Hermann Stefánsson

Blómin í garðinum

Það byrjaði á því að ég plantaði blómum í garðinum mínum. Reyndar var það ekki mín hugmynd heldur sonar míns. Nágranninn sagði að hann væri mikill listamaður. Svo fylgdumst við með blómunum dafna og sáum hvernig þau hreyfðu sig í átt til sólarljóssins. Eitt blóm fór undir tréð, hin, sem eru stjúpur, fóru í beðið upp við garðsvegginn.

Þetta eru einær blóm. Ræktunin er sjálfbær. Blómin deyja og verða að mold fyrir ný blóm. Svo fór ég að hugsa að líklega ætti ég að gera eitthvað við grasflötina líka. Ég ákvað að grafa þar holu. Mér þótti ekki ólíklegt að ég fyndi fjársjóð. Þegar ég var búinn að grafa um hríð, án þess að rekast á fjársjóð, og tekið að þrengja að mér, þótti mér sem verkið væri frekar við hæfi einhvers annars, kannski dvergs. Þó vildi ég ekki taka áhættuna á að vera sakaður um fordóma gagnvart dvergum og spurði því starfsmannaleiguna sem ég hringdi í hvort þeir ættu ekki fyrir mig álf. Það var þjóðlegra. Jú, þeir áttu álf. 

Álfurinn hélt áfram að grafa holuna og sóttist verkið vel. Ég gaf honum kaffi og tebollur í pásunum. Þá hringdi starfsmannaleigan í mig og sagði að láðst hefði að gera mér grein fyrir því að álfurinn gengi fyrir rafmagni. Ég sagðist ekkert vit hafa á svona atvinnurekstri, það gleddi mig að þeim væri umhugað um velferð starfsmanna sína, væru ekki þrælahaldarar. Þeir komu og stungu álfinum í samband. Þeir tjáðu mér að rétt væri að ég fyllti útiskúrinn af tölvubúnaði sem myndi hjálpa álfinum við moksturinn. Ég sá ekki ástæðu til að andmæla því. 

Það næsta sem gerðist var að maður frá Orkuveitunni kom til þess að lesa af mælunum. Þegar við opnuðum skápinn með rafmagnsmælunum kom í ljós að mælirinn minn snerist eins og helíkopter og stafaði af honum miklum gusti. Þann gust ákvað ég að nota til að kæla niður tölvubúnaðinn í skúrnum sem hefur tilhneigingu til að hitna einhver reiðinnar býsn. Það sem upp á vantar með kælingu munu vetrarfrostin sjá um, auk íslenska lognsins, en kostur þess, sem logns, er að, rétt eins og hugsun okkar landsmanna, er það er jafnan á fleygiferð.

Rafmagnsreikningurinn reyndist fjögur hundruð þúsund krónur á mánuði en á móti kom að ég þurfti ekki að borga fyrir að kæla niður tölvugagnaverið í skúrnum og auk þess sóttist álfinum gröfturinn vel. 

Þar kom að álfurinn fann eitthvað í garðinum. Það var ekki rómversk mynt af því taginu sem frelsarinn átti við þegar hann sagði: Gjaldið keisaranum það sem keisarans er,  og ekki heldur víkingagull heldur rafmynt. Álfurinn réði sér ekki fyrir kæti. Þó sagði hann að mikið starf væri eftir og ég gæti búist við því að þurfa að bíða í fimm ár eftir að fjárfesting mín færi að skila hagnaði. 

Þar sem mér leiðist hundakæti skipti ég álfinum út fyrir tröll. Starfsmannaleigan sagði mér að tröll væru þjóðleg og sjálfbær á við álfa, einstaklega matgrönn, hófsöm í orkuneyslu, ynnu á við Pólverja og hefðu til að bera einstakt gagnsæi því öllum væri ljóst að tröll væru tröll, ekki eitthvað annað.

Jafnframt var mér komið í samband við fjármálaráðgjafafyrirtæki sem tjáði mér að tröll væru hentugust til starfans því bæði væri þau afkastameiri en álfar og þar að auki ekki til, frekar en álfar, og þannig kykvendi væru best í verk sem þegar öllu væri á botninn hvolft beindist að því að finna fjársjóð sem í fælust engin raunveruleg verðmæti, væri í raun ekki til, en eigi að síður ábatasamur. Ég sagði: Ha?

