Þessi færsla er meira en ársgömul.

Um sérhagsmuni og aðra hagsmuni

Um sérhagsmuni og aðra hagsmuni

Þann 19.júni brautskráðist um 1% þjóðarinnar með háskólapróf. Það vekur mann til umhugsunar, sérstaklega að því leytinu til að þá vaknar spurningin; hvar fær allt þett fólk vinnu?

Ísland tók stökk inn í nútímann fyrir um 70 árum síðan, eða um og eftir síðari heimsstyrjöld (,,blessað stríðið sem gerði syni okkar ríka“). Það var einskær ,,tilviljun.“ Hvað hefði gerst á Íslandi ef Hitler hefði ekki ráðist inn í Pólland 1.september 1939? Það er áhugaverð spurning.

Aðeins eru rúmlega 100 ár frá því að rafmagn ruddi sér til rúms hér á Íslandi, og það kom mest frá Evrópu, þ.e.a.s. sú tækni og  sú kunnátta (,,know-how“) sem um ræðir í því sambandi.

En aftur að seinna stríði: Þegar því lauk og á næstu áratugum helltu Íslendingar sér inn í það sem kallað er nútímavæðing (,,modernisation“). Þá var ekki aftur snúið.

Síðan þá hafa Íslendingar verið í fararboddi að skaffa sér nýja tækni; Ipodda, tölvur, farsíma, internet og allt sem þessu fylgir. Ísland er eitt netvæddasta samfélag jarðar, sem telur um 7 milljarða manna. Hver hefði trúað því?

Á sama tíma eru við völd hagsmunaklíkur sem eru frá þeirri forneskju og því myrkri sem réði áður en rafmagnið kom og lýsti allt upp.

Á hverju ári eru um 15.000 milljónir, 15 milljarðar, settir í landbúnað á Íslandi, til þess að styrkja það sem kalla mætti ,,hirðingjabúskap“ – að láta rolluna ganga frjálsa og éta sundur gróður landsins.

Það er fyrst og fremst sú hagsmunaklíka sem heitir,,Framsóknarflokkurinn“ sem hefur staðið fyrir þessu. Hvar er framsókn Framsóknarflokksins?

Oflurlítil bændaklíka, sem hefur þó náð fáránlega góðum pólitískum árangri í skjóli meðal annars ,,vanskapaðs kosningakerfis“ – svo eittvað sé nefnt.

Ásgeir Jónssson, bankastjóri Seðlabanka Íslands gerði völd sérhagsmuna á Íslandi að umtalsefni ekki fyrir löngu síðan og var það áhugavert. Seðlabankastjóri Íslands mætti gera meira af því að tjá sig með álíka hvassyrtum hætti.

En kjarni málsins er þessi: Saga Íslands er í raun saga sérhagsmuna. Hingað komu menn frá Noregi um 870 eftir Krist og hófu að búa til það sem kallast samfélag. Það gekk vel til að byrja með en um 1220 fór allt í hund og kött og við töpuðum sjálfstæðinu (og okkur sjálfum) og næstu árhundruð vorum við undir stjórn Norðmanna og síðar Dana.

Árið 1550 fórum við yfir í lútherskan sið (mótmælendatrú) og erum þar enn. Völd kirkjunnar voru mikil, eignsafn hennar var eins og Michelin-maðurinn á sterum! Bændur og höfðingjar réðu samt ríkjum í sveitum landsins. Á kostnað bláfátæks almennings.

Fullveldi frá Dönum kom 1918 og sjálfstæði 1944, það er því enn nokkuð langt í að við getum fagnað öld sem sjálfstæð þjóð, það er áhugaverð staðreynd.

Landbúnaður og sveitastörf réðu ríkjum allt fram til aldamóta 1900, en um það leyti var fyrsti mótorinn settur í árabát og þá hófst vélvæðing í sjávarútvegi. Vistarband/vistaránuð var algeng og allskyns kúgun í boði landbúnaðarelítunnar.

En saga 20.aldarinnar er engu að síður saga minnkandi áhrifa landbúnaðar á kostnað sjávarútvegs (nokkuð sem landbúnaðurinn reyndi efti fremsta megni að koma í veg fyrir) og sem svo nær hámarki með tilkomu kvótakerfis í sjávarútvegi (um og eftir 1985) sem býr til fyrstu milljóna/milljarðamæringana á Íslandi og það sem kalla mætti ,,ólígarka“ – gríðarlega valdamikla menn sem nýta völd sín í þágu sinna sérhagsmuna.

Takið eftir: Alltaf hafa almannahagsmunir, hagsmunir hins almenna borgara setið á hakanum í íslensku samfélagi!

