Ath

Ath

Haukur Már fæddist eitt sumar á landinu bláa en hefst nú við í tölvu.
Vinsamlega drepist ekki hér

Ath

Vinsamlega drepist ekki hér

·

Þann 16. mars, það er á fimmtudaginn var, greindi Heiða Vigdís Sigfúsdóttir frá því í Stundinni að Abdolhamid Rahmani, maður frá Afganistan, væri á átjánda degi hungurverkfalls, sem hann hóf 27. febrúar, þegar honum barst tilkynning um brottvísun frá Íslandi. Hann sótti um vernd á landinu á síðasta ári en Útlendingastofnun neitar að taka umsókn hans til skoðunar. Ísland...

Skýringarmynd 1

Ath

Skýringarmynd 1

·

12. 12. 2016

Ath

12. 12. 2016

·

Þögnin í útvarpinu

Ath

Þögnin í útvarpinu

·

Dýpsta pólitíska átakalínan á Íslandi snýst nú um hvort við gerum ráð fyrir að lifa við tungumál eða ekki: hvort við viljum að athafnir okkar standist stefnumót við orðin, okkar eigin og annarra, eða hvort við viljum þjösnast áfram þegjandi og án þess að á okkur sé yrt. Samfélag eða barbarí. Píratar hafa mikið fylgi, ekki síst vegna þess að...

Eyjur

Ath

Eyjur

·

Nú er ég ekki með höfundarverk Hannesar Hólmsteins við höndina en ég man, fyrir um tuttugu árum síðan, hvað honum og lærisveinum hans varð tíðrætt um eyjur. Afstöðu sína til fóstureyðinga, sem hann sagðist mótfallinn, skýrði Hannes með skírskotun til eyju: ef þér hefur skolað á land á eyðieyju og þangað ber síðan annan mann, þá er alveg sama hversu...

Sigmundur Davíð köttar krappið

Ath

Sigmundur Davíð köttar krappið

·

Þar sem ekki virðist öllu skipta hvert þeir leita sem vilja ná tali af forsætisráðherra, hvort eð er – hann hvorki er né verður við – hefur honum ókunnugur maður nú tekið að sér kynningarstörf Forsætisráðuneytisins í sjálfboðastarfi. Hér er þá mögulega fyrsta sjónvarpsviðtalið sem tekið er við ráðherra í viðtengingarhætti: svona er það ekki beinlínis, en svona væri það...

Hvers vegna sækja þau ekki um sem au-pair?

Ath

Hvers vegna sækja þau ekki um sem au-pair?

·

Lög um útlendinga, frá árinu 2002, lögin sem breyttu nafni Útlendingaeftirlitsins í Útlendingastofnun, tóku aftur nokkuð veigamiklum breytingum árið 2008, fyrir tilstilli dómsmálaráðuneytis Björns Bjarnasonar. Helstu nýmælin voru flokkun dvalarleyfa eftir tilefni þeirra, í reynd lögbundin stéttskipting milli aðkomufólks á Íslandi, sem hefur staðið óhögguð. Lög um nýtingu útlendinga 2002 nr. 96 Tveir flokkar dvalarleyfa varða mestu...

„Af því það er aumkvunarlegt að vita menn vera þræla“ – Fréttir 1836

Ath

„Af því það er aumkvunarlegt að vita menn vera þræla“ – Fréttir 1836

·

Eftir að gera grein fyrir hugmyndinni um fréttir segir í greininni „Frjettir frá vordögum 1835 til vordaga 1836“ í tímaritinu Skírni síðarnefnda árið: „Víkur nú að so mæltu til þess er merkilegast hefir viðborið árið sem er að líða; og verður first gjetið þeirra þjóða, sem oss eru fjærstar að ættum og bústöðum, og þokast síðan nær og nær.“ Tíu...

Hættuleg mynd

Ath

Hættuleg mynd

·

Ég finn hana ekki í fljótu bragði, myndina sem ég sá í gær eða fyrradag, af sprengdri brú í Sýrlandi. Það hlýtur að hafa verið Sýrland, þar erum við að sprengja, ég las þó ekki myndatextann af nægri athygli til að ég myndi veðja lífi kattar upp á það. En myndin var tekin að ofan. Eins og kort, nema með...