Mér var sagt að það tæki nokkur ár að hafa upp í „stofnkostnað“, sem ég hafði ekki áttað mig á að væri það sem ég hefði lagt út í. Talið um engin raunveruleg verðmæti sem þó væru ábatasöm þótti mér ruglandi, en fyrst ég var byrjaður að grafa holu gat ég eins haldið áfram. Hvað sem öðru leið var mér gert ljóst að mér gæti hreinlega ekki mistekist að verða ríkur af þessu.

***

Ruv segir í hádegisfréttum sínum þann 13. júlí síðastliðinn frá risastóru gagnaveri sem rís á Korputorgi. Gagnaverið á meðal annars að hýsa Reiknistofnun bankanna auk þess sem þar verður stunduð svokölluð HPC-vinnsla, ekki síst Bitcoin-gröftur. Í fyrra kom fram á sama miðli að orkunotkun þess verði á við öll heimili landsins. Annar fjölmiðill segir í fyrirsögn að gagnaverið sé reyndar ekki byggt yfir rafmyntagröft en frásögn beggja miðla er dálítið óljós.

Enda er Bitcoin jú æði torskilið fyrirbæri.

Viðtal við stjórnarformann Reykjavik DC sem byggir gagnaverið í samstarfi við Reiknistofu bankanna, Opin kerfi, Vodafone og Korputorg er ítarlegra. 

***

83 % orkunotkunar á Íslandi er hjá stóriðju. Eigi að síður er orkunotkun eins gagnavers, eftir því sem næst verður komist, meiri en alls almennings á Íslandi. Það er ekkert athugavert við að hýsa gögn Reiknistofu bankanna. Mörg gagnaver hýsa tölvuský, það er að segja sýsl okkar í tölvunum okkar. Það er í raun heldur ekkert athugavert við Bitcoin — fyrir utan þá staðreynd að myntin er notuð í ýmsa ólöglega starfsemi og jafnvel glæpsamlega. Og fyrir utan þá gríðarlegu orku sem það krefst að vinna hana.

Í reynd er ekkert sem kemur í veg fyrir að ég komi mér upp svolitlu gagnaveri í skúrnum í garðinum og byrji að láta tölvur grafa eftir Bitcoin. Þannig gagnaver má finna nokkuð víða á Íslandi. Það sem færi fram í garðinum mínum væri sjálfvirkt verðbréfabrask, kaup og sala, skortstaða. Þetta krefst þekkingar, ég þarf góðan forritara, sæmilegan stofnkostnað, þolinmæði — en síðan er næstum öruggt að ég færi að græða. Ef ég borga rafmagnsreikninginn er ekkert sem stjórnvöld geta gert í þessu og enginn lagarammi nær sérstaklega vel utan um uppátæki mitt í garðinum. Ég þyrfti ekki einu sinni að greiða vask, enda veit Ríkisskattstjóri ekki alveg hvað hann á að gera við „sýndarfé“.

***

Sú hugmynd að gröftur eftir sýndarfé sé umhverfisvænn ef iðnaðurinn noti umhverfisvæna orku er hringlaga röksemd. Þvert á móti er orkufrekja gagnavera sem grafa eftir sýndarfé stórfellt vandamál í heiminum og fer stöðugt vaxandi. Sé umhverfisvæn orka notuð er iðnaðurinn ekki sjálfbær heldur orkusóun.

Bitcoin er ekki til. Engin lífvera á jörðinni étur Bitcoin, engin vél er knúin áfram af rafmynt, ekkert farartæki, ekkert hús er hitað upp með henni og ekkert gróðurhús gengur fyrir sýndarfé. Bitcoin er arðbær, fullkomlega tilgangslaus og takmarkalítið orkufrek. Það má eins eyða trilljón kílóvöttum í að endurskíra Parísarsamkomulagið í höfuðið á Latabæ. Umhverfisvæna orkan fer í nákvæmlega ekki neitt. Það er eins hægt að búa til eitt stykki rafmagnshafmeyju og eitt stykki sædreng og láta þau þreyta kappsund endalausa hringi í kringum landið á ljóshraða. 