Þetta færir umræðuna að unga fólkinu, sem er að útskrifast, búið að leggja á sig strit og jafnvel skuldir til að klára sitt nám.

Er það sem kallað er ,,verðleikasamfélag“ sem bíður þessa unga fólks? Eða er um að ræða samfélag sem er fast á klafa fortíðar, sérhagsmuna og klíkuskapar?

Skuldum við ekki unga fólkinu sem var að útkrifast eitthvað annað og meira?

Stjórnmálakerfi Íslands er að mörgu leyti stórgallað. Hér er lýðræði að forminu til, en Íslandi hefur verið haldið á klafa sérhagsmuna árhundruðum saman. Og fyrir það hefur landinn goldið hátt verð.

Frjálslyndi og nútímaleg viðhorf hafa átt erfitt uppdráttar.

Mestu framfaraskref landins hafa verið tekin þegar Ísland hefur fært sig nær Evrópu; með aðild að EFTA um 1970 og samningnum um hið evrópska efnahagssvæði (EES) árið 1995. Þá tókst klókum alþjóðasinnum að fá aðild Íslands að þeim samningi í gegn.

Má segja að skörð hafi verið höggvin í varðstöðu sérhagsmunanna á Ísland með aðildinni að EES. Almenningur á Íslandi finnur fyrir því með allskyns réttindum til orðs og æðis sem annars væru ekki til staðar.

Sjaldan hafa verið stigin jafn mikil framfaraskref hér á landi, það hafa talsmenn allra stjórnmálaflokka viðurkennt, jafnvel þeirra sem mest hafa verið á móti ,,Evrópu."

Ísland á að vera opið og víðsýnt samfélag. Hér eiga að vera tækifæri fyrir alla og þessi tækifæri eiga birtast í samvinnu við aðrar þjóðir og þar liggur Evrópa næst okkur.

Við getum kastað af okkur oki sérhagsmuna og skapað samfélag þar sem verðleikar hvers og eins fá að njóta sín.

Í samvinnu við aðrar frjálslyndar þjóðir.

 

 

  

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru ekki leyfðar við þessa grein.

Mest lesið á blogginu

Stefán Snævarr
1
Blogg

Stefán Snævarr

Á Áslaug Arna að segja af sér?

Bent hef­ur ver­ið á að starfsaug­lýs­ing   um  starf töl­fræð­ings hjá há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráðu­neyt­inu kunni að stang­ast á við lög. Þau kveða á um að ís­lenska sé hið op­in­bera mál lands­ins en í aug­lýs­ing­unni var sagt að um­sækj­andi yrði að hafa gott vald á ís­lensku eða ensku. Ráð­herr­ann, Áslaug Arna, varði starfsaug­lýs­ing­una m.a. með þeim „rök­um“ að...
Þorvaldur Gylfason
2
Blogg

Þorvaldur Gylfason

Upp­ástand

Neyzla er nauð­syn­leg öllu lífi á jörðu ef ekki bein­lín­is æðsti til­gang­ur alls sem anda dreg­ur. En samt fer mis­jafnt orð af henni – þ.e. neyzl­unni, ekki jörð­inni. Við neyt­um mat­ar og drykkj­ar því ann­ars héld­um við ekki lífi. Við önd­um að okk­ur loft­inu sem um­lyk­ur jörð­ina því ann­ars mynd­um við kafna. Við fögn­um feg­urð heims­ins með því að gleðj­ast...
Stefán Snævarr
3
Blogg

Stefán Snævarr

Lex­i­kon Put­in­or­um-Ór­ar Pútíns

Hér get­ur að líta Lexí­kon Put­in­or­um, al­fræði­orða­bók pútín­ism­ans en þar leika ór­ar (og ár­ar) Pútíns lyk­il­hlut­verk: Banda­rík­in: Vond ríki enda standa þau í vegi fyr­ir að Rússlandi nái sín­um ginn­helgu mark­mið­um, þar að segja ef Trump er ekki for­seti (sjá "Trump"). Einnig eru þau svo óforskömm­uð að vera Rússlandi langt­um fremri hvað tækni áhrær­ir. Það er svindl því Rúss­land á...
Andri Sigurðsson
4
Blogg

Andri Sigurðsson

Verka­lýðs­hreyf­ing­in í dauða­færi að krefjast fé­lags­legs hús­næð­is­kerf­is

Rík­is­stjórn­in er í her­ferð til að sann­færa kjós­end­ur um að hún ætli sér að leysa hús­næð­is­vand­ann. Tal­að er um að einka­að­il­ar, mark­að­ur­inn, byggi 35 þús­und íbúð­ir. En þessi her­ferð er auð­vit­að bara "smoke and mirr­ors" eins og venju­lega. Eins og bú­ast mátti við eru eng­ar hug­mynd­ir þarna um að rík­ið komi að mál­um á neinn hátt nema með því að beita...
Lífsgildin
5
Blogg