Þáttaskil, einhvern veginn, svo að …

Ath

Þáttaskil, einhvern veginn, svo að …

·

Ég átti samtal við gamlan vin á síðustu dögum, sem hafði orð á því hvað við virðumst öll óviðbúin atburði á við árásirnar í París, ófær um að hugsa hann til hlítar, um leið og öldugangurinn út frá atburðinum, viðbragðið, er enn sem komið er svo endurtekningarsamt að heita má endursýnt og þar með fyrirsjáanlegt. Bombum, bombum ekki, nóg komið...

Á íslensku má alltaf finna sama svar

Ath

Á íslensku má alltaf finna sama svar

·

Núllsummuleikurinn „Um það geta vissulega allir verið sammála, að þýzkir Gyðingar hafa verið miklu harðræði beittir og hafa fulla þörf fyrir hjálp. Alveg sérstaklega gildir þetta um börnin, sem verst þola erfiðleikana og hafa minnsta getu til að bjarga sér. En hins verður jafnframt að minnast, að möguleikar okkar til aðstoðar eru þeim takmörkum bundnir, að hjálpin verði ekki á...

Öreigabrandarar

Ath

Öreigabrandarar

·

Í upphafi árs hleypti Fox sjónvarpsstöðin af stokkunum sjónvarpsþættinum Knock Knock Live, sem gekk út á að ríkt og frægt fólk bankaði upp á heima hjá fólki sem er hvorki ríkt né frægt til að gefa því pening. David Beckham tók þátt og Justin Bieber var væntanlegur en áhorfið reyndist undir væntingum og eftir aðeins tvo þætti var efnið...

Nokkrar spurningar eftir helgina

Ath

Nokkrar spurningar eftir helgina

·

Á laugardag héldu fimm ráðherrar fréttamannafund, þar sem þeir viðurkenndu skyldur Íslands gagnvart umheiminum og nauðsyn þess að bregðast við vanda flóttafólks, með loforði um verulegt fé. Ráðherranefndin mun skipa sérfræðinganefnd til að gera tillögur um hvernig fénu verði best varið. Í fréttatilkynningu um málið eru þó taldir þrír afmarkaðir liðir sem fjárveitingin skal nýtast innan: flýta skal umsóknarferlum um...

Þetta reddast, en ekki á Íslandi

Ath

Þetta reddast, en ekki á Íslandi

·

Viðkvæðið „þetta reddast“ hefur átt drjúgan þátt í sjálfsmynd Íslendinga á síðustu árum. Að nálgun landsmanna á vandamál eða fyrirstöður einkennist af því hugarfari að ekki þurfi að sjá þau öll fyrir, heldur megi leysa þau í þeirri röð sem þau berast, er notað ýmist til hróss eða lasts, túlkað sem æðruleysi eða fyrirhyggjuleysi eftir tilefni – og skapi. En...

Gjöfin

Ath

Gjöfin

·

Gjafir eru svolítið merkileg fyrirbæri. Aðrir hafa skrifað um þær af meira viti en ég mun gera núna. Og af meiri heilindum, ef það er tækt orð um nokkurn hlut. Ég er nískur og gleyminn, eigingjarn og hirðulaus. En gjafirnar sem ég hef ekki gefið, þær naga mig lengur og verr en gjafirnar sem ég hef ekki þegið. Kannski er...

Áhorfsmælingar Mána

Ath

Áhorfsmælingar Mána

·

Hvað gerir vitur maður þegar fíflið bendir á tunglið? En ef sá sem bendir er harðstjóri? En þegar fjölmiðlafulltrúi harðstjórans bendir á tunglið, hvað gerir lærlingur vitra mannsins þá? Hvert horfir forsetinn þegar kjósendur benda? Hvað gerir tunglið á meðan allir aðrir ýmist benda eða góna á það? Ég á í vandræðum með þetta máltæki þarna, að þegar vitur maður...