Auglýsingin hverfur eftir stutta stund...
Loka

Blogg

Þessvegna er Donald Trump fyrsti ,,póst-móderníski“ forseti Bandaríkjanna

 

Um miðja síðustu öld komu franskir félagsfræðingar fram með hugtakið ,,póst-módernismi“ – eitthvað sem kalla mætti ,,eftir-nútímahyggja“ - ,,síð-nútímahyggja“ eða álíka.

Jean Francois Lyotard sagði að þetta fyrirbæri fæli í sér tortryggni gagnvart öllu því sem kalla mætti æðri eða óumdeilanlegan sannleika og með þessu á Lyotard við að ekki sé til nokkuð sem kalla mætti algildan sannleika og sem hægt væri að trúa á.

Annar franskur félagsfræðingur, Jean Baudillard, bætti við og sagði að póst-módernismi sé einkenni á alheimi þar sem ekki er hægt að skilgreina neitt lengur, að allt hafi þegar verið skilgreint nú þegar og eftir standi bara brot. Þessi brot séu það sem hægt sé að leika sér með og þetta sé því póst-módernismi.

,,Það voru miklu fleiri hjá mér!“

Samkvæmt þessu er Donald Trump fyrsti póstmóderníski forseti Bandaríkjanna, því hann virðist vinna nákvæmlega eftir þessari forskrift. Hann og hans lið hefur komið fram með alveg nýtt fyrirbæri og hugtak sem kallast ,,alternative facts“ eða eins og Jónas Kristjánsson, fyrrum ritstjóri DV, hefur kalla því skemmtilega nafni ,,hjáreyndir“.

Hjá Donald Trump og hirð hans skipta nefnilega staðreyndir engu máli og það er hreinlega stórkostlegt að fylgjast með framgöngu hans á þessu sviði. Eitt frægasta dæmið (hingað til) er rifrildið sem blossaði upp eftir innsetningu Trumps í embætti – þegar menn fóru að bera saman fjöldann hjá honum og þegar Barack Obama var settur inn í embætti árið 2009. Talið er að um 1.8 milljónir manna hafi verið á Obama 2009, en allt að helmingi færri á Trump. Hér er mynd sem sýnir þetta vel.

Gróðurhúsaáhrif kínversk uppfinning!

Í anda þess að ekki sé til neinn algildir sannleikur hafa Trump og menn hans líka afneitað því sem í dagllegu kallast ,,gróðurhúsaáhrif“ og hlýnun jarðar – þ.e. áhrif mannsins og hegðunar hans á umhverfi sitt. Þessvegna hafa Trumpistarnir t.d. verið að fjarlægja gögn um þessi mál af opnberum vefsíðum í Bandaríkjunum. Þegar ljóst varð að Trump myndi verða forseti, þá fóru vísindamenn að afrita gögn um þessi málefni, einfaldlega til þess að bjarga þeim. Því Trump trúir ekki á loftslagsbreytingar og hefur meðal annars tíst þess efnis að hugtakið hafi í raun verið fundið upp af Kínverjum (!) til þess að gera bandarískt viðskiptalíf (og framleiðslukerfi) ósamkeppnishæfara. Trump hefur kallað hlýnun jarðar það sem á ensku er nefnt ,,hoax“ en það orð er skilgreint sem ,,lygar í formi sannleiks“ samkvæmt orðabók. Almennt er hinsvegar talið að bandaríski vísindamaðurinn William S. Broecker hafi komið fram með grunninn að þessu hugtaki í grein árið 1975.

Samkvæmt frétt í Los Angeles Times frá 1.maí er Umhverfisstofnun Bandaríkjanna (EPA) byrjuð að fjarlægja efni sem tengist málaflokknum af vefsíðu sinni og ef maður fer inn á epa.gov og leitar að ,,climate change“ kemur á mörgum síðum tilkynning um að síðan sé í uppfærslu. Prófið sjálf!

,,Þú ert rekinn“

Annað sem einkennir Trump, sem hefur aðeins verið í embætti í rúma 100 daga er nánast fullkomin ringulreið. Ekki aðeins hefur hann aðeins rekið tvo hátt setta embættismenn (fyrst Michael Flynn, þjóðaröryggisráðgjafa og svo James Comey, yfirmann FBI, Alríkislögreglunnar), heldur virðist enginn vita hvernig Trump vinnur og hvað hann er að hugsa. Trump tístir eins og honum sé borgað fyrir það og hann hikar ekki við að hóta mönnum með tísti sínu, en það gerði hann gagnvart James Comey í þessari viku, eftir að hann rak hann (sem Comey komst að í sjónvarpi). Einnig hefur hann hótað því að leggja af daglega fréttamannafundi í Hvíta húsinu, enda telur hann að meirihluti fjölmiðla (,,óheiðarlegu fjölmiðlarnir“) í Bandaríkjunum séu á móti sér.

Stríðsástand í Washington

Í raun má segja að það ríki stríðsástand í Washington, sérstaklega eftir brottreksturinn á James Comey, yfirmanni FBI. Sá leiddi rannsókn á meintri aðkomu Rússa í kosningabaráttu Donald Trump í haust. Talið er að Comey hafi beðið um meiri penininga í rannsóknina og að það sé ástæða þess að Trump rak hann. Comey hafði áður fengið mjög lofsamleg ummæli frá Trump, sérstaklega þegar Comey rannsakaði tölvupóstmál Hillary Clinton, sem hefur verið mánuðum saman í umræðunni í Bandaríkjunum. Comey blandaði því máli inn í kosningabaráttuna á lokastigum hennar og talið er að það hafi mögulega blásið Trump byr í seglin og átt þátt í ósigri Clinton.