Lífsgildin

Vinátt­an við nátt­úr­una

Vinátta er hug­tak sem spann­ar mikla vídd og dýpt. Á skala vináttu er ég, aðr­ir, sam­fé­lag­ið, nátt­úr­an og jörð­in. Mig lang­ar til að lýsa vináttu við nátt­úr­una, því það er mik­il­vægt vegna þess að þetta sam­band hef­ur rask­ast. Vinátta er meira en til­finn­ing. Hún er kær­leik­ur, hún er vit­ræn og sið­ræn. Hún er reynsla. Hún fel­ur í sér marg­ar dyggð­ir...

Nýtt á Stundinni

Vantar fleira fólk utan EES í ferðaþjónustuna
Fréttir

Vant­ar fleira fólk ut­an EES í ferða­þjón­ust­una

Víða í at­vinnu­líf­inu er skort­ur á starfs­fólki og helm­ing­ur stærstu fyr­ir­tækja seg­ir illa ganga að manna störf. Fram­kvæmda­stjóri Sam­taka ferða­þjón­ust­unn­ar seg­ir að auð­velda eigi grein­inni að byggja aft­ur upp tengsl við er­lent starfs­fólk sem glöt­uð­ust í far­aldr­in­um.
835. spurningaþraut: Hvar er ríkið Shqipëria?
ÞrautirSpurningaþrautin

835. spurn­inga­þraut: Hvar er rík­ið Shqipëria?

Fyrri auka­spurn­ing: Hvað heit­ir kon­an á mynd­inni hér að of­an? Skírn­ar­nafn henn­ar næg­ir í þetta sinn. * Að­al­spurn­ing­ar: 1.  Hvað er kall­að í dag­legu tali það tíma­bil sem hófst þeg­ar Ís­lend­ing­ar fengu ráð­herra í fyrsta sinn? 2.  En hver var ann­ars fyrsti ís­lenski ráð­herr­ann? 3.  Við hvaða fjörð stend­ur Búð­ar­dal­ur? 4.  Eng­lend­ing­ar urðu um dag­inn Evr­ópu­meist­ar­ar í fót­bolta í kvenna­flokki....
Panama-uppljóstrarinn John Doe: „Án ábyrgðar getur samfélag ekki virkað“
FréttirPanamaskjölin

Panama-upp­ljóstr­ar­inn John Doe: „Án ábyrgð­ar get­ur sam­fé­lag ekki virk­að“

Nafn­lausi upp­ljóstr­ar­inn sem hrinti af stað at­burða­rás­inni sem leiddi til af­sagn­ar Sig­mund­ar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar for­sæt­is­ráð­herra með lek­an­um á Pana­maskjöl­un­um veit­ir sitt fyrsta við­tal í Der Spieg­el. Hann lýs­ir von­brigð­um með stjórn­völd víða um heim og seg­ir Rússa vilja sig feig­an.
834. spurningaþraut: Hvar er fjallgarður 16.000 kílómetra langur?
ÞrautirSpurningaþrautin

834. spurn­inga­þraut: Hvar er fjall­garð­ur 16.000 kíló­metra lang­ur?

Fyrri auka­spurn­ing: Hvað heit­ir kon­an á mynd­inni hér að of­an? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.  Hversu göm­ul er Elísa­bet Breta­drottn­ing síð­an 21. apríl í vor? Skekkju­mörk eru eitt ár til eða frá. 2.  Hvað heit­ir höf­uð­borg­in í Bela­rús eða Hvíta­rússlandi? 3.  Hversu marg­ar gráð­ur er rétt horn? 4.  Hvað heit­ir sú 19. ald­ar skáld­saga þar sem að­al­per­són­an er Misjk­in fursti sem sum­ir telja...
Horfið til himins: Það er von á súpernóvu!
Flækjusagan

Horf­ið til him­ins: Það er von á súpernóvu!

En verð­ur hún hættu­leg?
Gerðu það, reyndu að vera eðlileg!
Gunnar Hersveinn
Pistill

Gunnar Hersveinn

Gerðu það, reyndu að vera eðli­leg!