***

Ég komst aldrei lengra en að planta blómum í garðinum, lét ekki verða af því að grafa holu. Þarna teygja þau sig í átt til sólar. Blómin í garðinum eru fyrir fegurðina í heiminum. 

Athugasemdir

Athugasemdir eru ekki leyfðar við þessa grein.

Mest lesið

Sómakennd Samherja
1

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Jón Trausti Reynisson

Sómakennd Samherja

Stundin í sérútgáfu á þriðjudagskvöld
2

Stundin í sérútgáfu á þriðjudagskvöld

An Icelandic fishing company bribed officials in Namibia and used Norway's largest bank to  transfer 70 million dollars to a tax haven
3

An Icelandic fishing company bribed officials in Namibia and used Norway's largest bank to transfer 70 million dollars to a tax haven

Þorsteinn Már kynnti Kristján Þór fyrir Namibíumönnunum sem „sinn mann“
4

Þorsteinn Már kynnti Kristján Þór fyrir Namibíumönnunum sem „sinn mann“

Samherji greiðir hundruð milljóna í mútur til að fá kvóta í Namibíu
5

Samherji greiðir hundruð milljóna í mútur til að fá kvóta í Namibíu

Banki lokaði á Samherja vegna hættu á peningaþvætti: Flutti níu milljarða í skattaskjól
6

Banki lokaði á Samherja vegna hættu á peningaþvætti: Flutti níu milljarða í skattaskjól

Mest deilt

Sómakennd Samherja
1

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Jón Trausti Reynisson

Sómakennd Samherja

An Icelandic fishing company bribed officials in Namibia and used Norway's largest bank to  transfer 70 million dollars to a tax haven
2

An Icelandic fishing company bribed officials in Namibia and used Norway's largest bank to transfer 70 million dollars to a tax haven

Samherji greiðir hundruð milljóna í mútur til að fá kvóta í Namibíu
3

Samherji greiðir hundruð milljóna í mútur til að fá kvóta í Namibíu

Samherji stundar stórfelldar mútugreiðslur - Stundin og Kveikur fjalla um málið
4

Samherji stundar stórfelldar mútugreiðslur - Stundin og Kveikur fjalla um málið

Þorsteinn Már kynnti Kristján Þór fyrir Namibíumönnunum sem „sinn mann“
5

Þorsteinn Már kynnti Kristján Þór fyrir Namibíumönnunum sem „sinn mann“

Stundin í sérútgáfu á þriðjudagskvöld
6

Stundin í sérútgáfu á þriðjudagskvöld

Mest deilt

Sómakennd Samherja
1

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Jón Trausti Reynisson

Sómakennd Samherja

An Icelandic fishing company bribed officials in Namibia and used Norway's largest bank to  transfer 70 million dollars to a tax haven
2

An Icelandic fishing company bribed officials in Namibia and used Norway's largest bank to transfer 70 million dollars to a tax haven

Samherji greiðir hundruð milljóna í mútur til að fá kvóta í Namibíu
3

Samherji greiðir hundruð milljóna í mútur til að fá kvóta í Namibíu

Samherji stundar stórfelldar mútugreiðslur - Stundin og Kveikur fjalla um málið
4

Samherji stundar stórfelldar mútugreiðslur - Stundin og Kveikur fjalla um málið

Þorsteinn Már kynnti Kristján Þór fyrir Namibíumönnunum sem „sinn mann“
5

Þorsteinn Már kynnti Kristján Þór fyrir Namibíumönnunum sem „sinn mann“

Stundin í sérútgáfu á þriðjudagskvöld
6

Stundin í sérútgáfu á þriðjudagskvöld

Mest lesið í vikunni

Sómakennd Samherja
1

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Jón Trausti Reynisson

Sómakennd Samherja

Stundin í sérútgáfu á þriðjudagskvöld
2

Stundin í sérútgáfu á þriðjudagskvöld

An Icelandic fishing company bribed officials in Namibia and used Norway's largest bank to  transfer 70 million dollars to a tax haven
3