Nú tekur Trump hinsvegar þetta mál upp sem ástæðu þess að hann hafi rekið Comey og að Comey hafi bara einfaldlega ekki verið að standa sig í vinnunni. Ekkert er hinsvegar sem bendir til þess og sagði varastjóri FBI í þingyfirheyrslum að Comey hefði notið trausts innan FBI. Daginn eftir brottrekstur Comey tók Trump svo á mót utanríkisráðherra Rússa og sendiherra þeirra í Washington og þar fór vel á með mönnum eins og þessi mynd sýnir og þessi.

Kaos í Hvíta húsinu

En allt ber þetta að sama brunni: Það virðist ríkja stjórnleysi í Hvíta húsinu, einn segir þetta og hinn segir hitt og forsetinn segir allt annað. Svo kemur Mike Pence varaforseti og segir eitthvað alveg nýtt. Sean Spicer, blaðafulltrúi (sem hefur lofað að segja sannleikann), kemur svo með sína útgáfu. Trump tístir og tístir, en menn eru í alvöru farnir að tala um að taka þurfi Twitter-aðganginn af Trump! Sem sjálfur hefur sagt að honum hafi komið á óvart hvað starf forseta er erfitt. Þá er það spurningin; ræðu hann við þetta?

Allt saman er þetta fullkomlega brotakennt, fullkomlega póst-módernískt, þar sem viðtekin sannindi, vísindaleg rök og þekking skipta engu andskotans máli (afsakið!) Eða eins og Billy Corgan í Smashing Pumpkins sagði um póst-módernismann: ,,Post-modernism is whatever the fuck you want it to be.“ Kannski er Trump villtur aðdáandi Smashing Pumpkins – hver veit, allt er eiginlega hætt að koma manni á óvart í sambandi við Trump. En hann virðist stjórna eftir þessu; bara einhvern veginn og einhverskonar og skítt með útkomuna. Varla veit það á gott hjá ríki sem menn búast við að sé forysturíki í alþjóðamálum.

Eftirskrift: Grein þessi birtist fyrst á vefsíðu Kjarnans þann 15.maí síðastliðinn. Síðan þá hafa hreinlega "milljón" hlutir gerst í kringum Trump, hraðinn og atburðarásin eru slík. Trump-þrillerinn er hreinlega á yfirsnúningi!

Í fyrsta lagi hefur verið skipaður sérstakur saksóknari til að rannsaka "Rússamálið" svokallaða, þannig það er komið til að vera. Sá er fyrrum yfirmaður FBI, Robert Mueller, en hann var þar frá 2011 til 2013. Yfirmenn FBI eru yfirleitt skipaðir til 10 ára í senn.

Í öðu lagi hefur Trump kúvent í skýringum á því hversvegna hann rak James Comey, yfirmann FBI. Trump um daginn, en Trump hefur sagt að hann hafi alltaf ætlað að reka Comey og sagði hann vera sinna starfi sínu illa ("doing a bad job"). Varaforsetinn, Mike Pence og aðrir í kringum frosetann sögðu að Trump hefði farið eftir ráðleggingum aðstoðar-ríkissaksóknara, Rod Rosenstein, þegar Trump rak Comey. Og nú virðist það vera orðin opinbera útgáfan

Ringulreiðin eykst enn í höfuðstað Bandaríkjanna, en segja má að stjórnkerfið og hið pólitíska kerfi engist sundur og saman. Sumir tala hreinlega um stjórnmálakreppu í landiu (constitutional crisis).

Og á meðan þá skemmta Rússarnir sér. Kannski er þetta allt saman endurgjald (payback) fyrir niðurlægingu Sovétríkjanna eftir að þau "töpuðu" kalda stríðinu, og hrundu saman árið 1991? Nokkuð sem Pútín, forseti Rússlands, hefur lýst sem hörmulegum atburði í alþjóðastjórnmálum.

Höfundur er MA í stjórnmálafræði og áhugamaður um bandarísk stjórnmál.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Fréttir

Gagnrýnir prófíl-mynd þingkonu sem kvartar undan áreitni

Listi

Frásagnir 137 íslenskra stjórnmálakvenna af misrétti, ofbeldi og kynferðislegri áreitni

Fréttir

Þrjú hundruð stjórnmálakonur skora á stjórnvöld: „Hótað nauðgun vegna skoðana minna“

Fréttir

Geir tapar fyrir Mannréttindadómstólnum: Engin mannréttindi brotin í Landsdómsmálinu

Fréttir

Niðurstaða Mannréttindadómstólsins stangast á við þungar ásakanir Geirs og ummæli hans um „smáatriði“

Leiðari

Hér kemur sáttin

Mest lesið í vikunni

Pistill

Davíð spilar með Geir og þjóðina

Fréttir

Gagnrýnir „afsal á forystuhlutverki Sjálfstæðisflokksins til VG“ og segir að frjálsar umræður leyfist ekki í Valhöll

Fréttir

Umtalaðasta símtalið birt: „Þetta eru 100 millj­arð­ar, spít­al­inn og Sunda­braut­in“

Fréttir

Gagnrýnir prófíl-mynd þingkonu sem kvartar undan áreitni

Fréttir

Isavia þarf að afhenda Aðalheiði yfirstrikaðar upplýsingar: „Svo mér endist ævin til að reka þetta mál“

Listi

Frásagnir 137 íslenskra stjórnmálakvenna af misrétti, ofbeldi og kynferðislegri áreitni