„Hvað er eðli­legt?“ skrif­ar Gunn­ar Her­sveinn. „Hent­ar það stjórn­end­um valda­kerfa best að flestall­ir séu venju­leg­ir í hátt­um og hugs­un? Hér er rýnt í völd og sam­fé­lags­gerð, með­al ann­ars út frá skáld­sög­unni Kjör­búð­ar­kon­an eft­ir jap­anska höf­und­inn Sayaka Murata sem varp­ar ljósi á marglaga valda­kerfi og kúg­un þess. Hvaða leið­ir eru fær­ar and­spæn­is yf­ir­þyrm­andi hópþrýst­ingi gagn­vart þeim sem virð­ast vera á skjön?“
Útivist og hreyfing í góðum hópi eykur lífsgleði
ViðtalHamingjan

Úti­vist og hreyf­ing í góð­um hópi eyk­ur lífs­gleði

Harpa Stef­áns­dótt­ir hef­ur þurft að rækta ham­ingj­una á nýj­an hátt síð­ustu ár. Þar hef­ur spil­að stærst­an þátt breyt­ing­ar á fjöl­skyldu­mynstri. Hún hef­ur auk þess um ára­bil bú­ið í tveim­ur lönd­um og seg­ir að sitt dag­lega líf hafi ein­kennst af að hafa þurft að hafa fyr­ir því að sækja sér fé­lags­skap og skapa ný tengsl fjarri sínu nán­asta fólki. Harpa tal­ar um mik­il­vægi hóp­a­starfs tengt úti­vist og hreyf­ingu en hún tel­ur að hreyf­ing í góð­um hópi stuðli að vellíð­an.
Stór, marglaga og víðfeðm samsýning
MenningHús & Hillbilly

Stór, marglaga og víð­feðm sam­sýn­ing

126 mynd­list­ar­manna sam­sýn­ing á Vest­fjörð­um, Strönd­um og Döl­um.
833. spurningaþraut: Hvað hétu þeir aftur, þessir gömlu tölvuleikir?
ÞrautirSpurningaþrautin

833. spurn­inga­þraut: Hvað hétu þeir aft­ur, þess­ir gömlu tölvu­leik­ir?

Fyrri auka­spurn­ing: Hver er hvít­klæddi karl­inn hér lengst til hægri? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.  Og í fram­haldi af auka­spurn­ing­unni: Hvaða ár var mynd­in tek­in? 2.  Carl Jung hét karl einn. Hvað fékkst hann við í líf­inu? 3.  Hvaða kona er gjarn­an sögð hafa ver­ið beint eða óbeint völd að Tróju­stríð­inu? 4.  Á list­um yf­ir rík­ustu kon­ur heims eru enn sem kom­ið...
Þrjár orrustur og 42 ár sem breyttu stefnu heimsins
Flækjusagan

Þrjár orr­ust­ur og 42 ár sem breyttu stefnu heims­ins

Um 5.400 kíló­metr­ar eru í nokk­urn veg­inn beinni loftlínu frá Zenta í Mið-Evr­ópu um smá­þorp­ið Gulna­bad í miðju Ír­an og til bæj­ar­ins Karnal norð­ur af Delí, höf­uð­borg Ind­lands. Ár­in 1697, 1722 og 1739 voru háð­ar á þess­um stöð­um orr­ust­ur þar sem þrjú tyrk­nesk-ætt­uð stór­veldi áttu í höggi við þrjá ólíka óvina­heri. Eigi að síð­ur eru þess­ar orr­ust­ur tengd­ar á ákveð­inn en óvænt­an hátt, að mati Ill­uga Jök­uls­son­ar.
Kína vaknað og Bandaríkin safna liði
Hilmar Þór Hilmarsson
Pistill

Hilmar Þór Hilmarsson

Kína vakn­að og Banda­rík­in safna liði

„Hags­mun­ir Kína og Rúss­lands munu ekki endi­lega fara sam­an í fram­tíð­inni,“ skrif­ar Hilm­ar Þór Hilm­ars­son.
Hnattvæðing og alþjóðaremba
Blogg

Stefán Snævarr

Hnatt­væð­ing og al­þjóðaremba

Ég hitti hann Jim frá Ástr­al­íu í Frakklandi ár­ið 2003. Greind­ur karl og geðs­leg­ur, ákveð­inn í skoð­un­um. Hann taldi inn­rás­ina í Ír­ak hið besta mál, Saddam hefði ör­ugg­lega átt gjör­eyð­ing­ar­vopn. Banda­rískt efna­hags­líf væri mjög traust og þar vestra væri eng­inn ras­ismi. Hnatt­væð­ing­in væri sig­ur­verk, í fram­tíð­inni myndu borg­ríki taka við af nú­tímaríkj­um í krafti þess­ar­ar væð­ing­ar. Og inn­an tutt­ugu ára...