An Icelandic fishing company bribed officials in Namibia and used Norway's largest bank to transfer 70 million dollars to a tax haven

Þorsteinn Már kynnti Kristján Þór fyrir Namibíumönnunum sem „sinn mann“
4

Þorsteinn Már kynnti Kristján Þór fyrir Namibíumönnunum sem „sinn mann“

Samherji greiðir hundruð milljóna í mútur til að fá kvóta í Namibíu
5

Samherji greiðir hundruð milljóna í mútur til að fá kvóta í Namibíu

Banki lokaði á Samherja vegna hættu á peningaþvætti: Flutti níu milljarða í skattaskjól
6

Banki lokaði á Samherja vegna hættu á peningaþvætti: Flutti níu milljarða í skattaskjól

Mest lesið í vikunni

Sómakennd Samherja
1

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Jón Trausti Reynisson

Sómakennd Samherja

Stundin í sérútgáfu á þriðjudagskvöld
2

Stundin í sérútgáfu á þriðjudagskvöld

An Icelandic fishing company bribed officials in Namibia and used Norway's largest bank to  transfer 70 million dollars to a tax haven
3

An Icelandic fishing company bribed officials in Namibia and used Norway's largest bank to transfer 70 million dollars to a tax haven

Þorsteinn Már kynnti Kristján Þór fyrir Namibíumönnunum sem „sinn mann“
4

Þorsteinn Már kynnti Kristján Þór fyrir Namibíumönnunum sem „sinn mann“

Samherji greiðir hundruð milljóna í mútur til að fá kvóta í Namibíu
5

Samherji greiðir hundruð milljóna í mútur til að fá kvóta í Namibíu

Banki lokaði á Samherja vegna hættu á peningaþvætti: Flutti níu milljarða í skattaskjól
6

Banki lokaði á Samherja vegna hættu á peningaþvætti: Flutti níu milljarða í skattaskjól

Nýtt á Stundinni

Eyþór fjármagnaður af Kýpurfélagi sem er miðpunktur mútugreiðslna Samherja

Eyþór fjármagnaður af Kýpurfélagi sem er miðpunktur mútugreiðslna Samherja

Helga Vala vill frysta eignir Samherja

Helga Vala vill frysta eignir Samherja

Félög Samherja á Kýpur greiddu 280  milljónir í mútur eftir að Jóhannes hætti

Félög Samherja á Kýpur greiddu 280 milljónir í mútur eftir að Jóhannes hætti

Lögðu grunn að málsvörn vegna mútugreiðslna dagana fyrir birtingu

Lögðu grunn að málsvörn vegna mútugreiðslna dagana fyrir birtingu

Mútugreiðslur Samherja nema meira en helmingi af þróunaraðstoð Íslands til Namibíu

Mútugreiðslur Samherja nema meira en helmingi af þróunaraðstoð Íslands til Namibíu

Uppljóstrarinn í Samherjamálinu: „Það er bara verið að ræna Namibíu“

Uppljóstrarinn í Samherjamálinu: „Það er bara verið að ræna Namibíu“

Þorsteinn Már kynnti Kristján Þór fyrir Namibíumönnunum sem „sinn mann“

Þorsteinn Már kynnti Kristján Þór fyrir Namibíumönnunum sem „sinn mann“

Sómakennd Samherja

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Jón Trausti Reynisson

Sómakennd Samherja

Banki lokaði á Samherja vegna hættu á peningaþvætti: Flutti níu milljarða í skattaskjól

Banki lokaði á Samherja vegna hættu á peningaþvætti: Flutti níu milljarða í skattaskjól

Isländsk fiskejätte använde mutor och flyttade 650 miljoner i skatteparadis genom DNB NOR

Isländsk fiskejätte använde mutor och flyttade 650 miljoner i skatteparadis genom DNB NOR

An Icelandic fishing company bribed officials in Namibia and used Norway's largest bank to  transfer 70 million dollars to a tax haven

An Icelandic fishing company bribed officials in Namibia and used Norway's largest bank to transfer 70 million dollars to a tax haven

Afríkuveiðar Samherja og spillingin í Namibíu

Afríkuveiðar Samherja og spillingin í Namibíu