Þessi færsla er meira en 8 ára gömul.

Hismið og kjarninn

Hismið og kjarninn

Það þykir ekki fréttnæmt lengur þegar Píratar mælast með langmesta fylgið - meira fylgi heldur en báðir stjórnarflokkarnir samanlagt, mánuð eftir mánuð. Kannski er það bara orðið svo venjulegt. Aðalfréttin í nýjustu könnunum er sú að Samfó og VG eru með jafnt fylgi upp á 7,8%. Það þykir efni í fyrirsögn. Og það þykir líka frétt þegar stjórnarflokkarnir bæta við sig eins og tveimur prósentum.

Enn furðulegra var að sjá fyrirsagnir þess efnis að flestir kjósendur treystu Bjarna Ben. Það þótti ekki frétt hversu margir treystu honum ekki. Í þeirri könnun voru 48% óákveðnir og 19% neituðu að svara. Sem þýðir að einunigs 13% bera mest traust til Bjarna Ben og 6% til Sigmundar Davíðs. Fréttin var auðvitað sú að þessir menn eru rúnir trausti þjóðarinnar. Þess í stað var sett upp villandi fyrirsögn: „Flestir segjast treysta Bjarna.“

Að greina aðalatriði frá aukaatriðum hefur þótt eitt af grundvallaratriðum vandaðrar blaðamennsku. Því miður virðist þetta oft skorta í íslenskri fjölmiðlun.

 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni