að nefna ekki að við ætluðum til Palestínu, heldur til Ísraels og að við ætluðum bara að heimsækja Jerúsalem og Tel Aviv. Jafnframt var okkur bent á að loka Facebook reikningunum, því landamæraverðirnir skoða allt slíkt ef þeim líst ekki á þá sem vilja komast yfir. Ísraelar eru...

Ólívur í Jórdaníu

Hildur Þórðardóttir

Ólívur í Jórdaníu

·

Þessa dagana er ég stödd uppi í fjöllunum í norðurhluta Jórdaníu, alveg við Dibbeen þjóðgarðinn, ekki svo langt frá sýrlensku landamærunum. Hér er friðsælt og ljúft. Mikið af trjám. Við búum á litlum frístundabóndabæ sem leitast við að vinna á umhverfisvænan máta og er að innleiða aðferðir permaculture. Hér eru 40 kindur, endur, kalkúnar, hvít hænsni fyrir egg, önnur tegund...

Borg eða eyðimörk

Hildur Þórðardóttir

Borg eða eyðimörk

·

Ég var þrjár vikur í Beirut og er búin að vera hér í sjö daga, held ég, þegar þetta er skrifað. Í Beirut skrifaði ég blogg um spillinguna, skort á innviðum samfélagsins, stjórnmálin og stríðsástand. Hér í eyðimörkinni er ekkert nema friður og fegurð og því langar mig ekki að skrifa um neitt annað. Í Beirut var orkan hörð og...

Bedúínakonur

Hildur Þórðardóttir

Bedúínakonur

·

Ég sit í stofunni hjá fjölskyldu gestgjafa míns. Yngsta systirin, 19 ára, er að strauja fötin af bræðrum sínum og raular arabískt popplag. Þetta er greinilega lag sem hún fílar, því í gær var hún að raula sama lag þegar hún var að hengja upp þvottinn. Hún er glaðleg. Við og við tekur hún upp símann sinn og spjallar við...

Karlaheimur í eyðimörkinni

Hildur Þórðardóttir

Karlaheimur í eyðimörkinni

·

Wadi Rum er karlaheimur. Einu konurnar sem koma hingað eru ferðamenn og svo ég. Bedúínakonurnar halda sig heima í þorpinu. Þótt aðstæður séu ágætar í búðunum eru „kaffihúsin“ hjá viðkomustöðunum án rafmagns og rennandi vatns. Um daginn fórum við í kvöldmat til manns sem rekur eitt slíkt „kaffihús“ eða bazar eins og hann kallar það. Bazarinn er kærkomið skjól fyrir...

Bedúínalíf

Hildur Þórðardóttir

Bedúínalíf

·

Þessar vikurnar dvel ég í Wadi Rum eyðimörkinni í boði Bedúína. Þetta er ævintýralíf. Vaknað fyrir sólarupprás, klifrað upp á næsta klett og hugleitt á meðan sólin silast upp fyrir fjallið í austri. Þvínæst eru nokkrar jógaæfingar í stóra tjaldinu á meðan strákarnir útbúa morgunmat fyrir ferðamennina. Þeir stelast til að gjóa augunum að mér í jóganu, því þeir eru...

Af forsetum, spillingu og blindri trú

Hildur Þórðardóttir

Af forsetum, spillingu og blindri trú

·

Hvernig liði þjóðinni ef ekki hefði tekist að kjósa forseta vegna misklíðar og ágreinings? Segjum til dæmis að Alþingi hefði breytt stjórnarskrá þannig að kjörinn forseti þyrfti 2/3 hluta atkvæða og tvær umferðir kosninga og enginn hefði fengið tilskilinn meirihluta. Innanríkisráðuneytið drægi það síðan úr öllu veldi að boða til nýrra kosninga, undir því yfirskini að það sé svo dýrt...

Hræddir ungir menn

Hildur Þórðardóttir

Hræddir ungir menn

·

Á Íslandi hafa menn áhyggjur af brottfalli drengja úr skólum og réttilega. Það dregur úr möguleikum þeirra í framtíðinni og ætti að vera vísbending um að skólakerfið og samfélagið sé ekki að mæta þörfum þeirra. Hér í Miðausturlöndum er brottfall drengja mikið áhyggjuefni og öllu alvarlegra. Í skýrslu Unicef og Unesco frá því í fyrra kom fram að 21 milljón...